Fréttablaðið - 30.04.2001, Qupperneq 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ?
Bergþór Pálsson
Söngvari
Ég mæli með þvi að opna öll skynfæri upp á
gátt til að fylgjast með því hvað náttúran tekur
stórkostlegum breytingum á hverjum degi nú
þegar sumarið er að breiðast út. Það er mikils-
vert að upplifa sterkt alla hluti í tilverunni, allt
þetta sem er að gerast allt í kringum mann og
er meira virði en allt sem kostar peninga. Það
gleymist svo oft. Ailt í einu er sumarið komið
og maður hefur ekki tekíð eftir því.
Vorsýning Myndlistar-
skóla Kópavogs:
Yfir 300 verk
á sýningunni
vorsýning Myndlistarskóla Kópavogs
verður haldin þriðjudaginn 1. maí og
helgina 5. og 6. maí í húsnæði skólans
að Fannborg 6, 3. hæð. Opið verður
frá kl 13-17 alla dagana. Sýnd verða
verk nemenda frá liðnum vetri en
fjöldi verka er um þrjú hundruð.
Nemendur í vetur voru um þrjú
hundruð talsins í þrettán barna- og
unglingadeildum og einnig í þrettán
deildum fyrir fullorðna. Þeir voru á
aldrinum frá 6-15 ára í yngri deildun-
um og elstu nemendur í fullorðins-
deildunum voru yfir sjötugu. Meðal
þess sem kennt er og sýnt verður má
nefna teiknum, módelteiknun, málun,
portrettmálun, vatnslitamálun, leir-
mótun. ■
Jón Gunnarsson
í Hafnarborg:
Sækir efnivið
sinn í íslenskt
landslag
mvndlist Jón Gunnarsson, listmál-
ari, hefur opnað sýningu á olíu- og
vatnslitamyndum í Hafnarborg í
Hafnarfirði. Jón er þekktur fyrir
sjávarmyndir sínar þar sem hann
sýnir störf við fiskveiðar og -
vinnslu. Á undanförnum árum hefur
Jón í auknum mæli sótt efnivið sinn í
íslenskt landslag, ekki síst í uppland
Hafnarfjarðar.
Sýningin er opin milli kl. 11 og 17
alla daga nema þriðjudaga og lýkur
14. maí nk. ■
Urslit úr smásagna-
samkeppni:
íslendingar
skrifa og skrifa
smásögur íslendingar eru býsna dug-
legir við að skrifa, og það má m.a.
merkja á því að hvorki meira né
minna en 350 smásögur bárust í smá-
sagnasamkeppni Striksins. Úrslit
samkeppninnar verða tilkynnt í dag
við athöfn í Iðnó, en verðlaunín fyrir
bestu smásöguna eru 250.000 krónur.
Til keppninnar var efnt i tilefni af ár-
safmæli vefútgáfu Striksins, en í
dómnefndinni sátu þau Hrafn Jökuls-
son ritstjóri, Brynhildur Þórarinsdótt-
ir ritstjóri og Auður Jónsdóttir rithöf-
undur. Mörg hundruð tilnefningar
bárust auk þess í heimasíðukeppnina,
og verða úrslit hennar jafnframt til-
kynnt á mánudag. ■
18
FRÉTTABLAÐIÐ
30. apríl 2001 MÁNUDAGUR
Buena Vista Soc ial Glub
Tónlistar-
menn á áít-
ræðisaldri
tónleikar Kúbverska hljómsveitin
Buena Vista Social Ciub heldur tón-
leika í Laugardalshöll í kvöld og á
morgun, þriðjudaginn l.maí. Hljóm-
sveitin nýtur mikilla hylli víða um
heim en listamennirnir eru flestir á
áttræðis- og níræðisaldri.
Vinsældir Buena Vista Social Club
kviknuðu fyrir rúmum þremur árum
þegar út kom samnefnd plata með
þeim. Það var tónlistarmaðurinn Ry
Cooder sem fyrst vakti athygli á
hljómsveitinni og hefur skífan nú
selst selst í milljónum eintaka. ■
MÁNUDACURINN
30. APRÍL
FUNDIR_______________________________
12.15 Valgerður Bjarnadóttir, félags-
ráðgjafi og framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu, fjallar um félags-
ráðgjöf á nýrri öld í erindi sem
hún flytur í dag og nefnir "Ráð-
gjöf og þróunarstarf með lög
og tölur í hendi - mikilvægi fé-
lagsráðgjafar í jafnréttisstarfi
21 .aldarinnar." Málstofan verður
haldin í fundarherbergi á 1. hæð
í Odda og er hún opin öllu
áhugafólki um þróun félagsráð-
gjafar innan Háskólans sem
utan. Kennarar og nemendur á
4. ári eru sérstaklega hvattir til
að mæta.
12.15 í dag flytur Sóley S. Bender, lekt-
or og doktorsnemi,
fyrirlesturinn: Tíðni
fæðinga, fóstur-
eyðinga og þung-
ana meðaí ís-
lenskra unglings-
stúlkna í aldar-
fjórðung, borið
saman við Norður-
lönd. Málstofan er á
vegum Rannsóknar-
stofnunar í hjúkrunarfræði og
verður haldin stofu 6 á 1. hæð í
Eirbergi, Eiríksgötu 34 og er öll-
um opin.
16.00 í dag verður málstofa um um-
hverfisvænt umhverfí haldin í
umhverfis- og byggingarverk-
fræðiskor verkfræðideildar Há-
skóla íslands í húsi verkfræði-
deildar Hjarðarhaga 2-6, stofu
158. Fyrirlesarinn er Jón Krist-
ínsson, arkitekt og prófessor í
umhverfistækni við Tækniháskól-
ann í Delft í Hollandi. Jón hefur
fengið margar viðurkenningar,
m.a. Konunglegu Shell vísinda-
verðlaunin fyrir orkusparnað í
byggingum og umhverfismálum
árið 1998. Allir velkomnir.
FERÐALÖG_____________________________
19.00 Aukaferð verður farin í kvöld um
fyrsta áfanga gönguleiðarinnar
um Reykjavegínn, 10 ferða rað-
göngu Útivistar um Reykja-
nesskagann frá Reykjanesvita að
Þingvöllum er hófst 22. apríl.
Þetta er um 3 klst. ganga frá
Reykjanesvita með ströndinni yfir
að Stóru Sandvík. Nánari upplýs-
ingar má finna á heimasíðu Úti-
vistar: www.utivist.is. Brottför er
frá BSÍ, en stansað verður við
kirkjug. Hafnarfirði og Fitjum
Njarðvíkum.
TÓNLIST______________________________
20.00 Kúbverska hljómsveitin Buena
Vista Social Club heldur tónleika
i Laugardalshöll í kvöld og á
morgun, þriðjudaginn l.maí.
Gerrit Schuil ráðinn listrænn stjórnandi Ýmis:
Óþrjótandi
möguleikar
tónlist Á morgun og miðvikudag
verða tónleikar í Tónlistarhúsinu
Ými við Skógarhlíð þar sem Rann-
veig Fríða Bragadóttir syngur, Gerrit
Schuil leikur á píanó og Guðný Guð-
mundsdóttir á víólu. Jafnframt verð-
ur opið hús í Ými á morgun þar sem
fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur
fram, þar á meðal Tríó Reykjavíkur
og söngkonurnar Elín Ósk ðskars-
dóttir og Signý Sæmundsdóttir.
Gerrit Schuil hefur verið ráðinn
ljstrænn stjórnandi Tónlistarhússins
Ýmis, og það er hann sem hefur
skipulagt þessa dagskrá til þess að
kynna þá fjölmörgu kosti sem Ýmir
hefur upp á að bjóða sem tónlistar-
hús.
Á efnisskrá tónleikanna verða
margar af perlum tónbókmenntanna
í frábærum flutningi. Þeir hefjast
kl.20.30 báða dagana og miðaverð er
krónur 1500. Aðgangur er hins vegar
frír að opna húsinu sem haldið verð-
ur á morgun, l.maí frá kl. 13.30 til
16.00.
Óhætt er að segja að tímamót séu
orðin í rekstri á Tónlistarhúsinu Ými
með ráðningu Gerrits Schuil. Hann
hefur aldeilis ekki setið auðum hönd-
um, því hann er nú þegar búinn að
skipuleggja dagskrá næsta vetrar.
„Ég er búinn að setja saman heila tón-
leikaröð frá september og fram í maí
á næsta ári,“ segir Gerrit og horfir
björtum augum til framtíðarinnar:
„Nú get ég farið að skipuleggja vet-
urinn 2002 til 2003.“
Húsið er í eigu Karlakórs Reykja-
víkur og hentar vel til flutnings
kammertónlistar. „Þetta er eina húsið
í Reykjavík sem byggt er sérstaklega
sem tónleikahús," segir Gerrit
Schuil. Þótt stærri hljómsveitir kom-
ist ekki fyrir í húsinu, eru möguleik-
arnir engu að síður óþrjótandi. ■
NÝR LISTRÆNN STJÓRNANDI ÝMIS
Fjöldi úrvals tónlistarmanna kemur fram á
opnu húsi og tónleikum á morgun til þess
að kynna Tónlistarhúsið Ými.
Hljómsveitin nýtur mikilla hylli
víða um heim en listamennirnir
eru flestir á áttræðis- og níræðis-
aldri. Vinsældir Buena Vista Soei-
al Club kviknuðu fyrir rúmum
þremur árum þegar út kom sam-
nefnd plata með þeim. Það var
tónlistarmaðurinn Ry Cooder
sem unnið hefur þrekvirki í að
vekja athygli á þessum tónlistar-
mönnum sem einangruðust á
Kúbu er Castro tók völdin. Breið-
skífan hefur selst í milljónum
eintaka og hiotið aragrúa verð-
launa.
22.00 Á Kaffi Reykjavík ætla að mæta
tónlistarmenn úr ýmsum áttum.
Þetta eru hljómsveitirnar Jagúar,
Húfa og Lúdó sextett.
22.30 hefst partý fyrir tónleikagesti Bu-
ena Vista Socíal Club á Skugga-
barnum. Leikin verður alvöru
kúbönsk salsatónlist a\\a nóttina
en það er dj. Margeir sér stjórnar
því. Gyllti salurinn verður opinn
til kl. 4.
23.00 Hljómsveitin Stuðmenn halda
uppi fjörinu á Broadway í kvöld.
MYNDLIST____________________________
Jón Gunnarsson, listmálari, hefur
opnað sýningu á olíu- og vatnslita-
myndum í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Jón er þekktur fyrir sjávarmyndir
sínar þar sem hann sýnir störf við fisk-
veiðar og - vinnslu. Á undanförnum
árum hefur Jón í auknum mæli
sótt efnivið sinn í íslenskt landslag,
ekki síst í uppland Hafnarfjarðar.
Sýningin er opin milli kl. 11 og 17 alla
daga nema þriðjudaga og lýkur 14. maí
nk.
í Norræna húsinu sýna fimm myndlist-
armenn frá Svíþjóð Rose-Marie
Huuvh, Erik Holmstedt, Eva-Stina
Sandling, Lena Ylipaa og Brita Wegl-
in. Norðurbotn er á sömu norðlægu
breiddargráðum og ísland og að flatar-
máli helmingi stærra þó íbúar séu þar
álíka margir og á íslandi. Sýningin
stendur til 13. maí.
í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur
Kristján Jónsson opnað sína 6. einka-
sýningu. Öll verkin á sýningunni eru
unnin á þessu ári og sérstaklega með
rými Stöðlakots í huga. Sýningin er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og lýkur 13. maí.
Gunella sýnir olíumálverk í Galleri Fold,
Rauðarárstíg. Sýning-
in nefnist Kellur og
er efniviðurinn ís-
lenska bóndakonan
úti í náttúrunni við
leik og störf. Trúin á
álfa og huldufólk
kemur þar líka við
sögu. Sýningin
stendur til 6. maí.
Höskuldur Skagfjörð hefur opnað
myndlistarsýningu í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Höskuldur er sjálfmenntaður
listamaður og málar aðallega akrýl- og
pastelmyndir. Sýningin stendur til 2.
maí.
Jassballettskóli Báru 35 ára
Fjölmennasta nemendasýn-
ingin sem haldin hefur verið
panssýning Jassballettskóli Báru
fagnar 35 ára afmæli skólans með há-
tíðarsýningu í Borgarleikhúsinu á
morgun, 1. maí, kl. 14,16 og 18. Nem-
endur sem taka þátt í sýningunni eru
um 400 talsins og er þetta fjölmenn-
asta nemendasýningin sem skólinn
hefur haldið.
Við opnun sýningarinnar verður
dansverkið Þrá eftir Irmu Gunnars-
dóttur flutt af yngri kennurum skól-
ans en síðan munu nemendur taka
við. Sýningunni er skipt í þrjú megin-
þema: Regnboginn sem er verkefni 7-
12 ára nemenda, Salsa í flutningi 13-
20 nemenda og Show Jazz en þrír að-
aldansarar eru í því verki þau Ásgeir
Magnússon, Ásta Bærings og Ylfa
Thordarson. Segja má að sýningin sé
augnakonfekt því skólinn fékk Dóru
Einarsdóttur, búningahönnuð, til lið-
sinnis og var búningahönnun og ráð-
gjöf í hennar höndum.
Miðar verða seldir við innganginn
í dag og á morgun.
SHOW JAZZ ER HEITI
Á EINU DANSVERKANNA
Verkið fjallar um stórdansleik á fræg-
asta næturklúbbi New York borgar.
Tónlistin er frá stríðsárunum.