Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí2001 ÞRIÐJUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavik Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins 1 stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. Að lesa úr sér kynþáttafordóma Ríkissaksóknari hefur sýnt þá rögg- semi að gefa út ákæru á hendur Hlyn Frey Vigfússyni, varaformanni Félags íslenskra þjóðernissinna fyrir # brot gegn 233. grein a í almennum hegning- arlögum. í viðtali við DV 17. febrúar si., sem hafði yfirskrift- ina „Hvíta ísland“ réðst hann opinber- „Vestrænar þjóðir vor- kenna Afríku- búum" —♦— lega með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðern- is, litarháttar og kynþáttar þeirra, að því er segir í ákærunni. Hver sem þetta gerir á samkvæmt greininni að sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Hið sama gildir ef ráðist er á mann eða hóp manna með háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúarbragða eða kynhneigðar. ...Mál...manna EINAR KARL HARALDSSON ræðir um Hlyn Frey og 233. greinina Það sem Hlynur Freyr sagði var auðvitað tóm tjara: „Ekki þarf snill- ing eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á afr- íkunegra með prik í hönd eða íslend- ingi. Vestrænar þjóðir vorkenna Afr- íkubúum sem geta þó framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þyrftu ef þeir nenntu." Það verður að snúast gegn því þegar viðraðar eru opinber- lega skoðanir sem eru augljóslega byggðar á kynþáttafordómum. Og gott er að fá úr því skorið fyrir dóm- stólum hvar mörkin eru í þessum efn- um. Hins vegar má ekki gleyma því heldur að- greinin sem ákæruvaldið styðst við er úr 25. kafla hegningar- laga. Hann fjallar um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs og hefur löngum verið umdeildur. Dóm- stólar eru mikið til hættir að dæma menn til hárra fjársekta þótt vegið hafi verið að æru þeirra sem gegna opinberum störfum eða eru þátttak- endur í opinberri umræðu. Reynslan erlendis sýnir að það er stutt í nýbúa- ofsóknir innanlands þegar stofnuð hafa verið samtök um kynþáttafor- dóma. Hér er því alvara á ferðum, en það er jafn víst að ekki borgar sig að gera píslarvotta úr „rasistum". Rétt- ast væri að dæma þá á sögunámskeið til þess að þeir geti lesið úr sér grill- urnar. ■ BRÉF TIL BLAÐSINS TÓMIR ÞINCSALIR Afhverju klára þingmenn ekki verkin sin? Fjögurra mánaöafrí Jón Cuðmundsson skrifar: alþingi Þingmenn hafa orðið þokka- leg laun þegar allar sporslur eru meðtaldar. Og ekki sakar að þeir hafa skammtað sér lífeyrisréttindi langt um fram aðra dauðlega á íslandi. En samt sem áður telja þeir sér vera þörf á fjögurra mánaða sumarleyfi. Það er náttúrlega gríðarlega mikið að gera hjá þeim í ferðum á alþjóðlega fundi en varla eru þau fundahöld svo mánuðum skipti. Ekki hefur heldur spurst til fjölda stjórnmálafunda inn- anlands á sumrin. Hvar halda þeir sig þá, blessaðir þingmennirnir? Mér finnst það þó skrítið hver of- uráhersla er lögð á að ljúka þinginu á tilsettum degi, jafnvel svo að hlaupið er frá samkomulagi, sem sagt var í augsýn, varðandi kvótasetningu á ýsu og steinbít, í stað þess að ljúka afgreiðslu mála. Menn með fjögurra mánaða sumarleyfi ættu ekki að víla það fyrir sér að afgreiða smábáta- málið á nokkrum viðbótadögum. ■ Þakkir til Kristínar Helgu uppelpi Við undirritaðir kennarar í Melaskóla viljum lýsa yfir ánægju okkar og þakklæti með grein Kristín- ar Helgu Gunnarsdóttur á baksíðu Fréttablaðsins í gær, 16.5. Bakþankar Kristínar fundust okkur vera orð í tíma töluð og fellur vel inn í þá um- ræðu sem oft á sér stað á kennarastof- unni hjá okkur um uppeldis- og skóla- mál. Okkur finnst þörf á umfjöllun um börn og unglinga og uppeldishlutverk heimilisins annars vegar og skólans hins vegar. Bestu kveðjur, Edda Pét- ursdóttir, Kristjana Skúíadóttir, María Sophusdóttir, Valgerður Hallgríms- dóttir, Soffía Stefánsdóttir, Björn Pét- ursson, Þóra Harðardóttir, Rún Kor- máksdóttir, Margrét Berndsen, Krist- ín Sverrisdóttir, Ástríður Guðmunds- dóttir, Helga Pálmadóttir, Þóra Ár- sælsdóttir. ■ Útgerdarfélag Akureyrar er með 500 manns í vinnu Forstjórinn segir gleymast að taka tillit til þess þegar rætt er um réttindi smábáta. Hann segir fleiri vera í sjávarútvegi á landsbyggðinni en trillukarla trillur „Það myndi skapa miklu fleiri störf ef við bönnum flutningabíla og flytjum allt á hjólbörum,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, þegar hann var spurður hverju hann svari þeim fullyrðingum að veiðar smá- báta skapi allt að þrisvar sinnum fleiri störf en veiðar annarra veiði- skipa. „Það er ekki hægt að verja það finnst mér ef við erum með fískveiðistjórnar- kerfi sem byggir á að við heftum veiðar á fiski að ein tegund út- gerðar fái að veiða óheft á meðan aliir aðrir hafa kvóta. Það er bara út í hött,“ sagði Guðbrandur, þegar hann var spurður hvað mæli á móti því að smábátar fiski það sem eftir stendur af ýsukvót- anum - en ekki hefur alltaf fiskast upp í hann. Bent hefur verið á að frekari tak- markanir á afla smábáta geti haft ai- varlegar afleiðingar fyrir einstaka byggðir. „Mér finnst gleymast að öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru líka með starfsemi úti á landi. Við rekum öfluga fiskvinnslu á mörgum stöðum á landinu og hjá okkur starfa um 500 manns. Það er alveg ljóst að ef það verður tekið frá okkur þá bitnar það á þeim störfum sem eru hjá okkur. Við erum með starfsemi í Reykjanesbæ, á Akra- nesi, á Hólmavík, á Akureyri, á Grenivík, á Húsavík og á Raufar- höfn. Það virðist hafa gleymst að hugsa um þetta. Það er látið eins og GUÐBRAND- UR SIGURÐS- SON Hann segir ekki hægt að taka frá sínu fyrirtæki og færa öðrum. Hjá ÚA starfa um 500 manns víða um land. KROKABATARNIR ERU 81 Þrjú stjórnkerfi gilda nú um veiðar krókabáta. 14 staðir á iandinu með 50-80% iandaðs heildarafla af krókabátum. SMÁBÁTAR ■ -810 krókabátar (lína og handfæri) allt í kringum landið. ■. -500 þprs.kaflahám?rksbátar Veiða þorskkvóta og meðafla , ýsu, steinbít og ufsa, kvótafrltt. ■ - 219 handfærabátar sem mega veiða alls f 23 daga hver Á næsta ári fækkar dögum þessara báta i 21 og sóknardag ar verða framseljanlegir. ■ - 89 bátar sem mega veiða 30 tonn af þorski auk kvótafrís meðafla á 40 dögum. ■ Krókabátastaðir: Táiknafjörður, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Drangsnes, Hólmavík, Haganesvik, Crímsey, Hrísey, Þórshöfn, Bakkafjörður, Vopnafjörður, Borgarfjörður Eystri og Mjóifjörður. Suðureyrí. engir aðrir séu með sjávarútveg á landsbyggðinni nema trillukarlar." „Ég er þeirrar skoðunar að best sé að hafa eitt kerfi og ef trillurnar eru eins hagkvæmar og af er látið þá leitar útgerðin þangað. Auðvitað eru byggðamálin mikilvæg og ég get séð fyrir mér að trillurnar verði með sitt kvótakerfi og við okkar og ekki verði hægt að selja á milli þeirra kerfa,“ sagði Guðbrandur Sigurðs- son. sme@frettabladid.is ORÐRÉTTl Skallamenn eiga ekki á hættu að skemma heilann fótbolti Fyrir um 40 árum komu upp áhyggjur af því að fótbolta- menn væru í hættu að fá heila- skemmdir út frá síendurteknum skallaboltum. Þessar áhyggjur voru styrktar á níunda áratugnum þegar norskir vísindamenn birtu rannsóknir sem tengdu heila- skemmdir og það að skalla fótbolta. Þetta hefur valdið áhyggjum af því að börn séu einnig í hættu ef þau spila fótbolta. Samkvæmt athugun- um dr. Donalds Kirkendalls, barna- læknis og aðstoðarprófessors við áðurnefndan háskóla, er hins vegar lítil hætta á heilaskemmdum vegna kollspyrnuiðkunar. Hann segir að þegar krakkar eigi í hlut þá komi það afar sjaldan fyrir að þeir noti höfuðið í fótbolta. Þegar það komi hins vegar fyrir þá sé hættan lítil þar sem krakkar geti ekki sparkað nógu fast til að valda einhverri hættu. Þar að auki séu fótboltar nú orðnir mjög léttir sem dregur ein- nig úr hættunni. Ekki séu notaðir sömu leðurboltar og áður sem áttu það til að verða mjög þungir, sér- staklega þegar rigndi. Boltar hrin- da nú hins vegar frá sér vatni. Kirkendall bendir einnig á að þegar leikmaður skallar bolta þá spenni hann hálsvöðvana og noti allan lík- amann í kollspyrnuna. Kirkendall viðurkenndi hins BOLUNGRAVÍK ILLA ÚTI Löggjafinn hefur ekki gætt hagsmuna sjómanna, fiskvinnslu eða byggðarlaga Vestfirðir missa tvo og hálfan milljarð Formaður smábátaeigenda á Vestíjörðum segir að veið- um smábáta í meðafla hafi ekki verið stýrt með kvóta- kerfi. Hann bendir á að löggjafinn hafi aðeins gætt hagsmuna útgerðar. trillur „Það liggur fyrir að okkar afii er unnin hér á landi og þess vegna er meiri vinna af okkar veiðum en öðr- um,“ sagði Guðmundur Halldórsson formaður Eldingar, félags smábáta- manna á Vestfjörðum norðanverðu. „Það er rangt að segja að það sem við fáum sé tekið af öðrum. Það var nóg ýsa í upphafi, kvótinn var 65 þús- und tonn og það veiddist aldrei nema hluti þess. Smábátarnir hafa bjargað verðmætum,11 sagði Guðmundur. Hann segir að óbreytt lög, um veiðar smábáta, eigi eftir að hafa gíf- urleg áhrif á strandbyggðirnar. „Það veit enginn hvar þetta endar. Bara fyrir Vestfirði þýðir þetta tekjumissi upp á tvo og hálfan milljarð króna - út úr þessu litla hagkerfi á Vestfjörðum. Sem dæmi get ég nefnt að Sparisjóð- ur Bolungarvíkur hefur lánað millj- arð í smábátakaup. Það hefur verið reynt að byggja upp nýja atvinnu þegar önnur hefur verið farin. Þetta skapar mikið vandamál.'1 En á að taka tillit til byggðasjónar- miða í fiskveiðistjórnun? „Andskoti var þetta góð spurning," segir Guð- mundur og bendir á að meðal annars hafi komið fram í Valdimarsdómnum að þegar kvótakerfið hafi verið sett á hafi verið fimm aðilar sem hafi átt stjórnarskrárvarinn rétt til atvinn- unnar; sjómenn, útgerðarmenn, fisk- vinnslufólk, fiskvinnslustöðvar og byggðarlögin. „Löggjafinn tók hins vegar þá ákvörðun að lögverja aðeins einn aðilann, útgerðina. Þess vegna ber að rétta hlut hinna, það sagði í dómnum.“ En hvernig vill Guðmundur sjá þetta mál enda. „Það er ekki rétt að við séum að fiska frítt. Við erum ekki með kvótakerfi nema í þorski. Lög- gjafinn hefur valið hvernig hann stjórnar fiskveiðum. Fiskveiðistjórn- un er ekki kvótakerfi og okkar veið- um, öðrum en þorskveiðar, hefur ver- ið stýrt með öðrum hætti. sme@frettabladid.is MEIRI SKALLABOLTAR Boltar eru nú léttir og hrinda frá sér vatni og er það mikill munur frá gömlu þungu leður- boltunum sem voru stórhættulegirr í bleytu. vegar að höfuðmeiðsl væru mögu- leg í fótbolta en það væri þá í lang- flestum tilvikum ef menn fengju boltann í höfuðið án þess að vera viðbúnir því, dyttu í jörðina, hlypu hver á annan, spörkuðu hver í ann- an eða hlypu á markstangir, nokkuð sem enginn stefnir beint að með knattspyrnuiðkun. Af Heilsuvef Vísis.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.