Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí 2001 ÞRIÐJUDAGUR Rússland: Kafbátnum Kúrsk lyft af hafsbotni HÁSKÓLAFRÉTTIR Einkunnarskilasíða Stúdenta- ráðs hefur skilað bættum ein- kunnaskilum til nemenda. í janúar eftir jólaprófin var ljóst að ein- kunnum var skilað of seint í 21 prósent tilvika. Þetta hlutfall var 32 prósent í vorprófunum 2000. Einkunnaskil höfðu því batnað um 34 prósent. Líklegt að hlutfallið hafi verið umtalsvert hærra áður en einkunnaskilasíðan var sett á laggirnar, en hún starfar nú í fjórða sinn. Því er árangurinn í raun enn meiri. Ástæða þess að síðunni var komið á fót er óá- nægja stúdenta með það hve margir kennarar Háskóla íslands draga að skila einkunnum þótt skýrt sé kveðið á um það í reglu- gerð það skuli gert innan þriggja vikna frá prófi. rotterdam. ap. Nú er loks er komið að því að gera tilraun til að sækja kaf- bátinn Kúrsk af hafsbotni og hafa Rússar fengið hollenskt fyrirtæki til verksins, þegar rúmt ár er liðið frá því hann sökk til botns í Barentshafi. um 300 kílómetra norður af Noregi. I nóvember sl. sóttu kafarar lík 12 áhafnarmeðlima en alls fórust 118 rússneskir sjóliðar með kafbátnum. Kúrsk vegur 18.300 tonn og liggur á 108 metra dýpi. Hollenska fyrirtækið, Mammoet Transport BV, reiknar með því að lyfta kafbátnum upp að pramma, sem síðan muni flytja hann til hafn- ar í Murmansk. Rússar hafa neitað því að kjarnavopn séu um borð í bátnum og einnig lýst því yfir að ekki sé hætta á mengun frá kjarna- ofnum hans, þeir hafi slökkt á sér sjálfkrafa þegar báturinn sökk. Reiknað er með að verkefninu ljú'ki næsta haust. ■ SVONA GERUM VIÐ ÞAÐ Mikhail Barskov, aðstoðaryfirmaður her- mála í Rússlandi, kom I sjónvarp og sýndi teikningu af þvf hvernig kafbátnum Kúrsk verður náð af hafsbotni. Ný kínversk rannsókn: Grænt te gott fyrir magann heilsa. Grænt te getur komið í veg fyr- ir alls kyns magakvilla og jafnvel fyr- irbyggt magakrabbamein, samkvæmt nýrri kínverskri rannsókn sem Reuters-fréttastofan segir frá. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga íslendinga, en gríðarieg aukning á neyslu tesins hefur orðið á undanförn- um mánuðum, að sögn Eddu Þorleifs- dóttur, starfsmanns í Te og Kaffi við Laugaveg. Þeir s^m hafa verið svo gæfusamir að veljt hið meinholla te hafa ef til vill gert það vegna þess að það er bæði kalk- og sieinefnaríkt, auk þess að innihalda A, B og C vítamín. Varia hafa þeir vitað af kínversku rannsókninni, en samkvæmt henni gætu læknar beinlínis notað grænt te sem fyrirbyggjandi meðferð hjá þeim serr falla i áhættuhópa vegna maga- kvilla. 600 Kínverjar tóku þátt í rannsókn- inni sem leiddi í ljós að helmingi minni líkur voru á magakrabbameini eða magasári hjá þeim sem völdu græna teið fram yfir það svarta. „Rannsóknin gefur til kynna að notkun græns tes sem fyrirbyggjandi meðferðar dregur úr magakrabbameini þegar til lengri tíma er litið,“ segir Dr. Zuo-Feng Zhang vísindamaður við Kaliforníuháskóla. Ekki er með öllu ljóst hvernig grænt te verndar magann en Zhang bendir á að teið innihaldi svokölluð andoxunarefni, sem hjálpi til við að lækna skemmdar frumur í maganum. ■ EKKERT EINS OG TEBOLLI Grænt te er frábrugðið svörtu tei að því leyti að telaufin eru ekki gerjuð og halda þau ferskleika sínum betur. W&mmm fré f&nái ímór fósf í iiinitf if ei*f« Tæknilegar upplýsingar eru á www.sandurimur.is isanpur imuR Viðarhöfði 1,110 Reykjavík. Sími: 567 35 55 • Myndsendir: 567 35 42 • www.sandurimur.is áJÉBÍfiÍ Hraö 25 kg íslenskar, há- gæða blöndur fyrir íslenskar aðstæður. f 1S5ÍI, ISnfalt að velja og noto Sandur ímúr býður íslenska framleiðslu, þróaða fyrir íslenskar aðstæður: sprautumúr, múrblöndur, viðqerðarblönaur, gólfflot, límblöndur, þunnhúðir oq ýmsar blöndur. Allar umbúðir frá Sandi (múr eru 0 skýrum notkunarleiðbeiningum og öllum nauðsynlegum upplýsingum. mei Talibanar: Loka skrif- stofum Sameinuðu þjóðanna kabúl. ap. Stjórn Talibana í Afganistan lokaði í gær skrifstofum Sameinuðu þjóðanna í fjórum borgum landsins. Gripið var til aðgerðanna í mótmæla- skyni við refsiaðgerðir gegn stjórn Talibana sem eru íslamskir harðlínu- menn. Lokunin í borgunum Kandah- ar, Herat, Mazar-i-Sharif og Jalabad er í samræmi við ákvörðun stjórn- valda Afganista sl. mars. Þá kröfðust Talibanar þess að fá að opna skrif- stofur í New York og Pakistan sem lokað hafði verið vegna refsiaðgerða S.þ. en þeirri kröfu hefur ekki verið svarað. ■ SAMBUCETTI PÁFI LEIDDUR TIL SÆTIS Þriggja daga fundur kardinála og páfa hófst í gær. Kardinálar í Róm: Funda um framtíðina vflnKANiD. ap. Fjölmennasti fundur kar- dinála kaþólsku kirkjunnar hófst í Róm í gær. Að sögn Vatikansins voru 1 155 kardinálar af 183 komnir saman en þeir hyggjast ræða málefni kaþ- ólsku kirkjunnar. Margir telja að kar- dinálarnir ætli sér að nota tækifærið og koma sér saman um arftaka Jó- hannesar Páls páfa II sem er 81 árs gamall og hrumur mjög. Fundir kar- dinála hafa tíðkast síðan 1141, það þótti hins vegar tímanna tákn í gær að í miðri þögulli bæn í athöfn í gær hringdi farsími eins kardinálans. ■ Glæpur og refsing í Arabíu: Hálshöggnir fyrir morð ap. sflUDi-flRABifl Tveir Saudi Arabar voru hálshöggnir í gær fyrir þátttöku sína í tveimur morðum, samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðherra Saudi Arabíu. Badr bin Mukhlid bin Auwid al-Ausimi al-Autibi var fund- inn sekur um að stinga Akla bin Abid bin Ayid al-Mahimzi al-Rashidi mörg- um sinnum með hnífi í kjölfar rifrild- is milli mannanna tveggja. Muhammad bin Saleh bin Saleeh al- Autiani al-Autibi var hinsvegar sak- felldur fyrir að skjóta Muhammad bin Seif bin Radi al-Makati al-Autibi í borginni Arar. Hinn seki dró upp byssu í kjölfar rifrildis milli mann- I anna. 43 Saudi Arabar hafa verið hálshöggnir á þessu ári. í fyrra voru alls 125 manns hálshöggnir í landinu. Aftökur fara fram á opinberum vett- vangi og er viðkomandi hálshöggvinn með sverði. ■ | HAFNARFJÖRÐUR | Menningarmálanefnd Hafnar- f jarðar hefur veitt 30 aðilum styrki úr sjóði til menningar- og listastarfsemi. Meðal þeirra eru Kvennakór Hafnarfjarðar, Lúðra- sveit Tónlistarskólans, Kammer- sveit Tónlistarskólans, Söngsveit Hafnarfjarðar, Gaflarakórinn, Kór eldri Þrasta, Tríó Reykjavík- ur, Kór Hafnarfjarðarkirkju, Col- legium Musicum, hljómsveitin Úlpa, Ásgeir Long, Botnleðja, Kvikmyndasafn fslands, Leikfé- lag Flensborgarskólans, María Ei- ríksdóttir, félagsmiðstöðin Setrið og Vestnorræna menningarhúsið. AP/MASSIMO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.