Fréttablaðið - 22.05.2001, Side 7

Fréttablaðið - 22.05.2001, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. maí 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Tölvugeirinn: Tæknival og Aco að sameinast viðskipti í gær ákvað stjórn Tækni- vals að ganga til viðræðna við Aco um sameiningu fyrirtækjanna. Með sameiningu þeirra yrði til stærsta tölvu- og upplýsingatæknifyrirtæki á landinu, segir í fréttatilkynningu, með tæknilausnir og búnað frá Sony, Cisco, Compaq, Fujitsu Siemens, Apple, Microsoft, Panasonic og Thomson, auk fjölda annarra viður- kenndra aðila. „Með sameiningu yrði jafnframt rennt sterkari stoðum und- ir reksturinn þannig að fyrirtækin standist betur þær sveiflur sem ríkja í íslensku starfsumhverfi. Stjórnend- ur telja einsýnt að með því náist frek- ari hagræðing í rekstri fyrirtækj- anna.“ segir ennfremur. ■ Nýju tóbaksvarnarlögin: Sígarettur seldar í brúnum pokum tóbakssala Töluverðar breytingar eru framundan hjá kaupmönnum þegar nýju tóbaksvarnarlögin koma til framkvæmda 1. ágúst n.k. Þá verð- ur m.a. óheimilt að hafa sígarettur og aðrar tóbaksvörur sýnilegar í versl- unum. Emil B. Karlsson verkefna- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir m.a. á að það geti verið erfitt að koma í veg fyrir það vegna þess að þessar vörur verða sýnilegar um leið og þær séu réttar yfir afgreiðslu- borðið. Það sé kannski hægt að koma í veg fyrir það með því að afgreiða þær í „brúnum" pokum eða einhverju álíka umbúðum." Verkefnastjóri samtaka smásölu- kaupmanna segir að þar fyrir utan hefðu menn gert athugasemdir við tvo aðra þætti í umsögn sinni þegar frumvarpið um tóbaksvarnarlögin voru til meðferðar hjá Alþingi. Fyrir það fyrsta óttast kaupmenn að það geti valdið þeim erfiðleikum við starfsmannahald að 18 og yngri sé óheimilt að afgreiða viðskiptavini um tóbak. Þá sé viðbúið að margir kaup- menn þurfi að fjárfesta í nýjum inn- réttingum. Hann áréttar þó að kaup- menn séu stuðningsmenn átaksins gegn sölu tóbaks til unglinga. ■ TÓBAKSVÖRUR HVERFA ÚR HILLUM Margir kaupmenn þurfa að fjárfesta í nýjum innréttingum þegar þeim verður óheimilt að hafa tóbaksvörur sýnilegar viðskiptavinum sínum. Verkfallið í Hafnarfirði: Vafi um úrslit kjaramál Verkfallsfólk í Verkalýðsfé- laginu Hlíf greiðir atkvæði um miðl- unartillögu ríkissáttasemjara í dag, frá klukkan 9 -19. Þá um kvöldið verða atkvæði talin hjá sáttasemjara. Sigurð- ur T. Sigurðsson for- maður Hlífar segir að þótt hann muni mæla með samþykkt tillög- sigurður t. unnar sé hann beggja sigurðsson blands um það hvort Beggja blands hún muni njóta meiri- um viðtökur fé- hlutafylgis hjá þeim lagsmanna tæplega 400 félags- mönnum sem hafa verið í verkfalli í vikutíma hjá Hafnarfjarðarbæ. Það sé m.a. vegna þess að verðlagshækkanir hirða að mestu jafnóðum þær kaup- hækkanir sem samið er um. ■ Genealogia Islandorum og ættfræðigrunnur IE: Hundruð milljóna krafa ófrágengin dómsmál Málarekstur Genealogia Is- landorum (GI) og Þorsteins Jónsson- ar ættfræðings gegn fslenskri erfða- greiningu (ÍE) og Friðriki Skúlasyni ehf. vegna mein- tra ólögmætra af- nota af ættfræði- gögnum, sem Þor- steinn og GI telja sig eiga höfundar- rétt að, gengur hægt. GI og Þor- steinn Jónsson krefjast 293 millj- óna króna í bætur en ÍE og Friðrik Skúlason neita allri sök. í ágústlok í fyrra staðfesti Hæstiréttur þá ákvörðun héraðs- dóms að sam- þykkja beiðni Þor- steins og GI um dómkvaðningu matsmanna til að meta hvernig ÍE og Friðrik Skúla- son hefðu staðið að gerð ættfræðigrunns. Þorsteinn og GI telja að ÍE hafi í ábataskyni og með aðstoð Friðriks Skúlasonar sleg- ið inn í tölvu lögverndaðar upplýsing- ar úr ýmsum ættfræðiritum sem unnin séu upp úr frumgögnum af Þorsteini Jónssyni og öðrum fræði- mönnum. Að sögn Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns GI, hafa matsmennirnir enn ekki lokið starfi sínu og verður því bið á framhaldi málsins þar til þeir hafa lokið gagnaöflun sinni. Eins og kunnugt er hefur starfs- mönnum Genealogia Islandorum ver- ið sagt upp og þeir sendir heim vegna erfiðleika í rekstri fyrirtækisins. gar@frettabladid.is TRYGGVI pét- URSSON. Stjórnarformaður Genealogia Island- orum hefur sent starfsfólkið heim en fyrirtækið heldur enn í vonina um 300 milljóna króna skaðabætur frá ÍE og Friðriki Skúla- syni. „Stílbrot og fáræði“ í byggingu við Þj óðleikhús Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar er klofin í afstöðu til viðbyggingar undir leikmunadeildina við Þjóðleikhúsið. Um eitthundrað fermetra timburhús með Steni-klæðningu. þjóðleikhúsið Byggingarnefnd Þjóð- leikhússins hefur óskað eftir leyfi til að byggja 100 fermetra bráðabrigða- húsnæði undir leikmunadeild leik- hússins. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar hefur tekið jákvætt undir þessa beiðni en Óskar Bergsson varaformaður nefndarinnar er ekki sömu skoðunar. í bókun hans kemur m.a. fram að þessi viðbygging sé engan veginn samboðin Þjóðleikhúsinu. Þar segir einnig að það sé bæði „stílbrot og fá- ræði“ að ætla að „tjasla" þessari við- byggingu upp án þess að heilstæð Iausn liggi fyrir hvar stækkunar- möguleikar Þjóðleikhússins liggja. Hann segist ekki vera á móti því að byggt sé við leikhúsið þegar það sé gert af myndarleik og metnaði. Ráðgert er að reisa þetta bráða- birgðahúsnæði áfast við Þjóðleikhús- ið að austanverðu um leið og leyfi fæst hjá borgaryfirvöldum. Aætlað- ur kostnaður er talinn geta numið 6-8 milljónum króna. Þarna er um að ræða timburhús með Steni-klæðn- ingu. Árni Johnsen formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins gefur —&— ekki mikið fyrir gagnrýni varafor- manns skipulags- og byggingar- nefndar enda sé þarna um bráða- birgðahús að ræða sem ætlað er að leysa úr brýnni þörf á sem hag- kvæmastan hátt. í því sambandi bend- ir hann á að menn hafi stundum þurft að geyma leik- Það sé bæði „stílbrot og fá- ræði" að ætla að „tjasla" þess- ari viðbyggingu upp án þess að heilstæð lausn liggi fyrir hvar stækkunar- möguleikar Þjóðleikhússins ■'ggja. —4_. myndir úti vegna plássleysis. Hann telur einnig að viðbyggingin muni falla mjög vel að húsinu, enda sé það verk unnið í samráði við Húsa- meistara ríkisins og þá arkitekta sem komið hafa að öðrum endurbótum sem gerðar hafa verið á leikhúsinu. Hann segir ýmsar hugmyndir á döf- inni um hvernig best verður staðið að frekari aðgerðum og stækkun á Þjóð- leikhúsinu sem hann segir að upphaf- lega hafi verið byggt sem „bíó- og fundarhús“ á sínum tíma. Hann segir að áætlað sé að það muni kosta eitt- hvað á annan milljarð króna að koma sjálfu leikhúsinu í viðunandi horf. PLÁSSLEYSI UNDIR LEIKMYNDIR Þjóðleikhúsið hefur þurft að geyma leik- myndir sínar í gámum eða jafnvel úti vegna skorts á rými innandyra. Úr því á að leysa með áfastri viðbyggingu úr timbri. Hins vegar sé óvíst hvenær fjárveit- ing fæst til þess. grh@frettabladid.is Austfirðir: Þrjú kyn- ferðisbrota- mál til rannsóknar kynferðisafbrot Rannsóknardeild lög- reglunnar á Eskifirði hefur undanfar- ið unnið að rannsókn þriggja mála þar sem talið er að ungar stúlkur hafi ver- ið misnotaðar kynferðislega. Tvö málanna hafa þegar verið send til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru og sagði Jónas Vilhelmsson lögreglufulltrúi að þrið- ja málið yrði væntanlega sent sömu leið í kringum næstu mánaðamót. Málin sem hafa verið send til ríkis- saksóknara áttu sér stað á Fáskrúðs- firði að því er fram kemur á frétta- vefnum Skjávarpi en að sögn Jónasar FÁSKRUÐSFJORÐUR Tvær stúlkur hafa kært afa sinn fyrir kyn- ferðislega misnotkun. Stúlka hefur kært nágranna fyrir áreitni. átti þriðja málið sér stað í öðru sveit- arfélagi en málin eru ótengd. í öðru málanna á Fáskrúðsfirði hafa frænk- ur á unglingsaldri kært afa sinn fyrir grófa misnotkun en í hinu málinu er rúmlega fimmtugur maður sagður hafa sýnt unglingsstúlku kynferðis- lega áreitni. I þriðja málinu er svo um grófa og ítrekaða misnotkun á ungri stúlku að ræða. Að sögn Jónasar hafa undanfarinn áratug komið upp tvö slík mál á ári að meðaltali en hluta þess tíma hafi um- dæmið verið mun stærra en það er i dag. ■ Nemendur í Lækjarskóla: Vantar 25 kennsludaga Kennarasamband Is- lands: Réttindi í crunnskóli Nemendur í Lækjarskóla í Hafnarfirði fá ekki tilskilinn kennsludagafjölda samkvæmt grunn- skólalögum. Kennsla á að standa yfir í 170 daga á hverju skólaári en eru bara 165 samkvæmt kennsluáætlun Lækjarskóla hjá yngstu bekkjar- deildunum. Þröstur Harðarson, sem á sæti í foreldraráði Hafnarfjarðar, segir að nemendur í 1. bekk hafi byrjað í skól- anum tveimur dögum of seint. Einnig vantar þrjár kennslustundir í stunda- töfluna sem samsvarar 18 kennslu- dögum yfir skólaárið. Þegar þetta er lagt saman vantar 25 kennsludaga upp á til að skólinn kenni lögbundinn fjölda skóladaga. Þröstur segir að orsökin sé meðal annars plássleysi í skólanum. Lækj- arskóli er elsti skóli í Hafnarfirði og hefur ekki vaxið í takt við fjölda barna sem þangað sækja nám. Verið er að byggja annan skóla í nágrenn- inu og er áætlað að fyi'stu nemend- i «k *m <tk iia .» •» ib í u n » ■■ n n n ii ii it ii tl II II !l II1 >• ai n n it J a aavu LÆKJARSKÓLI Börn i yngstu bekkjardeildum Lækjarskóla fá ekki tilskilinn kennsludagafjölda sam- kvæmt grunnskólalögum. urnir gangi þar inn haustið 2002, sem mun leysa húsnæðisvandamál skól- ans í hverfinu. ■ uppnámi áslandsskóli Kennarasambands ís- lands hefur formlega óskað eftir við- ræðum við íslensku menntasamtökin um gerð kjara- samnings fyrir kennara og skóla- stjóra Aslands- skóla. Eiríkur Jóns; son formaður KÍ segir að án kjara- eiríkur samnings muni jónsson for- verðandi kennarar maður kí t.d. ekki njóta rétt- Ekkerf svar við ;n(ja í A-deild lífeyr- vikugamalli ósk. issjóðS opinberra starfsmanna. Um vika er síðan sam- bandið kom þessari ósk sinni á franv færi við íslensku menntasamtökin. í gær hafði sambandið ekki fengið nein viðbrögð frá íslensku mennta- samtökunum við þessai'i bréflegu ósk sinni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.