Fréttablaðið - 22.05.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 22.05.2001, Síða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí 2001 ÞRIÐJUDACUR HVERNIG FER? [ Leikur Philadelphia og Milwaukee Bucks í NBA? PÉTUR INGVARSSON LEIKMAÐUR HAMARS Philadelphia vinnur með 5-8 stiga mun. Það verð- ur skorað mikið í leiknum og ég held að bæði lið eigi eftir að fara hátt í 100 stig. Þar af á Iverson eftir að skora um 40. JÓN ARNAR INGVARSSON LEIKMAÐUR HAUKA Milwaukee vinnur útisigur og ég spái því að leikur- inn fari 85-88. Liðin eru bæði orðin þreytt eftir síðustu leíki en þetta eru bæði góð varnarlið og eiga eftir að spila sterkar í kvöld. IWilwaukee hefur fleiri sóknartæki- færi en 76'ers svo ég spái þeim sigri. MOLAR 1 Philadelphia og Milwaukee mætast í fyrsta skipti í kvöld: Toronto og Charlotte úr leik nba Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks tryggðu sér sæti í úrslitum austurstrandarinnar í NBA deildinni á sunnudagskvöld. Bæði liðin spiluðu oddaleiki, Philadelphia á móti Toronto Raptors og Milwaukee á móti Charlotte Hornets. Allen Iverson þurfti ekki að sigra sjöunda leikinn á móti Toronto á eigin spýtur og hann vissi það. Iverson braut odd af oflæti sínu og gaf 16 stoðsendingar í leiknum. Það mátti ekki miklu muna, lið þeirra vann leik- inn með 88 stigum á móti 87. Einvígið á milli liðanna hefur einkennst af frá- bærri framistöðu Iverson og Vince Carter, leikmanni Toronto. Iverson skoraði meira en fimmtíu stig í tveim- ur leikjum og Carter í einum. Sunnu- dagskvöldið einnkenndist þó af jöfnu spili í báðum liðum. Vince Carter út- skrifaðist úr North Carolina háskólan- um fyrr um daginn og flaug með einkaþotu yfir til Philadelphia um kvöldið. Hann var vel stemmdur eftir útskriftina og skoraði síðustu körfu leiksins af tæplega sjö metra færi um leið og klukkan sló. Aron McKie var stigahæstur hjá Philadelphia með 22 stig en hjá Toronto var það Antonio Davis með 23 stig. Það voru félagarnir Glenn Robin- son, Ray Allen og Sam Cassel sem stuðluðu að sigri Milwaukee Bucks á móti Charlotte Hornets. Robinson skoraði 29 stig, Allen 28 og Cassel bætti við 17, auk þess að gefa 13 stoðsendingar. Milwaukee vann leik- inn með 104 stigum gegn 95. Þó Baron Davis hjá svitabandaliðinu Charlotte Hornets hafi skorað heil 29 stig í leiknum dugði það ekki til. Bæði lið fagna því mjög að vera komin í úrslit austurstrandarinnar. Charlotte hefur ekki komist svona langt síðan árið 1986 og Philadelphia náði þessum árangri síðast ári áður, 1985. Þau mætast í fyrsta leik einvíg- isins í kvöld í Philadelphia. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úr- slit NBA. ■ HALLÓ MAMMA Leikmaður Toronto Raptors, Vince Carter, útskrifaðist úr háskólanum í North Carol- ina á sunnudaginn. Carter gaf námið tíma- bundið upp á bátinn þegar NBA-deildin togaði hann til sín eftir eitt ár á skólabekk. Hann útskrifaðist með gráðu í afrískum- amerískum fræðum. Hér sést hann veifa til móður sinnar. Fimmtán mínútum seinna var hann í þotu á leið til Philadelphia. msíaxmimtsmsmfKmsítssem fsiííítmíM'mii.vímm 2. umferð Símadeildar: Yfirmaður Hermanns Hreiðars- sonar hjá Ipswich, knattspyrnu- stjórinn George Burley, hefur verið valinn knattspyrnu- stjóri ársins í Englandi. Burley náði framúrskar- andi árangri með Ipswich í vetur, en liðið kom upp úr fyrstu deild í byrj- un tímabilsins. Lið- ið endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Burley tók í gær fyrir það að hann hafi í hyggju að kaupa Brynjar Björn Gunnarsson frá liði Guðjóns Þórðar- sonar, Stoke City. Mbl.is greindi frá. Arsenal hefur augastað á pólska markverðinum Jerzy Dudek sem arftaka David Seaman, sem er orð- inn 37 ára. Dudek, sem er 28 ára gam- all, spilar með hol- lenska liðinu Feyen- oord og er metinn á tæpar 800 milljónir króna. í fjórum leikjum Póllands í undankeppni HM 2002 hefur hann einungis fengið tvö mörk á sig. Hann og knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, hittust eftir leik Feyenoord og Utrecht á sunnudag. Leikurinn endaði í 2-2 jafntefli. Dudek er samn- ingsbundinn við Feyenoord í tvö ár til viðbótar en hann flýgur til London í dag tii að ræða fimm ára samning við Arsenal. Búist er við því að samningar náist í höfn í vikunni. Liðið Washington Wizards, sem Michael Jordan hefur yfirumsjón með, fékk fyrsta valrétt í árlegu ný- liðavali NBA-deild- arinnar. Los Angel- es Clippers velur næst og þvínæst Atlanta Hawks. Númer fjögur í röð- inni er síðan Chicago Bulls og Golden State Warri- ors er í því fimmta. Héðan í frá mega vitsmunalega skertir íþróttamenn mega ekki taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Alþjóðleg nefnd á vegum Ólympíu- samtakanna tók ákvörðunina eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að tveir þriðju af þeim íþróttamönnum sem kepptu í Sidney undir þessarri skilgreiningu uppfylltu ekki nauðsyn- legar kröfur. 10 af 12 meðlimum spænska körfuboltaliðsins sem kepp- ti á leikunum voru ekki vitsmunalega skertir og þurfti liðið því að skila gullverðlaununum. Nefndin hafði þann varann á ákvörðuninni að ef önnur samtök væru reiðubúin að út- búa staðla og próf þá mætti taka hana til enduríhugunar. Þar sem ekki gefst tími til að þróa þessi próf fyrir leikana í Salt Lake City á næsta ári stendur hún hvað þá varðar. Önnur mál voru einnig á borði nefndarinnar. Lyfjaprófanir eru erfiðar á Ólympíu- leikum fatlaðra vegna ýmissa lyfja sem íþróttamennirnir þurfa vegna fötlunar sinnar. Því eru áhyggjur um aukið svindl að aukast. Einnig hafa komið upp vandræði þegar íþrótta- mennirnir eru flokkaðir í stig fötlunar. Sumir svindla með því að ýkja fötlun sína. Fyrstu stig meistaranna fótbolti Tveir leikir í Símadeildinni fóru fram í gærkvöldi. KR fékk sín fyrstu stig í deildinni í gærkvöldi með 2-1 sigri á Skagamönnum. Frakkinn Moussa Dagnogo tryggði KR sigurinn eftir glæsilegan undir- búning Einars Þórs Daníelssonar, sem átti stórleik og var maður leiks- ins. í Vestmannaeyjum tóku heima- menn á móti FH og skildu liðin jöfn 0-0. Óhætt að segja að stálinn stinn hafi mæst í Frostaskjóli. Skagamenn voru betri aðilinn framan af og áttu talsvert hættulegri færi. Það var unglingurinn Grétar Rafn Steinsson kom ÍA yfir á 42. mínútu með bylm- ingsskoti fyrir utan teig. Eftir leik- hlé héldu Skagamenn uppteknum hætti og voru grimmari en KR-ingar í flestu aðgerðum. Heimamenn áttu að vísu dauðafæri snemma hálfleiks en gestirnir björguðu á línu. Það var hinsvegar vel við hæfi að Einar Þór Daníelsson, jafnaði ldkinn eftir herfileg mistök hjá ÍA þar sem Gunnlaugur Jónsson lét boltann skoppa yfir sig í góðri trú um að Ólafur markvörður væri nærri. Ein- ar skaut sér hinsvegar á milli og hirti boltann og skoraði í opið mark- ið. Þormóður Egilsson var síðan heppinn að setja ekki boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá vinstri en Bjarki markvörður sýndi snilldar- markvörslu og handsamaði knött- inn. KR-ingar færðust allir í aukana þegar líða fór á hálfleik og sjö mín- útum fyrir leikslok hófu þeir sókn. Boltinn gekk manna á milli upp völl- Ævintýraför: Tekur yfir 100.000 myndir hjólreiðar Ævintýramaðurinn Sigur- steinn Baldursson hyggur á langa hjólreiðaferð, pólanna á milli. Ferðin hefst frá nyrstu strönd Alaska og hjólar Sigursteinn sem leið liggur til syðsta odda Suður-Ameríku. Hann lagði af stað í gær frá Hótel Loftleið- um og telur að ferðin muni taka tvö ár. En hvað er það sem rekur menn útí slíkt ævintýri? „Þetta er ævintýraþrá. Maðurinn er búinn að lifa og hrærast í fjöllum í mörg ár. Þetta er hans ann- að umhverfi eins og skrifstofan er okkar“ sagði Hörður Gunnarsson einn af skipuleggjendum ferðarinnar. Und- irbúningur ferðarinnar hefur tekið sex ár og hefur Sigursteinn reynt allt sem reyna þarf fyrir slíka ferð enda kemur hann til með að hjóla 33 þús- und kílómetra . „Hann hjólað um allt landið, ábyggilega 40.000 km bara um ísland, hann hefur klifið ísklifur og fleira. Ilann var einn af þeim sem hjólaði á Vatnajökul á sínum tíma“ sagði Hörður. Sigursteinn velur sér ekki einfalda leið. Hann hjólar eftir tveimur fjallgörðum, Klettafjöllunum og Andesfjöilunum. Mestan hluta leið- arinnar hjólar hann eftir torfærum sígum og slóðum. Leiðangurinn er því inn sem endaði síðan með marki eftir glæsilega sendingu Einars Þórs. Meistararnir hefðu getað bætt við mörkum en leiknum lyktaði sem fyrr segir með sigri KR 2-1. Á Hásteinsvelli í Vestmannaeyj- um tóku heimamenn á móti FH, ný- ekki einvörðungu lengsti hjólatúr sem hægt er að fara á landi, heldur há- fjallaleiðangur en Sigursteinn mun mest hjóla í 5.345 metra hæð í Perú. Þessi leið hefur aldrei verið farin áður og hafa erlendir fjölmiðlar sýnt leiðangrinum mikinn áhuga. Sigursteinn hefur með í för þó nokkrar hjólabuxur en það er ekki af tepruskapnum einum sem hann tekur þær með. Ef öll varadekk springa get- ur hann sett fjórar hjólabuxur inní dekkið í stað slöngunnar og hjólað. liðunum í Símadeildinni. Leiknum hafði verið frestað frá því á sunnu- dag. Heimamenn stilltu upp ungu og óreyndu liði og virðist sem Njáll Eiðsson þjálfari sé að huga að fram- tíðinni. Gestirnir voru miklu spræk- ari og hefðu átt skilið stigin þrjú en Aðspurður segir Haukur slíka ferð kosta sitt þótt hann vilji ekki gefa upp neinar tölur. „Við erum í góðri sam- vinnu við góð fyrirtæki. Ferðin skipt- ir stórum upphæðum en ég gef ekki upp neinar tölur." Sigursteinn er mikill jeppakarl, fjallaklifrari, björgunarsveitarmaður og síðast en ekki síst mikill landlags- Ijósmyndari. Á þessum tveimur árum sem ferðin á milli pólanna tekur, kem- ur hann til með að taka 100.000 ljós- myndir. ■ FAGNAÐ í FROSTASKJÓLI Það var hart barist í Frostaskjóli í gær þeg- ar KR og ÍA mættust. Aðdáendur KR gátu veifað fánum, eina ferðina enn, þegar úrslit leiksins voru Ijós. mörkin létu á sér standa og niður- staðan varð markalaust jafntefli. ■ 1 MOLAR ~~1 Manchester City hefur látið knattspyrnustjórann Joe Royle fá reisupassann. Liðið, sem spilar í fyrstu deild á næsta tímabili, hef- ur verið undir stjórn Royle í þrjú ár. 1998 var liðið sent niður í aðra deild en vann sig upp undir stjórn Royle. Stjórnendur félagsins sögðust jafnan vera á móti skjótum ákvörð- unum og því væri uppsögn Royle þeim erfið. En þar sem árangurinn í ár var ekki nógu góður stendur ákvörðunin. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið tvo ný- liða í 23 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttulands- leik gegn Slóvakíu. Völler valdi miðju- manninn Gerald Asemoah og varn- armanninn Jörg Böhme, hjá Schal- ke en þeir hafa leikið frábærlega í vetur og voru að- eins hársbreidd frá sigri. í hóp Þjóðverja vantar tvo sterka leik- menn, fastamennina Christian Wörns og Jörg Heinrich hjá Bor- ussia Dortmund, sem eru meiddir. Vísir.is greindi frá.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.