Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 22. maí 2001 ÞRIÐIUDACUR | LÖCREGLUFRÉTTIRl Skemmdir voru unnar á 19 bifreið- um á Ránargötu um helgina. Svo virðist sem einhver hafi fundið sig knúinn til að ganga með oddhvössum hlut eftir hiiðum bifreiðanna. í sum- um tilvikum er talsvert tjón. Lögregla hafði afskipti af þremur tilvikum um helgina þar sem not- aðir voru falsaðir peningaseðlar. Ástæða er til að hvetja fólk til að skoða vel þá peninga sem tekið er á móti og skoða hvort þeir séu ekta. Lögreglan í Borgarnesi veitti í fyrrinótt þremur þjófum eftirför að Hvalfjarðargöngunum, en þeir höfðu brotist inn á bifreiðaverkstæði. Lögreglan í Reykjavík sat svo fyrir þjófunum hinum megin við göngin. Þjófarnir voru síðan færðir í vörslu lögreglunnar. RÚV greindi frá. «■■ BÍÐA ÖRLAGA SINNA Pessir Kosovo-Albanir hafa barist með uppreisnarhópi í suðurhluta Serbíu en gáfu sig fram á mánudag. Friðargæslusveit- ir og júgóslavnesk stjórnvöld hafa heitið þeim uppreisnarmönnum sem gefa sig fram griðum. Umdeild landræma milli Kosovo og Serbíu: Albanir leggja niður vopn konculj. júcóslavíu. ap Einn helsti leið- togi albanskra uppreisnarmanna í Kosovo, Shefket Musliu, sagði í gær að sveitir sínar myndu leggja niður vopn og verða leystar upp í lok mán- aðarins. Uppreisnarsveitirnar hafa barist við Serba um fimm kílómetra breiða landræmu á milli Kosovo og Serbíu. „Tími er kominn til að leggja niður vopn og leita eftir breytingum með pólitískum aðferðum," sagði Musliu. Þetta landsvæði var hugsað sem einskismannsland á miili her- sveita Nató og Serba í friðarsamning- unum 1999, en Nató hefur smám sam- an verið að leyfa serbneska hernum að taka við þessu svæði. Albanskir uppreisnarmenn hafa ekki sætt sig við það. ■ Þroskaþjálfar: Norrænn stuðningur vinnupeilur 125 þroskaþjálfar frá Norðurlöndunum, sem eru á ráð- stefnu í Reykjavík, hafa sent frá sér yfirlýsingu og segjast hafa fullan skilning á baráttu íslenskra starfs- bræðra sinna. Seinagangur vinnu- veitenda og neikvæð afstaða sé óskiljanleg. Slíkt sé aðeins hægt að skilja sem virðingarleysi fyrir störf- um þroskaþjálfa. „Það er fráleitt að vinnuveitendur krefjist aukinna gæða þjónustunnar án þess að vera tilbúnir til að veita starfsmönnum sínum verðskuldaða umbun,“ segir í tilkynningu. „ís- lenskir þroskaþjálfar hafa lægri laun en allir starfsbræður þeirra á Norð- urlöndum." ■ Obilgirni sem á eftir að valda vandræðum Kristinn H. Gunnarsson segist undrandi á framkomu sjávarútvegsráðherra. stjórnarsamstarfid „Það eru til menn sem vilja einkavæða fiskimiðin til enda og þá er helst að finna í Sjálf- stæðisflokknum. Þetta hefur skaðað stjórnarsamstarfið. Þessi óbilgirni á eftir að valda erfiðleikum,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, um smábátamál- ið. Kristinn er sagður hafa hafnað til- boði sjávarútvegsráðherra um 1.800 tonna ýsukvóta og 1.500 tonna stein- bíts kvóta til smábáta. „Þetta var alltof lítið. Það þarf ekki að útdeila meira af kvóta sem menn geta selt. Það þarf að stunda útgerð og veiða þann kvóta sem menn hafa. Það er nóg af hinu,“ sagði Kristinn H. Gunn- arsson. Miðað við tilboðið var gert ráð fyrir að trillur fengju um 70% þess ýsuafla sem þær fiska nú og um 40% af steinbítnum. Heimildir Fréttablaðsins segja að ríkisstjórnin hafi ekki getað til þess hugsað að láta reyna á þetta mál fyr- ir þinginu - þar sem flest bendir til þess að meirihluti þingmanna hafi verið á annarri skoðun en ráðherr- arnir. „Það er óásættanlegt að verið sé að ýta undir að fólk búi áfram við það að eiga allt sitt undir fáum útgerðar- mönjjjjm'. Það verður mikil uppgjöf í . fófia eftir þessa niðurstöðu. Það munu márgir útgerðarmenn selja, menn eru skuldbundnir og þeir munu koma eignum sínum í verð,“ segir Kristinn. Hann vill að kvóti vegna veiða smábáta verði bundinn byggð- um eða landshlutum. ,JVIálið et'Tendurskóöunarnefnd- innf þrátt fyrir að sjávarútvegsráð- KRISTINN H. GUNNARSSON herra hafi gert ít- rekaðar tilraunir til að taka málið úr hennar höndum Og keyra sínar . hug myndir ,gégnum þingið. Ég' er mjög undrandi á hvernig hann kemur fram við þá nefnd sem hann skipaði sjálf- Hann segir að til séu menn sem vilji klára að einkavæða fiski- miðin og að þá sé helst að finna innan Sjálfstæðis- flokksins. Bent hefur verið á, að vegna tillagna Kristins, sé endur. skoðunarnefndin í vanda meðan Fram- sóknarflokkurinn er með sína eigin end- urskoðunarnefnd. „Ég berst fyrir mínum hugmyndum innan flokksins og eru sjálfstæðismenn að segja með þessu að þeim mislíki það?“ sme@frettabladíd.is Islendingar eru pláss- frekir bensínsvelgir Reykvíkingar hafa margalt meira pláss og nota miklu meira bensín en íbúar annarra evrópskra borga OLNBOGARÝMI HÖFUÐBORGARINNAR KOSTAR SITT Á þessu grafi sést annars vegar hversu mörgum bensínlítrum (búar mismunandi borga eyða á ári og hins vegar hversu þéttbýl viðkom- andi svæði eru en það er mælt með fjölda ibúa á hvern hektara. Hektari er 100 metrar á kant eða 10 þúsund fermetrar. Af grafinu má þannig t.d. lesa að 17 íbúar skipta mér sér hverjum hektara á höfuðborgarsvæðinu og nota 1200 lítra af bensíni hver á ári en í Moskvu komast menn af með tífalt minna pláss og fimmtán sinnum minna af bensíni. skipulagsmal Höfuðborgarsvæðið á íslandi líkist mun fremur banda- rískum og áströlskum stórborgar- svæðum en evrópskum með tilliti til þéttleika byggðar og endurspeglast sú staðreynd mjög vel í bensínnotk- un okkar. Þetta kemur fram í grein Gunnars Inga Ragnarssonar um umhverfisáhrif bílaumferðar í nýjasta tölublaði tímaritsins Upp í vindinn, en það er blað umhverfis- og verkfræðinema. Gunnar Ingi setur m.a. fram töl- ur Samtaka um betri byggð um þétt- leika byggðar og bensínnotkun í völdum borgum víðs vegar um heiminn. Af þeim má til dæmis sjá að hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu hér notar að meðaltali 1200 lítra af bensíni á ári eða þrefalt meira en hver íbúi í Vínarborg, Tókýó eða Berlín. Það eru hins vegar íbúar bandarísku borganna sem nota mest af bensíni og tróna þar íbúar Hou- .ston borgar í Texas á toppnum með um 3000 lítra á mann, sem er svona álíka og Moskvubúinn notar á 37 árum. í grein Gunnars Inga kemur fram að á hverjum degi eru farnar 700 þúsund ferðir á höfuðborgar- svæðinu en að aðeins 30 þúsund þeirra, eða um ein ferð af hverjum 23, eru með strætisvögnum. Hann segir að auk slysahættunar séu um- hverfisáhrif bílaumferðar einkum þrenns konar; hljóðmengun, loft- mengun og sjónmengun með með- fylgjandi plássþörf bílanna. Hann gerir síðast nefnda atriðið að sér- stöku umtalsefni og bendir m.a. á þá leið að fella umferðarmannvirki betur að landi og byggð og á notkun bílastæðahúsa. Gunnar Ingi bendir á ýmsar leiðir fyrir skipulagsyfirvöld til að ýta undir að íbúar höfðuðborgar- svæðisins velji aðra ferðamáta en einkabílinn. Hann segir að þétta þurfi byggð meðfram aðalsam- gönguæðum strætisvagna og að styrkja miðbæjarkjarna í stað þess að grafa undan þeim með því að leyfa byggingu á þjónustu og versl- un vítt og breitt. Hann segir að velja þurfi opinberum stofnunum stað í miðbænum og blanda saman íbúðum og atvinnurekstri í einstök- um hverfum. gar@frettabladid.is Flóðin í Síberíu: Þúsund hús ónýt moskva. ap. Mörg þúsund íbúar borg- arinnar Jakutsk í Síberíu höfðu í gær verið fluttir á brott af heimilum sín- um vegna mikilla flóða í ánni Lenu. Að sögn Viktors Beltsov, ráðherra al- mannavarna í Síberíu, höfðu þotur varpað þúsundum tonna af sprengi- efni á íshröngla sem safnast höfðu upp og stíflað ána. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi í gær á vikulegum fundi ríkisstjórnarinnar afleiðingar flóðanna sem hann sagði vera mjög alvarlegar. 200.000 manns búa í Jakutsk. Flóð á þessum tíma árs á þessum slóðum eru ekki óvenjuleg en flóðin í ár eru óvenjumikil. Búist er við því að það nái hámarki í dag. Að sögn stjórn- valda eru 40% borgarlands í hættu vegna flóðanna. Björgunarsveitar- AP/TANJA MEKEJEV ALLT A FLOTI Nær 50.000 manns hafa yfirgefið heimili sin í Jakutsk héraði. menn og háskólanemar hafa hins vegar unnið að því undanfarna daga að reisa flóðgarða til að draga úr skemmdum. ■ Kynningarsamtök evrópskra kvikmynda: Þorfinnur Omarsson endurkjörinn í stjórn cannes Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs, segir umfang kynningarsamtaka evr- ópskra kvikmynda (Europe- an Film Promotion, EFP) hafa tífaldast síðan þau voru stofnuð fyrir tíu árum. Þorfinnur var endurkjörinn í stjórn samtakanna á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir skemmstu. Stofnanir, hliðstæðar Kvikmyndasjóði, í 20 Evrópulöndum standa að samtökunum sem hafa það hlutverka að kynna evr- ópskar kvikmyndir. Að sögn GEKK VEL í CANNES Þorfinnur Ómars- son segir að fs- lenskum kvik- myndum hafi ver- ið tryggð þátttaka í 20-30 kvik- myndahátiðum á árinu í Cannes. Þorfinns eru mörg verkefni framundan hjá EFP á kvik- myndahátíðum um heim allan, t.d. verða um 100 evrópskar myndir kynntar á kvikmynda- hátíðinni í Toronto í Kanada í september en þá verður reynd- ar einnig sérstök áhersla á myndir frá Norðurlöndum. Að sögn Þorfinns eru samtökin rekin af framlagi frá Evrópu- sambandinu og einkaaðilum. Þorfinnur, sem er einn af fimm stjórnendum samtakanna, seg- ir ágætt fyrir íslendinga að eiga sinn fulltrúa í stjórn, það geri landið sýnilegra. ■ HEIMILD: SAMTÖK UM BETRI BYGGÐ/UPP í VINDINN.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.