Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur augiysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VISIi'-IS Fyrstur með fréttirnar OPH> VIRKA DAGA KL B-19 • LAUGARDAGA Kl. 10-16 Skeifunni 17, 108 Reykiavík I Sími 550 4100 Furuvöllum 5, 600 Akureyrí | Tæknival Negldur vegna dekkjanna Um daginn kom fram í fjölmiðl- um að lögreglan í Reykjavík hefði stöðvað 15 ökumenn sama eft- irmiðdaginn fyrir að aka um á nagladekkjum. Þetta var tveimur vikum eftir að sumar gekk í garð samkvæmt gömlu íslensku tímatali og blíðskaparveður í borginni, enda hefur sumarið verið fremur snjólétt það sem af er. Þetta átak lögregl- unnar er svo sem ekki í frásögur færandi, en er mér þó ofarlega í huga þar sem það snerti mig með beinum hætti. Ég var einn þessara 15 brotamanna og þar sem ég vissi upp á mig skömmina og hafði ekkert mér til málsbóta var ekki um annað að ræða en að játa brotið og lofa bót og betrun. Ég er sem sagt í hópi þeirra öku- manna sem nota nagladekk á bílinn. Naglarnir veita mér ákveðið öryggi þegar allra veðra er von og aksturs- skilyrði geta breyst á örskömmum tíma. Af þeim sök- um er ég lítið hrif- inn af hugmyndum borgaryfirvalda i Reykjavík um að stemmt verði stigu við notkun nagla- dekkja með sér- stökum skatti. Markmiðið er að draga úr sliti á göt- um borgarinnar og minnka svifrik í lofti, sem er í sjálfu sér góðra gjal- da vert. Hins vegar er sérstök skatt- lagning alltof harkaleg aðferð til að ná þessu fram, sérstaklega ef afleið- ingin verður minna öryggi vegfar- enda. Naglarnir veita mér ákveðið ör- yggi þegar allra veðra er von og akstursskilyrði geta breyst á örskömmum tíma. Fyrir utan öryggisþáttinn þarf líka að huga að því hvernig á að fram- kvæma skattlagninguna. Ég held að það muni reynast afar erfitt. Á að- eins að skattleggja Reykvíkinga með þessum hætti eða á skatturinn að ná til landsins alls? Hvernig á að leggja skattinn á? Hvernig á að fylgjast með því hverjir hafa greitt hann og hverjir ekki? Munu öku- menn neyðast til að skipta um dekk í hvert sinn sem þeir fara yfir borg- armörkin á veturna þegar óvarlegt er að fara ónegldur um þjóðvegina? Svo má lengi telja. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn muni komast að þeirri niðurstöðu að svona aðgerð sé ekki fyrirhafnar- innar eða kostnaðarins virði. ■ Tilbúnar grindur 200x167 cm 9.948 kr.l í skjólveggi Pantaöu hugmyndarbæklinginn Sælureit á www.husa.is eða hringdu í síma 525 3000. 7.458 kr. 1 HÚSASMIÐJAN Húsasmiðjan er leiðandi i sölu og þjónustu á girðingar- og pallaefni. Við kynnum nýjung sem eru tilbúnar grindur f skjólveggi. Sími 525 3000 • www.husa.is NN TIL HAMINGJU! ÞU V TAKK FYRIR AÐ REYNSLUAKA SUZUKIWAGON R FJÖLNOTABÍLNUM SEM KEMUR SVO SKEMMTILEGA Á ÚVART VINNINGSHAFI LUKKUPOHSINS IGÆR ER: Valgerður Óla Þorbergsdóttir, Breiðvangi 55, Hafnarfirði (Vinningsins skal vitja í Garðheimum, Stekkjarbakka 6, Mjódd.) Hver vinnur á morgun? Komdu í reynsluakstur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.