Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 1
Frelsið eða fiskabúrið? eyjar í dag er stór dagur í lífi „Eyjapeyjans" Keikós. Hallur Hallsson og félagar ætla að opna búrið í Klettsvík og fara með há- hyrninginn út á rúmsjó í fylgd þriggja báta, fjölda aðstoðarmanna og blaðamanna. - Kannski verður þyrla skammt undan. Markmiðið er að komast að því hvort Keikó vilji vera frjáls eins og Willy, sem hann lék í Hollywood-myndinni um árið, eða hvort hann kjósi að lifa lífi gullfisksins til æviloka. VEÐR|p pAG REYKJAVÍK Norðaustlæg átt yfirieitt 5-8 m/sek og létt- skýjað. Hiti 2 til 9 stig, mildast yfir hádaginn. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 5-8 slydduél O 6 Akureyri Q 5-8 skúrir O 4 Egilsstaðir Q 1-3 skýjað 04 Vestmannaeyjar © 5-8 léttskýjað O 7 Dagur fjölbreytni í lífríkinu náttúra „Á hverri kynslóð hvílir sú mikla ábyrgð að umgangast og nýta náttúruna með sjálfbærum hætti og viðhalda henni sem sjóði fyrir komandi kynslóðir," segir í ávarpi Kofi Annan í tilefni af degi líffræðilegs fjölbreytileika. Land- vernd heldur fund í Odda kl. 16.00 um virkjunarhugmyndir. Allt er þá þrennt er verkfalí Hafnfirskir bæjarstarfs- menn í Verkalýðsfélaginu Hlíf greiða í dag atkvæði um miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara til lausn- ar deilu þeirra við bæinn, sem hef- ur lamað starf í leikskólum, grunn- skólum og fleiri stofnunum bæjar- ins undanfarna viku. Starfsmenn hafa tvisvar fellt gerða samninga. nkvÖLDIÐ j KVÖLDj Fyrrverandi eigendur fá trillukvótann I lögunum um kvótasetningu smábátanna er stuðst við veiðireynslu áranna 1996 til 1998. Stór hluti kvótans fer til manna sem hafa selt báta og eru hættir í útgerð. kvótar Þegar kemur að úthluta ýsu- og steinbítskvóta á smábáta verður stuðst við veiðireynslu áranna 1996, 1997 og 1998. Þetta verður til þess að margir sem gera út báta í dag fá eng- ...-0..- an kvóta - heldur fyrr- verandi eigendur bát- anna. í flestum kaup- samningum, sem gerðir hafa verið á allra síðustu árum, er ákvæði um þetta. Fréttablaðið veit um samninga þar sem kveðið er fastar að orði; þar er sagt að nú- verandi eigendur hafi forkaupsrétt á þeim kvóta sem verður út- „Ef þjóðin tekur þá ákvörðun að leggja sjávar- plássin í eyði þá er hrein- legra að gera það skýrt og skorinort - ekki murka úr okkur lífið." —0— hlutað á því verði sem skapast á mark- aði á fyrsta mánuði. Fiskvinnslan Kambur á Flateyri á að fullu eða hluta sex báta. „Ég get staðfest að óbreyttu þá eigum við nán- ast enga reynslu. Ég held að það sé um tíu tonna reynsla á einum báti,“ sagði Hinrik Kristjánsson framkvæmda- stjóri Kambs á Flateyri. En þegar kaupsamningarnir voru gerðir voru lögin í gildi og því má ætla að búast hafi mátt við þessum afleið- ingum. „Við trúðum ekki að þessar hörmungar myndu ganga yfir. Utgerð þessara báta er í mikilli óvissu. Þegar við fórum út í þessi viðskipti keyptum við úreldingarúmmetra dýrum dómum og við keyptum þorskkvóta. Við vissum af þessum lögum en treystum á að SMÁBÁTAR Nú hefur komið í Ijós að kvótar fara oft til fyrrverandi eigenda bátanna en ekki þeirra sem eru að gera þá út. Búist er við að sá kvóti fari beint í sölu. Dæmi eru um að núverandi eigendur hafi forkaupsrétt að kvóta á eigin bátum. þetta myndi aldrei gerast með þeim hætti sem nú hefur orðið. Nú virðist fyrir okkur að liggja að kaupa eða leig- SKÓLI BARNANNA: Móðir kemur í Don Filippo Rinaldi-barnaskólann í Róm til að sækja barn sitt, en talið er að fjöldi barna við skólann hafi verið fórnarlömb barnaníðinga. Á meðal hinna handteknu er húsvörður skólans. ja aðrar heimildir af stórútgerðinni. Kannski að það hafi verið tilgangurinn allan tímann,“ sagði Ilinrik. Þegar hann var spurður aftur hvort ábyrgðin sé ekki þeirra sjálfra að vita af Iögum en vona að þau komi aldrei til framkvæmda, sagði hann: „Ég held að menn almennt hafi horft til þess að með endurskoðunarnefnd- inni kæmi fram vilji til að byggja landið. Það vita allir, sem vilja, að af- koma sjávarplássanna byggist á veið- um og vinnslu. Við munum taka fulla ábyrgð á okkar fjárfestingum. Ef þjóðin tekur þá ákvörðun að leggja sjávarplássin í eyði þá er hreinlegra að gera það skýrt og skorinort - ekki murka úr okkur lífið.“ sme@frettabladid.is Italía: Hringur barnaníðinga leystur upp Róiyi. ap. ítalska lögreglan handtók í gær 6 aðila sem sakaðir eru um kyn- ferðislega misnotkun á tugum barna sem öll ganga í sama skóla í Róma- borg. Á meðal hinna handteknu eru húsvörður skólans, fyrrverandi lög- regluþjónn og tveir sjúkraliðar. Telur rannsóknarlögreglan að allt að 50 börn hafi verið misnotuð. Voru allir hinna handteknu sakaðir um nauðgun auk þess sem sumir þeirra eru einnig sakaðir um skipulagningu á barna- vændi. Á meðan 8 mánaða rannsókn málsins stóð uppgötvaði lögregla til- vist samtaka sem nefnast Frelsis- hreyfing barnaníðinga, en þau hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn and- stæðingum kynferðislegrar misnotk- unar á börnum. ■ Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 Kveikt í aftur á sama stað: Nöturlegt Ikveikja Kveikt var í póstkössum í Flúðaseli í Breiðholti í gær og þurfti að kalla út slökkvilið til að slökkva eldinn. Þetta er í annað sinn sem kveikt er í þessum sama stigagangi, en í nóvem- ber síðastliðnum var bensíni hellt í stigaganginn sjálfan að næturlagi og kveikt í. íbúum hússins er því eðlilega brugðið. „Þetta er heldur betur nötur- legt að lenda í þessu. Þetta rifjast allt upp fyrir manni aftur,“ segir íbúi í hús- inu. „Það vildi til að þetta var á þessum tíma dags og fólk á ferli. Það mátti ekki miklu muna því rúða sem er á milli andyrisins og stigagangsins var sprunginn af hitanum. Lögreglan segir að það sé tilviljun að kveikt sé í aftur á sama stað, en við eigum bágt með að trúa því. Maður er mjög órólegur.“ Skemmdir urðu af völdum sóts og BRUNNIR PÓSTKASSAR Póstkassarnir voru illa brunnir. Tveir menn voru dæmdir fyrir fyrri íkveikjuna en þeir sitja nú inni. reyks í andyrinu, en að sögn slökkviliðs var búið að slökkva eldinn þegar það bar að. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lá enginn undir grun og ekki talið að tengsl séu á milli þessarar íkveikju og hinnar fyrri, en málið er í rannsókn.■ | FÓLK | Vona að þeir bestu séu Tekur yfir 100.000 myndir SÍÐA 14 ÞETTA HELST Þroskaþjálfar telja að sex leikskólar í borginni brjóti verkfall þeirra með því að senda ekki ekki börn sem verið hafa í umsjá þroskaþjálfara heim á meðan verkfalli stendur. bls. 2. —4— Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti í gær ísra- elsmenn og Palestínumenn til þess að rjúfa vítahring ofbeldisins. Hann lýsti sig fylgjandi friðartillögum nefndar undir forystu George Mitchell, sem gerðar voru opinberar í gær. bls. 2. —0— Byggingarnefnd Þjóðleikhússins vill byggja 100 fermetra bráða- brigðahúsnæði undir leikmunadeild við gafl Þjóðleikhússins. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar er málinu fylgjandi. bls. 6.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.