Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 6
Ekki enn búið að leigja út öll pláss í Smáralind Samið hefur verið um 85% hússins. Leigutími að meðaltali 11,6 ár. Meðalleiga er um 4 þúsund krónur á fermetra á mánuði. Svipaður kostnaður og hjá verslunum í Kringlunni. verslun Smáralind mun opna 10. októ- ber n.k. og að sögn Pálma Kristins- sonar, framkvæmdastjóra Smára- lindar, gengur ágætlega að leigja út þau pláss sem standa til boða. Búið er að ganga endanlega frá samningum fyrir 85% af húsnæðinu og aðrir samningar eru komnir langt á leið. Leigutími er að meðaltali 11,6 ár. Flestir leigja til 10 ára, stórir aðilar til 15 ára og svo einstakir til 25 ára. í húsinu verða 80-90 verslanir og þjónustufyrirtæki á tæpum 39 þús- und fermetrum. í heild er stærð hús- næðisins 62 þúsund fermetrar. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er meðalverð leigunnar 4 þúsund krónur fermetrinn, á mánuði, en svæðunum er skipti í þrjú hólf þar sem A er dýrasti hlutinn. Verslunareigandi í Kringlunni, sem er í samningaviðræðum við Smáralind, segir að erfiðlega gangi að leigja síðustu plássin. Hann segir líklegt að eignarhaldsfélagið gefi verslunareigendum afslátt af lista- verði til að tryggja að öll pláss verði fyllt þegar verslunarmiðstöðin verð- ur opnuð. Niðursveiflan nú verður til þess að Smáralind þurfi að mæta minnkandi eftirspurn eftir leiguhús- næði með því að lækka verð. Gunnar Henrik Gunnarsson, ann- ar eigandi Augans í Kringlunni, segir leiguverð í Kringlunni og Smáralind svipað. Þrátt fyrir einhvern samdrátt í verslun núna þá er þétt íbúðarbyggð ákveðin trygging fyrir auknum við- skiptum. ■ STÆRSTU HLUTAHAFAR SMARALINDAR EHF. Olíufélagið hf. Byko hf. Saxhóll ehf. Bygg ehf. Skeifan 15 sf. Baugur hf. Gaumur ehf. Forsetafrúr frá tíu Afríkuríkjum: Minna á alnæmis- vandann kicalí. RÚANDA. ap „Ég kom til Rúanda til þess að ræða um HlV-veiruna og alnæmi, en þegar ég leitaði að smokk á hótelherberginu mínu fann ég eng- an,“ sagði Simone Ehivet Gbagbo, forsetafrú Fílabeinsstrandarinnar, á fundi með forsetafrúm tíu Afríku- ríkja sem haldinn var í Rúanda í gær. „Ef ég finn tannkrem á hótelher- bergi, þá á ég að finna smokk þar líka,“ hélt hún áfram. Markmið kvennanna með fundinum var að IALAU TÆPITUNGULAUST Stella Obasanjo frá Nígeriu og Sophie Bu- yoya frá Búrúndí storka eiginmönnum sín- um á fundinum í Rúanda. hreyfa við eiginmönnum sínum, leið- togum Afríkuríkja sem hingað til hafa flestir forðast að taka á alnæm- isvandanum sem tröllríður álfunni. Talið er að 17 milljónir Afríkubúa hafi látist af völdum alnæmis frá því 1981. ■ Munaðarleysingjar í Flórída hafðir á geðlyfjum: Lítið vitað um aukaverkanir heilsa. Dæmi eru um að munaðar- lausum börnum á stofnunum á veg- um Flórída-fylkis séu gefin geðlyf án þess að nauðsynlegar rannsóknir hafi verið gerðar á þeim aukaverk- unum sem þau geta haft á yngsta ald- urshópinn, að sögn CBS-fréttastof- unnar, sem undanfarið hefur rakið alvarleg dæmi um afleiðingar lyfja- notkunarinnar fyrir börn og ung- linga. Einkum er þar um að ræða geðlyfið Risperdal sem rannsóknir benda til að geti haft langvarandi slæm áhrif á taugakerfi fullorðinna í 1 af hverjum 6 tilfellum. Rannsóknir á áhrifum lyfsins á börn liggja hins vegar ekki fyrir. Þrátt fyrir að bandaríska lyfjaeft- irlitið hafi lýst yfir áhyggjum vegna þessa hefur notkun þess til barna aukist að undanförnu. Þá hefur fram- leiðandi lyfsins, Johnson & Johnson, gefið út að Risperdal sé ekki mark- aðssett með börn í huga. Carolyn Salisbury, lagaprófessor við Miami-háskóla, undirbýr máls- höfðun vegna þessa. Hún segir að óvenjulega miklum fjölda munaðar- lausra barna séu gefin geðlyf á borð við Risperdal. Hefur hún áhyggjur af því að hluti barnanna hljóti varanleg- an taugaskaða sem lýsa sér til dæm- is í ósjálfráðum handahreyfingum og vöðvakippum. ■ 22. maí 2001 ÞRIÐJUDAGUR LOGEGLUFRETTIR Helgin var erilsöm hjá lögregl- unni í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Unglingar söfnuð- ust saman í Heiðmörk og þar voru unnin mikil skemmdarverk á þjón- ustuhúsum fyrir ferðalanga. A staðn- um voru handteknir 10 unglingar, sem grunaðir eru um að vera aðilar að skemmdarverkunum og einnig að hafa fíkniefni í fórum sínum. Málið er í frekari rannsókn. Þá voru brotn- ar allmargar rúður í Engidalsskóla og er það mál einnig í rannsókn. Níu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Á Hafnarfjarðarvegi lentu fjórir bílar í árekstri og var einn fluttur á slysadeild. I Hafnar- firði tók 16 ára unglingur bifreið föð- ur síns traustataki og endaði öku- ferðin á ljósastaur. SPURNING DAGSINS Hvað ætlar þú að gera í þing- hléinu? FRETTABLAÐIÐ Tasmaníu-eyjar við Ástralíu: í byrjun júní fer ég til Danmerkur að sitja að- aifund og ráðstefnu Al- þjóðasambands hjúkr- unarfræðinga, en Ijóst er að ég verð endurkjörin í stjórn samtakanna á þeim fundi. Eftir það ætlar fjölskyldan að slappa af í viku í sumarhúsi á Jótlandi. Stuttu eftir heimkomuna munum við fylgja 8 ára syni okkar, sem er Fylkisgaur, á Pollamótið í Eyjum. Svo er stefnan að fara í tvo hestatúra í sumar. í fyrri ferðinni förum við Fjallabak-syðra með fé- lögum okkar og í hinni er stefnan tekin á túr fyrir norðan, í Skagafirðinum. Einnig mun drjúgur tíma fara í að skoða þau mál sem ég hef verið að flytja í vetur og ekki voru afgreidd í vor og undibúa þingstörfin. Ásta Möller er 44 ára þingmaður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á því sviði. Ullarpeysur handa mörgæsum dýravernd. Um eitt þúsund litlar ull- arpeysur verið sérprjónaðar fyrir mörgæsir á ástralska eyjaklasanum Tasmaníu til að búa þær betur fyrir veturinn, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten. Eiga peysurnar að vernda mörgæsirnar gegn kulda og olíumengun sem nokkuð hefur borið á undanfarin ár. Mörgæsirnar áströlsku hafa úr nokkrum litum og gerðum að velja þegar kemur að vetrartískunni. Þannig geta sérlega pjattaðar mör- gæsir fengið peysur sem líta út eins og smókingföt. Þrátt fyrir augljósan hag sem mörgæsirnar litlu hafa af peysunum eru þær þó ekki mjög þakklátar og segja aðstandendur upp- átækisins að þær vildu fegnar sleppa við klæðnaðinn. Dýraverndunarsinn- ar eru hins vegar ákveðnir í því að hafa vit fyrir mörgæsunum og telja þeir að peysurnar veiti þeim nauð- synlega vernd gegn menguninni. ■ ERFITT LÍF HJÁ MÖRGÆSUM FYRIR SUNNAN Hinir ófleygu vinir Tasmaníubúa eru í hættu vegna mengunar sem gerir þær berskjaldaðri fyrir vetrarkuldum. BARNAKALL Bono á orðið fjögur börn. m 1 U2-fjölsFyldunni: Bono eignast dreng ap. dublin Bono, söngvari írsku hljóm- sveitarinnar U2, hefur eignast sitt fjórða barn. Ali eiginkonan hans átti dreng á spítala í Dublin í gær og var Bono viðstaddur fæðinguna. Sam- kvæmt talsmanni sjúkrahússins heilsast móður og barni vel. Bono og Ali eiga áður dæturnar Jordan, ellefu ára, og Eve, átta ára, auk sonarins Elijah sem er tveggja ára gamall. ■ Gasský í Þýskalandi: 100 manns þurftu hjálp berlín. ap. Meira en 100 manns þurftu að ieita sér læknishjálpar eftir að sprenging í BASF-efnaverksmiðju olli gasskýi yfir Vestur-Ludwigs- hafen í Þýskalandi í gær. Meðal þeir- ra sem þurfni aó leita sér læknis- hjálpar voru 50 leikskóla- og grunn- skólabörn. Um 50-60 starfsmenn verksmiðjunnar voru einnig fluttir á sjúkrahús. Enginn er í lífshættu, en flestir þjást af ertingu í húð, augum og öndunarvegi. íbúum í borginni var ráðlagt að hafa allar hurðir og glugga lokaða á meðan gasskýið leystist upp. Einnig var íbúum í ná- grenni verksmiðjunnar ráðlagt að skola öll leikföng og húsgögn sem voru utandyra í dag með vatni. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni í verksmiðjunni. ■ 4 STUTT [ 5 sæta ATR-42 skrúfuþota var send í sjúkraflug frá Isafirði. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Beðið var um sjúkraflug frá ísafirði til Reykjavíkur. Á sumrin er engin vél til staðar á ísafirði og þarf þvi að fljúga frá Reykjavík. íslands- flug hefur verkið með höndum en í gær var eina Dorniervél félagsins í skoðun. „Þetta er náttúrlega dýrasta lausnin," segir Einar Birgisson hjá íslandsflugi í samtali við Bæjarins besta. Fimm ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur og þrjú innbrot voru kærð til lögreglu um helgina. Auk þessa höfðu lög- reglumenn afskipti af 37 ökumönn- um vegna umferðarlagabrota, þar af 8 vegna hraðaksturs. SVIPAÐ LEIGUVERÐ Leiguverð í Smáralind er að meðaltali svipað og í Kringlunni. Þó eru dýrustu plássin þar dýrari en annars staðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.