Fréttablaðið - 21.06.2001, Side 6

Fréttablaðið - 21.06.2001, Side 6
SPURNING DAGSINS Veiðir þú sjálfur? Já, já, ég veiði bæði lax og silung. Ég veiði helst í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum sem ég leigi af bændum, með Þresti Elliðasyni. Það er skemmtilegasti staður sem maður veiðir á, bæði lax og vænar bleikjur. Gunnar Bender er rítstjóri Sportveiðiblaðsins og skrifar um veiði í DV. H afrannsóknastofnun: Rannsókn er hafin fiskvewiráðgjöf Andrew Rosenberg, sem er deildarforseti náttúru- og iíf- fræðisviðs háskólans í New Hampsire í Bandaríkjunum, hefur verið fenginn til að stýra rannsókn á Hafrannsóknastofnun. Það var Árni M. Mathiesen sem fékk Andrew til verksins - en hann er virtur fræði- maður. Andrew mun fá aðra til að vinna að verkefninu með sér. Ætlunin er að farið verði yfir gögn Hafrann- sóknastofnunar og aðferðarfræði. Búist er við að fyrstu niðurstöður verði kynntar í haust. ■ —♦— Rændi lopapeysu og húfu: Sagði ömmu hafa prjónað flíkurnar innbrot Góðkunningi lögreglunnar tók upp á því í fyrrinótt að brjóta rúðu á versluninni Ullargallerý á Laugaveginum og taka þaðan ófrjál- sri hendi lopapeysu og húfu. Þegar lögreglan svo gómaði hann, þar sem hann var á vappi íklæddur stolnu flíkunum, þrætti hann fyrir stuldinn og hélt því fram að amma hans hefði prjónað flíkurnar á sig. Að sögn lög- reglu stóð maðurinn samt ekki klár á því hvort amma sín væri Iífs eða lið- in en ef hún væri það síðarnefnda þá hefði hún lokið við prjónaskapinn rétt áður en hún lést. ■ —+--- Hæstiréttur: Dæmt í systkinadeilu um jarðeign dómsmál Hæstiréttur staðfesti fyrir skemmstu dóm Héraðsdóms Reykja- víkur í deilumáli sem reis um leigu- greiðslur og forkaupsrétt að jörðinni Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnsýslu. Deilur höfðu risið milli ábúanda á hluta jarðarinnar annars vegar og móður hans og átta systkinum hins vegar um hvort móð- urinni hefði verið heimilt að selja hin- um börnum sínum hluta jarðarinnar án þess að bjóða ábúandanum jörðina fyrst til sölu. Ábúandinn hafði keypt jörðina af föður sínum, sem nú er látinn, og taldi sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta jarðarinnar sem ekki var í hans eigu. Höfðaði hann því mál á hendur móður sinni og systkinum til að fá kaupsamn- ing þeirra ógiltan. Móðirin svaraði þeirri stefnu með gagnstefnu þar sem hún krafðist 1,8 milljónar króna auk vaxta í ógreidda leigu af jörðinni. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms um að ábúandinn ætti rétt til jarðarinnar og ógilti því kaupsamning systkinanna og móðurinnar. ■ 6 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMMTUDAGUR Pakistan: Musharraf tekur við forsetaembætti ISLAMABAD. PAKISTAN. AP. PerVeZ MuS- harraf, leiðtogi hershöfðingjastjórn- arinnar í Pakistan, hefur tilnefnt sjálfan sig sem forseta landsins í stað Rafiq Tarrar sem gegnt hefur stöð- unni. Með þessu tryggir Musharraf sig í sessi fyrir næstu þingkosningar í landinu sem fara fram á næsta ári. Búist hafði verið við því að Mus- harraf myndi taka við forsetaemb- ættinu á næsta ári, en hann hefur verið nánast einráður í landinu síðan hann hrifsaði til sín völdin í blóðugri uppreisn hersins fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur Musharraf heitið því að berjast gegn spillingu og fyrir bættum efnahag landsins. Einnig hefur hann lofað því að koma lýðræði á í landinu áður en októbermánuður á næsta ári gengur í garð. Musharraf er fjórði hershöfðing- inn til að taka við forsetaembætti í Pakistan, en landinu hefur verið stjórnað af hernum í 26 ár af þeim 53 sem liðin eru síðan landið öðlaðist sjálfstæði. ■ VÍGSLUATHÖFN Mussharraf sver forsetaeiðinn við hátiðlega athöfn. Eþjópía: Gleypti yfir 200 nagla geðveiki Eþjópískir læknar fjarlægðu rúmlega 200 nagla úr maga geðsjúks manns í vikunni að því er fréttastofa Reuters segir frá. Maðurinn fór til læknis og kvart- aði yfir magapínu. í kjölfarið var hann sendur í röntgenmyndatöku og kom í ljós í henni að magi hans var fullur af málmhlutum. Að sögn Ass- efa Woldu, læknis, er talið að maður- inn hafi gleypt hlutina undanfarin 20 ár en hann hefur þjáðst af geðsjúk- dómum í þann tíma. „Meðal málm- hlutanna sem fjarlægðir voru úr sjúklingnum eru 222 ryðgaðir naglar, lyklar og smápeningar," sagði Woldu í samtali við blaðamenn. ■ Sjómenn kvarta undan landhelgisbrotum íslenskir sjómenn á Reykjaneshrygg hafa kvartað undan landhelgisbrotum erlendra skipa. Vardskip ekki orðið vart við alvarleg landhelgisbrot en stuggað nokkrum skipum út fyrir landhelgislínu. Gæftir ekkert alltof góðar. sjávarútvegur Sjómenn sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg hafa kvartað nokkuð undan því að und- anförnu að erlend skip sem þar eru að veiðum stingi sér inn í íslenska landhelgi til veiða þrátt fyrir að hafa engar heimildir til veiða í ís- lenskri landhelgi. Landhelgisgæsl- an sendi varðskip á svæðið fyrir skemmstu til að hafa eftirlit með veiðunum en að sögn manna í stjórnstöð Gæslunnar hafði ekki orðið vart alvarlegra landhelgis- brota. Eitthvað hafi verið um að varðskipsmenn hafi stuggað við erlendum skipum sem voru að veiða á línunni og villtust nokkur hundruð metra inn fyrir hana en ekkert hafi orðið vart við alvarleg landhelgisbrot. Sturlaugur Gíslason, skipstjóri á Höfrungi III sem er að veiðum á Reykjaneshrygg, vildi ekki gera mikið úr því að erlend skip hefðu veitt innan íslenskrar landhelgi. Hann sagði sum erlendu skipanna hafa farið aðeins inn fyrir landhelg- islínuna og bætti því við að þeir er- lendu sjómenn sem væru við veiðar við línuna væru sennilega ekkert betri en íslendingar þegar land- helgislínur væru annars vegar. Að sögn Sturlaugs er ekki mikið að hafa upp úr veiðunum að svo stöddu. Skip séu að hafa svona eitt, tvö og upp í þrjú tonn úr krafsinu á hvern togtíma og hefur veiðin gengið mjög svipað hjá flestum skipum eftir að þau fóru aftur til veiða eftir sjómannadag. Hann segir að skipin haldi sig helst á þremur blettum sem liggja á land- helgislínunni og 15-20 sjómílur inn í íslenska landhelgi. Að sögn Stur- laugs hefur fiskurinn verið að færa sig heldur til norðausturs að undanförnu án þess þó að veruleg- ar breytingar yrðu á gæftum. ■ RÚMLEGA TUTTUGU SKIP AÐ VEIÐUM 21 íslenskt skip er að veiðum á Reykjanes- hrygg samkvæmt upplýsingum hjá Tilkynn- ingarskyldu skipa í gærkvöldi og er það svipað og verið hefur að undanförnu. 30 börn í vanskilum vegna eigna skráð á þau: Atta ára barn á vanskilaskrá fjármál Þrjátiu börn eru núna á vanskilaskrá og það yngsta er átta ára. „Við höfum séð þau koma yngri inn en þetta. Ég man eftir ár- angurslausu fjárnámi hjá fimm ára barni,“ segir Reynir Grétars- son framkvæmdastjóri Láns- trausts. Hann segir að í flestum tilfell- um sé um mjög lágar fjárhæðir að ræða sem séu tilkomin vegna þess að eignir séu skráðar á börnin svo sem bílar og fleira. Oft er um að ræða opinber gjöld og í sumum til- ENGAR ÁHYGGJUR Þessi börn geta leikíð sér áhyggjulaust - enda skuldlaus. vikum er einungis um vexti af op- inberum gjöldum að ræða. Reglan er sú að menn eru á van- skilaskrá í fjögur ár, en kröfuhafi getur viðhaldið kröfunni með ít- rekun árum saman. Fólk fellur út af ski-ánni hafi verið samið um kröfu eða hún gerð upp. Reynir segir að ekkert þessara barna hafi farið í gjaldþrot, en það komi alltaf fyrir að börn séu á van- skilaskrá þegar þau verða fjár- ráða. „Þetta hefur áhrif á lánstraust þeirra, en flestar lánastofnanir ástunda vönduð vinnubrögð og skoða feril, þannig að þetta kemur ekki alltaf að sök.“ ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.