Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 7
FIIVIIVITUPAGUR 21. júní 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 ísrael: Vopnahléð í hættu? jerúsalem. ap. Palestínumaöur lést í gær í árás ísraelskra hermanna og ísraelskur landnemi lést í skotbar- daga. Óttast er að vopnahlé fari út um þúfur. Israelski herinn hefur tek- ið nokkra Palestínumenn höndum síðustu viku og Palestínumenn halda því fram að hermenn haldi áfram að skjóta á þá og hunsi það skilyrði sem fylgdi vopnahléinu að vegtálmum við byggðir Palestínumanna yrði aflétt. Fulltrúar fsraela og Palestínu- manna hittust í gær til að ræða skili- mála vopnahlésins, sem komst á fyr- ir tilstilli yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, George Tenets, í síðustu viku. ■ Deila Öryrkjabandalagsins og ríkisstjórnarinnar: Minnisblaðið tekið fyrir dóm dómsmál I dag verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur kæra Ör- yrkjabandalags Islands á hendur for- sætisráðuneytinu vegna minnisblaðs- ins sem sent var frá Ríkisstjórninni til nefndar sem skipuð var vegna Ör- yrkjamálsins svokallaða. „Við viljum sjá þetta skjal, ekki vegna þess að við teljum svo merkilegt það sem í því stendur, heldur vegna meginreglunn- ar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hrl.. Samkvæmt upplýsingalögum eru minnisgreinar ráðherrafunda og ríki- stjórnar undanþegin upplýsinga- skyldu. „Okkar rök eru þau að minn- isblaðið hafi skipt um eðli þegar það varð fylgiskjal með erindisbréfi nefndarinnar. Það er ómögulegt að skilja erindisbréf nefndarinnar, af því að það vantar hluta af því.“ í Sví- þjóð virka upplýsingalög þannig að skjöl sem send eru áfram frá ríkis- stjórn eru opinber plögg. Ragnar seg- ir mikilvægt að vinna málið. „Ef það LEYNDARMAL EÐA EKKI Dómstólar verða að skera úr um það hvort hægt verður að leggja leynd á skjöl með því að bóka þau á borð ríkisstjórnar. tapast, þá er fundin leið fram hjá lög- neytum fara inn á borð ríkisstjórnar unum með því að láta skjöl úr ráðu- og þar með hefta aðgang að þeim.“ ■ Alþj óðab ankinn: Netráðstefna washincton. ap. Alþjóðabankinn grein- di frá því í gær að fyrirhuguð ráð- stefna um þróunarhagfræði verði haldin á Internet- inu í stað Barce- lona eins og fyrir- hugað var. Til- gangurinn með breytiúgunum er að forðast truflun sem líklegt er að yrði af völdum andstæðinga al- þjóðavæðingar, ef ráðstefnan yrði haldin í Barcelona eins og fyrirhugað var. Skipuleggj- endur ráðstefn- unnar óttuðust að blóðug mótmæli OFSAFENGIN MÓTMÆLI Mótmælin í tengsl- um við leiðtoga- ráðstefnu ESB í Gautaborg sl. helgi enduðu í miklum óeirðum. myndu brjótast út í tengslum við ráð- stefnuna. „Ráðstefna sem fjallar um hvernig draga á úr fátækt á að fara fram í umhverfi sem er laust við of- beldi og ágang,“ sagði Caroline Anst- ey, talsmaður bankans í gær. ■ Reykjagarður sýknaður Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar skaðabótakröfu sambýlisfólks sem sýktist af kamfýlóbakter eftir að hafa neytt kjúklinga frá fyrirtækinu. Fóru ekki að leiðbeiningum segir dómurinn. Leiðbeiningarnar ófullnægjandi segir lögmaður Neytendasamtakanna. Málinu hugsanlega áfrýjað til Hæstaréttar. skaðabótamál Reykjagarður var í gær sýknaður af kröfu sambýlisfólks um greiðslu skaðabóta fyrir kamfýló- baktersýkingu sem fólkið taldi að rekja mætti til neyslu á kjúklingum frá fyrirtækinu. Fólkið krafðist nær 250.000 króna í skaðabætur fyrir vikulöng veikindi af völdum sýkingarinnar sem hafi verið erfið og sársaukafull. Fólkið taldi að stjórnendur fyrirtækisins hefðu vitað að stór hluti af fram- leiðslu fyrirtækisins væri sýktur en hefðu látið hjá leiðast að upplýsa neytendur um það. Lögmaður Reykja- garðs krafðist hins vegar sýknu á þeirri forsendu að ósannað væri að kjúklingarnir hefðu verið sýktir og að ekki hefði verið sýnt fram á að veik- indi fólksins mætti rekja til neyslu á afurðum fyrirtækisins. f dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af gögnum málsins megi leiða sterkar líkur að því að kamfýló- baktersýkingu fólksins megi rekja til þess að það hafi neytt kjúklinga frá Reykjagarði. Það sem kemur í veg fyrir að fólkið fái greiddar skaðabæt- ur fyrir veikindin sem af hlutust er að ekki hafi verið farið eftir leiðbein- ingum um matreiðslu sem var að finna á umbúðum matvælanna. Stefnendur töldu að merkingum á umbúðum kjúklinganna hefði verið ábótavant en því hafnaði héraðsdóm- JÓN MAGNÚSSON Neytendasamtökín vildu meina að upplýsingar á umbúðum væru ófullnægjandi, á tímum þar sem full ástæða var til að leiðbeina fólki um hættuna af kamfýlóbakter. ur og þar með bótakröfu fólksins. Neytendasamtökin stóðu að mál- sókninni á hendur Reykjagarði ásamt fólkinu sem sýktist. Jón Magnússon, lögmaður samtakanna sem flutti mál- ið fyrir rétti, segir að það hafi verið mat Neytendasamtakanna að þó leið- beiningamiði væri á umbúðum kjúklingsins væru þær með slíkum hætti að þær væru ófullnægjandi. Á þeim tíma sem fólkið veiktist hafi kamfýlóbakterfaraldur geysað hér- lendis og full þörf á að leiðbeina al- menningi um hættuna. Þeirri skyldu sinni hafi framleiðandinn hins vegar brugðist. Að sögn Jóns verður nú at- hugað hvort grundvöllur sé fyrir áfrýjun málsins og átti hann von á að það skýrðist innan skamms. ■ Merkjavara og tískufatnaður á ||| lægra verði Wg' Verðdæmi: W ■ • 4Én Levis gallabuxur Diesel gallabuxur Amazing gatlabuxur Morgan skyrtur Kookai toppar Kookai bolir In Wear jakkar Matinique bolir ) /. DKNY skór Á Bull Boxer sandalar ( Bassotto skór Cat strigaskór Nike strigaskór Fila strigaskór Puma strigaskór iáSðiíiij þ Jakkaföt Draktir 3.500 3.500 1.900 1.900 990 1.900 5.900 990 2.900 990 500 1.900 3.900 2.900 2.900 12.500 5.800 OUTLET Opið mán. - fös. 12-18 laugardag 11-16 + + + + merki fyrir minna+ + + + FAXAFEN110 - SÍMI 533 1710

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.