Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.06.2001, Qupperneq 8
FRETTABLAÐIÐ 8 FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMIVITUPAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 , Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: [P-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. - Sími 595 6500 Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS | SYNDLAUS f UMFERÐINNI Nú er hægt að hafa boðorðin frá VÍS í heiðri við aksturinn. Boðorðin 10 frá VÍS Umferðarsyndari skrifar: _____ umferdin Nú eru komin ný boðorð sem áreiðanlega verður jafnerfitt að læra í réttri röð eins og Móse-boðorð- in tíu. Og áreiðanlega eru þau jafn vel til þess fallin að valda eilífu sam- viskubiti ef vera kynni að maður hefði brotið gegn einhverjum af boð- orðunum sem aldrei er hægt að muna öll í einu. En við viljum öll hlíta góð- um boðum og sjálfsagt er að gera til- raun til að leggja þau á minnið: 1. Ég heiti því að fara aldrei yfir á rauðu Ijósi. 2. Ég heiti því að sýna fyllstu var- úð við framúrakstur. 3. Ég heiti því að tryggja öryggi barna minna í bílnum. 4. Ég heiti því að aka alltaf eins og ég vil að aðrir aki nálægt mér og mínum. 5. Ég heiti því að aka aldrei eftir að hafa neytt áfengis. 6. Ég heiti því að spenna bílbeltið - alltaf. 7. Ég heit því að aka á löglegum hraða. 8. Ég heiti því að setjast aldrei upp í bíl með drukknum ökumanni. 9. Ég heiti því að halda mig hægra megin ti! að liðka fyrir umferð- inni. 10. Ég heiti því að tala ekki í far- síma undir stýri á ferð án þess að nota handfrjálsan búnað. ■ Hetjuleg orrusta við vindmyllur Einhver mesta falskenning sem uppi hefur verið í íslenskum stjórnmálum er kenningin um ...+....... „Reykjavíkurvaldið" „Tryggvi Gísla- „landsbyggðinaT sonskóla- Henni er mest haldið meistari á Ak- uppt af samkór ureyriersíð- sveitarstjórnar- «1 manna og ping- as ur manna manna lanfedsb P tdaðviðra arkjördæma. Það er kenninguna i án efa falskasti kór skolaslita- landsins. Auðvitað ræðu. bafa sveitarstjórnir og landsbyggðar- kjördæmi fjölda sameiginlegra áhuga- og hagsmunamála. Hitt er reginfirra að hagsmunir þeirra falli ætíð saman og þau séu sameiginlega í hetjulegri baráttu gegn einhverju sem menn sér til þæginda kalla Reykjavíkurvald. Ef það væri satt þá hlyti baráttan að hafa skilað blóm- legri byggð um land allt vegna þess að þingmenn úr landsbyggðarkjör- dæmum voru í meirihluta á Alþingi síðustu öld í krafti kjördæmaskipun- ar með misvægi atkvæða og hefðu átt að hafa þar öll tögl og hagldir. Tryggvi Gíslason skólameistari á Ak- ureyri er síðastur manna til að viðra kenninguna í skólaslitaræðu og stundum hafa álíka tónar heyrst frá Þorsteini Gunnarssyni háskólarektor á Akureyri. Engum blöðum er um það að fletta að stofnun háskóla á Akur- eyri er eitthvert stærsta skref sem tekið hefur verið í byggðaþróun á ís- landi. Með honum er kominn þar vís- ir að þróun borgarsamfélags. Það sem hins vegar engin samstaða hefur • verið um meðal t landsbyggðarmanna ! eða kjördæma utan | Reykjavíkur er hvernig forgangsraða eigi verkefnum. Ætl- um við t.d. að hafa tvær borgir í landinu sem virka eins og segull á nútíma- fólk sem kýs a< búa í borgum? Eða á að vera ein í hverjum lands- hluta? Miðað við það að mest af því erlenda fjármagni sem ætlunin er að Mál manna Einar Karl Haraldsson ræðir kenninguna um Reykjavík- urvaldið og landsbyggðina fá til landsins á næstu árum verður virkjað á Austurlandi, « er ekki við því að búast að \ menn einbeiti sé að þvi að ^ efla borgarsamfélag við Eyjafjörð. Og með leyfi að spyrja: Er það ií, Reykjavíkurvaldinu að y kenna? Og er það Reykjavíkurvaldinu að kenna að kvóti hefur flust frá Vestfjörðum og m.a. til Ak- ureyrar? Það er hetjulegt að berjast við óvini en það eru sjón- umhryggir riddarar sem velja sér vindmyllur að berjast við. ■ Þolmörk ferðamannastaða rannsökuð ífyrsta sinn Rannís úthlutar styrkjum til verkefna á sviði umhverf- ismála og upplýsingatækni. ÞOLMÖRK STAÐA. Verkefnið fékk styrk frá Rannls. —4— „Nú eru í umhverfismál „Það sem er merkileg- ast við þetta er að nú eru í fyrsta sinn rannsakaðir allir þættir þolmarka ferðamannastaða. Það hefur hvergi verið gert áður að því er ég best veit. Erlendis hafa þolmörkin verið rann- sökuð með tilliti til tiltekins afmark- aðs þáttar, eins og til að mynda þol- mörk náttúru," segir Bergþóra Ara- dóttir hjá Ferðamálaráði Islands um verkefni það sem hún er rannsóknar- stjóri fyrir. Verkefnið var meðal nokkurra annarra á sviði umhverfis- mála og upplýsingatækni, sem í gær fengu styrk frá Rannsóknarráði ís- lands, og var hann til þriggja sumra. , , Styrkurinn nemur fyrsta sinn 2,4 milljónum og ra".ns®'<a^lr varðar þolmörk allir þættir ferðamannastaða á þolmarka fslandi. Aö því stan- ferðamanna- da auk gergþóru, staða." Háskólinn á Akur- —♦— eyri, Háskóli ís- lands, Arnar Már Ólafsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Guðrún Gísla- dóttir. Skilgreining þolmarka í ferða- mennsku er sú að þau séu sá há- marksfjöldi ferðamanna sem tiltekið svæði þolir áður en það þarf á að- gerðum eða takmörkunum að halda til að hnigna ekki. Þolmörkum þess- um skipta rannsakendur í fjóra þætti, mörk sem náttúran setur, mörk sem innviðir setja, þar er átt við það efnahagslega umhverfi sem fyrirtæki starfa í, sálræn mörk sem tengjast upplifun ferðamanna og mörk hvað varðar viðhorf heima- manna til ferðamennsku. Vegna þess hversu víðtæk rannsóknin er koma margir ólíkir aðilar að henni. Verk- efnið er nokkurs konar framhald af forverkefni sem hófst í fyrra og inn- an nokkurra vikna má vænta niður- staðna rannsókna á Skaftafelli. Þeir staðir sem áætlað er að rannsaka á þessu ári eru Mývatnssveit og þjóð- garður í Jökulsárgljúfri og næsta sumar Vestfirðir og Gullfoss/Geysir. Markmið þessarar rannsóknar er að nýtast við skipulagningu og stefnu- mótun fyrir þá aðila sem að þessari hlið ferðamannaiðnaðar koma. Ef staður er kominn að þolmörkum hvað tiltekinn þátt varðar er hægt að bregðast við og auka burðargetu svæðisins, í stað þess að hann haldi áfram að spillast, svo áfram verði hægt að taka þar á móti ferðamönn- um. ■ Ragnar Frank Rnstjánsson: Getum bœtt við í Skaftafelli ferðaþjónusta „Hér koma um 140 þús- und ferðamenn á sumrin og við get- um enn bætt við“, segir Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörður í Skaftafelli aðspurður um þolmörk staðarins. Það er helst gagnvart nátt- úrunni sem fara þarf með gát, gróður hefur víða færst fram vegna aurs og sumir göngustígar eru orðnir of breiðir, þar sem gengið hefur verið utan þeirra. Stöðugt er unnið í lag- færingum á stígum og veitti um- hverfisráðuneytið meira fjármagni í ár til viðhalds á svæðinu, svo nú eru um 6 milljónir til ráðstöfunar. Yfir sumarið koma um 30 enskir sjálf- boðaliðar að vinnu við endurbætur stíga. Þeir borga ferðir sínar til landsins sjálfir en fá frítt fæði og gistingu. „Þetta er 8 tíma vinna á dag, þrælavinna, ég er alveg dolfallinn yfir dugnaðinum11, segir Ragnar, en samfara auknum ferðamannastraumi verða kröfurnar sífellt meiri um betri göngustíga svo allir komist á þá staði sem þeir vilja sjá. ■ (( Sigbjörn Gunnarsson: „Allt hœgt í Mývatnssveit ferðaþjónusta „Þolmörkum Mývatns- sveitar sem ferðamannastaðar er ekki náð“, segir Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri í Mývatnssveit. Miðað við skiptingu þolmarka í 4 þætti, náttúru, starfsumhverfi fyrirtækja, ferðamanna og heimamanna, telur Sigbjörn þrjá síðastnefndu þættina vera í góðu lagi. Þolmörkum sumra ferðamanna er til að mynda náð þeg- ar þeir upplifa mergð manna og spill- ta náttúru á því svæði sem dvalið er á. Um það segir Sigbjörn „stundum vilja menn vera í margmenni og stundum í frið og ró. Þó hingað komi hátt á annað hundrað þúsund ferða- menn yfir sumarið, þá er mjög auð- velt að finna frið og ró. Þú getur kom- ist á bar eða kaffihús en þú getur líka farið í fallega laut og verið í algjörum friði. Umræðan er stundum ósann- gjörn því fólk sem ekki þekkir til á svæðunum talar gjarnan um að skortur sé á ósnortinni náttúru, en hún er ósnortin að mestu leyti." Hins- vegar segir Sigbjörn nauðsynlegt að laga vegi og göngustíga á svæðinu, það sé hægt að auka þolmörk náttúr- unnar og taka á móti fleirum. ■ >) (( Árni Finnsson: Styrkurinn fagnaðarefni ferðaþjónusta „Það er fagnaðarefni að stjórnvöld sjái hag í að styrkja rannsóknir á borð við þolmörk ferða- mannastaða. Það er bæði viturlegt og klókt því hér eru náttúruperlur sem meira er sótt í en aðra staði“, segir Árni Finnsson formaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands. Hann telur ekki sé síður mikilvægt að auka fræðslu en náttúruvernd þegar stefnt er að hækkun þolmarka, hvað varðar þátt náttúrunnar. Til að mynda þurfi að fræða ferðamenn um rétta umgengni og upplýsa þá sem aka um hálendið á jeppum um hvað megi og megi ekki. „Það er ekki bara fjöldinn sem skiptir máli, heldur líka hver gæði þjónustunnar eru“ segir hann og telur mikilvægt að Náttúru- vernd ríkisins, sem sér um vörslu þessara ferðamannastaða, sé séð fyr- ir fjármagni til að sinna því hlut- verki sem henni er falið. Hann sagð- ist því mög ánægður með þá ákvörð- un umhverfisráðherra að veita auknu fjármagni til náttúruverndar, sem hefur 100 milljónir til ráðstöf- unar, en álítur samt að „það þyrfti að vera tvöfalt." ■ fORÐRÉTT lyf „Ávanabindandi lyf eru ekkert annað en lögleg fíkniefni fyrir þá sem hafa áfengis- eða vímu- efnafíkn," segir Valgerður Rúnars- dóttir læknir hjá SÁÁ. „Á íslandi er misnotkun á róandi lyfjum og verkja- lyfjum mjög algeng. Þeir sem eru fíklar í lögleg fíkniefni mis- nota lyf og þurfa sí- fellt stærri skammta til að fá sömu eða meiri áhrif. Ekki ósvipuð alkóhólist- um og fíkniefnaneytendum geta lyfjafíklar tekið túra og neyslan far- ið út í algert stjórnleysi. Sumir fíklar og alkóhólistar nota róandi lyf og verkjalyf þegar þeir hætta að drekka eða dópa til að geta sofið og til að dempa fráhvarfseinkenni. Svo eru þeir fjölmargir sem nota þessi lyf sem vímugjafa ein og sér.“ Samkvæmt tölum frá SÁÁ bera tuttugu prósent þeirra sem þangað koma í meðferð ekki gæfu til að inn- byrða ávísuð lyf frá læknum án þess að misnota þau og verða fíkninni að bráð. Á íslandi eru róandi og örvandi ávanalyf og verkjalyf mikið notuð til lækninga og þá fyrst og fremst til að meðhöndla kvíða, verki og svefn- leysi. Læknar skiptast í tvær fylking- ar gagnvart þessum lyfjum. Annars vegar eru þeir sem aðhyllast þau sem framúrskarandi leið til lækninga og svo hinir sem telja lyfin hafa lítinn lækningamátt og vera að mestu leyti til bölvunar.. „Þeir sem eiga við þessa fíkn að stríða fá lyfin oftast hjá læknum. Einnig segja þeir að auðvelt sé að nálgast þau á götunni og kaupa af öðrum sjúklingum, en minnst af því sem þar er á boðstólum virðist smyglað", segir Valgerður Rúnars- dóttir. „Flestir fíklanna hafa marga lækna til að standa undir þörfinni og safna sér þannig upp stórum lyfja- birgðum." Úr viðtölum Pórdísar Lilju Gunnarsdóttur um löglegu fíkniefnin í timaritinu „Skýi". ÁVANABANINDANDI LYF Auðvelt að nálgast ávanabindandi lyf á götunni, segir Valgerður Rúnarsdöttir læknir. —-♦—... „Á íslandi eru róandi og örvandi ávanalyf og verkjalyf mik- ið notuð til lækninga."

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.