Fréttablaðið - 21.06.2001, Side 13

Fréttablaðið - 21.06.2001, Side 13
FIMIVITUPAGUR 21. júni 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Lögreglan í Borgarnesi: Níu hundruð ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur umferðarmál Lögreglan í Borgarfirði hefur sektað ríflega 900 manns fyrir að aka of hratt í umdæminu það sem af er árinu, en það er svipaður fjöldi og var sektaður allt árið í fyrra. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er aukin hraðagæsla og ekki síst sam- vinna lögreglunnar á Vesturlandi því að þakka að tekist hefur að stöðva þetta marga. Stefnt er að því að auka ennfremur samvinnu lögreglunnar á Vesturlandi hvað varðar hraðagæslu og einnig í almennri löggæslu. Talsmaður lögreglunnar sagði ölv- un við akstur mun meira áberandi nú en áður og hingað til sé búið að taka 27 manns sem sé mun fleiri en á sama tíma í fyrra. Það sem einnig vekur athygli lögreglunnar er hve fólk sé illa að sér um hegðun dýra og því til stuðnings sagði hann 15 kindur hafa drepist á tímabilinu maí/júní vegna áreksturs við bíla og þar af sé lömb í meirihluta. „Það er eins og fólk sé búið að missa tengslin við sveitina. Fólk verður að gæta betur að sér þegar það sér kind við vega- brúnina því lambið er sjálfsagt ekki langt undan.“ ■ BORGFIRSKA LÖGREGLAN SETUR HRAÐAGÆSLUMET Stefnt er að því að auka ennfremur samvinnu lögreglunnar á Vesturlandi hvað varðar hraðagæslu og einnig í almennri löggæslu. ÞJÓÐARÁTAKIÐ KYNNT Ásgeir Baldursson, markaðsstjóri VÍS, Axel Gíslason, forstjóri Vl’S og Ragnheiður Dav- íðsdóttir, forvarnarfulltrúi Vl’S, kynntu átak- ið og þau 10 heit sem þjóðin er beðin að skrifa undir til handa bættri umferðar- menningu. Þjóðarátak gegn umferðarslysum: Of mörg banaslys umferðarmál Vátryggingarfélagð VÍS hefur hrundið af stað svokölluðu þjóðarátaki gegn umferðarslysum. Að sögn Ragnheiðar Davíðsdóttur, forvarnarfulltrúa VÍS, er herferð þessari hrundið af stað vegna þeirra tíðu umferðarslysa sem verið hafa að undanförnu en á síðasta ári létust 32 einstaklingar og er tala látinna orðin sjö það sem af er þessu ári. Þjóðarátakið felst í undirritun tíu umferðarheita sem öll miða að bættu umferðaröryggi. „Það er auðvitað djarft að ætla sér að virkja alla ís- lensku þjóðina í jafn stóru máli og umferðaröryggismál eru. En tilfinn- ing okkar er sú að fólk sé farið að taka fregnum af umferðarslysum sem hverju öðru hundsbiti og er jafn- vel farið að líta á þetta sem náttúru- lögmál," sagði Ragnheiður. Heitin er hægt að nálgast á bens- ínstöðum Esso út um allt land og þeim á að skila undirrituðum til sama fyrirtækis. Nöfnin fara síðan í verð- launapott sem dregið verður úr hvern laugardag frá og með 7. júlí. ■ Gleðilegt sumar hjá Rafiðnaðarsambandi íslands Fótbolti, gleði, varðeldur og ball! ....bla bla bla ÞJÓNUSTAN BETRI VINIR VERÐUR VIRK 1. JÚLÍ Fjölskyldultútíd RSÍ 22.-24. júní á orlofs- svteðinu við Apavatn Dagskrá á laugardag: Fótboltamót, með tUbrigðum og skemmtiskokk. Veiði er í vatnmu og stutt í goifvöTlinn. Gríll í boði FÍR. í tilefni að 75 ára afmœli Féiags íslenskra rafvirkja verður boðið til grillveislu um kvöidið. Áríðandi er að féiagar skrái sig svo að nœgur matur verði iianda öllum. Fjötekylduskemmtun wm kvöidið, varðeldw og ball fram á nótt. Félagsmenn, látið skrá ykkur sem fyrst í sínia: 580 5200 eða með tölvpósti: isleifur@rafis.is RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS brýtur straum fyrir framförum Nánari upplýsingar: WWW.raf.iS www.firmaskra.is wmmmmmmmmmmmmmmmmm Frelsi til samskipta með handfrjálsum búnaði frá Plantronics smpíAmnoMtcf ^ frjáls eins og fuglinn >< AMBAMD

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.