Fréttablaðið - 21.06.2001, Side 19

Fréttablaðið - 21.06.2001, Side 19
FIMMTUDAGUR 21. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Geðhjálp sýnir: Ray heyrir raddir kvikmyndir í kvöld klukkan 20 verður kvikmyndin Some Voices eða „Ray heyrir raddir“ sýnd á vegum Geð- hjálpar í Háskólabíó, en Filmundur hefur sýnt þessa mynd undanfarna daga við góðar undirtektir áhorfenda. í myndinni segir frá Ray, sem á við geðrof að etja og er nýkominn út af sjúkrahúsi þegar myndin hefst. Um er að ræða spennandi mynd með dramat- ísku ívafi þar sem tilveru geðsjúkra eru gerð óvenju sannfærandi skil. Ohætt er að segja að þessi mynd svari ýmsum áleitnum spurningum þótt enn fleiri spurningar vakni í kjöl- farið. ■ hafa sérkennilega áferð, enda eru þau unnin í mörgum lögum á kerfisbundin hátt þannig að myndflöturinn virðist lyftast upp og fara á hreyfingu. „Svo má náttúrlega horfa á þetta sem eitthvað allt annað en « plöntur," segir Eggert þar sem I hann sýnir blaðamanni myndir j sínar, „þess vegna sem abstrakt málverk. Þótt þessar myndir hafi frekar hefðbundið yfirbragð, þá eru rætur mínar í tilraunum og nútímalegri myndlist." Eggert segist fyrst nú, þegar hann sér nýju málverkin saman komin í galleríinu, vera að átta sig á því hvaða breytingum þau hafa tekið frá fyrri verkum hans. „Fyrri myndir mínar hafa runnið meira saman í fjarlægð í lit eða flöt en þessar myndir er hægt að horfa á bæði í nálægð og fjar- lægð,“ segir Eggert. í fjarlægð eru þessar myndir hefðbundnari að sjá en fyrri myndir Eggerts, en galdur fyrri verka er enn til staðar. „Þegar maður kemur nær og rýnir í smáatriðin breytast þær mikið. Þær lyftast upp eins og þrívíddarmyndir og fara að snúast svolítið fyrir manni bara við það að horfa. Það er erfitt að horfa í þær. Myndirnar breystast líka með birtunni og maður þarf að vera á staðnum," segir Eggert. í nýjasta hefti tímaritsins Skírnir er vönduð umfjöllun um Eggert eftir Gunnar Harðarson, en Eggert var valinn til að vera myndlistarmaður Skírnis í þessu hefti. ■ kúpur vikinga sem féllu i bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar likamsleif- ar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og ellilíf- eyrisþega. Miðinn gildir einnig i hin hús safnsins. Sýningarnar standa til 1. októ- ber. ( Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Frá 1. júní til er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stend- ur til 22. júli. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Sumarsólstöður: Gönguferð um Drumbs- dalaveg útivist Þeir sem vilja gera eitthvað eftirminnilegt á sumarsólstöðum gætu gert margt vitlausara en að bregða sér í gönguferð um Drumbs- dalaveg. Drumbsdalavegur er gömul þjóðleið yfir sunnanverðan Sveiflu- háls á Reykjanesi. Útivist býður upp á gönguferð þessa leið til Krýsuvíkur undir leiðsögn Jónatans Garðarsson- ar. Haldið verður af stað klukkan átta í kvöld frá BSÍ og er reiknað með að gangan taki um það bil fjórar klukku- stundir. ■ Lfv-'1 yuuy uu. u ik ci 1U IU yUUI Dl \)\UVðí Opnunartími sýningar er virka daga frá 12 til 17 og stedur sýningin til 17. ágúst Handritasýning stendur í Stofnun Ama Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin er opin frá kl. 11 til 16 mánu- daga til laugardaga til 25. ágúst MYNDLIST Sýning á verkum kalifornísku listakon- unnar Karenar Kersten, sem hún kallar Alls staðar, stendur yfir á Mokka-kaffi. Sýningin stendurtil 14. Gunnar Gunnarsson sýnir 27 málverk frá árunum 1994-2001 i Veislugallerínu og f Listacafé í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin er opin alla daga frá kl 9-19 og sunnudaga kl. 12-17. Sýning á verkum þýska listamnansins Andreas Green stendur yfir í Hafnar- borg. Hann er fæddur 1954 og hefur starfað við Ijósmyndun, grafík og mál- verk og sýnt verk sín víða m.a. í Kassel á Dookumenta. Árið 1991 stofnaði hann Kunstlerhaus-Cuxhaven. Sýningin er opin alla daga nema þeiðjudaga kl. 11- 17 og henni lýkur 2. júlí. Þýski myndlistarmaðurinn Werner Möll- er sýnir málverk í Hafnarborg. Á sýning- unni verður Werner með 30 litil akrýl- málverk og eitt stórt textílverk. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og hennir lýkur 2. júlí. Nú stendur yfir í Kaffistofu Hafnar- borgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á grafíkverkum Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur. Sýningin samanstendur af skissum og skyssum sem rispaðar eru á kopar-, plast- eða tréplötur með beittum verk- færum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 11 til 17 og hún stendur til 2. júlí. Margrét Magnúsdóttir sýnir í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. Sýningin samanstendur af málverkum og þrívíð- um hlutum. Sýningin stendur til 23. júní og er opin á verslunartíma. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASf. Á sýningunni eru sýnd öndvergisverk úr eigu Listasafsnins. Litið er til fyrri hlutar síðustu aldar og sjónum beint annars vegar að yngri verkum frumherjanna. Sýningin stendur til 12. ágúst. Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ber yfirskriftina Hefð og ný- sköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sig- urjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930-60. Safnið er opið alla daga milli klukkan 14 og 17, nema mánudaga. Arnar Herbertsson heldur sýningu á verkum sínum í Listasal Man við Skóla- vörðustíg 14. Sýningin stendur til 20. júní og er opin á virkum dögum kl. 10- 18 og um helgar kl. 14-18. Sýning kvennahópsins Mosaik 2001 á mósaíkverkum stendur í Listmunahúsi Ófeigs við Skólavörustfg. Hópurinn hef- ur unnið undir leiðsögn Kuregej Argu- nova. Sýningin Norrænir hlutir opnaði um helgina I Norræna húsinu. Á sýningunni eru verk listamanna frá Danmörku, Finn- landi, (slandi og Noregi. Sýningin er lið- ur í átaki sem nefnist Hin nýju Norður- lönd. Sýningin er opin daglega frá kl. 12 til 17, nema mánudaga. Sýning á verkum Valgarðs Gunnarsson- ar stendur í forkírkju og suðursal Hall- grímskirkju. Sýningin er á dagskrár Kirkjulistahátíðar. í Listasafni ASÍ - Ásmundarsal stendur yfirlitssýning úr Listasafni Hallgríms- kirkju. Sýningin er á dagskrá Kirkjulista- hátíðar. Sumarsýning Lístasafns l'slands nefnist Andspænis náttúrunni. Á henni eru eingöngu verk eftir ísendinga í eigu safnsins og fjallar hún um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld. Verkin á sýningunni eru eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinn- ar á nýliðinni öld, frá Þórarni B. Þorláks- syni til Ólafs Elíassonar. Opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Aðgang- ur er ókeypis á miðvikudögum. Sýningin stendur til 2. september. Svipir lands og sagna nefnist sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar sem opnuð var um helgina í Listasafni Reykjavíkur Ásmundarsafni. Á sýning- unni eru verk sem spanna allan feril listamannsins og sýna þá þróun sem varð á list hans í gegnum tíðina. Safnið er opið daglega 10-16 og stendur sýn- ingin til 10. febrúar á næsta ári. Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opn- að sýningu á Mokka-kaffi við Skóla- vörðustíg. Sýninguna nefnir listamaðurinn Eitt and- artak og þrjár samræður og fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós og skugga. Sambandið á milli mynda og samræðna og þau áhrif sem hlutirnir hafa á rýmið. Tónleikar í Hlégarði: Básúna og píanó TÓNHST Meðal þeirra tónverka sem þau Sigurður S. Þorbergsson básúnu- leikari og Judith P. Þorbergsson pí- anóleikari ætla að flytja á tónleikum í Hlégarði, Mosfellsbæ í kvöld er pí- anókonsertinn Rhapsody in Blue eft- ir Gershwin í nýrri útsetningu þeirra hjóna fyrir básúnu og píanó. „Hugmyndin kom að nokkru leyti frá Christian Lindberg, sænska básúnuleikaranum sem lék hér með Sinfóníuhljómsveitinni," segir Judith Þorbergsson. „Hann hefur mikið gert af því að útsetja stór verk fyrir básúnu og hljómsveit." Tónleikarnir verða með fjöl- breyttu sniði þar sem flutt verða lög úr ýmsum áttum svo sem jazz ballöð- ur, íslensk sönglög ásamt hefðbundn- um verkum fyrir básúnu og píanó. Meðal höfunda má nefna Schumann, Bernstein, Sigvalda Kaldalóns og Ey- þór Stefánsson. Sigurður er fastráðinn básúnu- leikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og Caput hópnum ásamt fleiru. Judith, sem einnig er fagottleikari, hefur leikið með ýmsum listamönn- um og hljómsveitum, m.a. Sinfóní- unni og Óperu-hljómsveitinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. ■ Sími 567 8730 GSM 825-1 4848 lakkvörn 2. ára ábyrgö d.j úphreinsun m ö s s u. n aILþard~F OPIÐ ALLA VIRKA DAGA 8:30 www. teflon.is • Krókhálsi 5 • Toi 9=? Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lækjarskóli Kennara vantar til að kenna ensku á unglinga- stigi í Lækjarskóla næsta skólaár. Skólastjóri, Reynir Guðnason, veitir allar upplýsingar um starfið í síma 555 0585. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Öldutúnsskóli Staða aðstoðarskólastjóra II við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Óskað er eftir dugmiklum, áhugasömum og metn- aðarfullum einstaklingi með kennaramenntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun í uppeldis- og kennslufræðum og menntun í stjórnun eða reynslu af rekstri. Umsækjandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og hafa til að bera lipurð og jákvæðni. Öldutúnsskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli með 730 nemendur. í skólanum er mjög blómleg starfsemi, öflugt féiagsstarf og nýbreytni á ýmsum sviðum. í Hafnarfirði eru rúmlega 19.000 íbúar og ríkjandi er jákvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Frekari upplýsingar um starfið veita skólastjóri Helgi Þór Helgason í síma 555 1546 og Magnús Baldursson, skólafulltrúi í síma 585 5800. Laun- og kjaramál fara eftir gildandi kjarasamning- um KÍ og launanefndar sveitarfélaga og umsókn- arfrestur er til 27. júní. Umsóknir berist til Skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, eigi síðar en 28. júní nk. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.