Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.06.2001, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIIVIMTIiDflGUR H RAÐSOÐIÐ 22 JÓN CUNNAR GRJETARSSON fréttamaður hjá RÚV Að vissu leyti kaup kaups HVERNIG leggst fólkið? samningurinn í Já, við erum ánægð með samninginn, það er mín tilfinning. Ég tel að við höfum verið að stíga þarna mjög mik- ilvægt skref fyrir félagsmenn okkar. Við erum með þessum kjarasamningi að færast nær markaðslaunum og tryggjum félagsmönnum okkar tals- vert góða launahækkun á samnings- tímanum. HVAÐ náðist? Á samningstímanum sem gæti orðið til 2004, ef samningurinn verður sam- þykktur í atkvæðagreiðslu félags- manna í kvöld, gætu grunnlaun farið í á þriðja hundrað þúsund krónur eftir átta ár. Þetta eru auðvitað að vissu leyti kaup kaups, það er verið að færa ýmsa þætti inn í grunninn sem hafa staðið fyrir utan. Það má segja að þetta sé meðaltais grunnlaunahækkun á fyrstu mánuðum í kringum 30%. Það má endurskoða saminginn eftir ár og annað hvert ár eftir það. HVAÐ eru margir félagsmenn aðilar að samingnum? Þeir eru 60. í Félagi fréttamanna eru fréttamenn í útvarpi, sjónvarpi og svæðisstöðvum RÚV víðsvegar um landið. Flestir eru hjá útvarpinu, skammt undan kemur sjónvarpið og svo svæðisstöðvar. HVAÐ þýðir að fresta verkfalli? FF og samninganefnd félagsins hefur frestað verkföllum sem fyrirhuguð voru í gær og í dag, annarsvegar, og 27.-28. júní, hinsvegar, þar til niður- staða úr atkvæðagreiðslu um samn- inginn liggur fyrir í kvöld. Verði sam- ingurinn samþykktur verður verkföll- um að sjálfsögðu aflýst. Verði hann felldur stendur síðari hluti verkfalls- ins, nema nýr samningur komi til. ■ Jón Gunnar Grjetarsson er sagnfræð- ingur að mennt og varð fertugur á ár- inu. Hann var kosinn formaður Félags fréttamanna í apríl sl. en hefur setið I stjórn félagsins og kjararáði áður. Hann byrjaði á Rás 1 á níunda áratuginum, en hóf störf á fréttastofunni árið 1996. Maður ákærður fyrir hundadráp: Fleygði hundinum út á þjóðveg SAN JOSE. kalifornia, ftp. Bandarískur maður var nýlega ákærður fyrir að hafa fleygt hundi út á þjóðveg, þar sem hann varð fyrir bíl og drapst. At- vikið átti sér stað eftir að bíll manns- ins, Andrew Burnett, lenti í minni- háttar árekstri við bíl Söru McBurnett í febrúar á síðasta ári. Burnett varð bálreiður og öskraði að henni, teygði sig síðan inn um glugg- ann á bíl Söru, tók hinn 10 ára gamla hvíta púðluhund hennar, og fleygði honum út á þjóðveginn þar sem hann hann lenti fljótlega undir bíl og dó. Eftir atvikið rauk Burnett af vett- vangi, en fannst síðan eftir að lög- reglan fékk ábendingu um ferðir hans í tölvupósti. Hundavinir höfðu áður boðið rúma eina milljón króna handa þeim sem gætu hjálpað til við að finna hinn seka. í réttarhöldum vegna málsins sagði lögfræðingur Burnett að hundurin hefði bitið hann og í bræði sinni hafi hann gripið til þessa óvenjulega ráðs. Sagði hann al- menningsálitið vega þungt í málinu SÆTUR HUNDUR Það tók innan við klukkustund fyrir kvið- dóminn að kæra Burnett fyrir grimmilegt at- hæfi sitt gegn hundinum Leo, sem sést hér á mynd sem dreift var í réttarhöldunum. og því ætti hann minni von en ella um að vinna málið. Burnett á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn, sem vakið hefur mikla reiði á meðal dýravina. ■ Sjóliðsforingi í Kanda: Rekinn fyrir að skoða klám erlent. Eric Lerhe, foringi Kyrrahafs- flota kanadíska sjóhersins, hefur verið leystur tímabundið frá störfum fyrir að hafa skoðað klámsíður á Netinu. At- vikið sem leyddi til brottrekstursins átti sér stað fyrir ári síðan, áður en Lerhe tók við foringjastöðunni. Lerhe játaði að hafa á þeim tíma skoðað síður eins og Penthouse-klámsíðurnar utan vinnutíma, en til þess notaði hann ferðatölvu í eigu sjóhersins. Að því er segir á fréttavef Reuters, ákvað Lerhe að játa verknaðinn eftir að hann komst að því að hann ætti að stjórna réttar- höldum yfir einum undirmanna sinna sem ákærður var fyrir nákvæmlega samaathæfi. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Eyjólfur Sigurðsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar hf. í stað Bjarna Pálssonar. Eyjólfur hefur verið fram- kvæmdastjóri Kornax ehf. síðast- liðin þrjú ár og verður það áfram auk þess að stjórna daglegum rekstri Fóðurblöndunnar. Stjórn Fóðurblönd- unnar gekk frá ráðningu Eyjólfs í gær og hefur hann þegar tekið til starfa. Eins og kunnugt er hefur Búnaðarbankinn keypt Fóðurblönd- una af fyrri eigendum og hyggst selja hana aftur við fyrstu hentug- leika. Verið er að kanna hvort ástæða sé til að breyta veitingastaðn- um Rex í Austurstræti úr matsölu- stað í kaffihús. Rex hefur verið vinsæll samastaður uppanna í Reykjavík en Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri REX, segir í til- efni lausafrétta á vegum Freisting, að Rex sé ekki að hætta, heldur sé það staðreynd að fólk líti fremur á staðinn sem kaffihús en matsölu- stað. Deila er risin upp um þættina Hestar sem sýndir eru á Skjá 1. Daníel Ben sem stóð að fram- leiðslu fyrstu fimm þáttanna undir heitinu Hest- ar 847 er hreint ekki sáttur við þá afgreiðslu sem hann fékk frá for- svarsmönnum Skjás 1 og Fjölni Þorgeirssyni. Staða mála í dag er þannig að Fjölnir Þorgeirsson er sestur við stjórnvölinn á hestaþættinum Hestar á Skjá 1 en Daníel Ben byrjar með nýja þátttaröð, Hestar 847, næstkomandi föstudag á Sýn. Daníel ber við að tveggja ára starfi hans hafi verið skammarlega stolið og hafi síðustu tveir þættirnir á Skjá 1 undir stjórn Fjölnis Þor- geirssonar verið lélég eftirlíking á Melkorka Óskarsdóttir býr í heimsþorpinu og lætur sig málin varða: Fræðslan gegn kynþáttafordómum fordómar Melkorka Óskarsdóttir er formaður Heimsþorps samtaka gegn kynþáttafordómum og stjórnaði fundi Reykjavíkurakademíunnar um þjóð- ernisvitund íslendinga og innflytj- enda síðastliðna helgi. „Ástæðan fyrir því áð stofnuðum þetta félag er sú að við urðum meira vör við fordóma en áður og okkur leist ekki á þessa þró- un,“ segir Melkorka. Hún segir að umræðan sé sem betur fer að vakna og það sé mikilvægt að ná til ungs fólks. „Það þarf að taka verulega á þessum málaflokki bæði í skólunum og almennt í samfélaginu." Melkorka segir að við getum mik- ið lært af nágrannalöndum okkar sem hafi gengið í gegnum svipað tímabil fyrir löngu. „Það sem verið er að gera víða í kringum okkur er að taka þan- nig á móti fólki að það fái góða fræðslu." Hún segir að fræðslan þurfi ann- ars vegar að snúa að þeim sem flytj- ast til landsins, þannig að þeim gangi vel að komast inn í samfélagið. Hins vegar þurfi að fræða íslendinga til að útrýma fordómum. „Það þarf að út- rýma þessari yfirburðarkennd sem er alltaf verið að kenna okkur; að við MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Mikilvægt að umræðan um fordóma gegn innflytjendum sé vakandi og að við lítum sömu augum alla íbúa landsins. séum best og flottust. Það er alltaf verið að tala um okkur og hina.“ Melkorka segir að það sé mikil- vægt að útrýma þeirri ranghugmynd að þeir sem flytji til landsins séu eitt- hvað minni þegnar en hinir sem hér búa fyrir. Reynsla annara þjóða sýni að ofbeldi og fordómar blossi upp þegar harðnar á dalnum, því sé mikil- vægt að taka á þessu strax. Enda þótt mikilvægt sé að ná til fólks á skólaaldri þarf ekki síður að breyta viðhorfum hjá þeim sem eldri eru. „Það er erfitt að breyta skoðun- um fólks, en fólk er alltaf að læra og það er alveg hægt að læra af mistök- um sínum. Það er mikilvægt að ræða um fordómana og viðhorfin til inn- flytjenda, en láta ekki eins og þetta sé ekki til,“ segir Melkorka. ■ hugmyndarsmíð hans. Lögfræðingi hefur verið falið málið til athugun- ar og forsvarsmönnum á Skjá 1 til- kynnt að athæfi þeirra sé brot á höfundarréttarlögum. Enn um sinn verða dísilbílar úti- lokaðir sem valkostur fyrir ís- lenskan almenning, segir í nýju FÍB-blaði. Nefnd sú sem fjármála- ráðherra skipaði fyrir um það bil ári síðan til að fara ofan í saumana á innheimtufyrirkomulagi notkun- arskatta á dísilknúnum bílum átti að skila niðurstöðum sínum þann 1. apríl sl. Nefndin lýkur ekki verk- inu fyrr en í haust. FÍB-blaðið kann hins vegar að segja frá því að Svend Auken um- hverfisráðherra Dana hafi skipt út gamla ráðherrabílnum og fengið sér nýjan Peugot 607 með dísilvél. Svend Auken telur að aðrar gerðir orku- gjafa, svo sem vetni og rafmagn, séu þegar í sjónmáli og verði að veru- leika á næsta ára- tug eða svo. Þangað til skipti mestu að nota þá bíla sem minnstu eldsneyti eyða og best nýta orkuna úr jarðefna- eldsneytinu. Það séu einmitt dísilbíl- arnir. ■ l TÖLVUVIÐGERÐARNÁM ^ Þann 2. júlí n.k. hefst nám fyrir þá sem vilja vinna við viðgerðir, uppsetningu tölvukerfa og fl. • Námið er samtals 180 kennslustundir • Að námi loknu eiga nemendur að geta starfað sjálfstætt á tölvuverkstæðum og séð um uppsetningu, viðhald tölvu- og netkerfa fyrirtækja. • Kennt verður 3x4 klukkustundir á viku í glæsilegri kennsluaðstöðu Kennarar Friðrik Salters, Hlynur Sveinbergsson og Ingi G. Sveinsson TOLVUTÆKNISKOU ÍSLANDS iuiii wmm- Engihjalli 8,200 Kópavogur • Sími: 554 7750 • T.póstun tolvuvidgerdir@tolvuvidgerdir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.