Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 1
MÁNUPAGUR
Bj örgunarflug hafa
aldrei verið fleiri
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur aldrei áður farið í eins mörg útköll. Slasað og veikt fólk sótt víða um land.
Bagalegt að hafa aðeins eina þyrlu. Ahöfnin varð að fá hvíld.
slys „Viö höfum ekki dæmi um jafn
mörg útköll á einum sólarhring,"
sagöi talsmaöur Landhelgisgæslunn-
ar í samtali við Fréttablaðiö, en um
helgina voru farin fleiri biörgunar-
flug en dæmi eru um áóur. Áhöfn TF-
Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar,
haföi í nógu að snúast um helgina.
Fimm útköll voru frá klukkan sex á
laugardagskvöldinu og fram til
klukkan fjögur í gærdag. Þá var kona
sótt sem haföi fótbrotnað þar sem
hún gekk ásamt fleira fólki á Hengil.
Að sögn Gæslunnar var ekki hægt aö
sinna fleiri útköllum, eftir að konan
var sótt á Hengil, þar sem komið var
að hvíldartíma fiugmanna.
„Að sjálfsögðu finnum við fyrir
því að aðra þyrluna vantar. Það fylgir
mikill kostnaður við að senda TF-Lif
á vettvang í lítil og smá verkefni er
ansi mikill," sagði talsmaður Gæsl-
unnar þegar Fréttablaðið spurðist
fyrir um hvort vænta mætti þess að
hin þyrlan, TF-Sif, kæmist senn í
gagnið. Ekki er vitað hvenær TF-SIF
kemst í gagnið þar sem beðið er vara-
hluta að utan.
TF-LÍF sinnti fyrsta útkalli, eins
og fyrr segir, um sexleytið á laugar-
dag þegar tveir voru fluttir á slysa-
deild eftir bílveltu á Hrafnseyrar-
heiði. Þyrian var síðan kölluð aftur út
um fimmleytið á sunnudagsmorgun.
Þá var meðvitundarlaus maður sóttur
í Langadal í Þórsmörk. Talið var að of
mikilli drykkju hafi verið um að
kenna hvernig komið var fyrir mann-
inum. Fijótlega eftir að þyrlan var
FLUG TF -LÍF UM HELGINA
Hvenær Hvert Hvað var gert
Föstudagskvöld kl. 18:30 Hrafnseyrarheiði Bílvelta - fernt sótt
Laugardagsmorgun kl. 05:00 Þórsmörk Veikindi - Einn maður sóttur
Laugardagsmorgun kl. 07:30 Arnarstapi Slys - Einn maður sóttur
Sunnudagur kl. 15:00 Þórsmörk Slys - Einn maður sóttur
Sunnudagur kl. 17:00 Hengill Slys - Ein kona sótt
lent við Landspítala - háskólasjúkra-
hús var hún kölluð á vettvang á ný. Þá
var eðið um aðstoð á Snæfellsnesi þar
sem maður hafði hrapað um 30 metra
fram af hömrum á Arnarstapa þegar
hann reyndi að bjarga barni sem var
þar í sjálfsheldu. Maðurinn, sem var
þungt haldinn, var fluttur á gjör-
gæsludeild Landspítala. Síðan um
þrjúleytið í gær var beðið um aðstoð
þyrlunnar og þá aftur í Þórsmörk. Nú
var það vegna manns sem dottið
hafði niður skriðu og brotnað við það
á báðum handleggjum. Einnig var
talið að um innvortis meiðsli væri að
ræða. Síðasta útkallið kom svo, eins
og þegar hefur verið greint frá, um
fjögurleytið í gær.
kolbrun@frettabladid.is
SIÓMENN
Oskar útgerðar-
mönnum til
hamingju
bls 4
48. tölublað - t. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Mánudagurinn 2. júlí 2001
Lokað á tóbakssölu
tóbaksvarnir Þrír reykvískir tó-
bakssölustaðir sem staðnir hafa
verið að ítrekaðri sölu tóbaks til
ungmenna missa söluleyfi í dag.
Hlutabréfakaup
skoðuð
mAlaferu Munnlegur málflutningur
fer fram í Héraðsdómi Reykjavík-
ur vegna lögbannskröfu þriggja
hlutahafa í Lyfjaverslun íslands á
fyrirhuguðum kaupum á Frumafli.
Hættur að gefa út
viðmiðanir
vextir Seðlabankinn hættir í dag að
birta meðalvexti og hæstu vexti.
Frelsi til vaxtaákvarðana eykst því
en áfram verða vissar viðmiðanir í
gangi.
VEDRIÐ j PAC
' REYKJAVÍK Suðaustlæg átt, 8-
13 m/s. en snýst í sunnanátt
5-8 m/s. Dálítil rigning eða
súld. Hiti 9 til 13 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður O 3-8 Rigning O"
Akureyri © 5-8 Léttskýjað Q 9
Egilsstaðir © 5-8 Léttskýjað o 13
Vestmannaeyjarö 5-10 Rigning Qll
Dúndurfréttir á
Bíl ekið á hjólreiðarmann:
Gauki á Stöng
tónleikar Hljómsveitin Dúndur-
fréttir heldur áfram að troða upp á
Gauki á Stöng með f jölbreyttri
dagskrá.
Byggingarsaga
Fella og Hólakirkju
sýninc Gestum í Fella- og Hóla-
kirkju gefst tækifæri til að kynna
sér frumdrög, teikningar og ljós-
myndir af kirkjubyggingunni, gler-
listaverkum og skrúða.
Toppslagur
í Arbænum
knattspyrna Fylkir og f A, tvö af
efstu liðum Símadeildar, mætast í
Árbænum og Blikar taka á móti
Keflvíkingum klukkan 20:00.
KVÖLDIÐ ÍKVÖLD
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
kraftaverk
Vitni af atburðinum telja að kraftaverk sé að maður skildi sleppa eins vel og raun bar vitni um. Vitni segja að ökumaður bílsins
hafi grátið á vegkantinum og haldið um höfuð sér, en síðan tekið á rás inn í Fossvogsdal á unran lögreglumönnum.
Flúði af
slysstað
umferðarslys Ekið var á spænskan
hjólreiðamann á Kringlumýrarbraut-
inni á laugardag. Mun betur fór en á
horfðist í fyrstu og slapp hjólreiðar-
maðurinn með skurð á höfði og nefi.
Ökumaður bílsins hljóp af vett-
vangi. Eftir nokkra leit var maðurinn
handtekinn en hann er grunaður um
að hafa verið undir áhrifum fíknief-
na.
Lögreglan handtók einnig unga
stúlku sem var með manninum i bíln-
um. Fyrir handtökuna sagði stúlkan
við blaðamann Fréttablaðsins að
ferðamaðurinn hefði verið að hjóla á
götunni og aö hann hefói rásað frá
vinstri til hægri og erfitt hafi verið
að sjá hvert hann stefndi. Stúlkan
taldi aö bíllinn hefði verið á um 80
kílómetra hraöa þegar hann skall aft-
an á feróamanninum. ■
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hversu lengi
staldrar fólk
við hverja
opnu í
blöðunum?
Miðað við þann tíma
sem fólk sagðist verja
tií lestrar blaðanna og
stærð þeirra þann tíma
sem könnun Gallup
stóð í maí 2001.
27,5 sek.
70.000 p rentuð eintök
70% fólks les blaðið
69,2% IBUA HOFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM
18 TIL 80 ÁRA LESA FRÉHABLAÐIÐ ALLTAF EÐA OFT
SAMKVÆMT KÖNNUN GALLUP FRÁ MAl 2001.
Efnahagsráðstefna:
Hundruðir mótmæla
salzburc. ap, Mörg hund-
ruð manns tóku þátt í
mótmælum í Salzburg
Austurríki í gær sem
haldin voru vegna Evr-
ópsku efnahagsráðstefn-
unnar. Mótmælendum og
lögreglu laust saman
þegar þeir fyrrnefndu
reyndu að brjótast gegn-
um varnarvegg lögreglu
við ráðstefnusvæðið. Tveir særöust.
Mikill viðbúnaður er í Salzburg
vegna ráðstefnunnar. 5.000 lögreglu-
menn voru á vakt í gær en óttast
hafði verið að mótmælin færu úr
böndunum líkt og gerðist er leiðtoga-
fundur Evrópusam-
bandsins fór fram
Gautaborg í júní.
„Heimurinn er ekki
til sölu, fangelsið alla
bankamenn með tölu,“
sungu mótmælendur
sem söfnuðust saman
við höfuðstöðvar
kommúnistaflokksins
og héldu til lestar-
stövarinnar. Þátttakendur hafa kvart-
að yfir því að lögreglan sé að ýkja
hættuna sem stafi af mótmælendum
og ferðamenn höfðu á orði að þeir
hefðu aldrei séð jafn mikið af lög-
reglumönnum. ■
MÓTMÆLT í SALZBURG
Mótmælendur og lögreglu
laust saman í Salzburg í gær.
Fórnaði
einkalífi
fyrir Oskar
SÍÐA 16
Valur réð
Ragnheiði
SÍÐA lj
ÞETTA HELST [
Slobodan Milosevic er kominn á
bak viö lás og slá og bíóur þess
að veröa leiddur fyrir dómara. bls. 2
Formaður Vélstjórafélags íslands
segir niðurstöóu gerðardóms um
sumt hagstæöari en samninga vél-
stjóra við LÍÚ. bls. 4
Goði tilkynnir sauðfjárbændum
að fyrirtækið geti einungis gre-
itt þeim 60% afurðaverðs núna.
Óvíst með afganginn. bls. 11
Bréf danska forsætisráðherrans
til færeyska lögmannsins vekur
gremju í stjórnsýslunni. bls. 13