Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2001 MÁNUUDACUR SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI ÍBÚA ÍSLANDS MEÐ ERLENT RÍKISFANG Fjöldi þeirra Ibúa (slands sem eru með er- lent ríkisfang hefur aukist verulega mjög á undanförnum árum. Frá árinu 1995 þegar þeir voru fæstir á slðasta áratug hefur þeim fjölgað úr 4.715 I 7.271 eða um 54,2%. íbú- ar með erlent rikisfang voru orðnir 2,6% af heildarmannfjölda árið 1999 en voru 1,9% 1990. Það er hærra hlutfall en í Finnlandi en mun lægra en í Svlþjóð og Noregi þar Færeyskir dagar í Ólafsvík: Bærinn iðaði af mannlífi hátíðarhöld „Bærinn iðaði af lífi og veðrið lék við okkur,“ sagði Pétur Jó- hannsson, einn af skipuleggendum Færeyskra daga sem haldnir voru í Ólafsvík um helgina. Pétur sagði hátt í sjö þúsund manns hafa verið í bæn- um þegar mest var og væri það fjöl- mennasta hátíðin hingað sem væri sú fjórða frá upphafi. „Það voru Færey- ingar búsettir hér sem áttu hug- myndina að þessum hátíðarhöldum í upphafi og fengu þeir til liðs við sig aðra bæjarbúar." Að sögn Péturs fóru hátíðarhöldin mjög vel fram og engin læti í fólki. Pétur sagði að um 140 manns hefðu komið frá Færeyjum til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Þar á meðal var 60 manna kvennakór frá Vest- manna, sem er vinabær Ólafsvíkur, hljómsveitirnar Hans Jakob og vin- folk og Twilight en hún var að koma í sína fjórðu heimsókn, skemmtu gest- um. Færeyskum dögum lauk í gær með útimessu í umsjón prestanna í Ólafsvík og Vestmanna. „Það er al- veg öruggt að það er að skapast hefð fyrir þessum dögum og þeir verða ör- ugglega haldnir aftur að ári,“ sagði Pétur að lokum. ■ FJÖLMENN HÁTÍÐ Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi tóru hátíðarhöldin mjög vel fram og engin læti voru í fólki sem voru um 7000 talsins. KarlV. Matthíasson: Geðþótti kaup- manna hækkar vöruverð vIsitala Skuldir heimilanna hækka um einn milljarð við hvert prósentu- stig verðbólgu. „Það sem mér finnst alvarlegast er að skuldir heimilanna skuli hækka eftir geðþótta kaup- manna og bensín- sala,“ segir Karl V. Matthíasson þing- maður Samfylking- arinnar. „Það er mjög óeðlilegt á meðan það er ekki betra verðlagseftir- liti í landinu að lán fjölskyldna í land- inu skuli fylgja verðhækkunum sem eiga rætur að rekja til þess skorts á samkeppni. Verð- lag á matvælum er ekki í neinu sam- ræmi við það sem KARL V. MATTHÍASSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKING- ARINNAR Stjórnvöld hafa ekki sinnt þeirri boðun að efnisleg gæði séu ekki æðstu gæði ver- aldarinnar, heldur frekar alið á því. gerist í nágrannalöndunum. Karl hefur áhyggjur af því að skuldirnar vaxi hratt hjá fjölskyldun- um þegar verðbólga er farin á stað. Verðtryggð lán séu að hækka mikið. „Auðvitað verður að tryggja aðspari- fjáreigendur tapi ekki sínum fjár- munum, en fyrr má nú rota en dauð- rota. Við verðum að athuga að bakvið hvert uppboð er harmleikur." Karl segir að það sé hlutverk stjórnmála- manna að vera með siðferðilega boð- un. „Stjórnvöld hafa ekki sinnt þeirri boðun að efnisleg gæði séu ekki æðstu gæði veraldarinnar, heldur frekar alið á því.“ ■ —4— Geimfar á vesum NASA fer á loft: Elsta ljós alheimsins rannsakað vfsiHDi. örbylgjugeimskoðari frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA, mun bráðlega hefja ferð sína inn í dýpstu myrkur himingeimsins í leit að eftirljósi frá Stóra hvelli, sem er talinn hafa leitt til sköpunar al- heimsins fyrir um 14 milljörðum ára. Með upplýsingum úr ferðinni vonast vísindamenn til þess að hægt verði að svara spumingum eins og hvernig al- heimurinn varð til og hver verði ör- lög hans. Á fréttavef BBC segir að rannsóknarfarið muni leita að myn- stri í ljósgeislanum sem gæti svarað þessum og fleiri mikilvægum spum- ingum, en ljósgeisli þessi hefur lýst upp alheiminn alveg frá því að stóri hvellur átti sér stað. „Þessi leiðangur er það sem við höfum verið að bíða eftir. Hann er meira spennnandi en allt annað sem við höfum rannsakað. Hann kemur til með að svara fjöl- mörgum spurningum en hann mun án efa einnig vekja upp margar nýjar spurningar;" segir Carlos Frenk, vís- indamaður við háskólann í Durham í Bretlandi. ■ Eg óska innilega útgerðinni til hamingju Ljóst að útgerðin ræður yfir þeim sem seítu regíurnar og dómurunum líka, segir formaður Sjómannafélags Reykjaxákur. Stærsti kosturinn er að tekið er á mönnunarmálum en mesti gallinn er stuttur gildistími, segir framkvæmdarstjóri LIU. cerdardómur „Ég get ekki annað en JÓNAS GARÐ- ARSSON Þetta er mikið áfall fyrir sjó- menn. óskað útgerðinni til hamingju með sigurinn. Hann kemur að vísu ekki á óvart þar sem út- gerðinni hefur greinilega ráðið yfir þeim sem b.iug- gu til leikreglurnar og eins hefur hún ráðið yfir dómurun- um. Þannig að úr- slitin koma ekki á óvart,“ sagði Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, um niðurstöðu Gerðardóms. Jónás segir ákvörðun dómsins vera mikið áfall fyrir sjó- menn og þeir standi frammi fyrir því að einhverjir þeirra lækki í launum, Gerðardómur, sem var skipaður til að finna TSúsn á kjaradeilu sjó- manna og útvegsmanna, hefur skilað niðurstööu. Þar er að njestu tekið mið af sámningj -Vél- stjórafélags ís- lands og útvegs- manna - en aðrir sjómenn for- dæmdu þann samn- ing og kölluðu hann skemmdarverk. Gerðardómur vík- ur frá þeim samn- ingi í nokkrum at- FRIÐRIK J. ARN- GRÍMSSON Bæði kostir og gallar. riðum. Gildistíminn er styttri, sér- eignarsparnaður af tryggingu kemur til, slysatrygging þar sem sjómenn greiða hluta iðgjaldsins er sett inn og launatryggingar hækka mun meira en í samningi Vélstjórafélagsins. „í úrskurði gerðardóms er að finna bæði kosti og galla", segir Frið- rik J. Arngrímsson framkvæmda- stjóri LÍÚ. „Stærsti kosturinn er sá SJÓMENN GANGA TIL SÁTTASEMJARA Gerðardómurinn gildir þar til seint á árinu 2003. Það er því talsverður tími þar til sjómenn mæta ( Karphúsið. Útgerðarmenn vildu að dómurinn gilti lengur - en virðast annars sáttir á meðan sjómenn eru ævareiðir. að í niðurstöðunni er krafa okkar um að skipta eigi ávinningi af hagræð- ingu og fækkun í áhöfn milli útgerð- ar og sjómannanna.“ Með þessu segir Friðrik að ann- ars vegar sé komið í veg fyrir að kostnaður útgerðar aukist þegar gripið er til hagræðingar og fækkun- ar og hins vegar að skiptahluturinn taki mark af fækkun í áhöfn. „Þetta er grundvallarmál sem við höfum barist fyrir mjög lengi. Þetta er rétt- lætis- og sanngirnismál sem er afar mikilvægt að hefur náð fram að ganga. Að auki var tekið á nýju fjölveiðiskipunum. Samkvæmt kröf- um Farmanna- og fiskimannasam- bandsins hefði ekki verið rekstrar- grundvöllur fyrir þau skip. Niður- staða gerðardóms er því mun betri fyrir þá útgerð.“ Friðrik segir að það sé ýmislegt sem útgerðarmenn hefðu viljað hafa öðruvísi. Þar standi þó upp úr að nið- urstaðan gildi aðeins í tvö og hálft ár en til samanburðar var samningur vélstjóra til fjögurra og hálfs árs. ■ Helgi Laxdal: Hagstæðara en okkar samningar HELGI LAXDAL Gerðardómur tekur mið af samningi vél- stjóra við útgerðarmenn. cerdardómur „Ég held að niðurstaða gerðardóms sé mjög keimlík samn- ingnum sem við gerðum", segir Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags ts- lands. „Það eru einhverjar breyting- ar frá því sem var í samningnum sem gerir niðurstöðuna heldur hagstæð- ari fyrir sjómenn en samninginn okk- ar. Enda hefði verið erfitt að standa öðruvísi að málum eftir allt það sem á undan er gengið." Aðspurður um hvort hann teldi Vélstjórafélagið ekki bera ábyrgð á því að sjómenn fengju á sig gerðar- dóm sem þeir væru ósáttir við neitaði Helgi því. „Við gripum ekki fram fyr- ir hendurnar á nokkrum manni. Við sáum einfaldlega að lengra yrði ekki komist og sömdum því á þeim for- sendum sem við gerðum. Það sem mér finnst ánægjulegast við gerðar- dóm er að samningstíminn er stuttur. Sjómenn hafa þá í það minnsta tvö ár til að ná fram kjarabótum án þess að hægt sé að segja að við eyðiieggjum eitthvað fyrir þeim.“ ■ Þórsmörk: Ólæti og mikil ölvun skemmtanir: Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Þórsmörk um helgina. Á föstudeginum var rólegt yfir mann- skapnum en heldur fór að færast fjör í leikinn á laugardagskvöldinu þegar talið er að um 700 ungmenni hafi lagt leið sína í Langadal. Tblsvert var um ölvun og pústra. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.