Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2001 MÁNUUPAGUR HVERNICFER? FYLKIR -ÍA REYNIR LEÓSSON LEIKMAÐUR ÍA „Ég spái okkur að sjálf- sögðu sigri, 1-0. Ég held að Grétar Steinsson skori fyrir okkur. Þetta verður hörkuleikur enda topp- slagur. Vonandi náum við að halda hreinu og skora þetta eina mark, þá verð ég sáttur." HREIÐAR BJARNASON LEIKMAÐUR FYLKIS „Ég spái okkur að sjálf- sögðu sigri. Við vinnum 2-0. Eg skora annað markið og legg upp hitt fyrir Þórhall Dan. Þetta verður samt örugglega mikill slagur." [ MOLAR | Fjórða mót Toyota mótaraðarinnar í golfi fór fram um helgina á Hólmsvelli á Suðurnesjum. Guðmund- ur Rúnar Hallgríms- son, GS, sigraði í karlaflokki en Ragn- hildur Sigurðardótt- ir, GR, sigraði í kvennaflokki. Guð- mundur Rúnar og Gunnar Þór Jó- hannsson, GS, börð- ust um sigurinn í karlaflokki. Guðmundur sló 218 högg en Gunnar Þór höggi meira og lenti í öðru sæti. Sigurpáll Sveinsson, Golf- klúbbi Akureyrar, lenti í þriðja sæti á 221 höggi. Ragnhildur fór á 238 högg- um og sigraði örugglega. Næstar komu Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, Golf- klúbbnum Keili á 243 höggum og Her- borg Arnarsdóttir, GR, á 244 höggum. Bayern Munchen, Evrópu- og Þýskalandsmeistarar, hafa slegist í kapphlaupið um enska varnarmann- inn Sol Campbell. Campbell sem hefur lausan samning hef- ur fengið boð frá flestum bestu liðum Evrópu en hefur far- ið sér hægt í samn- ingaviðræðunum. Hann neitaði t.d. til- boði frá spænska stórveldinu Barcelona en hann hefði orðið lang launahæsti knattspyrnu- maður heims ef hann hefði skrifað undir. Meðal liða sem hafa sýnt Camp- bell áhuga eru Arsenal, Manchester United og Liverpool en þó nokkur þeirra eru farin að missa áhuga vegna þess að launakröfur varnarmannsins snjalla eru himinháar. Ka tí 'amerún varð fyrsta þjóðin til að Ltryggja sér þáttökuréttinn á HM í knattspyrnu sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Þá eru að sjálf- sögðu gestgjafarnir og heimsmeistar- ar Frakkar ekki taldir með en þessar þjóðir komast sjálfkrafa í lokakeppn- ina. Þetta er fjórða skiptið í röð sem Kamerúnar komast í lokakeppnina en þeir slógu í gegn á HM'90 á Ítalíu en þar fór gamalmennið Roger Milla fremstu meðal jafningja. Wimbledon-stórmótið heldur áfram í dag. Síðasta vika var frekar tíð- indalítil, allir helstu tennisleikararnir komust áfram, nema Martina Hingis, sem var slegin út á mánudag. í dag fara hlutirnir hinsvegar að gerast. M.a. mæt- ir Jelena Dokic Lindsay Davenport, Pete Sampras mætir Roger Federer, Jennifer Capriati mætir Sandrine Testud , Nathalie Petrova mætir Ven- us Williams og Nicolas Kiefer mætir Andre Agassi. Ólafur Þórðarson um leik Fylkis og ÍA: Þetta verður ekki mikill markaleikur knattspyrna Fylkir og ÍA mætast í kvöld í Símadeild karla á Fylkisvelli í Árbænum. Ólafur Þórðarson spi- landi þjálfari Skagamanna sagði í samtali við Fréttablaðið að hann byggist við skemmtilegri viðureign. „Mér líst ágætlega á þetta og býst við að þetta verði hörkuleikur," sagði Ólafur. Hann þjálfaði Fylkis- menn frá árinu ‘98 til ‘99 og kom þeim upp í úrvalsdeild. Hann segir sitt gamla félag hafa spilað vel enda eru þeir efstir í deildinni. En eiga Skagamenn eftir að vinna í kvöld? „Maður stefnir alltaf á að vinna, það er ekkert nýtt. Ég vil samt ekkert spá um úrslitin." Fylkir og ÍA hafa skorað mest allra liða það sem af er liðið móts, alls 25 mörk, hann býst samt ekki við markaleik í kvöld. „Það er langskemmtilegast fyrir áhorfendur að þetta verði mikill markaleikur en ég á ekki von á því.“ Fylkir situr á toppi deildarinnar með fjórtán stig en Skagamenn eru í þriðja sæti deildarinnar aðeins einu stigi færra. Ólafur segir það ekki koma sér á óvart hvernig deildin hafi þróast og segir línur ekki eftir að skýrast fyrr í síðustu umferðun- um. „Það kæmi manni ekkert á óvart ef liðin verða að bíta hvort af öðru svona þegar líða fer á. Maður veit samt ekkert hvað skeður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ólafur að lokum. ■ ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Þjálfari Skagamanna og fyrrum þjálfarl Fylkis býst við hörkuleik en segir liðin ekki eiga eftir að skora mörg mörk. KR sigraði Fram í Laugardalnum Fram enn á botni deildarinnar. ÍBV vann Val í Eyjum knattspyrna Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Símadeildar karla í gærkvöldi. Framarar tóku á móti KR-ingum á Laugardalsvelli og Valur fór í heim- sókn til ÍBV á Há- steínsvöll. KR sigraði Fram með einu marki gegn engu og ÍBV sigr- aði Val með tveim- ur mörkum gegn engu. ÞORSTEINN J. „ BæA . KR °g VILHJALMSSONFra™ ÞUrftU naUÖ; óskar KR-ingum synlega a stigum að til hamingju með halda en KR hefur sigurinn. gengið vel í leikjum á móti Fram undan- farin ár. í byrjunarliði KR var kominn hollenski framherjinn Sergio Ommel en hann skrifaði í gær undir samning við liðið sem gildir fram á haust. Ommel átti eitt gott færi í leiknum. KR náði forystu strax á 17. mín- útu. Einar Þór Daníelsson skoraöi með skalla eftir fyrirgjöf Gunnars Einarssonar. Annars var fátt um fína drætti. „Þetta var sennilega einn leiðin- legasti leikur sem ég hef nokkurn tímann séð,“ sagði Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, sem sat Fram-megin í stúkunni í Laugardal. „Það var greinilegt að á vellinum voru tvö botnlið að berjast. Ætli það hafi ekki verið fjórar sóknir í leiknum sem enduðu með skoti að marki. KR skoraði úr einni slíkri. Það sem helst vakti athygli mína var lagleg skýjamyndun yfir Laugardalnum. Sólin varpaði fallegri birtu á skýin. Þá tekur gróðurinn í Laugarásnum greinilega vel við sér,“ sagði Þor- steinn og óskaði KR til hamingju með sigurinn. Þetta var sjöundi ósigur Fram í átta leikjum. Þó liðið sé ennþá á botninum er Þorsteinn ekki búinn að missa alla von. „Það er aldrei neitt vonlaust. Það eru ennþá fullt af stigum í boði.“ A Hásteinsvelli í Vestmanna- eyjum tóku heimamennirnir í ÍBV á móti Val. í byrjunarliði Vals var Skotinn Alistair McMillan í fyrsta sinn en hann fékk leikheimild í gær. Mikið var um sviptingar í leiknum og töluvert um brot. Oft munaði hársbreidd að bæði lið myndu skora en þó var markalaust í hálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Lewis Neal á 72. mínútu. Neal kom aftur við sögu á 92. mínútu þegar hann gaf boltann fyrir á Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem sendi boltann beint í markið. ■ HÖRÐ BARÁTTA Bæði KR og Fram mættu ákveðin til leiks í gær, enda þurfa bæði lið á stigum að halda. KR hafði betur í baráttunni. Spennandi verkefni «*» segir Ragnheiður Víkingsdóttir nýráðin þjálfari kvennaliðs Vals kvennaknattspyrna Ragnheiður Vík- ingsdóttir var í gær ráðin þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu en Ás- geir H. Pálsson sagði starfi sínu lausu síðastliðinn föstudag eftir að liðið hafði ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þess í upphafi keppnistímabils. „Maður missir eitt en fær annað í staðinn“ sagði Ásgeir sem getur nú lagt meiri áherslu á fjölskyldu sína. Ragnheið- ur er bjartsýn fyrir hönd Valsliðs- ins, sem hún segir öflugt og mikla samkeppni ríkjandi um stöður í lið- inu. Mikla samkeppni segir hún kost á liði svo framarlega sem vel takist að vinna úr henni og það sé góð til- finning að vita til þess að geta skipt leikmönnum inn á, án þess að styrk- ur liðsins dvíni við það. „Það óskar sér auðvitað enginn að koma að liði með þessum hætti þar sem hlutirnir Tilboð Barnamyndatökur - verð frá kr. 5.000,- , A Ljósmyndastofan Mynd simi 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 RACNHEIÐUR VÍKINCSDÓTTIR ÞJÁLFARI VALSKVENNA. HÚN SEGIST TAKA VIÐ GÓÐU BÚI ÞAR SEM VALSLIÐIÐ ER. það er góð tilfinning að vita til þess að geta skipt leikmönnum inn á, án þess að styrkur liðsins dvíni við það. voru ekki að ganga eins og til stóð, ta sumaráætlun og í raun lífs- en hinsvegar kem ég að góðu búi, það er góður andi í liðinu og stelp- urnar eru vel á sig komnar líkam- lega. Þó að ekki hafi gengið sem skyldi í íslandsmótinu er Bikar- keppnin enn eftir og við stefnum langt þar“, sagði Ragnheiður. Ákvörðunina segir hún hafa verið erfiða „þetta kemur til með að brey- mynstri fjölskyldunnar því þetta er krefjandi starf þar sem yfirleitt er æft fjórum til fimm sinnum í viku, auk leikja." Ragnheiður var fyrirliði margfaldra íslands og Bikarmeist- ara Vals í knattspyrnu auk þess sem hún lék með landsliðinu. Hún þjálf- aði Valsliðið árið 1995 þegar það varð Bikarmeistari. ■ [ MOLAR [ Grindvíkingar töpuðu á laugardag fyrri leik sínum gegn svissneska liðinu FC Basel 1893 í annarri umferð í Intertoto keppninni. Leikurinn fór fram í Sviss og töpuðu Grindvíkingar með engu marki gegn þremur. Staðan var 2-0 í hálfleik. FC Basel vann sann- gjarnan sigur en liðið hafnaði í fimm- ta sæti í svissnesku deildinni í vor. Marga vantaði í liðið, þ.á.m. einn þekktasta leikmann þess, Murat Yak- in. Aðeins 7000 áhorfendur voru á leiknum. Grindvíkingar þurfa því að taka á hinum stóra sínum þegar liðið mætir FC Basel aftur í Grindavík um næstu helgi. Tveir leikir fóru fram í und- ankeppni HM 2002 í Ameríku í gær. Mexíkó vann verðskuldaðan sig- ur á Bandaríkjunum, eitt mark gegn engu. Jared Borgetti skallaði í mark. Það var kominn tími til að Mexíkó sigraði í leik en Iiðið var búið að tapa sex síðustu leikjum á undan þessum. Bandaríkjamenn hafa aldrei sigrað Mexíkó á heimavelli. Brasilía fór í heimsókn til Úrúgvæ í gærkvöld og spilaði liðið þar í fyrsta sinn undir stjórn Luis Felipe Scolari. Ekki gekk eins og skyldi hjá Brasilíu því Úrúg- væ vann leikinn með einu marki gegn engu. Þetta þýðir að sæti Brasilíu í Heimsmeistarakeppninni er í hættu. Það er jafnt Úrúgvæ að stigum í fjórða sæti riðilsins en fjögur efstu liðin komast áfram. Það lið sem lendir í fimmta sæti þarf að spila upp á sæti við sigurvegarann í Eyjaálfuriðli, Ástralíu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.