Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 2. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Verðbólga vandamál ekki verðtrygging: Bakari hengdur fyrir smið skuldir Verðtrygging lána hefur komið til umræðu í kjölfar aukinn- ar verðbólgu. Verðtryggðar skuld- ir hækkar með aukinni verðbólgu eins og flestir hafa séð á greiðslu- seðlum sínum að undanförnu. Magnús Harðarson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun segir hag- fræðinga ekki sammála um ágæti verðtryggingar. „Ég hailast þó að því sjálfur að kostirnir yfirvinni gallana.“ Hann segir að vextir af lánum séu lægri vegna verðtrygg- ingarinnar. „Það getur vel verið að einhverjir hagnist til skamms tíma vegna verðbólguskots þegar þeir eru með óverðtryggð lán, en til langs tíma eru raunvextir verð- tryggðra lána lægri en óverð- tryggðra." Magnús telur að ekki sé sann- gjarnt að gagnrýnin beinist að verðtryggingunni þegar verðbólg- an sé óvinurinn. „Það má segja að þar sé verið að hengja bakara fyr- ir smið.“ Hann segir kost verð- tryggingar vera þann að hún auki skilvirkni lánakerfisins, þannig að menn fái lán sem fengju enga fyr- irgreiðslu án hennar. ■ Goði borgar ekki bændum Ekki á bætandi. Bændur eru láglaunastétt fyrir, segir framkvæmdastjóri sauðíjár- bænda. Goði á í miklum þrengingum. Þyngd smábarna: Vísbending um það sem koma skal sflUÐFJÁRBÆNDUR „Við höfum engin úrræði eða lausnir á þessari stundu, en munum setjast niður og ræða málin fljótlega", segir Özur Lárus- son framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda um þá tilkynn- ingu frá sláturfélaginu Goða hf. að á komandi sláturtíð hafi þeir einungis burði til að greiða bændum 60% af- urðaverðs fyrir sauðfé. Óvíst sé með hinn hluta kaupverðsins, hugsanlega geti þeir greitt hann síðar meir. „Það liggur ljóst fyrir að þeir munu ekki borga strax og ekki borga það verð sem bændur vilja fá miðað við kostnað." sagði Özur. Goði hf. hefur um 40% markaðs- hlutdeild á móti fyrirtækjum á borð við SS, Kaupfélag Skagfirðinga, Norðlenska og Fjallalamb. Vanda: mál bænda í stöðunni er tvíþætt. í fyrsta lagi geta önnur fyrirtæki ekki tekið við öllu því magni sem Goði hefur hingað til tekið á móti og í öðru lagi eru sum býli þannig stað- sett að þau hafa ekki í önnur slátur- hús að venda. Hið síðarnefnda á til dæmis við um bændur á Austfjörð- um. Aðspurður um hversu stór hluti tekna þeirra kæmi frá sláturhúsun- um sagði Özur: „Hver bóndi fær út- hlutað ákveðnu greiðslumarki sem miðast við fjölda ærgilda og hvert ærgildi reiknast á 18,2 kíló. Sá sem hefur greiðslumark sem nemur meðalsauðfjárbúi og ekkert umfram það, fær liðlega helming frá ríkinu. SLATRUN Sauðfjárbændur sjá fram á að fá greitt fyrir það kjöt sem slátrað verður hjá Goða - alla vega ekki að sinni. Þetta setur bændur f mikinn vanda. Honum er í sjálfsvald sett hvort hann hefur fleiri ær en þá fær hann engan stuðning út á það frá ríkinu, heldur eingöngu afurðaverð frá af- urðastöðinni. Flestir eru með meira en sem nemur greiðslumarkinu og þetta kemur sér enn ver fyrir þá“, sagði Özur. Hann sagði mikla fjár- hagserfiðleika steðja að Goða hf., en ef til vill megi segja að fyrirtækið hafi komið sér í vandann sjálft með sameiningunni við nokkrar minni af- urðarstöðvar víðs vegar um landið. „Það átti að ná fram meiri hagræð- ingu en það er eins og menn hafi fremur farið út í það að ætla sér að verða bestir á markaðnum og áherslurnar þannig orðið rangar í rekstrinum.“ bryndis@f ret tabladid.is rannsöknir Þyngd unglinga ræðst að hluta til þegar í móðurkviði og stærð og þyngd nýfædds barns gefur vís- bendingu um það sem koma skal. Lík- amsbygging foreldra segir líka sína sögu. Þetta kemur fram í nýrri finnskri rannsókn sem Reuters greinir frá. Þyngd og lengd nýfæddra barna var skoðuð í rannsókninni og kom í ljós að unglingar sem voru í meðallagi að hæð en þungir sem smábörn voru lík- legastir til að eiga við offituvandamál að stríða. Hæð og þyngd foreldra hafa hins vegar mikið að segja. T.d. eiga há- vaxnir foreldrar yfirleitt hávaxna ung- linga, þrátt fyrir að þeir hafi verið smávaxnir í fæðingu. Það var vísindamaðurinn Kirsi H. Pietilainen við Háskólann í Helsinki sem stýrði rannsókninni. í henni er bent á að þrátt fyrir að áður hafi verið sýnt fram á tengsl þyngdar ungabarna og unglinga þá hafi líkamsbygging for- eldra ekki verið höfð til hliðsjónar áður. Vísindamennirnir benda á að rann- sóknin dragi ekkert nýtt fram í dags- ljósið er kemur að hlut mataræðis í þyngd unglinga. Ekki er ljóst hvort hafi meiri áhrif á þyngd ungiinga, gen foreldra eða maturinn sem þeir bera á borð. ■ SMÁBÖRN Þung smábörn verða oft þungir unglingar Ef þér leiðist farðu þá þangað sem veðrið hentar fötunum Omni-Dry léttar og fljótþornandi stuttbuxur með stórum vösum sem hægt er að geyma mikið í Sportswear Company, HAHOQ> GRACE TÍSKUVERSLUN Útsala - Útsala HEFST í DAG 30-60% afsláttur. Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira er gefin 10% aukaafsláttur Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen) sími 553 0100 m FYRIRTÆKJASALA ISLANDS Sii FYRIRTÆKI TIL SOLU SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Þræl vinsæl videoleioa oa söluturn. ca 4000 titlar, 600- DVD, 220 Playsta- tion. Ársvelta 55-60 milj. Liósrit. fiölritun plasthúðun oa fl. Rótgróið og þekkt fyrirtæki, 3-4 stm Vinsæl Blóma- oo aiafavöruverslun á grónum stað, góð umsvif / afkoma Sérhæfð húðmeðferðarstofa. með góðan búnað, fullbókað allan daginn Framköllunarbiónusta á góðum áberandi stað, góð tæki, verð 3 milj. Barnafataverslun í Krinalunni vel staðsett, gott að gera, gott verð, Skvndibitastaður oa bar í úthverfi borgarinnar, vel útbúið eldh, góðar innrétt, gott að gera , risaskjár og fl. Grillmatur, smurtbrauð oa nammi viltu versla með það, og hafa opið 8- 18 ? hafðu þá samband verð 3,5 milj TOPP Söluturn með rúmar 50 milj í veltu, 32% framl. Verð 12 milj+ lag 15 5160 Gissur V. Kristjánsson hdl. og lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali SÖLUSTJÓRi GUNNAR JÓN YNGVASON Atvinnuhúsnæð Bæiarflöt Grafavoai 1436 fm vandað atvinnuhúsn, 7-8 m lofthæð á lager, glæsilegar skrifst.og sýningar salur full frágengin lóð. möguleiki að skipta upp, seljandi vill leiga allt að helming húsnæðisins Áhv.77 milj. Til leiau Bæiarlind Kóp. glæsilegt áberandi ca420 fm verslunarhúsnæði innkeyrsluh, laust strax, verð fm 1150 Fiárfestar Lauqaveour glæsilegt 293fm endurnýjuð eign 10ára leigus. tekjur 5,4. verð 49,8 milj.áhv 36 m Enqiateiqur Lauoardal glæsilegt bjart verslunar eða þjónustubil í smá kjarna, hentar hvaða starfsemi sem er VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR HÚSNÆÐIÐ Á SKRÁ Bónstöðin TEFLON W GSM 821 4848 Sími 567 8730 Lakkvörn 2. ára ending z ____________ 0 Teflonhúdun Djúphreinsun J Blettanir Mössun Alþrif UL Opið alia virka daga 8.30-18.00 U1 www.teflon.is • Krókhálsi 5 • Toughseal umboðið |*i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.