Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2001 MÁNUUPACUR Slögreglufréttir| Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af manni í Elliðar- árdalnum um miðjan dag á laugar- dag. Maðurinn var þar að athafna sig á þann hátt að ekki þótti við hæfi. Maður vann skemmdarverk á tveimur bílum á Baldursgötu um tvöleytið aðfaranótt sunnudags- ins. Þegar lögreglan kom á vettvang gaf maðurinn sig fram að sjálfsdáð- um. Þrjú tilfelli komu upp.í Hafnar- firði yfir helgina þar sem menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn lögreglu var helgin mjög róleg og áberandi hve fáir voru á ferð. ísraelar ráðast á sýrlenska herstöð: Ekki bólar á friði baalbek. JERÚSALEM. ap. ísraelskir her- menn skutu tvo Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Að sögn hermannanna voru mennirnir, sem tilheyrðu hryðjuverkahópnum Hamas, að koma fyrir sprengjum. Ekki sér fyrir enda á átökum í Mið- Austurlöndum þó að dregið hafi úr þeim síðan vopnahléi var komið á milli ísraela og Palestínumanna 13. júní. Hamas neita að viðurkenna vopnahléið. Það setur strik í friðará- ætlanir vegna þess að ísraelar krefj- ast algers vopnahlés áður en tekið verður til við þær, en leiðtogar Palestínumanna telja þá kröfu óraun- sæja. ísraelskar orustuþotur réðust í gær á sýrlenskar herstöðvar í Bekaa- dalnum í Austur-Líbanon í gær. Að sögn ísraela var árásin gerð í hefnd- arskyni fyrir árás Hezbollah skæru- liða á ísraleska herstöð sl. föstudag. Sýrland og Líbanon höfnuðu því að þau bæru nokkra ábyrgð á árásinni sem gerð var við landamæri Líbanon og Gólan-hæða sem ísraelar náðu yf- irráðum yfir í stríðinu 1967. ■ MÓTMÆLI Á VESTURBAKKANUM Palestínskur drengur með AK-47 riffil. í kjölfar dauða Palestínumannanna tveg- gja efndu Palestínumenn til mótmæla í bænum Jenin á Vesturbakkanum. Tekinn fyrir ofsaakstur í Arnessýslu: Sofnaði í yfirheyrslu slys Maður var fluttur á slysadeild í Reykjavík í aðfaranótt sunnudagsins og er talið að hann hafi höfuðkúpu- brotnað. Maðurinn var staddur í Út- hlíð og að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var mikill mannfjöldi saman- komin þar og töluvert um ölvun. Lögreglan stöðvaði mann sem mældist á 149 km hraða og við nánari athugun reyndíst hann töluvert ölv- aður og sofnaði maðurinn ölvunar- svefni þegar lögreglan reyndi að yf- irheyra hann. Hann var fluttur í fangageymslu og látinn sofa úr sér þar. Lögreglan sagði marga hafa ver- ið stöðvaða yfir helgina vegna gruns um ölvun við akstur. Töluverður ferðamannastraumur var í Árnessýslu um helgina og sagði lögreglan íbúafjöldann hafa tvöfald- ast. Mikil ölvun var í sýslunni og tölu- vert um minniháttar slys og beinbrot. Að sögn jögreglu var ástandið þó verst í Úthlíð. Sagði viðmælandi Fréttablaðsins félaga sína á nætur- vaktinni hafa kvartað sáran yfir fá- menni í liðinu því ekki hefði verið hægt að sinna því sem þyrfti. ■ Skoðanakönnun: Islendingar eru svartsýnir viðhorf Nokkurrar svartsýni um efnahagsástandið gætir meðal lands- manna í augnablikinu, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar PricewaterhouseCoopers. Rúmur helmingur landsmanna telur að efna- hagsástand muni versna mjög eða nokkuð mikið á næstu 3 mánuðum. I könnuninni kom fram að rúmur helmingur landsmanna (50,2%) telur að kaupmáttur muni minnka nokkuð eða mikið á næstunni. Karlar eru svarsýnni en konur og með hækkandi aldri og tekjum eykst svartsýni. Rúmur helmingur landsmanna (56%) telur að efnahagsástand muni versna mjög eða nokkuð mikið. Eldra fólk er svartsýnna en þeir sem yngri eru. Tæplega 58% landsmanna telja að að verðbólga muni aukast nokkuð eða mikið. Rúmur helmingur landsmanna (52,5%) telur að ráðstöfunartekjur muni minnka nokkuð eða mikið á næstunni. Eldra fólk er svartsýnna en þeir sem yngri eru og íbúar á höf- uðborgarsvæðinu eru svartsýnni en íbúar á landsbyggðinni. Tæplega 45% landsmanna telja að þeir hafi nokkuð eða umtalsvert minna fé til ráðstöfunar nú en fyrir 6 mánuðum. Með hækkandi aldri fjölg- ar þeim sem telja sig hafa minna ráð- stöfunarfé nú en með hækkandi tekj- um fækkar þeim sem telja sig hafa minna ráðstöfunarfé nú en fyrir 6 mánuðum. Könnunin var framkvæmd um miðjan júní 2001. Tekið var slembiúr- tak 1.200 íslendinga um allt land á aldrinum 18 til 75 ára. Nettósvarhlut- fall var 61% þegar dregnir eru frá látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis. Könnunin var framkvæmd símleiðis. ■ f>j óðhátíðarandrúmsloft þegar forsetinn kom í I Mikill Qöldi fólks tók á móti forseta Islands þegar hann kom í opinbera heimsókn til Færeyja. Forsetinn og lögmaður F; framtíð sem hefði gert báðar þjóðir sterkari. Það hefur einungis einu sinni áður gerst að erlendur þjóðarleic FORSETANUM FAGNAÐ í KLAKKSVÍK Um 500 manns tóku á móti forsetanum þegar hann kom til Klakksvíkur. opinber heiivisókn Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta fs- lands, til Færeyja sem lauk síðasta laugardag vakti gríðarlega athygli í Færeyjum og tók fjölmenni á móti for- setanum hvar sem hann kom. Óhætt er að segja að sannkallað þjóðhátíðarand- rúmsloft hafi ríkt hvar þar sem forset- inn kom í heimsókn og veifaði fólk ís- lenskum og færeyskum fánum til að bjóða hann velkominn. í heimsókn sinni lagði forsetinn mikla áherslu á þau miklu samskipti og góða samstarf sem þjóðirnar hefðu átt í um það bil þúsund ár. Hann sagði að það væri þó ekki nóg að minnast þess góða samstarfs sem þjóðirnar ÍSLENSK SKÓGRÆKT í FÆREYJUM Forsetinn gróðursetti alaskavíði frá Mógilsá í trjálundinn fyrir ofan bæinn Kuney á samnefndri eyju. hefðu átt heldur stæðu þær frammi fyrir því að tryggja að unga fólkið í báðum löndum gæti átt ánægjulegt samstarf og minntist í þeim efnum á að þjóðunum væri hollt að eiga samstarf í menn- ta- og menningarmálum. „Það hefur afar mikla þýðingu fyrir Færeyinga að forseti ís- lands skuli koma í opin- bera heimsókn", sagði Anfinn Karlsberg, lög- maður Færeyja, og end- urspegluðu orð hans hug fjölda Færeyinga sem Fréttablaðið ræddi við. „Heimsóknin er stað- festing á því góða sam- starfi sem þjóðirnar hafa átt. Það er afar mikilvægt fyrir ríkin á Norðvestur-Atlantshafi að standa saman svo þær falli ekki í skugg- ann af stærri ríkjum. Því þegar við stöndum saman eru þjóðirnar sterkar." Forsetanum var hvarvetna vel tek- ið þar sem hann ferðaðist um Færeyj- ar og var mikill fjöldi fólks kominn til að taka á móti honum á öllum nema allra fámennustu stöðum þar sem hann kom á. Fyrsta dag heimsóknarinnar kom hann til Þórshafnar og hélt mót- töku fyrir íslendinga búsetta á eyjun- um. Þar voru samankomnir um 170 manns og er það mál manna að aldrei hafi jafn margir íslendingar verið samankomnir á einum stað á Færeyj- um áður. Engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra íslendinga sem búa á Færeyjum en talið er að þeir séu um 250 talsins. Annars staðar var ein- nig vel tekið á móti honum. Mikill fjöl- di var samankominn í Runavík og í Klakksvík er talið að um 500 manns hafi fagnað forsetanum við komu hans. Fæstir tóku þó á móti forsetanum við komu hans til Mykiness. Þar búa um 30 manns að sumarlagi en eyjan er þekkt fyrir mögnuð fuglabjörg sín þar sem er að finna einhverja mestu lunda- byggð í Norður-Atlantshafi. Olafur Ragnar er aðeins annar er- lendi þjóðarleiðtoginn til að koma í op- inbera heimsókn til Færeyja. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst erlendra þjóðarleiðtoga til að heimsækja Fær- eyjar þegar hún kom þangað árið 1987. Kristján Eldjárn kom einnig til Fær- eyja en þá sem fræðimaður áður en hann varð forseti. binni@frettabladid.is Norður-Irland: Trimble segir af sér belfast. ap. David Trimble, forsætis- ráðherra norður-írsku heimastjórn- arinnar, sagði af sér embætti í gær- morgun í mótmælaskyni gegn því að írski lýðveldisherinn (IRA) hefur ekki hafið afvopnun. Samningur við IRA, tengdur friðarsamkomulaginu frá 1998, kveður á um að afvopnun hæfist í júní 2001. 'IMmble sagði þó að hann væri reiðubúinn til að taka aftur við emb- ættinu ef að IRA hæfu afvopnun. Hann útnefndi Reg Empey, viðskipta- ráðherra stjórnarinnar, til að gegna embættinu þar til arftaki hann verð- ur kosinn sem gerast á eigi síðar en 12. ágúst. Afsögn Blair vakti misjöfn við- brögð. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist skilja ástæðu hennar en vonaðist til að mál leystust á næstu dögum. Mitchel McLaughlin, formaður Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagði að IRA myndi ekki láta segjast vegna kúgana stjórnmálamanna og hvatti flokk Trimble, Sambandssinna Ulster, til að velja sér nýjan leiðtoga. Varaforsætisráðherra heima- stjórnarinnar, Seamus Mallon, hóf- samur kaþólikki sem sæti á í stjórn Trimble, gagnrýndi afsögnina harð- lega og spáir því að mikil spenna muni fylgja í kjölfarið á N-írlandi. Mallon var sömuleiðis harðorður í garð IRA fyrir að hafa ekki hafið af- vopnun sem ljóst væri að þorri íra, styddi. ■ TRIMBLE OG REID Fráfarandi forsætisráðherra heimastjórn- arinnar á N-írlandi og John Reid, ráð- herra N-írlandsmála I bresku ríkisstjórn- inni voru staddir á minningarathöfn heimsstyrjöldina fyrri í Frakklandi í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.