Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.07.2001, Blaðsíða 18
A HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ? 18 FRÉTTABLAÐÍÐ 2. [ulf 2uoi lyiAUúúriÁdÚR Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur: Skúlptúrar í rekavið Fröken Júlía enn á ný í nýjum búningi: Sjóðheitur þríhyrningur leiklist „Ég var búin að vera með áhuga á Fröken Júlíu nokkuð lengi, það var eitthvað við þetta verk sem gerði það að verkum að mig langaði til þess að það yrði sett upp,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og stofnandi Einleikhússins sem nú um helgina frumsýndi leikritið Fröken Júlía - enn og aftur alveg óð. Leik- ritið er byggt á verki Augusts Strindbergs, en til þess að gera leik- ritið jafn eldfimt hér uppi á íslandi í byrjun 21. aldar eins og það var í Svíþjóð undir lok 19. aldar fékk Sig- rún Sól þá hugmynd að láta tvær persónur (leikritinu skipta um kyn. Fröken Júlía, sem er dóttir herragarðseiganda í Svíþjóð, komst í upphaflegri gerð verksins í hættu- lega náin kynni við Jean, þjóninn á herragarðinum, og fall hennar var mikið. í leikgerð Einleikhússins er Jean orðinn að konu og gegnir nafn- inu Jenný, en eldabuskan Kristín er orðin að kokki sem heitir Kristinn. „Satt að segja var ég komin með leið á verkinu eins og það var. Það er svo mikið verið að fást við stétta- skiptinguna, sem að vísu er hægt að umbreyta yfir á okkar tíma en samt verður alltaf eitthvað skakkt við það,“ segir Sigrún Sól. „En svo eina nóttina eiginlega dreymdi mig þetta og fór að þýða verkið alveg upp á nýtt út frá þessari hugmynd. Ég bar hana á borð fyrir Rúnar Guðbrands- son, leikstjórann okkar, og þetta kveikti í honum alveg eins og mér. FRÖKEN JÚLÍA OC ÁSTKONAN Pálína Jónsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir í hlutverkum sínum. Síðan hefur þetta þróast og breyst í meðförum hópsins. Við erum búin að vera að æfa alveg frá því í janú- ar og höfum tekið mjög langan tíma í að þróa ákveðinn leikstíl sem sést vonandi í leiksýningunni.11 Það er Pálína Jónsdóttir sem leikur Júlíu en Sigrún Sól leikur Jennýju og Árni Pétur Guðjónsson leikur kokkinn, þriðju hliðina á þessum sjóðheita ástarþríhyrningi. Leikritið verður sýnt í sumar í hús- næði leiklistardeildar Listaháskóla íslands við Sölvhólsgötu, en flyst yfir í Borgarleikhúsið í haust. Sigrún Sól stofnaði Einleikhúsið árið 1995 og hefur verið potturinn og pannan í því allar götur síðan. „Eg er í raun og veru Einleikhúsið," segir hún. Eins og nafnið bendir til hefur Einleikhúsið einbeitt sér að flutningi einleikja. „Fyrst fór ég að vinna verk sem Megas skrifaði fyr- ir mig og var sýnt í Hafnarhúsinu. Síðan flutti ég einleik eftir Þorvald Þorsteinsson, en þetta er í rauninni fyrsta skiptið sem ég starfa form- lega með fleira fólki.“ ■ Ása Hauksdóttir verkefnisstjóri menningarmála í Hinu húsinu Við lifum á undurfurðulegum tímum. Tíma and- stæðna, frelsis og hafta, Ijóss og skugga, fram- fara og eftirsjár. Kannski erum við bara stödd í tíma ævintýranna, óháð stað og stund, tíma eða rúmi. Hvar er ég? Islensk mannanöfn: Millinöfn og bæði kyn mannanöpn Leyfilegt er samkvæmt reglum um mannanöfn að gefa börn- um millinöfn og geta bæði karlar og konur borið sama millinafnið. Al- menn millinöfn eiga að vera dregin af íslenskum orðstofnum og mega ekki hafa nefnifallsendingu. Hins vegar eru leyfð sérstök millinöfn, til dæmis í þeim tilvikum að náinn ætt- ingi beri nafnið. Einnig má nota eign- arfall eiginnafns foreldris í milli- nafni ef foreldrar vilja kenna barn bæði við föður og móður, svo sem Sigríður Jónu Sigurðardóttir. Hér á fylgir listi yfir millinöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað frá árinu 1997 en mannanafnaskrá og skrá yfir nöfn sem hafnað hefur ver- ið má finna á heimasíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. ÁRNASON BJARNAR BÆRINCS EÐVALD CAUTUR HAYDN HEYDEN JÁRNSÍDA KAP KORT MÚLI SKAGFJÖRÐ SÓLIMANN SÆBY VÍDÓ ZEPPELIN Það getur valdið árekstrum sð vera sledi i umferðinni MYNDiist í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal stendur sýning Guðjóns Stefáns Kristinsson- ar á höggmyndum úr rekaviði. Guð- jón hefur höggvið út öndvegissúlur, skúlptúra og leiktæki sem sjá má víða um land og hafa hlotið mikla at- hygli. Sýningin er opin miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13.00 til 21.00 og sunnudaga frá 13.00 til 17.00 í allt sumar. Guðjón er fæddur að Dröngum á Ströndum. Hann er skrúðgarðyrkju- maður að mennt og naut um tíma til- sagnar í höggmyndalist hjá þýska myndhöggvaranum Gerhard Konic. Guðjón hefur sérhæft sig í hleðslum MÁNUDACURINN 2. JULr SÝNINGAR_____________________________ Sýningin Samræmd heildarmynd - Kirkja, arkitektúr, glerlist, skrúði, stendur nú yfir í Fella- og Hólakirkju. Á sýningunni eru sýnd frumdrög af teikn- ingum kirkjunnar, frumdrög, vinnuteikn- ingar og Ijósmyndir af vinnuferli glerl- istaverkanna og skrúðans. Hönnuðir er Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhanns- dóttir. Sýningin stendur til 8. júlí og er opin alla virka daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-18. í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. í húsinu Lækargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. I Kjöthúsi er sýningin Saga bygginga- tækninnar. I húsinu Líkn er sýningin Minningar úr húsi. Þar er sýnt innbú frá fjölskyldu Vigfúsar Guðmundsson- ar búfræðings sem bjó á Laufásvegi 43. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfirskrift- ina: il fegurðarauka. Sýning á útsaumi og hannyrðum. Sýningin í Efstabæ hef- ur verið endurgerð. Þar má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930, þar af önnur barnmörg. Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Ein- ar Caribaldí Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla (slands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. Hin sumarsýningin er I miðrými Kjar- valsstaða og ber hún yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson verk- efni sem hann hefur unnið að frá 1. jan- úar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opn- að sýninguna Henri Cartier-Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmynd- ara sem nú er á tíræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið af- gerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að úr grjóti og torfi. Má þar nefna end- urgerð kirkjunnar í Hróatungu og bæ Eiríks rauða á Eríksstöðum í Hauka- dal. Hann hefur haldið námskeið í grjót- og torfhleðslu í samvinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins. Undanfarin ár hefur Guðjón snúið sér æ meir að höggmyndalist úr rekaviði. Hann hefur haldið tvær sýningar, aðra á Grænlandi en hina í Listasafni Ár- nesinga á Selfossi 1999. ■ REKAVIÐURINN í SÓKN Guðjón Stefán Kristinsson á fjölbreyttan feril að baki en höggmyndalist í rekavið á hug hans í vaxandi mæli. sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu sem heitir „Skullsplitter" á frummál- inu, þar má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum. Á sýning- unni eru raunverulegar líkamsleifar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og e11iIífeyrisþega. Miðinn gildir einnig í hin hús safnsins. Sýningarnar standa til 1. október. í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Frá 1. júní er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. I vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Opnunartími sýningar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. MYNPLIST____________________________ I Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 opn- aði um helgina leirlistarsýningin Neri- age Postulín. Listamaðurinn er Nanna Bayer frá Finlandi og beitir hún svo kall- aðari neriage aðferð við gerð leirmun- anna en sú aðferð er japanskrar ættar. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Unnar Örn Auðarson hefur opnað sýn- ingu í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Á sýningunni er Unnar að vinna með hluti úr sínu daglega lífi, eins og mat, heimili og íþróttir, sem hann hristir saman og býr til eina heild. Sýningin stendur til 15. júlí og er opin fimmtudag til sunnudags frá kl. 14-18. 11 Leikskólakennamr óskast! Leikskólakennarar óskast til starfa við nýja leikskólann í Aslandi í Hafnafirði. í stefnu leikskóians er m.a. tekið mið af kenningum Montessori, Waldorf og „Multiple Intelligences“. Verið er að leita eftir hlýjum og elskulegum einstaklingum sem leggja mikinn metnað í störf sín. Um er að ræða bæið full störf og hlutastörf íslensku menntasamtökín ses Vinsamlegast sendið umsókn og starfsferil til ÍMS, pósthólf 86, 222 Hafnaíjörður, eða sendið tölvupóst til ims@ims.is Frekari upplýsingar að finna á www.ims.is Heillandi saga úr fjarlægum heimi Fyrirtaks sumarleyfislesning vegna þess hversu erfitt er að leggja bókina frá sér. um er svo komið að hún ákveður að segja dóttur sinni á fertugsaldri sögu sína sem er afar dramatísk. Kona eldhúsguðsins er ein af þeim bókum sem heldur manni al- gerlega föngnum eftir fyrstu 50 síðurnar. Hún er listilega skrifuð, t.d. kemst hugarfar og lífsskoðun sem mótast bæði af kínverskum uppruna og langri dvöl í Bandaríkj- unum einstaklega vel til skila. Steinunn Stefánsdóttir Amy Tan: Kona eldhúsguðsins fslensk þýðing: Sverrir Hólmarsson Vaka Helgafell 2001 (1. útgáfa 1996) 416 blaðsíður Kona eldhúsguðsins fór af ein- hverjum ástæðum ekki eins hátt þegar hún kom fyrst út og fyrs- ta bók Amy Tan, Leikur hlæjandi láns. Ekki veit ég hvernig á því stendur því mér finnst Kona eld- húsguðsins hreint ekki síðri bók en Leikurinn. Eins og í fyrri bókinni er hér verið að fást við líf og örlög kín- verskra innflytjenda í Bandaríkj- unumi í brennidepli er Winnie Louie sem komin er á efri ár. Hún hefur hafið nýtt líf í Bandaríkjun- um um þrítugt og lagt áherslu á að gleyma og segja ekki frá lífi sínu fyrir þann tíma. Af ýmsum ástæð-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.