Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 16
BEST í BÍÖ BRYNJA X. VfFILSDÓTTIR kvikmyndaþættinum Panorama Flott myndataka „Ég fer aðallega á forsýningar, sjaldnar í venjulegt bíó. Ég sá Moulin Rouge um daginn. Myndatakan var mjög flott og líka búningar, förðun og lýsing. Pað kom mér á óvart hversu vel Ewan McCregor og Nicole Kidman sungu. Hún fer á kostum. Af ollum Hollívúdd- stjörnunum dagsins í dag ber Kidman af. Hún er í klassa með Jessica Lange og Meryl Streep." ¦ BÍÓ í BANDARÍKJUNUM O LEGALLY BLONDE f?T> O thescore nrm O CATS & DOGS V O FINAL FANTASY (Tf% O SCARY MOVIE 2 Qt O THE FAST AND THE FURIOUS ? O DR- DOLITTLE 2 ? O KISS 0F THE DRAGON T O ARTIFICIAL INTELLIGENCE T rift TOMB RAIDER y LÖCLEC LJÓSKA Reese Witherspoon leikur Elle Woods. Elle á heima beint á móti Aron Spelling ( Beverly Hills. Bíóaðsókn vestanhafs: Witherspoon vinsælli en DeNiro kvikmyndir Vinsælasta mynd Norður-Ameríku um helgina var Legally Blonde. Henni er leikstýrt af Ástralanum Robert Luketic' og er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Hún skaut bæði The Score með Robert De Niro og Marlon Brando og hinni tölvuteiknuðu Final Fantasy ref fyrir rass. Reese Witherspoon leikur aðal- hlutverkið en margir ættu að kannast við hana úr Pleasantville og Election. Hún leikur stúlku sem lifir fullkomnu lífi, er forseti systrafélagsins, Ungfrú júní á skóladagatalinu, Hawaiian Tropic fyrirsæta og ljóska. Kærastinn hennar segir henni hinsvegar upp þegar hann fer í Harvard til að læra lögfræði. Hún eltir hann til þess að næla aftur í hann en sten- dur sig vel í skólanum, öllum að óvórum. The Score fjallar um gamlan þjóf sem fær annan yngri til að hjálpa sér við sitt síðasta rán. Ro- bert DeNiro, Marlon Brando, Ang- ela Basset og Edward Norton leika í henni. Nýlega bárust þær sögur af tökustað að Brando væri svo illa við leikstjórann Frank Oz að hann hefði bannað honum að koma nálægt sínum atriðum. Frank Oz er einnig vel þekktur fyrir túlkun sína á rödd Yoda í Stjórnustríðs- myndunum. Vonbrigði vikunnar voru síðan tölvuteiknaða myndin Final Fanta- sy: The Legend Within. Myndin er gerð eftir samnefndum tölvuleik og þykir ótrúlegt hversu vel teikn- uð aðalhetjan Aki er. ¦ 16 FRÉTTABLAÐIÐ 17. JÚIÍ2001 ÞRIÐJUDACUR HÁSKÓLABÍÓ BlÓHð FRÉTTIR AF FÓLKI I Bob Geldofs segir að bórnin sín hafi hjálpað sér að kom- ast yfir skilnaðinn við Paulu Yates og hinn hörmulega dauð- daga hennar. í viðtali við BBC segist hann hafa gengið í gegnum miklar þjáningar og sorg og á tímabili hafi hann helst vilja skríða ofan í holu og gleyma öllu. Það hafi hinsvegar allt breyst þegar hann áttaði sig á því að börnin hans þurftu á honum að halda og þeirra vegna hafi hann haldið áfram. Geldoff og Yates voru gift í tíu ár en skildu árið 1996. Þá tók hún saman við Michael Hutchence, söngvara áströlsku rokksveitarinnar INXS. Hutchence fannst látinn, eftir of stóran skammt af eiturlyf jum, á hótelherbergi árið 1997 en Yates dó af sömu orsökum í september í fyrra. Geldoff þurfti þá að taka ábyrgð á börnum sínum fjórum, þeim Tiger Lily 4 ára, Fif i Trix- ibelle 17 ára, Peaches 11 ára og Pixie 10 ára. „Líkt og allir sem hafa gengið í gegnum slíkar þjáningar, dag eftir dag, kemur tímabil þar sem þú vilt ekki vakna aftur," sagði Geldoff en bætti við „Flestir hefðu senni- lega skriðið ofan í holu í nokkur ár, en það væri ekki sanngjarnt gagnvart börnunum mínum." Jennifer Lopez eða J-Lo sýndi trúlofunarhring sinn í fyrsta skipti opinberlega þegar hún flutti nýja lagið *: >» sitt I'm Real á m Rockfeller torg- inu í New York. ,jj* '"^^: Með henni á svið- inu var unnusti hennar og dans- ari Cris Judd en þau ætla að gifta sig á næsta ári. í hringina er grafin skammstöfun- in JCJ, sem stendur fyrir Jenni- fer Cris Judd. Eins og alþjóð veit var J-Lo eitt sinn með rapp- aranum Puff Daddy en árið.i998 skildi hún við Kúbverjann O.jani Noa þegar hún tók saman við Puffy. Sá síðarnefndi var lengi vel í sárum eftir skilnaðinn en hann hefur verið orðaður við ýmsar stúlkur síðan. Landvistarleyfið, ástin og tónlistin Ivar Örn spilar á Stefnumótakvöldi Undirtóna í kvöld. Hann hefur verið búsettur í New York þar sem hann hefur spilað á mörgum stærstu klúbbum borgarinnar. tónlist í kvöld koma fram á Stefnumótakvöldi Undirtóna hljómsveitin Luna og el- ektrólistamennirnir Salomon Kubl og ívar Örn. Sá síðast- nefndi hefur undanfarin ár búið í New York þar sem hann hefur unnið við gerð tölvutónlistar. „Ég er búinn að vera malla tónlist og gefa út með hinum og þessum plötufyrirtækjum. Svo hef ég unnið á veitingasjað til að sjá fyrir mér, „ sagði ívar Örn þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hann í gær. „Ég hef líka unnið fyrir Eið og Einar Snorra, en þeir eru að gera hina og þessa hluti í auglýsingum og ljósmynd- un." En þess má geta að ívar og Eiður Snorri eru stjúpbræður. „Fyrir einu og hálfu ári kom Einar Snorri heim með fjögur svona lítil Yamaha QY 70's box. Hann henti einu í mig og ég byrj- aði að fikta í því og festist inni heilt sumar:~Eg lét það ekki í friði og sá þá hvað ég gat gert, „ segir Ivar um upphafið af tölvu- tónlistarferlinum en hann var eitt sinn söngvari í pönk- rokksveitinni Flösu. Hann hefur spilað á stærstu klúbbum í New York en hvernig kom það til? „Mikið af vinum mínum eru plötusnúðar og eru að spila á þessum klúbbum. Ég byrjaði að spila með þeim í litlum partýum en þegar fólk fór að heyra settið var ég beðinn um að spila hér og þar." Eitt leiddi síðan af öðru og nú hefur plötufyrirtækið Little Fury Things teícið hann upp á arma sína og gefur út tónlist hans. ívar segir ansi margt í bí- gerð hjá sér og þar á meðal ætl- ar hann að stofna sitt eigið út- gáfufyrirtæki, með Einari Snorra og Chuck vini þeirra, sem kallast Huggable Records. Hann segist búa til svokallaða IDM elektró tónlist sem stendur fyrir Intelligence Dance Musik electro. „Þetta er frekar asnalegt nafn og mér er frekar illa við að nota það. En þetta er svona gáfu- danstónlist eins og þeir vilja kalla það þarna úti." ívar hefur búið úti s.l. þrjú ár en þarf alltaf að koma hingað til lands með reglulegu millibili þar sem hann fær aðeins landvistar- leyfi sex mánuði í senn í Banda- ríkjunum. Þegar hann var 17 ára ætlaði hann að gifta sig og hefði þá sloppið við þessar árlegur: heimsóknir sínar á klakann. í' „Ég var að fara að giftast kærustunni minni og hefði þá sloppið við allt þetta vesen. En sem betur fer gerðist það ekki. Hún var 24 ára ára nektardans- mær og ég var 17 ára og var ást- fanginn á þeim tíma. Þetta var bara ekki rétti tíminn enda vor- um ekki saman í meira en tvo mánuði eftir að við ákváðum að giftast. Þannig að það var kanns- ki bara eins gott," segir ívar hlæjandi og bætir við. „Nú þarf ég að koma hingað til lands þar sem ég giftist henni ekki. „ ¦ krístjan@frettabladíd.is NABBI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.