Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 17
PRIÐJUPAGUR 17. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 E1CI3CR6IM LAUGARÁS„ „553 207S mmsi&iGmim DpCMOArilMM Sýnd kl. 5 og 8.20 V,T 155 | CROCODILE DUNDEEIN LA kl. 6. 8, og lopf MEMFNTO kl. 8ogl0.15|P®( jPOLEMON 3 (isLtal) kl*6]R Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 V,T 249 IDR. DOOLITTLE 2 kl. 4, 6 og8|P*«j jPEARL HARBOUR kl. 6 og 9.30|:^ jSPOT kl.4ig jVALENTINE kl. io|R 'IjtcidjI Sýnd kl. 4. 6. 8 og 10.05 TOMB RAIDER ki. 4, 6, 8 og 10.051 jEVOLUTION kl 4, 6,8 og 10.051 Nefnd sem starfar á vegum breska þingsins í Westminst- er hefur varað rapparann Eminem við því að hún muni stöð- va fyrirhugaða tónleika kappans í næsta mánuði finnist henni ung- lingarnir vera í einhverskonar hættu. Eminem hefur oftar en ekki verið sakaður um að gefa unglingum röng skilboð með textum sínum og vilja margir túlka þetta þannig að nefndin sé að fylgjast með því að hann geri ekkert ósæmilegt af sér. Tals- menn nefndarinnar neita því samt alfarið. „Við erum ekki gleðispillar, heldur snýst málið um öryggi unglinganna," sagði talsmaður nefndarinnar. „Við munum koma upp eftirlits- myndavélum og fylgjast þannig með uppákomunni. Það er skylda okkar að sjá til þess að fólk geti skemmt sér á öruggan hátt.“ Meðlimir rapphljómsveitar- innar Wu Tang Klan neita því að hafa spilað á skemmtistað í Los Angeles þegar einn af veislugestum var skotinn til bana. „Hljómsveitin var ekki bókuð á þessum tíma og kom því ekki fram á þessum tíma,“ sagði tals- maður sveitarinnar. „Við getum líka sannað það að engin með- lima sveitarinnar var í Los Ang- eles þegar morðið var framið." Samkvæmt auglýsingu um skemmtunina átti rapparinn Killah Priest úr Wu Tang að spila en talsmaðurinn segir svo ekki vera. „Margir rugla saman Killah Priest við Masta Killa, sem er meðlimur sveitarinnar." Plötufyrirtæki Killah Priest segjast ekki hafa auglýst hann LAUGAVEGI 94. SIMI 551 6500 Sýnd ki. 6, 8 og 10 |THE ANIMAL kl. 6, 8og 101 Sýnd ki. 6, 8 og 10 IrIddu mer kl. 6, 8 og 10 Idr. DOOLITLE 2 kl.6, 8, og 10 jSPYKIDS kl.6 (ÖNE NICHT AT McCOOL S kl.8og 10 Verslunarmannahelgi í Eldborg: Miðasala hefst í dag tónlistarhátíð Eftir tvær vikur, um Verslunarmannahelgina, verður haldin á Kaldármelum tónlistarhátíð. Hátíðin gengur undir nafninu Eldborg og verða á svæðinu fjöldinn allur af skemmtikröftum. Byrjað er að selja miða á visir.is í dag þegar sérstakur Eldborgarvefur fer í loftið. Á morgun verða miðar til sölu í verslunum Japis og 10-11 út um allt land. Þeir kosta 7500 krón- ur en eru ódýrari á visir.is. Stuðmenn, Skítamórall, Ný dönsk, Greifarnir, Sóldögg, Butt- ercup, írafár, í svörtum fötum, Út-rás, Geirfuglarnir, XXX Rottweiler hundar og Lúdó og Stefán ætla að skemmta gestum hátíðarinnar. „Undirbúningurinn er búinn að ganga frábærlega. Við erum búnir að ganga frá öllum hljóm- sveitum og búnaði. Nú verða mið- arnir að seljast," segir Einar Bárðason. Hann er skipuleggj- andi hátíðarinnar ásamt Ingvari Þórðarsyni. „Við höfum einnig vinahóp sem hjálpar okkur, Fjöl- skylduna." „Við vonumst til þess að fá þrjú til fimm þúsund gesti. Allt ELDBORG '92 Þá mættu á fimmta þúsund manns. fram yfir það er gríðarleg ham- ingja. Svæðið tekur tíu þúsund manns,“ segir Einar. Á hátíðina sem var haldin í Eldborg árið 1992 mættu á fimmta þúsund manns. Aðalkeppinautur Eldborgar um Verslunarmannahelgina er Þjóðhátíð í Eyjum. Einar segist fátt um hana vita. „Við leggjum okkur alla fram við okkar hátíð. Við erum með sterk bönd og fólk er spennt fyrir henni.“ ■ sem meðlim Wu Tang Klan. „Þetta var í fyrsta skipti sem við tökum þátt í slíkri skemmtun og hún gekk ekki sem skildi. Því miður varð hræðilegt slys en ég get lofað því að við auglýstum hann ekki sem meðlim Wu Tang Klan.“ Lögreglan rannsakar nú málið. Smáskífa Svölu Björgvinsdótt- ur, The Real Me, gengur ágæt- lega í Bandaríkjunum. Svala er komin í 91. sæti á Billboard listan- um og er í spilun hjá 100 stærstu útvarpsstöðum þarlendis. Svala er á faraldsfæti í viðtölum og annarri kynning- arvinnu. Hún er að æfa kynningardagskrá sem hún mun flytja fyrir fjölmiðla og aðdáendur. Svala gekk nýlega frá ráðningu á umboðsmanninum Tom Ross. Hann er með George Michael, Christina Aguilera, Green Day, Limp Bizkit og fleiri á sínum snærum. Platan kemur út á íslandi í haust og líklegt er að Svala haldi tónleika í kjölfarið. UNDIR GEISLANUM r Alfakropp- urinn mjói E' g er svo óþjóðleg að þegar Stevie Nicks ber á góma dettur mér alltaf í hug lýsing Nóbelsskáldsins á Snæfríði ís- landssól: álfakroppurinn mjói; sé Stevie þá fyrir mér ótrúlega fagra framaná plötu hennar og Lindsey Buckingham '73. Ekki sigruðu þau heiminn með henni en vöktu athygli liðsmanna ensku sveitarinnar Fleetwood Mac sem réðu parið og urðu stórveldi. Fyrsta sólóplata Nicks kom út '81, hin fína Bella Donna; sú sjö- unda var að koma: Trouble in Shangri-La. Ég hef því verið með bandaríska álfakroppinn í eyr- um undanfarið mér til mikillar ánægju, þetta er eins og fram- hald af hennar bestu stundum á áttunda og níunda áratugnum. STEVIE NICKS: Trouble in Shangti-La Lögin eru flest eftir Nicks og textarnir sem má kalla ljóð. Meðal þekktra tónlistarmanna á skífunni eru Macy Gray og Sarah McLachlan í sitthvoru lagi, Sheryl Crow í mörgum sem bassa- og gítarleikari, raddari og upptökustjóri, en enginn skyggir á Fleetwood-Mac- stjörnuna sem leiðir listamenn- ina gegnum lögin af dulmagn- aðri reisn. Andrea J. $ smSBmm STÓRSTJÖRNUFANS Nicole Kidman og Russel Crowe áttu vingott saman fyrir tólf árum síðan, áður en Tom Cruise kom til sögunnar. Uppgjör á Fiji eyjum Ástarþríhyrningur Hollívúddstjarnanna. Cruise floginn á fund fyrrverandi og Crowe. ástarmál í gær bárust þær fregnir að Tom Cruise væri á leiðinni til Fiji eyja á einkaþotunni sinni, ekki ánægður. Fyrir helgi fréttist það að Russel Crowe hefði tælt Nicole Kidman og krógana hennar tvo með sér í frí til Fiji eyja. Til þeirra sást þar sem þau lentu á einkaflug- vélum sínum, sitt í hvoru lagi. Fyrst kom Nicole með Isabella og Connor í för með sér og síðan Russell. Þetta sögðu sjónarvottar en hót- elin á Fiji og fleiri þvertóku fyrir heimsókn þeirra. Ferðamálayfir- völd Fiji eyja hafa hinsvegar við- urkennt að Russell og Nicole séu þar í góðu yfirlæti. „Þau dveljast bæði á Wakaya eyju. Þau komu í sitthvoru lagi,“ sagði Bill Whiting, yfirmaður ferðamála á Fiji eyju í viðtali við The Sun á sunnudaginn. Því hefur lengi verið haldið fram að eitthvað væri milli Nýsjá- lendingsins Crowe og Ástralans Kidman en þau hafa þekkst síðan þau voru unglingar. Fyrir tólf árum síðan áttu þau vingott saman og var hann nefndur sem áhrifa- valdur í skilnaði hennar og Tom Cruise í febrúar. Þegar þau mættu saman á Golden Globe verðlauna- afhendinguna og í veislu fyrir Ósk- arsverðlaunin leit út fyrir að gömlu glæðurnar væru að hitna. Það var skömmu eftir að Crowe hafði farið illa með Meg Ryan greyið, sem einnig var að jafna sig á fyrrverandi eiginmanni, Dennis Quaid. í gær var síðan sagt frá því að Tom Cruise væri á leiðinni til Wakaya eyju. Hvort hann er að sækja börnin, fara að slást við Russell Crowe, vinna Nicole aftur á sitt band eða bara alls ekki lagð- ur af stað er ekki vitað en það verður gaman að sjá. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.