Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2001 ÞRIÐJUPAGUR HRAÐSOÐIÐ GUÐMUNDUR KRISTINSSON kartöflubóndi Bestar með smjöri og salti HVERNIG stendur á þvi að kart- öflurnar koma svona snemma á markað? Það er vegna þess að ég hef hita- lagnir i jarðveginum, á um það bil 60 sentímetra dýpi. Kartöflurnar sjálf- ar eru 20 sentímetrum undir yfir- borðinu. Síðan er settur akrýldúkur yfir, sem er þannig úr garði gerður að hann hleypir ákveðnu magni af vætu £ gegn. Það eru um 10 ár síðan farið var að nota þessar aðferðir hér á landi. Þessa dúka má sjá víða erlendis til dæmis í Danmörku þar sem þeir eru mikið notaðir. Grænmeti eins og gulrætur eru ræk- taðar á svipaðan hátt líka, þær eru hinsvegar dýrari afurð enda meiri vinna við ræktun þeirra. HVER er verðlagningin á þessari fyrstu uppskeru? Hún er dýr, um 350 krónur kílóið úr búð, en þetta gildir bara um fyrstu uppskerurnar. Annars er það skammarlegt hvað bændurnir bera sjálfir lítið úr býtum, það verð sem við fáum almennt fyrir kílóið er 30- 40 krónur en verðið úr búð er þá 150 krónur. Álagning er mjög mikil, enda milliliðirnir orðnir margir. Við seljum okkar vöru til heildsalanna, sem eru þrír aðilar, svo eru verslan- irnar með dreifingaraðila á sínum vegum, sem réttlætir þá enn meiri álagningu. Það er athyglisvert að árið 1984 fengum við 26 krónur fyrir kílóið, (það sama og bændur fengu fyrir mjólkurlítrann og verð á ben- sínlítra var 20-30 krónur), þannig að það hefur ekki hækkað nema um 11 krónur á 17 árum. Þá kostuðu kartöflurnar 50 krónur út úr búð. Núna virðast verslanir þurfa að leg- gja meira á vörurnar, um það bil þrefalt það verð sem þeir kaupa vöruna á, enda má sjá þetta á upp- ganginum hjá þeim Bónusfeðgum. HVAÐA aðferðum beitið þið öðrum en hitalögnum, til að auka sprettuna? Við notum flestir tilbúinn áburð. Venjulegur vaxtartími fyrir kartöfl- ur er þrír mánuðir en það eru tveir mánuðir síðan ég setti þessar niður. Þær eru sar.it ekki smáar, sumar eru í bökunarkar ■'öflustærð. Við lífræna ræktun hinsvi gar er slíkur áburður ekki notaðu h 'ldur húsdýraáburður í hans stað. En þá mega skepnurnar ekki hafa borðað gras með áburði og ekki er heldur hei.lilt að fjarlægja illgresi með eitri eiiis og við gerum. Þannig að hin lífræna ræktun með öllum þessum skil: ái.im, er mjög erfið í framkvæm I að erfða- breytt grænmeti \ ar tel ég það ekki vera til hér á HVERS konarm best á kartöflunum? Þær eru bestar soðn, og salti. la vinnst þér ',;ð smjöri Guðmundur Kristinsson er kartöflubóndi á Sól- eyjarbakka i Hrunamannahreppi. Kúba: Safn um Elian opnað cardenas. ap. Baráttan um að fá Elian Gonzaels aftur til Kúbu er nú orðin safnaefni. Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, opnaði á laugar- dag, safn tileinkað baráttunni. Elian og fjölskylda hans sátu í fremstu röð og hlustuðu á ræðu Kastrós sem rifjaði upp sjö mán- aða baráttu fyrir endurheimtingu drengsins. „Þetta var stórkost- legasti bardagi þjóðar okkar,“ sagði Kastró um forræðisdeil- una. Ár er nú liðið síðan Elian snéri aftur heim en hann er nú sjö ára gamall. Kastró skoðaði safnið FRÉTTIR AF FÓLKI orvaldur Makan Sigbjörnsson var kosinn formaður Varðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á aðalfundi félags- ins á Akureyri um helgina. Laurent F. Somers var ein- nig í formanns- framboði og var kosningin á milli þeirra að sögn mjög spennandi og þurfti að end- urtaka kosninguna til að fá fram úrslit. Fráfarandi formaður Arn- ljótur Bjarki Bergsson sem er á leið til náms í Mexíkó, fékk mik- ið lof frá fundarmönnum fyrir „frumkvæði og kraft“ í starfi. Eftirfarandi limra var samþykkt samhljóða sem stjórnmálaálykt- un aðalfundar Varðar árið 2001: Velvild. alla skal virkja vilji menn þjóðina styrkja leggjum lið landinu við fortíð ei skal sýta framtíð sjálfa nýta bœði veitum birtu og yl börnin hlakka til Hér við losum helsi heldur viljumfrelsi reisum höfuð hátt hér viljum áfram blátt í samlyndi lifum og sátt stefnum í rétta átt treystum tryggðarbandið tökum þátt, eflum landið Þess má til gamans geta að Þor- valdur Makan er sonur Sig- björns Gunnarssonar sveitar- stjóra í Mývatnssveit og fyrr- verandi þingmanns Samfylking- ar í Norðurlandskjördæmi eystra. Sumarferð nefndarmanna fjár- laganefndar Alþingis sem m.a. átti að ná hápunkti með heimsókn til Árna Johnsen sam- nefndarmanns á Höfðaból í Vest- mannaeyjum átti að hefjast á morgun. Sumar- ferðin hefur ver- ið blásin af, lík- lega vegna fjöl- miðlafársins út af verslunarhátt- um Árna. Svo virðist sem heldur seint hafi verði í rassinn gripið hvað Jón Bjarnason, fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni, varðaði. Blaðinu barst til eyrna að Jón hafi fengið símhringingu um málið þar sem hanri var þeg- ar á leið suður í þeim megintil- gangi að taka þátt í sumarferð- inni og heimsókninni á Höfðaból. Síðastliðinn föstudag var hér sagt frá því að í greinargerð til Hæstaréttar hefði Jón Stein- ar Gunnlaugsson ættfært Guð- mund Sveinsson endurskoðenda rangt, og ruglað honum saman við samnefndan trillukarl sem er föðurbróðir Hró- bjartar Jónsson- GONZALES OG KASTRÓ Elian litli hlustar með athygli á það sem Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu hefur að segja. áður en athöfnin fór fram en þar er að finna myndir og fjöl- miðlaumfjöllun um deiluna. ■ Olíumengun: 80 mörgæsum bjargað mengun 80 mör- gæsir sem lentu í olíumengun hafa verið fluttar und- anfarna daga til náttúrufræðistofn- unar í Piriapolos, 120 km austur af Montevídeó, höfuð- borg Paragvæ. Mörgæsirnar eru hreinsaðar af starfsmönnum mörgæs I mengun Stöðvarinnar. Á Richard Tresore heldur á mörgæs sem lenti í olíumengun við þessum árstíma strendur Paragvæ. eru mörgæsirnar á ferð frá Pata- ir fimm dögum síðan, en hafa góníu í Argentínu til Brasilíu. braggast í umönnum starfsmann- Mörgæsirnar lentu í brákinni fyr- anna. ■ Sharon vill ekki frið Omar Sabri Eatmitto er sendifulltrúi Palestínumanna á íslandi. Hann segir Sharon greinilega ekki hafa áhuga á friði og telur nauðsynlegt að eftirlitssveitir á vegum alþjóðasamfélagsins verði sendar á vettvang. PALESTÍNUMENN EIGA VIÐ OFURAFL AÐ ETJA „Hvernig er hægt að berjast við þjóð sem er ein sú vígvæddasta í heimi," segir Kitmitto og bendir á ójafnvægið sem rlkir á milli Palestínumanna og Israela þegar kemur að vopnabúnaði. palestína Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísrael, er ekki í friðar- hug er mat Omars Sabri Kitmitto, sendifulltrúa Palestínumanna á íslandi. „Ég held að Sharon vilji ekki frið, hvernig á að skilja aðgerðir hans öðruvísi? Hann hefur hvatt til landnáms og hann hefur beitt hernum gegn byggðum Palestínu- manna. Það var gott dæmi um það á dögunum þegar ísraelsher jafnaði sautján hús við jörðu, sem þýðir að 150 manns urðu heimilis- lausir.“ Kitmitto segir leiðtoga Palestínumanna þó fúsa til þess að setjast að samningaborði með Sharon, sýni hann fram á raun- verulegan friðarvilja. Kitmitto segir að sendiherra ísraela, Amos Nadai, sem stadd- ur var á íslandi á dögunum hafi ekki sagt nema hluta af sann- leikanum þegar hann hélt því fram við hérlenda fjölmiðla að ísraelar hefðu boðið Palestínu- mönnum að 95% landnema- byggða yrðu leystar upp, í við- ræðunum í Camp David sl. sum- ar. „Tilboð ísraela var endanlegt og hefði þýtt áframhaldandi landnemabyggðir. Auk þess var palestínskum flóttamönnum neitað um réttinn til að snúa aft- ur til ísraels, þaðan sem þeir voru hraktir við stofnun ísraels- ríkis árið 1948.“ Kitmitto bendir á að ísraels- ríki hafi verið grundvallað á rétti flóttamanna til að snúa aft- ur, þ.e. rétti gyðinga til að snúa aftur til lands, sem þeir voru hraktir frá í fornöld. „Hvernig eigum við þá að fallast á að Palestínumenn fái ekki að snúa aftur til lands sem þeir voru hraktir frá fyrir 50 árum?“ Kitmitto segir Palestínumenn ekki vera að fara fram á neitt annað en að farið verði að al- þjóðasamningum, réttur Palest- ínumanna til að snúa aftur falli undir Genfarsáttmálann. „Við myndum líka vera tilbúin til tak- marka fjöldann og ég er sann- færður um að það myndu ekki allir vilja snúa aftur.“ ísraelar hafa sakað Arafat um að beita ekki öllum ráðum til að draga úr árásum Palestínu- manna eftir að vopnahlé tók gildi í síðasta mánuði. Kitmitto segir ásakanir ísraela ekki rétt- mætar og viðbrögð þeirra enn síður. „Þau sýna að ísraelar eru ekki í friðarhug." Kitmitto segir Palestínumenn vilja að tillögur Mitchell-skýrsl- unnar verði framkvæmdar hið fyrsta. Friði verði hins vegar ekki komið á fyrr en eftirlits- sveitir alþjóðasamfélagsins fái að koma til landsins, en ísraelar eru því mjög andsnúnir. „Okkur er sama hvaðan þær koma og hvort þær yrðu vopnaðar eða ekki. Neitun ísraela hlýtur hins vegar að sýna að þeir vilja ekki að aðrir sjái hvernig þeir haga sér.“ sigridur@frettabladid.is ar lögmanns Jó- hanns Óla Guð- mundssonar hluthafa í Frum- Vegna þessara meintu tengsla taldi Jón Steinar sérfærðiskýrslu endurskoðand- ans ekki marktæka. Rétt þykir að fram komi að hálftíma eftir að greinargerð Jóns Steinars barst Hæstarétti hafði hann rit- að bréf til réttarins og beðist af- sökunar á mistökum sem orðið hefðu og tekið til baka þennan þátt í greinargerðinni. Jafn- framt hafði verið komið á fram- færi afsökunarbeiðni til hlutað- eigandi. Mistök geta alltaf orðið en þarna var brugðist skjótt við til þess að lágmarka skaðann um leið og þau höfðu verið upp- götvuð. afli og Lyfja- verslun Islands. Elsku þabbt' í Va+nasfcó,?i í <}a$ sþUuðut* v'ídí fyryt t>eUt>a(( og síóar) fótóojta. MÍH (iá íaþaói í t>eist>att er\ vann fó+óo(+an 09 við skoruóut* 13 toörfc eo þeir skoruðu t>ara Mll Énn í yeinni MMeífc óvn/a<íi að rigna 09 vicí óættoito ací sþita o$ />etta var ekki a(vöro iéikur rnecí c/óMara þamis viá s/eréui* að sþila affur a itoor^on* Þinn? GuW xt't

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.