Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 15
1 ÞRIÐJUDAGUR 17. júli 2001 Enski boltinn: Dyer ósáttur knattspyrna Kieron Dyer leik- maður Newcastle er ósáttur við að fá ekki að fara frá liðinu, en stjórn Newcastle hafnaði nýlega 15 milljóna punda boði Leeds í leik- manninn. Dyer, sem er 22 ára gamall enskur landsliðsmaður, átti fund með Freddy Shepherd, stjórnarformanni Newcastle í gær, þar sem Shepherd tók það skýrt fram að liðið hefði ekki í hyggju að selja leikmanninn. „Eg átti langan og góðan fund með Kieron og umboðsmanni hans þar sem ég sagði í stuttu máli að framtíð Kieron lægi hjá EKKI TIL SÖLU Stjórnarformaður Newcastle segir að Kier- on Dyer sé alls ekki til sölu. Newcastle United," sagði Shepherd. „Kieron er mikilvægur hlekkur í liðinu og framtíð þess og ég sagði honum að markmið og metnaður liðsins færi saman við hans eigin. Kieron Dyer er ekki til sölu." Dyer er að ná sér eftir upp- skurð á fæti og verður því frá æf- ingum í nokkrar vikur í viðbót. ¦ GAIZKA MENDIETA Valencia vill fá 5 milljarða króna fyrir spænska landsliðsmanninn Mendieta. Spænski boltinn: Mendieta til Real Madrid? knattspyrna Gaizka Mendieta hef- ur óskað eftir því að vera settur á sölulista hjá Valencia. Talið er að Real Madrid, Lazio og AC Milan hafi öll mikinn áhuga á að kaupa leikmanninn en ásett söluverð gæti reynst of hátt fyrir lið eins og Real Madrid sem keypti nýlega Zinedine Zidane frá Juventus fyr- ir 6,7 milljarða króna. Talið er að Valencia vilji fá um 5 milljarða króna fyrir kappann. Á blaðamannafundi sem Mendieta hélt á sunnudagskvöldið sagði hann að eflaust væri nú rétti tíminn til að breyta til. Talið er að hann vilji helst leika áfram á Spáni og þá helst með Real Ma- drid. „Tækifærið til að fá að leika með bestu leikmönnum heims er freistandi," sagði Mendieta. „Real Madrid er stórkostlegt lið og ég held að hvaða leikmaður sem er myndi vilja leika með þeim. Það er mikilvægt fyrir knattspyrnu- menn að eiga tækifæri á því að vinna einhvern titil á hverju ári." Mendieta sagðist búast við til- boði í vikunni. „Ég mun halda öllum mögu- leikum opnum þar til keppnis- tímabilið hefst í lok ágúst og ef ekkert gerist fyrir fimmtudaginn mun ég hefja æfingar með Val- encia." Mendieta hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og verið lykilmaður í liði Valencia sem komst í úrslit Meistaradeild- ar Evrópu síðastliðin tvö ár. Ef hann færi frá liðinu væri það mik- ið áfall fyrir Rafael Benitez, nýráðinn þjálfara þess, en hann tók við af Hector Cuper, sem fór til Inter Milan. ¦ Formúla 1: Hakkinen ræðir fram- tíð sína kappakstur Mika Hakkinen, sem sigraði í Formúlu 1 keppninni á Sil- verstone á Englandi á sunnudag- inn, mun á næstu dögum ræða við forráðamenn McLar.en-Mercedes um framtíð sína hjá liðinu. „Þetta er ákvörðun sem hann verður að taka og við munum því ræða saman," sagði Juergen Hubbert, stjórnarmaður Daimler- Chrysler samsteypunnar, sem á Mercedes Benz fyrirtækið og sér McLaren liðinu fyrir vélum. „Hann hefur ekki enn sagt hvað hann vilji gera, en ég vænti þess að niðurstaða fáist í málið innan fárra daga." Hubbert sagði að með sigri sín- um um helgina hefði Hakkinen sýnt að hann hefði engu gleymt og EKKI AÐ HÆTTA Mika Hakkinen mun raeða við forráða- menn McLaren-liðsins á naestu dögum um framtið sina hjá liðinu. væri enn metnaðarfullur ökumað- ur. Áður en keppnin í Silverstone hófst um helgina neitaði Hakkinen að hann hygðist setjast í helgan stein eftir yfirstandandi keppnis- tímabil. ¦ _ .—Veldu.. FordTransit Sendibíl ársins 2001 Reykjavík Brimborg Bíidshöfða 6 Sími 515 7000 Akureyrl Brimborg Tryggvabraut 5 Sími 462 2700 FordTransit er sterkbyggöur með einstaka flutnings- og burðargetu. í FordTransit sameinast rúmlega 35 ára þekking og reynsla á hönnun sendibíla. FordTransit er glæsilegur og gott útsýni um stórar rúður gerir aksturinn mun þægilegri og öruggari. Komdu og sjáðu hversu gott þú getur haft það við aksturinn. www.brimborg.is Nýtt og glæsilegt útlit Framdrif meö spólvörn Lægri viöhaldskostnaður Nýjar dísel vélar Meira og þægilegra hleðslurými Meira af því skemmilega! Venjulegt verð: 6.990 Club Tilboð: 4.490 Chlfci INTERSPORT \ Hentar þér sem hefur brennandi áhuga á íþróttum, útiveru og/eða sportlegum lífsstfl. Einstök klúbb- tilboð fyrir félaga og bónus á öll kaup o.fl. o.fl. mun gera tilveruna hjá þér skemmtilegri og síðast en ekki síst hagstæðari. CRAZY CREEK SCOOTER MEÐ TÖSKU Venjulegt verð: 8.990 Club Tilboð: 5.990 Þín frístund - okkar fag VINTERSPOBT Blldshöfda • 110 Reykjavlk • sími 510 8020 • www.intersport.is H

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.