Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 18
HVAÐ CEFUR LÍFINU CILDI? Ásgrímur Ragnarsson gröfumaður íslenskt kvenfólk og brennivín. I Erk o METSOLULISTI ndar bækur í verslunum Pennans Nora Roberts DANCE UPON THE AIR o Jonathan Kellerman DR. DEATH o Sean Koonts FROM THE CORNER OF HIS EYE o Ed McBain og Evan Hunter CANDYLAND o Tom Clancy THE BEAR AND THE DRAGON o Robert B. Parker HUGGER MUGGER o Iris Johansen THE SEARCH © David Baldacci WISH YOU WELL o John Sandford DEVILS CODE © lan Rankin THE FALLS Gallerí Klaustur: Manna- myndir myndlist Myndlistarmaðurinn Pét- ur Behrens opnar sýningu á mannamyndum í Gallerí Klaustri að Skriðuklaustri í dag. Á sýning- unni eru tíu kola- teikningar, por- trett af fólki. Pétur Behrens er fæddur í Ham- borg árið 1937 og nam myndlist í Hamborg og Berlín. Hann flut- ti til íslands 1962 og var stunda- kennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og Mynd- listaskóla Reykja- víkur 1978-1986. Frá 1986 hefur hann búið á Hösk- uldsstöðum í Breiðdal og stund- að myndlist, þýðingar, hrossa- ræktun og tamningar. Pétur hefur haldið 13 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Sýningin er opin á sama tíma og hús skáldsins, kl 11-17 alla daga, og stendur til 2. ágúst. ¦ LISTA- MAÐURINN Pétur Behrens hefur átt heima á íslandi um langt árabil og fengist við margvísleg verkefni svo sem myndlist, þýðingar og hrossarækt. 18 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júli'2001 ÞRIDJUDAGUR EINN MEÐ BOLTA Drengur leikur sé að fótbolta í úthverfi Sao Paulo í Brasilíu. Myndin er á sýningu ítalska Ijósmyndarans Franco Origlia í Otrano höllinni á Suður-ítalíu. Á sýningunni eru myndir sem teknar eru í fótboltaskólum í þriðja heiminum sem ítölsk fyrstu deildarlið hafa staðið að. Heimildasýning um Dali: Daliá UCLA list Nú stendur yfir sýning á verk- um Salvadors Dali Úniversity of California, Los Angeles. Sýningin nefnist Dali á UCLA og var opnuð á laugardaginn. Á sýningunni eru um 500 verk, frummyndir, eftir- prentanir og ýmsar heimildir um líf og starf listamannsins. Talið er að þetta sé stærsta sýning sinnar tegundar sem haldin hefur verið í fylkinu Suður-Kaliforníu. ¦ HINN UMTALAÐI LISTAMAÐUR Þessi mynd af Salvador Dali var tekin í New York árið 1975. ÞRIÐJUDACURINN 1 7. JÚLÍ FYRIRLESTRAR 13.00 Carl Steinitz, prófessor við lands- lagsarkitektadeild Harvardsháskóla heldur fyrirlestur um ráðgjöf um þá aðferðafræði sem verið er að þróa fyrir mat á íslensku um al- mennar aðferðir við sjónrænt mat á landslagi. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu og er í boði rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og Háskóla Islands. UTIVERA 19.30 Viðeyjarganga. Gengið verður um austurhluta Viðeyjar, að þorpinu sem þar var á sínum tíma og saga þess kynnt Litið verður inn á sýn- inguna Klaustur á íslandi í skóla- húsi þorpsins. í bakaleiðinni verð- ur farið meðfram ströndinni og notið náttúrunnar, fjarri skarkala borgarinnar. Lagt af stað með ferju frá Sundahöfn. 19.30 Smádýralíf í Elliðaárdal. Orku- veita Reykjavíkur efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal und- ir leiðsögn Guðmundar Halldórs- sonar, skordýrafræðings og Odds Sigurðssonar, jarðfræðings. Lagt af stað frá gömlu Rafstöðinni og gengið um mismunandi gróður- lendi dalsins og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Að lok- inni göngu verður Minjasafnið skoðað. Æskilegt er að þátttak- endur hafi með sér stækkunargler. TÓNLEIKAR 20.30 Gítarleikararnir Símon H. ivarsson og Jörgen Brilling leika saman á tónleikum í Listasafni Sigurjóns. Á efnisskrá eru verkin Andante con variazioni eftir L. v. Beethoven, Þrjú íslensk þjóðlög útsett af Jóni Ásgeirssyni, Koyunbaba op. 19 eft- ir Carlo Comeniconi, Ouverture úr La Clemenza di Tito eftir W.A. Mozart, og Hommage á Django Reinhardt og Dag skal að kvöldi lofa eftir Gunnar Reyni Sveinsson. SYNINGAR í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. f Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. f Kjöt- húsi er sýningin Saga byggingatækn- innar. f Lfkn er sýningin Minningar úr húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfir- skriftina: Til fegurðarauka. Sýning á út- saumi og hannyrðum. ÍEfstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. f Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur Ijósmyndasýning Henri Cartier-Bresson I Crófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk franska Ijósmyndarans sem nú er á tíræðisaldri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helg- ar kl. 13-17 og stendur til 29. júlf. Arí Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- KJARNABORUN & STEYPUSÖGUN Vönduð vinnubrögð - 25 ára reynsla Verðtílboð eða tímavinna 896 5986 Norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót í Reykjavík: Þjóðdansar eru skemmtilegir barnamenning Elín Svava Elíasar- dóttir er sannfærandi þegar hún heldur því fram að þjóðdansar séu skemmtilegir. Hún og félag- ar hennar í Þjóðdansafélaginu hafa staðið í ströngu að undan- förnu við undirbúning Norræns þjóðdansa- og þjóðlagamóts barna og unglinga en nú í vikunni eru væntanlegir rúmlega 2000 frændur okkar frá Norðurlönd- um á þetta mót sem heitir Barn- lek 2001. Mótið hefst á morgun og verður aðallega í Grafarvogi en þó sýnilegt um alla Reykjavík. Þátttakendur eru á aldrinum 8 til 16 ára, um 1500 erlend börn og unglingar ásamt um 700 forráða- mönnum þeirra og svo 50 ís- lenskir krakkar. Þátttakendur á Barnlek 2001 koma frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Erlendu gestirnir gista í skólum í Grafarvoginum og dansað verður í íþróttasal Rimaskóla og í íþróttamiðstöð- inni í Grafarvogi. Mótið er samansett af nám- stefnum, sýningum og ferðum á daginn og þjóðdansa- og þjóð- lagaskemmtunum á kvöldin. „Það er alltaf dans á kvöldin," segir Elín Svava sem er dans- kennari og einn aðalskipuleggj- andi mótsins. Dansararnir vinna á daginn samkvæmt stundatöflu að sögn Elínar Svövu og hægt verður að velja dansa frá öllum Norðurlöndunum. Spilararnir vinna saman £ hópum og æfa þjóðlög. Milli þess sem þátttak- endur starfa af kappi á mótinu UPP FYRIR HAUS Elfn Svava Elíasardóttir hefur unnið að undirbúningi Barnlek 2001 ásamt félögum Þjóð- dansafélagsins. Að mörgu er að hyggja enda ekki á hverjum degi sem tekið er á móti meira en 2000 eriendum gestum á einu bretti. verða þeir sýnilegir í bænum, meðal annars í Kringlunni og á heimilum aldraðra. Á setningarhátíð mótsins sem verður á fimmtudagsmorgun verða meðal annars danssýning- ar frá öllum þátttökuþjóðunum, og í lokin dansa allir saman einn dans frá hverju landi. „Á laugardaginn ætlum við að gera garðinn frægan," segir Elín Svava, „og vera með skrúðgöngu frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg." Dansað verður á 12 stöðum alls í miðbænum og á Laugaveginum, auk þess sem dansað verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og í Árbæjar- safni. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnlek er haldið hér á landi en það var fyrst haldið í Finnlandi árið 1992 og hefur verið haldið á þriggja ára fresti síðan. „Allir eru hjartanlega vel- komnir," segir Elín Svava að lok- um. „Mig langar að hvetja börn og unglinga til að koma og prófa að dansa þjóðdansa eða dusta rykið af gömlu fiðlunni sinni og spila með." steinunn@frettabladid.is ic er (slenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. i Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Cötulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu i víkingaþorpi og hins vegar sýningu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum. Sýningarn- ar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. f Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir handleiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir i Gerðubergi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst MYNPLIST________________________ Líf og dauði. Hvaðan komum við - hvert förum við? Helga Birgisdóttir og Olga Pálsdóttir sýna i listasalnum Man, Skólavörðustíg 14. Listakonurnar hafa tpyp m Viðeyjarganga: Þorp og klaustur útivera í kvöld verður Viðeyjar- ganga um austurhluta eyjarinnar að þorpinu sem þar var. Saga þess verður kynnt en um 300 manns bjuggu í eynni er mest var. í leið- inni verður litið inn á sýninguna Klaustur á íslandi sem er til húsa í skólahúsi þorpsins en á 12. öld var eitt ríkasta klaustur íslands í Viðey. í bakaleiðinni verður farið meðfram ströndinni og notið nátt- úrunnar. Leiðsögnin er endurgjaldslaus og ferjutollur er kr. 400 fyrir full- orðna og kr. 200 fyrir börn. Fólk er beðið að búa sig eftir veðri og brýnt er að vera á góðum skóm. Ferðin hefst kl. 19.30 með siglingu yfir sundið. ¦ SVEITIN VIÐ BORGINA í kvöld verður ganga í Viðey eins og öll þriðjudagskvöld í sumar. Að þessu sinni verður umfjöllunarefnið þorpið sem var á austurhluta eyjarinnar. A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.