Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 11
¦j_ I + ÞRIÐJUDAGUR 17. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Ilögreglufréttir Brotist var inn í fimmtán bifreiðir víðsvegar um borgina um helg- ina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ber nokkuð á því að brotist sé inn í ökutæki sem skilin eru eftir við útivistarsvæði borgarinnar. Eru tilmæli frá lögreglu til ökumanna að þeir skilji ekki eftir verðmæti í bíl- um sínum og að samband verði haft við lógreglu ef vart er við grunsam- legar mannaferðir. t Lögreglan í Reykjavík var með í gangi hert umferðareftirlit um helgina. Afskipti þurfti að hafa af sjótíu ökumönnum vegna hraðakst- urs Þá voru tólf ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og fjölmargir aðrir voru stöðvaðir vegna aksturs án öryggisbelta. Rússneski kjarnorkukaf- báturinn Kúrsk: Björgunar- aðgerð undirbúin moskva. RússiAND. ap. Ómannað djúpsjáv- arfar frá Noregi mælir um þessar mundir geislun á hafsbotninum í Barentshafi í kringum kjarnorkukaf- bátinn Kúrsk, sem til stendur að verði hífður upp fljótlega. Mælingarnar á hafsbotninum hófust á sunnudag til að tryggja öryggi kafara þegar þeir hefja undirbúning við að hífa kafbátinn upp, en sem kunnugt er sökk hann í ágúst á síðasta ári með 118 menn innanborðs. KURSK A HAFSBOTNl Rússneskur embættismaður sýnir mynd af kjarnorkukafbátnum Kúrsk sem liggur nú á botni Barentshafs. Vonast er til báturinn verði hífður upp á næstunni. Engin geislun mun hafa mælst í kring- um kafbátinn enn sem komið er, en hann liggur 108 metra undir sjávar- máli. Rússar, sem segja að engin geisl- un hafi lekið úr kafbátnum fram að þessu, vilja tryggja að enginn skaði muni hljótast af í framtíðinni og þess vegna þurfi að hífa upp kafbátinn. Bú- ist er við að bjórgunaraðgerðin muni standa fram í miðjan september, en um borð í kafbátnum eru kjarnakljúfar og ósprungin tundurdufl. ¦ Tvítugur karlmaður dæmdur: Fékk e-töflur með flugi dómsmAl Karlmaður á tvítugsaldri hef- ur verið dæmdur af Héraðsdómi Norð- urlands eystra í 60 daga fangelsi vegna fíkniefnabrota. í ákæruskjali kemur fram að maðurinn hafi í mars fengið sent með flugi frá Reykjavík pakka sem innihélt 14 e-pillur en lógreglan handtók manninn á Akureyrarflugvelli um kvöldið sama dag, eftir að hann hafði fengið pakkanna afhenta í flug- afgreiðslunni. Héraðsdómi þótti rétt að fresta fullnustu fangelsisrefsingarinn- ar skilorðsbundið í tvö ár frá upp- kvaðningu og er þá verið að taka tillit til að maðurinn játaði afdráttarlaust og að hann var einungis 18 ára þegar verknaðurinn var framinn. ¦ I '- Breytingartillaga frá KR Hggur fyrir hjá byggingarfulltrúa: Ekki sátt um bílastæði við KR-völl kr „Við vifjum ekki fleiri bílastæði hérna, við hófum upplifað það að keyrt er á bílana okkar, fólk lokar fyrir innkeyrslur og svo framvegis. Það er mikið hentugra svæði hinum megin við völlinn, þar sem eingöngu eru bílskúrar en ekki inngangur í hús." segir Jóhanna G. Möller íbúi ÍÞRÓTTAHÚS KR OC FROSTASKJÓL 2 íbúum við Frostaskjól þykir of mikill at- gangur vera við heimili þeirra þegar knatt- spyrnuleikir eru annars vegar. við Frostaskjól. Ástæða þessara orða er sú að Knattspyrnufélag Reykja- víkur, KR, hefur sótt um leyh til byggingarfulltrúa til að breyta fyrir- komulagi girðinga, bílastæða og fleira, á lóðinni nr. 2 við Frostaskjól. Meðal annars er lagt til að nýju bíla- stæði verði komið fyrir við Frosta- skjól, bílastæði fyrir langferðabíla í norðausturhorni verði lagt niður og þar komið fyrir leiktækjum fyrir börn og bílastæði við aðalaðkomu verði breytt, Að sögn Arnar Steinsen framkvæmdastjóra KR er megintil- gangur breytinganna að fjölga bíla- stæðum, sem fjölgar þá úr 555 í 571. Umsóknin verður tekin fyrir 18. júlí. „Þetta varðar framtíðarskipulag, við höfum ekki efni á að fara út í þessar framkvæmdir strax, ekki nema til komi styrktaraðilar. Það er hinsvegar of snemmt að fjalla mikið um þetta á þessu stigi málsins, þar sem þetta hefur ekki verið tekið fyrir ennþá," sagði Örn Jóhanna er meðal fjölda íbúa við Frostaskjól sem hefur lagt fram at- hugasemdir og undirskriftalista vegna málsins. Hún segir að þegar fólk tók að byggja húsin á sínum tíma hafi þarna aðeins verið æfingavöllur, en ekki keppnisvöllur „þetta er alltof lítið svæði til að taka á móti þessum ósköpum sem leikjunum fylgja. Á þeim stundum kemst maður varla heim til sín, þetta er vandamál. Það er gott að fólk og börn séu þarna að leik, en þetta er orðið eins og að búa á Laugardalsvellinum. Við viljum líf þarna en ekki bílastæði." „Við lítum svo á að þessar breyt- ingar séu einnig í þágu fólksins sem þarna býr, því þá geta áhorfendur lagt í þessi stæði þegar leikir eru. Við teljum ekki að umferðin aukist neitt við þetta heldur verður skipulag hennar mun betra." sagði Örn. Bryndis@frettabtadid.i5 I Njóttu þess að búa í Klapparhlíð í Mosfellsbæ í grennd við náttúru, borg og bæ Til sölu skemmtilega hönnuð um 170 fm raðhús með innbyggðum bílskúr í Klapparhlíð 10-16. I Húsin eru hönnuð með það fyrir augum að allt viðhald verði í lágmarki. Húsin eru tgeinangruð og klædd að utan með harðvið og bárumálmklæðningu og gluggar eru álklæddir. Frágangur - viðhald í lágmarki • Húsin afhendast fokheld að innan en tilbúin að utan. • Húsin þarfnast lítils viðhalds því allir útveggir eru einangraðir og klæddir að hluta til með harðviði og hluta með bárumálmklæðingu og gluggar eru álklæddir. Þettaerviðbótvið hefðbundinn frágang ífokheldum húsum. • Lóðir verða grófjafnaðar og skipt verður um jarðveg undir bílastæðum og verönd. Útsýni og gott rými Við skipulag hverfisins var lögð áhersla á gott rými um húsin og góða stöðu gagnvart sól og útsýni. Stórt opið rými verður í miðju hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að mynda skjólgott útivistarsvæði. Stutt í þjónustu og útivist Bæði leikskóli og grunnskóli eru í göngufæri án þess að fara þurfi yfir umferðargötur. Stutt er í miðbæ Mosfellsbæjar og með tengingu Baugshlíðar við Vesturlandsveg næsta vor mun leiðin til Reykjavíkur styttast verulega. Þá verða einungis um 10 km í Kringluna. [friðsælli náttúrunni munu íbúargeta notið útivistar. Stutterá golfvöllinn, á skíði íSkálafell og í hesthúsin þaðan sem góðar reiðleiðireru. I Hafðu samband við söludeild ÍAV í síma 530 4200 íslenskir aðalverktakar hf. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is WWW.I W.IS '+¦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.