Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 10
t ílí i rABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholtí 9, 105 Reykjavík Aðalsími:515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. BREF TIL BLAÐSINS NATTÚRUEFNI Fræðsla um aukaverkanir náttúru- og fæðubótarefna þjónar almannaheill, segir bréfritari. Ólöf Þórhallsdóttir skrifar: Frœðsla um aukaverkanir fæðubótarefni Vegna bréfs sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. júli finnst mér rétt að skýra út í stuttu máli hvernig ákveðinn hluti af lokaverkefni mínu: „Aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna við Lyfjafræði- deild H.í. var unninn. í bréfinu er ég sökuð um áróðurskennd orð og talað er undir rós um að ég hafi einhverra hagsmuna að gæta varðandi umfjöllun um fæðubótarefni. Þeir sem kynnt hafa sér rannsóknina vita að hún er unnin á hlutlausan hátt. Almenningur telur oft að nátt- úruefni (náttúrulyf / náttúruvör- ur / fæðubótarefni) valdi ekki aukaverkunum en slík viðhorf eru varhugaverð. Einnig þarf að hafa í huga að náttúruefni geta milliverkað við lyfseðilsskyld lyf og breytt áhrifum lyfjameðferð- ar. Hluti af verkefninu var að senda spurningalista til allra lækna á landinu. Meðal þess sem spurt var um, var hvort viðkom- andi læknir hafi, í sínu starfi, orðið var við aukaverkanir eða milliverkanir hjá sjúklingi sem rekja mætti til neyslu náttúru- efna hér á landi. Spurningalistanum svöruðu 410 læknar og af þeim sögðust 134 hugsanlega hafa orðið varir við aukaverkanir sem rekja mætti til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Greint var frá upplýsingum um alls 253 aukaverkanir vegna um 60 mismunandi efna. Þar af var talið að vörur frá fyrirtækinu Herbalife hafi valdið 78 auka- verkunum en yfirleitt var ekki getið um hvaða vörutegund frá fyrirtækinu var að ræða. Ginseng, blómafrjókorn, Ripped fuelá og sólhattur komu þar á eftir en önnur efni eða vöruteg- undir sjaldnar. Aukaverkanirnar voru ýmis konar og alvarleiki þeirra mismikill, allt frá því að hafa lítíl áhríf á sjúklínga og að því að hafa verið taldar valda innlögn á sjúkrahús og stofna lífi sjúklinga í hættu. Eftir rannsóknina má álykta að auka þurfi fræðslu til starfs- fólks í heilbrigðisþjónustu og al- mennings um verkun, aukaverk- anir og milliverkanir náttúru- efna. Ég tel að slík óháð fræðsla þjóni almannaheill. 10 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júíi 2001 ÞRIÐJUDAGUR Angistaraugu hvíla á Argentínu Fjármálaheimurinn horfir nú ang- istaraugum til Argentínu þar sem stjórnvöld berjast við að halda aftur af skulda- og afborgunarkreppu sem ógnar ekki aðeins fjármálakerfi landsins heldur gæti haft slæmar afleið- ingar um allan heim. Frá því Fern- ando De la Rua tók við embætti forseta í desember árið 1999 hefur hann lagt fram sex áætlanir um aðhaldsaðgerðir til þess að stemma stigu við alvarleg- um fjárlagahalla. Nú hefur hann sett fram sjöundu áætl- „Komist Argentfna í þrot er líklegt að ýmsir fjár- málamarkaðir landa í Suður- Ameríku, Asíu, Sovétríkjunum og á fleiri stöðunum hrynji." ............?........... unina og segir að úrslitastundin sé runnin upp. Eina leiðin sé að skera laun opinberra starfsmanna niður um 13% og lækka bótagreiðslur til ellilífeyrisþega. Jafnframt er héröð- um landsins uppálagt að herða sular- ólina. Dominga Cavallo efnahagsráð- herra segir að Argentína stefni að jöfnun fjárlagahallans nú strax. Búast má við að þessum síðustu efnahagsráðstöfunum verði mætt með hörku af verkalýðsfélögum og Peronista flokknum sem ræður ýms- um héraðsstjórnum þótt hann sé í stjornarandstöðu á landsvísu. Enda þótt gert sé ráð fyrir að Argentína geti mætt greiðsluskuld- bindingum sínum í ár, olli sú stað- reynd að ekki reyndist hægt að afla landinu nýrra lána nema með tveggja JVLáÍJiLaiim Einar Karl Haraldsson Einar Karl Haraldsson horfir til erfiðleikanna í Argentínu stafa vaxtatólum, hruni á fjármála- markaði landsins. Forráðamenn Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og ríkisstjórnir víða um heim bíða nú með öndina í hálsinum eftir því hvernig málum vindur fram í Argentínu. Astæðan er sú að komist Argent- ína í þrot er líklegt að ýmsir fjármála- markaðir landa í Suður-Ameríku, Asíu, Sovétríkjunum og á fleiri stöð- unum hrynji einnig vegna þess að vantrúin á getu nýrra markaða til þess að standast erfiðleikana breiðist hratt út. Á það er bent að fjármála- kerfi heimsins er miklu verr á sig komið til þess að vinna úr fjár- málakreppu nú á tímum niðursveiflu heldur en reyndin var 1998 þegar al- menn uppsveifla gerði auðveldara að ráða fram úr málum. ¦ Sigríður Þorgeirsdóttir: Bregst trausti almennings árni johnsen „Það þarf að rann- saka þetta mál. Það fara miklar fjárreiður í gegnum nefndir á borð við þessa og þarna eru gerð- ir stórir samning- I. -.- , ar við verktaka og „Það er þó önnur fyrirtæki. nauðsynlegt að Það þarf að kom. hafahugfast ast að því hvort að í réttarríki er þarna hafi verið fólk saklaust brotnar gildandi þar til sekt er stjórnsýsluvenjur sönnuð" og hvort spilling ^- sé á ferðinni. Það er þó nauðsynlegt að hafa hugfast að í réttarríki er fólk saklaust þar til sekt er sönn- uð", segir Sigríður Þorgeirsdóttir dósent í heimspeki við Háskóla íslands um mál Árna Johnsen. Hún telur að ganga verði úr skugga um það hvort fleiri sam- bærileg mál gætu hafa átt sér stað áður, sem ekki hafa litið dagsins ljós ennþá. Samkrull við- skipta og stjórnmálahagsmuna sé vel þekkt og nefndir á borð við bygginganefndir bjóði upp á spillingu, án þess að hún vilji ýja að því að meira hangi á spýtunni. „Ef svo reynist vera að lokinni rannsókn að góðar stjórnsýslu- venjur hafi verið brotnar, þykir mér eðlilegt að Árni segi af sér þingmennsku." Sigríður segir það illmögulegt fyrir almenning að treysta hon- um í áframhaldandi störfum, þegar hann hefur orðið uppvís að því að segja ekki satt. „Það verður að segjast að maður- inn bregst trausti almennings með því að ljúga að honum," sagði Sigríður. ¦ SIGRIDtJR ÞORGEJRSDÓTTIR Það þarf að komast að því hvort þarna hafi verið brotnar gildandi stjórnsýsluvenjur. Kjördæmisráð sjálfstæð- ismanna: Oþœgilegt og vontfyrir flokkinn stjórnmái Sigurður Valur As- bjarnarson formaður kjördæma- ráðs sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi og bæjarstjóri í Sand- gerði segir að menn séu vissu- lega slegnir yfir máli Árni Johnsens þingmanni flokksins til margra ára. Þá segi það sig sjálft að málið' sé vissulega óþægilegt fyrir sjálfstæðismenn, enda sé öll neikvæð umræða af hinu verra fyrir flokkinn í kjördæm- inu. Hann segir það vera lykilat- riði að Árni geri hreint fyrir sín- um dyrum í þessu máli og ekki óeðlilegt að hann geri það fyrir Alþingi. Aðspurður hvort þingmaður- inn eigi að segja af sér vegna málsins segir Sigurður Valur að í þessu máli eins og svo mörgum öðrum sé ekki sé hægt að dæma sicurður valur Asbíarnarson Sjálfstæðismenn vissulega slegnir yfir máli Árna Johnsen, fyrsta þingmanns flokksins í Suðurkjördæmi. manninn fyrr en niðurstaða ligg- ur fyrir í þeirri rannsókn sem beðið hefur verið um. Hann seg- ist jafnframt ekki geta svarað því á þessari stundu hvort kjör- dæmisráðið verði kallað saman út af málinu. Kjördæmaráðið var stofnað sl. haust í framhaldi af nýrri kjördæmaskipan, en kjör- dæmið nær yfir Suðurnes og Suð- urland og til með Hornafirði í austri ¦ Pétur fi. Blöndal um almannafé: Minnka umsvif og styrkja eftirlit ríkisumsvif „Það er mjög brýnt að eigandi f jár komi að því hvernig því er ráðstafað. Of mikil ríkisaf- skipti bjóða heim þeirri hættu að illa sé farið með almannfé," segir Pétur H. Blöndal, í tengslum við meintar ráðstafanir Árna John- sen. Minnka þurfi ríkisumsvif og styrkja eftirlit með þeim sem ráðstafa slíku fé. Hann tekur þó fram að hann geti ekki tjáð sig sérstaklega um störf Árna þar sem hann hafi ekki kynnt sér mál- ið að fullu. Pétur segir reglur um ríkis- endurskoðun og útboð þrauta- lendingu sem leiði af því að ein- hver þurfi að ganga í stað eiganda fjár sem í raun sé í mörgum til- fellum „án hirðis." Ekki megi það heldur gleymast að Ríkisendur- skoðun heyri und- ir Alþingi sjálft. Best væri að kom- ast hjá vandamál- um með því að taka til í kerfinu og minnka ríkis- umsvif. Pétur hef- ur áhyggjur að því að undanfarin TURDALB ár hafÍ átt SéF St3ð Færa ber al- aukning á umsvif- mannafénæreig-um hins opinbera endum þess. Ríkis-þrátt fyrir ýmsa endurskoðun ekki jákvæða tilburði í vænlegur stað- einkavæðingarátt. gengrll ergenda. ;Þar á ég sérstak- lega við sjálfseignarstofnanir, fyrirtæki í eigu ríkis og sveitar- félaga og fjársterk fyrirtæki inn- an verkalýðshreyfingarinnar." ¦ JORÐRÉTT Þetta er nú ekki alvarlegt ÚTVARP „- En er honum (Árna Johnsen- aths. Frbl.) áfram sætt í byggingamefnd leikhússins? - Nei, ég neld að ekki bara út afþessu, beldur út af þessu fjaðrafoki öllu, þá held ég að sé eig- inlega kominn timi á mig í bygginganefnd Þjóð- leikhússins. - En fjaðrafokið er það ekki fyrst og fremst vegna þess að þú hefur kosið að segja fjöl- miðlum ósatt? - Ég sagði ekki beint ósatt, ég sagði ekki allan sannleikann, en nú hef ég gert það. - En þú sagðir að steinarnir vaeru á brettum út íbæ - Já, ég sagði það vegna þess að þegar maður gengur að lager hjá fyrirtæki sem selur þessa steina þá eru þeir geymdir þannig. - En þeir vom í garðinum heima hjá þér! -Já - Ekki á bretti út i bæ! -Nei - En þú sagðir þjóðinni það i gær - Já, það er ósatt og það er ekki gott - Er þér þegar það er upplýst að þú segir þjóðinni ósatt, er þér sætt áfram sem þing- maður fyrír þjóðina? -Já, já, ég held að það sé ekki þess eðlis þetta mál. Þegar standa öll járn á manni, þá reynir maður ósjálfrátt að víkja sér undan, og þetta er nú ekki aívarlegt. - Þér fmnst þetta ekki alvarlegt? - Nei, ekki stóralvarlegt, en ekki til fyrirmyndar?" Úr viðtali Kristjáns Cuy Burgess við Arna Johnsen alþingismann I hádegisfréttum RÚV 16. júlf 2001 Arni johnsen Ég sagði ekki beint ósatt, ég sagði ekki all- an sannleikann, en nú hef ég gert það. zi.vSf.wtvM .--- 0CJ >.í? ,0'J?*- úí-c. ífliií ,ii</sút]t9H ZCi .*S JuknlííiióUn'jjt: ,lri u.*h),<,sY!e6i> lUatts^l

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.