Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ AádeaÍTvcc SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS:515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGIUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍf.iS Fyrstur með fréttirnar Oíficelsiiperstore OPIOVIRKADAGAKL.8-I9 • LAUGARDAGA KL 10-16 Skeifunni 17, 108 Keykjavik j Furuv&llum 3, 600 Akureyri Sími 550 4100 l&knival Bakþankarj Kristinar Helgu Cunnarsdóttur 1 Þjóðvegarúlletta Eitt sinn sat ég í bíl á ferð um holt og hæðir Jamaiku. Leiðsögumað- ur ók bílnum á ofsahraða á einbreið- um, krókóttum vegum um leið og hann sagði frá öllu milli himins og jarðar, fletti í bæklingum, gleypti í sig nesti, hrópaði, kallaði, sveigði, beygði og forðaði okkur oftar en einu sinni frá bráðum bana. Á blind- hæðum þeyttu menn horn í gríð og erg og tóku ævintýralegar sveiflur á tveimur hjólum þegar þeir mættust á flughraða. „FRUMSTÆÐ ÖKUMENN- ING, sagði ég yfirlætislega við sjálfa mig. Ökuþórinn tjáði farþeg- um að á Jamaiku væru banaslys í umferðinni sérlega tíð og þótti mér það ekki ólíklegt miðað við þá rúss- nesku rúllettu sem við upplifðum - hugsaði með mér að svona væri þetta ekki á landinu bláa, en hef síð- an þráfalt þurft að éta það ofan í mig. Þegar ég ek þjóðveg eitt með dýrmætasta farminn innanborðs finnst mér ég vera almennur borg- ari, villtur á fremstu víglínu í styrj- öld. Adrenalínið flæðir. Ég reyni að beita ítrustu varfærni og frums- stæðustu sjálfsbjargartækni til að koma aleigunni klakklaust yfir á ör- uggt svæði. SJALF VIL cG ekki drepa nokkurn mann. Það eitt vakir fyrir mér að halda lífi. Flestum ökumönnum virð- ist óbærilegt að aka með mér á níu- tíu kílómetra hraða og upphefst þá rússneska rúllettan. Framúrakstur við brúarenda, framúrakstur með bíl á móti, framúrakstur í blindbeygjum og hópframúrakstur þar sem spenn- an felst í því hversu naumlega sá síðasti sleppur áður en ég mæti bíl. Nýjasta áhættuatriðið er framúr- akstur með kerru. Þar er áhættan tvöföld og því er spennan enn meiri. Þessu kerrufólki er meinað að aka hraðar en áttatíu km/klst, en veit sennilega ekki af því. ÉG HEF AÐEINS tvær hernaðará- ætlanir til að verja mig og mína. Ég get reimað á mig, kall og kríli gönguskó, axlað poka og arkað af stað eða fjárfest í skriðdreka sem ekkert fær grandað. Auðvitað væri best að allir hægðu á sér, sýndu eig- in lífi og annarra virðingu og tillits- semi og færu að lögum. Það er hins- vegar svo barnsleg óskhyggja að ég er að spá í skriðdrekann. ¦ Draumi líkastur HVALASKi firá Reykjavikurhöíh, alla daga kl. 10:30 Pl» mm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.