Fréttablaðið - 17.07.2001, Síða 11

Fréttablaðið - 17.07.2001, Síða 11
PRIÐJUPAGUR 17. júli 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 KURSK A HAFSBOTNI Rússneskur embættismaður sýnir mynd af kjarnorkukafbátnum Kúrsk sem liggur nú á botni Barentshafs. Vonast er til báturinn verði hífður upp á næstunni. jLÖGREGLUFRÉTTIR Brotist var inn í fimmtán bifreiðir víðsvegar um borgina um helg- ina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ber nokkuð á því að brotist sé inn í ökutæki sem skilin eru eftir við útivistarsvæði borgarinnar. Eru tilmæli frá lögreglu til ökumanna að þeir skilji ekki eftir verðmæti í bíl- um sínum og að samband verði haft við lögreglu ef vart er við grunsam- legar mannaferðir. Lögreglan í Reykjavík var með í gangi hert umferðareftirlit um helgina. Afskipti þurfti að hafa af sjötíu ökumönnum vegna hraðakst- urs Þá voru tólf ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og fjölmargir aðrir voru stöðvaðir vegna aksturs án öryggisbelta. Rússneski kjarnorkukaf- báturinn Kúrsk: Björgunar- aðgerð undirbúin moskva. rússland. ap. Ómannað djúpsjáv- arfar frá Noregi mælir um þessar mundir geislun á hafsbotninum í Barentshafi í kringum kjarnorkukaf- bátinn Kúrsk, sem til stendur að verði hífður upp fljótlega. Mælingarnar á hafsbotninum hófust á sunnudag til að tryggja öryggi kafara þegar þeir hefja undirbúning við að hífa kafbátinn upp, en sem kunnugt er sökk hann í ágúst á síðasta ári með 118 menn innanborðs. Engin geislun mun hafa mælst í kring- um kafbátinn enn sem komið er, en hann iiggur 108 metra undir sjávar- máli. Rússar, sem segja að engin geisl- un hafi lekið úr kafbátnum fram að þessu, vilja tryggja að enginn skaði muni hljótast af í framtiðinni og þess vegna þurfi að hífa upp kafbátinn. Bú- ist er við að björgunaraðgerðin muni standa fram í miðjan september, en um borð í kafbátnum eru kjarnakljúfar og ósprungin tundurdufl. ■ Tvítugur karlmaður dæmdur: Fékk e-töflur með flugi dómsmái Karlmaður á tvítugsaldri hef- ur verið dæmdur af Héraðsdómi Norð- urlands eystra í 60 daga fangelsi vegna fíkniefnabrota. í ákæruskjali kemur fram að maðurinn hafi í mars fengið sent með flugi frá Reykjavík pakka sem innihélt 14 e-pillur en lögreglan handtók manninn á Akureyrarflugvelli um kvöldið sama dag, eftir að hann hafði fengið pakkanna afhenta í flug- afgreiðslunni. Héraðsdómi þótti rétt að fresta fullnustu fangelsisrefsingarinn- ar skilorðsbundið í tvö ár frá upp- kvaðningu og er þá verið að taka tillit til að maðurinn játaði afdráttarlaust og að hann var einungis 18 ára þegar verknaðurinn var framinn. ■ Breytingartillaga frá KR liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa: Ekki sátt um bílastæði við KR-völl kr „Við viljum ekki fleiri bílastæði hérna, við höfum upplifað það að keyrt er á bílana okkar, fólk lokar fyrir innkeyrslur og svo framvegis. Það er mikið hentugra svæði hinum megin við völlinn, þar sem eingöngu eru bílskúrar en ekki inngangur í hús.“ segir Jóhanna G. Möller íbúi ÍÞRÓTTAHÚS KR OG FROSTASKJÓL 2 íbúum við Frostaskjól þykir of mikill at- gangur vera við heimili þeirra þegar knatt- spyrnuleikir eru annars vegar. við Frostaskjól. Ástæða þessara orða er sú að Knattspyrnufélag Reykja- víkur, KR, hefur sótt um leyfi til byggingarfulltrúa til að breyta fyrir- komulagi girðinga, bílastæða og fleira, á lóðinni nr. 2 við Frostaskjól. Meðal annars er lagt til að nýju bíla- stæði verði komið fyrir við Frosta- skjól, bílastæði fyrir langferðabíla í norðausturhorni verði lagt niður og þar komið fyrir leiktækjum fyrir börn og bílastæði við aðalaðkomu verði breytt, Að sögn Arnar Steinsen framkvæmdastjóra KR er megintil- gangur breytinganna að fjölga bíla- stæðum, sem fjölgar þá úr 555 í 571. Umsóknin verður tekin fyrir 18. júlí. „Þetta varðar framtíðarskipulag, við höfum ekki efni á að fara út í þessar framkvæmdir strax, ekki nema til komi styrktaraðilar. Það er hinsvegar of snemmt að fjalla mikið um þetta á þessu stigi málsins, þar sem þetta hefur ekki verið tekið fyrir ennþá,“ sagði Örn Jóhanna er meðal fjölda íbúa við Frostaskjól sem hefur lagt fram at- hugasemdir og undirskriftalista vegna málsins. Hún segir að þegar fólk tók að byggja húsin á sínum tíma hafi þarna aðeins verið æfingavöllur, en ekki keppnisvöllur „þetta er alltof lítið svæði til að taka á móti þessum ósköpum sem leikjunum fylgja. Á þeim stundum kemst maður varla heim til sín, þetta er vandamál. Það er gott að fólk og börn séu þarna að leik, en þetta er orðið eins og að búa á Laugardalsvellinum. Við viljum líf þarna en ekki bílastæði." „Við lítum svo á að þessar breyt- ingar séu einnig í þágu fólksins sem þarna býr, því þá geta áhorfendur lagt í þessi stæði þegar leikir eru. Við teljum ekki að umferðin aukist neitt við þetta heldur verður skipulag hennar mun betra.“ sagði Örn. Bryndis@frettabladid.is Njóttu þess að búa í Klapparhlíð í Mosfellsbæ í grennd við náttúru, borg og bæ ÍAV Til sölu skemmtilega hönnuð um 170 fm raðhús með innbyggðum bílskúr í Klapparhlíð 10-16. Húsin eru hönnuð með það fyrir augum að allt viðhald verði í iágmarki. Húsin eru einangruð og klædd að utan með harðvið og bárumáimkiæðningu og giuggar eru álklæddir. Frágangur - viðhald í lágmarki • Húsin afhendast fokheld að innan en tilbúin að utan. • Húsin þarfnast lítils viðhalds því allir útveggir eru einangraðir og klæddir að hluta til með harðviði og hluta með bárumálmklæðingu og gluggareru álklæddir. Þetta er viðbót við hefðbundinn frágang ífokheldum húsum. • Lóðir verða grófjafnaðar og skipt verður um jarðveg undir bílastæðum og verönd. Útsýni og gott rými Við skipulag hverfisins var lögð áhersla á gott rými um húsin og góða stöðu gagnvart sól og útsýni. Stórt opið rými verður í miðju hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að mynda skjólgott útivistarsvæði. Stutt í þjónustu og útivist Bæði leikskóli og grunnskóli eru í göngufæri án þess að fara þurfi yfir umferðargötur. Stutt er í miðbæ Mosfellsbæjar og með tengingu Baugshlíðar við Vesturlandsveg næsta vor mun leiðin til Reykjavíkur styttast verulega. Þá verða einungis um 10 km í Kringluna. f friðsælli náttúrunni munu íbúar geta notið útivistar. Stutt er á golfvöllinn, á skíði í Skálafell og í hesthúsin þaðan sem góðar reiðleiðir eru. Hafðu samband við söludeild ÍAV í síma 530 4200 íslenskir aðalverktakar hf. Suðúrtandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is WWW.I W.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.