Fréttablaðið - 21.08.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 21.08.2001, Síða 4
SVONA ERUM VÍÐ RÍKISÚTGJÖLD TIL LANDBÚNAÐAR Ríkisútgjöld til landbúnaðar hafa minnkað um nær helming í hlutfalli af heildarút- gjöldum ríkissjóðs en samdrátturinn er mun minni í krónutölu. krónutala hlutfall ríkisútgjalda 1988 7,720,5 9,34% 1989 10,355,5 9,82% 1992 11,967,2 9,01% 1993 8,525,3 6,33% 1994 7,452,9 5,31% 1997 7,717 5,12% 1998 8,386,8 5,03% HÓTELIÐ Brunabíl lagt fyrir utan 6 hæða hótelið í borginni Quezon á Rlippseyjum. Yfirvöld á Filippseyjum: Ætla ad kæra hótel- eigendur MANILA. FILIPPSEYJUM. AP. Yfirvöld í Manila á Filippseyjum sögðust í gær vera að undirbúa ákærur á hendur hóteleigendunum sem eru taldir eiga sök á hótelbrunanum í landinu á laugardag þegar 72 lét- ust, flestir vegna reykeitrunar. Brot á hinum ýmsu öryggisregl- um er sögð vera ástæða brunans. „Byggingin var brunagildra. Ég vorkenni þeim sem festust þarna inni,“ sagði Romeo Villafuerte, yf- irmaður rannsóknardeildar sem rannsakaði orsök brunans. Þetta er mesti eldsvoði á Flippseyjum síðan árið 1996 þegarlóO létust eftir að skemmtistaður brann. ■ |lögreglufréttir| Þrír portúgalskir ferðamenn veltu bíl sínum um 17 í gær á Ólafsvíkurvegi við Ölkeldu. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík sluppu allir ómeiddir og var þeim skutlað inn á Ólafsvík þar sem þeir eyddu nóttinni á gistiheimili. I dag munu þeir taka rútuna til Reykjavíkur en þangað var för- inni heitið. Ferðamennirnir eru allir um þrítugt og vildi slysið til með þeim hætti að þeir voru að reyna að taka fram úr þar sem unnið var að gatnagerð og bíllinn rásaði í iausri möl. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning í gærmorgun um innbrot á um annan tug bíla. Inn- brotin voru framið víða um borg- ina og væri bæði um að ræða að farið var inn í þá í bílageymslum og við götur borgarinnar. Ýmsum verðmætum var stolið úr bílun- um en þó virðast geislaspilarar og geisladiskar vera það vin- sælasta sem tekið er úr bílunum. Okumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt eftir að hafa lent á ljósastaur á Selfossi um miðnætti í fyrrakvöld. Farið var með manninn til aðhlynningar á Heil- brigðisstofnun Selfoss en hann hlaut minniháttar skrámur. Bíll- inn er mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. FRETTABLAÐIÐ 21. ágúst 2001 ÞRIÐJUDAGUR Tíu ár frá hruni Sovétríkjanna: Rússar áhugalitlir um afmælið moskva, ap Valdaránstilraunin sem kollvarpaði Sovétríkjunum fyrir áratug hreyfði ekki við mörgum í Rússlandi á sunnudaginn, þegar þess var minnst að tíu ár voru frá því hún hófst. Einungis nokkur hundruð manns létu sjá sig á fyrir- fram skipulögðum fjöldafundum, og hvorki fyrrverandi né núver- andi forseti Rússlands, þeir Boris Jeltsín og Vladimír Pútín, tjáðu sig opinberlega í tilefni afmælisins. Jeltsín varð þjóðhetja í Rúss- landi þegar hann klifraði upp á skriðdreka fyrir utan Ilvíta húsið í Moskvu, og hvatti fólk til að sýna valdaráni harðlínu kommúnista mótspyrnu. ■ HVÍTA HÚSIÐ í MOSKVU Aðeins nokkur hundruð manns söfnuðust þarna saman til þess að minnast atburðanna fyrir tíu árum. LOGREGLUFRETTIR Lögreglan í Hafnarfirði hafði í nógu að snúast um helgina. Aðfaranótt laugardagsins bárust henni átta kvartanir og tilkynn- ingar vegna samkvæma unglinga í heimahúsum eða að um hóp- myndanir væri að ræða. Voru það svefnvana nági-annar sem til- kynntu til lögreglunnar. Asunnudagsmorgun var ekið á þrjár mannlausar bifreiðar á Öldugötu í Hafnarfirði. Ökumað- ur bifreiðarinnar lét sig hverfa frá vettvangi og bifreið sinni og er málið í frekari rannsókn. Lög- reglunni í Hafnarfirði hafði af- skipti af fjói’um ökumönnum um helgina grunaða um ölvun við akstui-. MENNINGARNÓTT Því miður voru ekki aliir þeir sem voru í miðborginni þar til að njóta þess sem boðið var upp á. Mikíð var um átök, ofbeldi og annan ósóma. Köstuðu af sér vatni yfir gangandi hátíðargesti Margar líkamsárásir voru kærðar til lögreglu.Mikil ölvun og ólæti voru í Reykjavík að lokinni Menningarnótt. Rúða í lögreglubíl brotin. lögreglumÁl Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík á Menningarnóttinni og mikið um ölvun og skrílslæti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að í kringum fimm þúsund manns hafi verið í miðborginni upp úr miðnætti. Margir tilkynntu um líkamsárásir um nóttina og nokkr- ir menn voru handteknir vegna þess. Lögregla hafði afskipti af fólki sem stóð upp á þaki við verslunina Zimsen í Hafnarstræti og var að henda flöskum í fólk og kasta af sér þvagi. Þá var tilkynnt um hópslagsmál á Furumel þar sem tveir hópar tókust á og þurfti að flytja einn þátttakendanna á slysa- deild. Lögreglan hafði afskipti af fólki sem var að grýta flöskum á Lækjartorgi með þeim afleiðing- um að ekki vær hægt að ná niður sölutjöldum sem þar voru og komst lögreglan ekki að vegna mannfjöldans. Maður kom hlaup- andi að lögreglubifreið í Lækjar- torgi og barði hana þannig að far- þegarúðan brotnaði og rigndi gler- brotum yfir lögreglumennina. Maðurinn var handtekinn og flutt- ur á lögreglustöðina. Um fimmleytið á sunnudags- morgninum er talið að um fimmt- án hundruð manns hafi verið í miðbænum. Um það leyti berst lögreglunni tilkynning um mjög blóðugan mann á Lækjartorginu. Sagði hann tvo stráka hafa ráðist á sig með hníf en maðurinn var með þrjá skurði á hendi og nefbrotinn. Var hann fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. ■ Breski íhaldsflokkurinn: Clarke ber sig vel bretlanp Kenneth Clarke, annar frambjóðanda til formennsku í breska íhaldsflokknum, bar sig vel eftir að Willim Hague, sem sagði af sér embættinu eftir hrakfarir ihaldsflokksins í kosn- ingunum í júní síðastliðnum, lýsti yfir stuðningi sínum við Iain Duncan-Smith á laugardaginn. Clarke segir þessa stuðnings- yfirlýsingu ekki hafa komið á óvart, og sagðist þess fullviss að Margareth Thatcher styðji líka mótframbjóðanda sinn, enda er Duncan-Smith fullur tortryggni gagnvart Evrópusambandinu og mjög vel liðinn af íhaldskjarna flokksins. Hague sagðist telja hættu á frekari sundrungu meðal flokks- manna ef Evrópusinninn Clarke verður fyrir valinu sem næsti formaður, heldur en ef Duncan Smith hreppir hnossið. Clarke þykir teygja sig mun lengra til vinstri heldur en harði íhalds- kjarninn í flokknum sættir sig við. Duncan Smith er ekki eins vel þekktur og Clarke, sem gegnt hefur ráðherraembætti, en stuðningsyfirlýsingin þótti styrk- ja stöðu hans verulega í barátt- unni gegn Clarke. í gær voru kjörseðlar sendir til meira en 300.000 flokksmanna, en úrslit verða tilkynnt þann 12. september. ■ HVERGI BANGINN Kenneth Clarke ætlar ekki að láta yfirlýsingu flokksleiðtoga síns slá sig út af laginu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.