Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ
SPURNINC DACSINS £
21. ágúst 2001 ÞRIÐJUPAGUR
Forsætisráðherra Singapore:
Meira frelsi, en
ekkert „glasnost"
singapore. ap Goh Chok Tong, for-
sætisráðherra í Singapore, sagði að
ballettsýningar, söngleikir og „froðu-
teiti“ væru bersýnileg merki þess að
meira frjálsræði væri í landinu en
verið hefði. Hins vegar vildi hann fara
sér hægt í að auka frelsi þegnanna.
„Ég veit að sumir vilja jafnvel enn
meira frelsi," sagði hann í ræðu á
þjóðhátíðardegi Singapore, þar sem
eftirlit stjórnvalda með þegnunum
hefur um langa hríð verið yfirþyrm-
andi. „En að því er stjórnmál varðar,
kýs ég heldur að losa hægt um hnút-
ana heldur en að opna með stórum
hvelli. Þegar Gorbatsjov opnaði Sov-
étríkin með „glasnosti" sínu, þá hrun-
du Sovétríkin með stórum hvelli.“ ■
AFSTÖÐU BANDARÍKJANNA
MÓTMÆLT
Mótmælendur fyrir utan sendiráð Banda-
ríkjanna í Suður-Afríku í síðustu viku.
Bandarikin hafa hótað að mæta ekki á
ráðstefnuna ef skaðabætur fyrir þrælahald
verða á dagskrá.
Ráðstefna um
kynþáttafordóma:
Móðgandi að
krefjast
skaðabóta
dakar. senegal. ap Abdoulaye
Wade, forseti Senegal, sagðist í
gær vera andvígur því að greidd-
ar yrðu skaðabætur fyrir þræla-
hald og þrælasölu, en hluti þeirra
sem berjast fyrir mannréttindum
í Afríku vilja ná fram samþykkt
um ótilgreinda upphæð í skaða-
bætur ásamt ótvíræðri afsökunar-
beiðni frá þeim ríkjum sem högn-
uðust á þrælum frá Afríku fyrr á
tímum í tengslum ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um kynþáttafor-
dóma sem hefst í Suður-Afríku í
lok mánaðarins.
Wade segir enga leið til þess að
meta þjáningar Afríkumanna í
peningum. Hann benti líka á að
Afríkubúar, þar á meðal sumir
forfeðra hans sjálfs, hafi haldið
þræla á sínum tíma.
„Afstaða mín er sú að það sé
móðgun við hina látnu og við kyn-
þátt okkar að krefjast milljarða af
dollurum í skaðabætur," sagði
Wade. „Við þjáumst enn af afleið-
ingum þrælahalds og nýlendu-
stefnu, og slíkt er ekki hægt að
meta í peningum. Mér finnst það
ekki bara fáránlegt, heldur móðg-
andi.“ ■
Sævar reynir að
ná sáttum í stjórn S SI
Ovíst hvort varaformaður Sjómannasambandsins sækir fleiri stjórnarfundi að óbreyttu. Formað
urinn segir deiluna á milli varaformanns og gjaldkera vera óskemmtilegt mál. Trúnaðarmanna-
ráð Sjómannafélags EyjaQarðar kallað saman
stjórnarfundi að óbreyttu. Hann
áréttar þó að hann sé réttkjörinn
sem varaformaður sambandsins
og muni gegna því starfi áfram
sjómannasambandið Sævar Gunn-
arsson formaður Sjómannasam-
bands íslands, SSÍ, segist líta svo
á að deilan á milli Konráðs Al-
freðssonar formanns Sjómannafé-
lags Eyjafjarðar og Jónasar Garð-
arssonar formanns Sjómannafé-
lags Reykjavíkur sé óskemmti-
legt mál. Hann segist hins vegar
ekki sjá það í augnablikinu að
þessi deila þeirra hafi einhver
áhrif á störf stjórnar sambands-
ins þar sem Konráð er varafor-
maður og Jónas gjaldkeri. Hann
segir að það fari þó eftir því hvað
þessi deila verður langvinn og
hvernig leyst verður úr henni.
Sjálfur segist Sævar ætla að
stuðla að því að lausn finnist á
þessu máli, enda segir hann að
það komi sér við sem formaður
sambandsins. Að öðru leyti vill
hann ekki sjá sig frekar um þetta
„innanbúðarmál" stjórnarinnar.
Konráð Al-
freðsson formað-
ur Sjómannafé-
lags Eyjafjarðar
segist vera að
undirbúa fund
með trúnaðarráði
og stjórn félags-
ins vegna þessa
máls. Hann segist
ekki vita hvert
framhaldið verður fyrr en að af-
loknum þeim fundi né heldur
hvort hann muni sækja fleiri
SÆVAR
GUNNARSSON
auk þess að sitja í framkvæmda-
stjórn þess. Undir
það tekur Sævar
Gunnarsson for-
maður sambands-
ins. Það er önd-
vei't við þá skoðun
Jónasar sem telur
að útganga Kon-
í'áðs af stjórnar-
fundi sl. föstudag
hafi jafngilt af-
sem varaformanns.
KONRÁÐ
ALFREÐSSON
sögn hans
Sem kunnugt er gekk Konráð af
þeim fundi þegar Jónas hafnaði
kröfu hans um að biðjast afsökun-
ar á opinberum greinarskrifum
sínum í fjölmiðlum um að Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar hefði rof-
ið samstöðuna í verkfalli sjó-
manna í sumar.
Sjálfur segist
Konráð hafa undir
höndum efni sem
hann segir að
sanni að Jónas
fari með rang-
færslur í þessari
staðhæf ingu
sinni. Á sama tíma
segist Jónas stan-
da við allt það sem hann hefur lát-
ið frá sér fara um þetta mál.
-grh@frettabladid
JÓNAS
GARÐARSSON
KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR
Formaður Sjúkraliðafélags islands segir
uppsagnir sjúkraliða vera einkum á bráða-
deildum Landspítala- Háskólasjúkrahúsi
SJOMENN TAKAST A
Hörð innanbúðarátök eiga sér stað innan stjórnar Sjómannasambandsins á milli varaformanns og gjaldkera og óvíst hvernig þeim deilum muni lykta
106 sjúkraliðar
hafa sagt upp
sjúkraliðar Alls hafa um 106
sjúkraliðar sagt upp störfum á
Landspítala- Háskólasjúkrahúsi
vegna óánægju með launakjör að
sögn Kristínar Á. Guðmundsdótt-
ur formanns Sjúkraliðafélags ís-
lands. Það eru 16 fleiri en var um
mitt sumar.
Sáttafundur var í kjaradeilu
félagsins við ríkið í sl. viku og aft-
ur í gær en félagið er hið eina inn-
an BSRB sem ósamið er við af
hálfu ríkisins. Formaður félags-
ins segir að þessir tíðu fundir séu
nánast það eina jákvæða sem
fram hefur komið í samningaferl-
inu þar sem ríkið sýnir einhvern
vilja til að ræða gerð nýs samn-
ings við félagið frá því samningar
voru lausir í nóvember í fyrra. Á
sáttafundi í sl. viku lagði ríkið
fram tilboð um launahækkun.
Sjúki-aliðar höfnuðu því og lögðu
fram gagntilboð sem ríkið hefur
verið að skoða. Kristín segir að
félagið geri kröfu um að fá sam-
bærilegar kjarabætur eins og
þær stéttir sem sjúkraliðar bera
sig við eins og t..d. lögreglu og
hjúkrunarfræðinga. ■
Róbert Reynisson er umbrotsmaður og annálaður
antisportisti.
Er of mikið um íþróttir í sjón-
varpsdagskránni?
„Þegar það er golfmót eða frjálsiþróttamót
þá er þetta algjör kleppur. Þá er öll dag-
skráin undirlögð undir íþróttir og það er
nógu mikið um þær nú þegar."
Myntbreytingin í Evrópu:
Gamlir Þjóðverjar
eru tortryggnir
luckenwalde. þýskalandi, ap „Ekki
eina ferðina enn,“ segir þýsk kona,
Marianne Prehm, sem orðin er 67
ára. „Ég hef þegar gengið í gegn-
um tvær myntbreytingar og nú
fáum við þetta.“
Hún er að sjálfsögðu að tala
um myntbreytinguna miklu um
næstu áramót þegar þrjú hundruð
milljónir manna í Evrópu, allt frá
Finnlandi suður til Portúgals,
byrja að skipta út gömlu myntinni
í hverju landi fyrir evruna, hina
sameiginlegu mynt Evrópusam-
bandsins.
Myntbreyting er viðkvæmt mál
víða í Evrópu, þar sem gamla
myntin á sterk ítök í fólki. Eldri
borgarar í austurhluta Þýskalands
eiga þó enn erfiðara með að sætta
sig við myntbreytingu en flestir
aðrir, því árið 1949 þurftu þeir
fyrst að skipta út mörkum Þriðja
ríkisins fyrir austurþýska mynt,
og skiptu þá „verðlausum pening-
um fyrir verðlausa peninga". Árið
1991 þurftu þeir svo aftur að skip-
ta austurþýsku mörkunum fyrir
vesturþýsku mörkin, og fengu
ekki nema hálfvirði fyrir. ■
ÞEIM LÍST EKKERT Á EVRUNA
Þrír austurþýskir eldri borgarar, sem tvisvar hafa þurft að ganga í gegnum erfiða mynt-
breytingu.
Bandarísk könnun:
1 af hverjum
14 með astma
atlanta.ap. Tæplega 15 milljónir
fullorðinna Bandaríkjamanna, eða
einn af hverjum 14, þjást af astma,
auk þess sem um 6 milljónir manna
hafa fengið astma einhvei-n tímann
á lífsleiðinni. Þetta kemur fram í yf-
irgripsmikilli spurningakönnun
sem unnin var af Sjúkdómsrann-
sóknardeild Bandaríkjanna á síð-
asta ári. í könnuninni voru 180 þús-
und manns spurðir hvort þeir væru
með astma eða hefðu einhvern tím-
ann haft sjúkdóminn. Hæst hlutfall
astma var að finna í Nevada-fylki,
en 13,4% íbúa þar höfðu einhvern-
tímann þjáðst af sjúkdómnum.
Hlutfallið var hins vegar lægst í
Luisiana, með 5% astmasjúklinga. ■