Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUPAGUR 21. ágúst 2001 FRETTABLAÐIÐ H agnaður Tryggingamið stöð varinnar: Iðgjaldahækk- unin skilar sér árshlutauppcjör Stórhækkun ið- gjalda vegna bílatrygginga í júlí á síðasta ári ári skilaði 'IVygginga- miðstöðinni rúmlega 150 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi árs- ins, sem er helmingshækkun frá sama tímabili á fyrra ári. Það er nefnt í árshlutauppgjörinu að hagnaðurinn hefði orðið meiri ef ekki hefði til komið stórbruni ísfé- lagsins í Vestmannaeyjum, en vegna þess greiddi félagið út tæp- an milljarð. Nokkurt tap varð því á eignatryggingum á fyrri árshluta. Þá er það nefnt til að útskýra góða afkomu að fyrstu fjórir mán- uðir ársins voru tiltölulega tjóna- léttir. Tjónaþunginn er hinsvegar sagður hafa aukist og náð meðal- lagi í maí og júní. Tryggingamið- stöðin tapaði samtals 330 milljón- um á ökutækjatryggingum á fyrri árshelmingum 1999 og 2000, en græddi 238 milljónir á sömu starf: semi á fyrstu sex mánuðum 2001. í uppgjörinu segir að leitað sé leiða til að stöðva taprekstur í eigna- tryggingum. ■ lögreglufréttirJ Rannsóknardeild lögreglunn- ar í Keflavík leitar nú upp- lýsinga um grunsamlegar mannaferðir á sunnudagskvöld við hús Fiskmjöls og lýsis, en talið er víst að um íkveikju hafi verið að ræða. Ekki voru gefnar frekari upplýsingar um rann- sóknina í gærkvöldi. Óskar Æv- arsson hjá Fiskimjöli og lýsi segir áhrif brunans á starfsemi fyrirtækisins óveruleg. Húsið hefur staðið ónotað ef frá er talin frystigeymsla í kjallara hússins sem geymir beitarfisk, en hún skemmdist ekki. Fiskimjöl og lýsi er í eigu Samherja og er þetta því í ann- að sinn á stuttum tíma sem kveikt er í eignum akureyrska félagsins. NÝ RANNSÓKN Samgönguráðherra vill að Rannsóknanefnd flugslysa rannsaki björgunaraðgerðir vegna Skerjafjarðarslyssins en nefndin hefur ekki talið það I sínum verkahring. Aðstandendur staðhæfa hins vegar að þetta sé ein af frumskyldum þeirra sem rannsaka flugslys. Ráðherra vill rannsókn á björgunaraðgerðum Rannsóknarnefnd flugslysa rannsaki aðgerdir við Skerjafjarðarslysið. RNF hefur áður sagt það ekki í sínum verkahring. Þarf nýja nefnd, skipaða hæfum mönnum, segir Friðrik Þór Guðmundsson. SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Sturla BÖðv- arsson samgönguráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarnefnd flugslysa yfirfari ný gögn sem tengjast björguninni vegna Skerjafjarðarslyssins. Um er að ræða ýmsar skýrslur og minnis- blöð vegna slyssins og myndband einkaaðila af björguninni Flug- slysanefndin segist ekki hafa vit- að af tilvist þessara gagna fyrr en nýlega. Ákvörðun ráðherrans er sögð vera tekin í kjölfar þess að hann skoðaði myndbandið sem mun sýna nánast allt björgunarferlið. „Um svipað leyti komu fram upplýsingar um skýrslu slökkvi- liðsins í Reykjavík um sama mál og minnisblað Flugmálastjórnar, auk fundargerða um björgunar- bátinn sem notaður var við björg- unaraðgerðirnar. Rannsóknar- nefnd flugslysa hefur staðfest að gögnum þessum hafi ekki verið komið til nefndarinnar meðan ver- ið var að vinna að rannsókn flug- slyssins og hún hafi ekki haft vit- neskju um tilvist þeirra fyrr en nú,“ segir í tilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu. Samgönguráðherra segir að þótt hann hafi ekki heimild til að gefa flugslysanefndinni fyrirmæli telji hann það æskilegt að nefndi skoði áðurnefnd gögn með það í huga hvort tilefni geti verið til að endurupptaka þann þátt í skýrslu nefndarinnar sem fjallar um björgunaraðgerðirnar. Þá hefur ráðherra ákveðið að skipa starfshóp til að fara yfir ör- yggismál á flugvöllum landsins og annan hóp sem gera á tillögur um breytingar á lögum og reglugerð um rannsóknir flugslysa. í fyrri viku birti Rannsókna- nefnd flugslysa yfirlýsingu í Morgunblaðinu þar sem segir að skipulag og stjórnun björgunar- starfa, svo og læknismeðferð slas- aðra, séu utan þess vettvangs sem RNF kemur að í skýrslum sínum, enda sé það í verkahring annarra. Friðrik Þór Guðmundsson, fað- ir eins fórnarlamba slyssins, sagði að samkvæmt reglum ICAO, Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar, sé það skýrt að rannsókn á björgunaraðgerðum og því hvort betur hefði mátt standa að björgun farþega sé eitt megin- markmið með rannsókn flug- slysa. Rannsóknarnefnd flug- slysa hafi annað hvort kosið að hundsa þær reglur eða ekki lesið þær. Friðrik sagði að þrátt fyrir ákvörðun ráðherra standi eftir að aðstandendur telji Rannsóknar- nefnd flugslysa vanhæfa til að rannsaka bjögunaraðgerðir nú, fyrst það var ekki gert í upphafi. Til rannsóknarinnar þurfi því að setja nýja rannsóknarnefnd, skip- aða hæfum mönnum. ■ Sprengjurvargar í Hafnarfirði ganga enn lausir: Engar nýjar vísbendingar lögregla Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði segist ekkert hafa í höndunum sem leitt geti hana á spor þess eða þeirra sem sprengdu rörasprengju í bænum á laugar- dagskvöld. Eins og sagt hefur ver- ið frá boraði brot úr spengjunni gat á bíl tveggja skólastúlkna sem áttu leið hjá og skemmdir urðu á nálægum húsum þegar sprengju- flísar þeyttust í allar áttir. Engin vitni hafa gefið sig fram utan íbúi við götuna sem segist hafa séð þrjá drengi hlaupa á brott frá húsasundinu við Strand- götu þar sem sprengjan sprakk. Hins vegar var skuggsýnt og lög- reglan segist ekki hafa mikið áð græða á lýsingu mannsins. Leifar sprengjunnar sjálfrar eru sömu- leiðis sagðar gefa afar takmark- aóar vísbendingar og það er því útlit fyrir að málið upplýsist ekki nema sprengjuvargurinn eða vargarnir sjálfir gefi sig fram eða ný vitni komi fram sem leitt geti til þeirra. Sjálf segist Hafnarfjarðarlög- reglan telja að sökudólgarnir séu ósköp venjulegir „vitleysingar" en nokkur brögð hafa verið að því í gegn um árin að unglingar í bæn- um hafa orðið uppvísir að því að fikta við rörasprengjugerð. Sprengjan á Strandgötunni mun þó hafa verið „frekar stór“. ■ HÆTTULEGUR LEIKUR Heíða Björk Vigfúsdóttir og Klara Syeins- dóttir sluppu við sprengjuflísarnar á Strandgötu á laugardagskvöld en bíll þeirra ekki. cTöCvu- námsCeið GYÐU ATLADOTTUR TÖLHugroAMUAr Kr. 16.900 Helstu hugtök einkatölvu. Uppbygging og hlutverk stýrirkerfa. Notkun lyklaborðs, músar. diskadrifs. prentara, skanna. 20 kennslustundir MJcnrd/1 Kr. 16.900 Grundvallaratriði ritvinnsluforrita. Innsláttur texta og leíðréttingar. Útlitsmótun stafa, efnisgreina, blaðsíðna Prentun 20 kennslustundir WorcUlI Kr. 17.900 Staðsetning og notkun mynda í ritvinnsluskjali. Stöðluð stllsnið texta og málsgreina. Notkun og uppsetning flýtihnappa. Töflur og dálkar. Haus- og fótlina. 15 kennsiustundir E)ccel/I Kr. 16.900 Grundvallaratríði töflureikna. Innsláttur gagna og tilfærsla. Gerð formúla og myndrita. Útlitsmótun. Prentun. 20 kennslustundir Kr. 17.900 Framsetning tölulegra upplýsinga á myndrænan hátt. Flóknari formúlugerð og föll. Síun og röðun. Tengingar á milli skjala. 15 kennslustundir POMJ&rPOÍA^t Kr. 16.900 s Gerð vandaðra glæra, litskyggna. námsgagna fyrir skásýningar Notkun bakgrunna og mynda. Hreyfing og hljóð. 20 kennslustundir N, N,n ^75% Urgrel**’ Fjögurra vikna kvöidnámskeið að hefjast. Kennt flest kvöld vikunnar kl.18:00-21:00 eða kl.18:00-22:00 UPPLÝSINGAR OG SKRANING I SIMA 863 1029 Passar á svalirnar, á veröndina, í garöinn, við sumarbústaöinn og allstaðar þar sem notalegs hita er þörf þegar kólnar í veðri. Verð aðeins kr. 30.450,- Afköst 4.0 kW. Notkun 0,32 kg/klst. Þyngd 25 kg/án gaskúts ÞOR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYK3AVIK; Ármúla 11 168 1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - si

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.