Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. ágúst 2001 FRETTABLAÐIÐ 11 Milosevic sextugur í fangelsinu: Tók upp gjafir og las heillaskeyti haag. ap Slobodan Milosevic hélt í gær upp á sextugsafmælið í fang- elsi alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólsins í Haag í Hollandi. Þar tók hann upp gjafir í faðmi fjölskyldu sinnar, en eiginkonan Mirjana Markovic kom á laugardaginn ásamt tengdadóttur sinni og son- arsyni. Einnig var í för með þeim lögfræðingur fjölskyldunnar, Dragoslav Ognjanovic. Milosevic fékk meðal annars heillaóskaskeyti frá Gennadí Sjúganov, leiðtoga rússneska Kommúnistaflokksins. Milosevic er enn leiðtogi Kommúnistaflokks Júgóslavíu og hefur stjórnað flokknum í gegnum síma úr fang- elsinu. „Fangelsi er ekki besti staður- inn til þess að halda upp á slík tímamót," segir í skeytinu frá Sjúganov. „En þar sem ég þekki innri styrk þinn, þá efast ég ekki um að þessi nýju réttarhöld brjóti þig ekki niður. Þú hefur allan rétt til þess að bera höfuðið hátt þegar þú fagnar þessum afmælisdegi.1' ■ FJÖLSKYLDAN Í HEIMSÓKN Mirjana Wlarkovic, eiginkona Slobodans Milosevic, við komuna til Hollands um helgina ásamt tengdadótturinni Milica Gajic og sonarsyninum Marko. Austurland: Missti framan af handlegg vinnuslys Ungur maður missti framan af handlegg í vinnuslysi á Austurlandi snemma í gærmorgun. Maðurinn, sem vinnur í fisk- vinnslufyrirtæki í Fellabæ, var að vinna við marningsvél þegar hand- leggur hans festist í vélinni með þeim afleiðingum að hann missti framan af handleggnum. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugvél á slysadeild Landspítalans - Háskóla- sjúkrahúss þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær. ■ HOLSKEFLA BANASLYSA Á síðustu níu dögum hefur fjórum sinnum þurft að uppfæra tölu látinna I umferðarslysum á skilti Umferðarráðs og Sambands íslenskra tryggingafélaga. Að auki hefur einn látist í umferðarslysi erlendis, annar I slysi sem ekki fellur undir skilgreiningu umferðarslysa og fjögur létust I veiðihúsi I Veiðivötnum. Tíu dauðsföll af slys- förum á níu dögum Tíu manns hafa látist í sjö slysum á skömmum tíma. Fjöldi dauðaslysa í umferðinni á skömmum tíma svipaður og í fyrra þegar fimm létust í umferðarslysum á Qórum dögum snemma í ágúst. banaslys Tíu íslendingar létu lífið af slysförum á níu daga tímabili frá aðfaranótt laugardagsins 11. ágúst til sunnudagsmorguns 19. ágúst. Fjórir létu lífið í veiðihúsi í Veiði- vötnum aðfaranótt sunnudags, fjór- ir létust í umferðarslysum hér inn- anlands, einn lét lífið í umferðar- slysi erlendis og einn maður lést þegar go-cart bíll sem hann keyrði endasteyptist. Fjórir einstaklingar létust í um- ferðarslysum á þessum níu dögum og ber það mjög keim af því hversu mörg banaslys urðu í umferðinni í fyrri hluta ágúst á síðasta ári. Þá létust fimm einstaklingar í þremur umferðarslysum sem áttu sér stað á fjórum dögum. Fyrsta slysið varð 6. ágúst í Þelamörk og lét ein kona lífið. Daginn eftir slasaðist stúlka í umferðarslysi og lést af sárum sín- um 10. ágúst. 9. ágúst létust tveir í umferðarslysi og ein stúlka lést af sárum sínum fimm dögum síðar. Síðar í mánuðinum, 17. ágúst, lést svo einn til viðbótar og fórnarlömb umferðarslysa þann mánuðinn því sex að tölu. „Það virðist því miður vera svo að í ágústmánuði, ár eftir ár, komi holskefla banaslysa í umferðinni", segir Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. Slys- in í sumar hafa verið af margvís- legum hætti. Það sem við höfum þó séð koma upp aftur og aftur er að slys megi rekja til þess að ökumenn sofna við stýrið eða að um ölvun- arakstur sé að ræða. Við biðjum því alla um að leggjast á eitt svo þess- um hörmungum megi linna.“ Auk þeirra sem hafa látist af slysförum á undanförnum dögum lést maður 8. ágúst síðast liðinn sem lenti í bifhjólaslysi í Borgar- nesi 24. júní síðast liðinn. Þá var það langur tími liðinn frá slysinu að það fellur ekki inn í opinberar tölur yfir banaslys í umferðinni. Banaslysið í go-cart brautinni á Sauðárkróksflugvelli fellur heldur 19. ágúst 17 ára drengur lætur lífið þegar bíll sem hann er farþegi í veltur út af vegi við Súðavík. 18. ágúst Þrlr karlmenn og ein kona láta lífið í veiðihúsi í Veiðivötnum. Or- sök talin gasmengun. 17. ágúst 26 ára karlmaður lætur lifið í æfingum á go-cart keppnisbraut á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók. 15. ágúst 83 ára karlmaður deyr af völdum sára sem hann hlaut þegar bill sem hann var farþegi í lenti utan vegar í Kelduhverfi daginn áður 1S. ágúst 4 ára íslenskur drengur lætur lífið þegar bíll bakkar á hann í Gautaborg. 12. ágúst 23 ára karlmaður lætur líf- ið þegar fólksbíll sem hann keyrir lendir framan á rútu nærri Reykjavík. 11. ágúst 18 ára stúlka lætur lifið þegar bíll sem hún er farþegi (lendir í árekstri í Reykjavík. ekki undir hefðbundna skilgrein- ingu. Þó má segja að sjö íslending- ar hafi látið lífið af völdum umferð- arslysa það sem af er mánuðinum. binni@frettabladid.is Leiðtogar kaþólskra á Norður-Irlandi: Styðja umbætur á lögreglunni dublin.ap Stærsti stjórnmálaflokk- ur kaþólskra á Norður-írlandi, SDLP, lýsti í gær yfir stuðningi við áform bresku stjórnarinnar um endurskoðun á starfsháttum og skipulagi norður-írsku lögreglunn- ar. Jafnframt hvatti flokkurinn unga kaþólska menn til þess að sækja um störf í lögreglunni. Kaþólskir biskupar höfðu fyrr urn daginn lýst stuðningi sínum við umbótahugmyndir bresku. stjórn- arinnar og hvatt kaþólska til að taka ganga í lögreglusveitirnar. Þetta er mikil stefnubreyting frá því sem var, því kaþólskir á Norður-írlandi hafa til þessa upp til hópa fordæmt norður-írsku lög- regluna og talið hana ótvíræða fulltrúa breskra yfirráða þar. Nærst stærsti flokkur kaþ- ólskra, Sinn Fein, heldur þó fast í andstöðu sína gegn lögreglusveit- unum. FRÁ NORÐUR-ÍRLANDI Grímuklæddir meðlimir í vopnuðum sveitum mótmælenda tóku þátt í fjöldagöngu um helgina. Aðrir sátu í makindum og fylgdust með. Deilur um lögreglusveitirnar á hafa mótmælendur verið tregir til Norður-frlandi hafa verið með að samþykkja þær breytingar á stærstu deilumálunum þar og þeim sem nú stendur til að gera. ■ /----------;------------\ ÁLFTAMÝRARSKÓLI Vegna forfalla vantar kennara á miðstig (5. bekkur og fleira) næsta skólaár. Um heila stöðu er að ræða. Upplýsingar veitir skólastjóri Sveinn Kjartansson Sími 570 8100 eða GSM 897 6190 ______________________/ Aðstoðarfólk óskast í prentsal, dag og næturvaktir. Jörð oskast keypt á mjög góðum kjörum, má vera eyðijörð7 hús mega þarfnast verulegra lagfæringa. Æskileg stað- setning innan við tveggja tima akstur frá höfuðborginni/ þó ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 847-8432

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.