Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. áRÚst 2001 FRETTABLAÐIÐ 19 Sumartónleikar í Sigurjónssafni: Leikið á fagott og píanó tónleikar Sumartónleikar á þriðjudagskvöldum i Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hafa náð fót- festu meðal áhugafólks um tón- list. Sumartónleikunum lýkur nú senn en næst síðustu tónleikarnir í sumar verða haldnir í safninu í kvöld. Á tónleikunum koma fram þau Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott- leikari og Jón Sigurðsson píanó- leikari. Þau leika Rómönsu eftir Robert Schumann, Fagottsónötu eftir Ríkarð Örn Pálsson, Sona- tensatz eftir Mikhail Glinka, Rap- sódíu fyrir fagott eftir Willson Os- borne og verkið La Muerte del JÓN SIGURÐSSON Jón lagði stund á pí- anónám á íslandi, í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. KRISTÍN MJÖLL JAKOBSDÓTTIR Kristín Mjöll lærði fagottleik á islandi, í Bandaríkjunum og í Hollandi. Angel eftir Astor Piazzolla. Að loknu námi var Kristín Mjöll Jakobsdóttir ráðin til Fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Hong Kong og starfaði þar eystra þar til í apríl 1998, þegar hún flut- ti aftur til íslands. Hún hefur meðal annars starfað með Sinfón- íuhljómsveit íslands, ýmsum kammerhópum, auk kennslu. Jón Sigurðsson hefur starfað á íslandi frá árinu 1995. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönn- um og komið fram á tónleikum auk þess sem hann hefur kennt á píanó. Tónleikarnir í Sigurjóns- safni hefjast kl. 20.30. ■ Á GEISLANUM Fínlega ofinn djass Ungir íslenskir djassleikarar hafa verið að láta að sér kveða að undanförnu og ljóst að á fáum sviðum listalífsins er meiri gróska. Það sem er einkum skemmtilegt við þetta er hversu duglegt ungt djasstónlistarfólk er að semja tónlist. Sunna Gunn- laugsdóttir djasspíanisti í New York sendi frá sér diskinn Mind- ful á dögunum og er skemmst frá því að segja að ég hreifst mjög af frumsömdum verkum hennar á þessum diski. Þetta er frekar ljóðrænn og áheyrilegur djass, en leynir á sér. Píanóleikur hennar er hófstilltur, nákvæmur og smekklegur, en undir ólgar SUNNA GUNNLAUGS: Mindful rík tilfinning. Hljóðfæraleikur félaga Sunnu er líka frábær, einkum hreifst ég að saxófón- leikaranum Tony Malaby sem vefur fínlegan vef utan um pí- anóleikinn studdur af trommum og bassa sem klikka hvergi. Þetta er diskur til að setja í græjurnar þegar maður vill slaka á, loka augunum og láta ímyndunaraflið bera sig frá ið- andi strætum Manhattan að kyrrð íslenskrar fjöru á fögru sumarkvöldi og aftur til baka. Hafliði Helgason sýningarsal Skólavörðustíg 16. Yfirskrift sýningarinnar er Land og landbrot. Á sýningunni eru olíumálverk, unnin á síð- astliðnum tveimur árum, nokkur þeirra máluð í vinnustofu í Palermo á Sikiley 1999. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá kl. 11 til 16. Sýningin stendur til 5. september. Kristfn Sigfriður Garðarsdóttir sýnir leir- verk í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Verkin á sýningunni eru úr postulíni steyptu í gifsmót, einnig hand- mótuð form úr postulíni og grófum stein- leir. Opið virka daga frá 10 til 18 og laug- ardaga 11 til 16. Sýningin til 29. ágúst. i Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 standa Ljósálfar fyrir Ijósmyndasýningunni Ljós og skuggar. Myndirnar á sýningunni voru allar teknar í sumar í Skuggahverf- inu i Reykjavík. Ljósálfar eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þorsteinsson, Lars Björk, Svavar G. Jónsson og Vilmundur Kristjánsson. Sýningunni lýkur 26. ágúst. í Gula húsinu stendur myndlistarsýning Maríu Pétursdóttur, Gula húsinu tjald- að. Sýningin er innsetning með hljóði en verkið byggir á viðtölum við þrjár kynslóðir fólks sem þekkja sögu hússins eða hafa dvalið þar. Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00 og stendur til 24. ágúst. Á Sjóminjasafni íslands í Hafnarfirði stendur nú sýning grænlenska lista- mannsins Johannesar Kreutzmann. Hann sýnir málaðar tréskurðarmyndir. Sýningin er opin milli kl. 13 og 17 og lýkur sýningunni 2. september. Birtan í rökkrinu nefnist sýning Huldu Vilhjálmsdóttur í Gallerí Horninu í Hafnarstræti. Sýningin stendur til 9. september. Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýning- in hefur yfirskriftina Sérð Þú það sem Ég sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og Island á árunum 1999 til 2001. Sýningin stendur til loka ágúst. 1 Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöð- um er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Á mánudögum þarf ekki að greiða aðgangseyri. Sýningin stendur til 2. september. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavfkur, Hafnarhúsi. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 7. október. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavikur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem span- na allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári. A k>glýsinga ækni Kennd er gerö og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að fullunnu verkí. Námið er 156 kennslustundir. Örfá sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 3.sept. og síðdegisnámskeið sem byrjar 11. sept. Helstu námsgreinar ► Myndvinnsla í Photoshop ► Teikning í Freehand Umbrot í QuarkXpness »- Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla ► Meðferð leturgerða ► Meðhöndlun lita ► Lokaverkefni Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 og á www.ntu.is Nýi tölvu- &. viðskiptaskólinn Holshrauni E - 2SO Hafnarfirði - Sími: 555 49BO Hlíðaamóra 9 ■ 801 Kbpavogi - Sími: 5<44 <4500 Eyravegi 37 - SOO Selfossi • Simi: 4BE 3S37 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Rafbylgjuvandamál Hrýtur þú eða makinn? Er offita eða bjúgur vanda- mál? Er heitt og þungt loft í íbúðinni? Láttu athuga miðstöðina og önnur rafbylgjuvandamál. Upplýsingar og pantanir í síma: 581-1008 og 862-6464 Hreiðar Jónsson Pantaðu 5 s í ð n a P e r -1 y-'i'J °föid a®'*1 8111 slitsterkt rispuvörn auðvelt að ieggja PEROO biettavörn Pergo veitir þér betri vörn gegn sliti, upplitun eða blettum. 10-50 ára þreföld ábyrgð fylgir Pergo gólfefnum. 5 ára ábyrgd Pergo Basic 10 ára ábyrgð Pergo Comfc 15 ára ábyrgð Pergo Origin 50 ára ábyrgð Pergo Origin 50 ára ábyrgð Pergo Kitche 50 ára ábyrgð (límt) kr. 1.290,- stgr. (límt) kr. 1.590,- stgr. (læst) kr. 2.090,- stgr. (límt) kr. 2.490,- stgr. (læst) kr. 2.690,- stgr. (læst) kr. 3.116,- stgr. Rými ehf Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík Sími 511 1100 • Fax 511 1110 Netfang: rymi@rymi.is bækling þér að kostnaðarlausu í síma 511 110

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.