Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 15
PRIÐJUDAGUR 21. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 PGA meistaramótið í Atlanta: Fyrsti stóri titill David Toms golf Bándaríkjamaðurinn David Toms sigraði á bandaríska PGA meistaramótinu á sunnudaginn eftir að hafa háð mikið einvígi við landa sinn Phil Mickelson. Þetta var fyrsti stóri titill Toms, en á síðustu árum hefur hann staðið sig mjög vel á bandarísku mótaröð- inni í golfi, án þess þó að ná að slá almennilega í gegn. Það gerðist hins vegar um helgina. Toms tryggði sér sigurinn á 18. knattspyrna ítalska knattspyrnu- félagið Chievo var stofnað 1929. Það er frá úthverfi Verona þar sem aðeins þrjú þúsund manns búa. Liðið spilar jafnan á tómum leikvöngum. Á síðasta leiktíma- bili komst Chievo í ítölsku úr- valsdeildina, Serie A, og þess vegna er það álitið kraftaverk ítalskrar knattspyrnu dagsins í dag; Áður var Verona þekktust fyr- ir svalir Júlíu og rómverskt hringleikahús en nú er hún þekkt fyrir það að vera eina smáborg Ítalíu sem státar af tveimur lið- um í Serie A, Chievo og Hellas. í deildinni mætir Chievo risum eins og Lazio, AC Milan, AS Roma og.Inter, sem kaupa einstaka leik- menn fyrir jafn mikinn pening og liðið hefur úr að spila árlega. Lið- ið komst upp um deild ásamt Venezia, Torino og Piacenza. holu Atlanta Athletic golfklúbbs- ins í suðurríkjum Bandaríkjanna með því að setja niður rúmlega 3 metra langt pútt. Hann lauk mót- inu á 15 höggum undir pari, en Mickelson, sem án efa er besti golfleikari samtímans sem ekki hefur unnið stórmót, lauk keppni á 14 höggum undir pari. í þriðja sæti varð Steve Lowery á 12 högg- um undir pari og í fjórða sæti urðu Japaninn Shingo Katayama „Við þurfum á öðru krafta- verki að halda til að halda okkur áfram í Serie A,“ segir þjálfarinn Del Neri, sem er annar heilinn á bakvið gott gengi liðsins. Hinn er Luca Campedelli, iðnjöfur sem erfði liðið eftir föður sinn. Skiln- ingur þeirra á knattspyrnu, lævís leikmannaskipti og leikmannalán er það sem kom liðinu úr annarri deild upp í úrvalsdeild. Þeir hafa bæði tekið að sér unga og efni- lega knattspyrnumenn auk ann- arra, sem stóru liðin hafa losað sig við. Einn þeirra er brasilíski framherjinn Eriberto, sem spil- aði með Bologna. „Ákveðni og líkamlegur styrk- ur eru okkar sterku hliðar en við verðum að læra að kyngja stolti okkar. Við verðum að spila með auðmýkt fyrstu deildar liðs, sem fær að spila í úrvalsdeild," segir þjálfarinn Neri. ■ MEISTARI David Toms kyssir Wanamaker bikarinn eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA meist- aramótinu á sunnudaginn.. og Mark Calcavecchia. Fjórir efstu menn mótsins unnu sér rétt til þess að keppa á bandaríska Masters-mótinu á næsta ári. Toms sýndi mikla skynsemi á lokasprettinum og á 18. holunni, sem er mjög löng par 4 hola, lagði hann upp í stað þess að reyna að fara inn á flöt í tveimur höggum. Inn á höggið lenti um 3 metrum frá holunni og það var nóg. Toms setti púttið örugglega ofan í. Mickelson fór hins vegar inn á flöt í tveimur höggum, en átti mjög langt pútt eftir. Hann var nálægt því að setja það ofan í og fá fugl á holunni, en þurfti að sætta sig við par og annað sætið. ■ Risarnir AC Milan og Juventus kaupa ein- staka leikmenn fyrir jafn mikinn pening og Chievo hefur úr að spila árlega Smáfélagið Chievo: Kraftaverkið í Verona Láttu okkur gera við diskana þína núna Diskurinn verður eins og nýr. 1 Varanleg viðgerð VERÐSKRA Tónlistardiskar verð kr. 300 - 10 stk. 2.500.- CD.VCD verð kr. 400 - 10 stk. 3.500.- DVD (Hvor hlið) verð kr. 500 - 10 stk. 4.500.- Playstatíon 1 OG 2 verð kr. 800 - 10 stk. 7.000.- Dreamcast verð kr. 800 - 10 stk. 7.000.- Móttökustaður: Faxafeni 12, 112 Rvk. - Sími 588 9191 Opið frá kl. 12-20, alla virka daga og 12-17 laugard. á milli Private og Pílugluggatjöld GLÆSTUR FERILL Sealey vann m.a. Enska bikarinn og Evr- ópukeppni bikarhafa með Manchester United. Markvörðurinn Les Sealey: Léstúr hjartaáfalli andlÁT Les Sealey, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn með ' West Ham «g Manchester United, fékk hjartaáfall og lést um helg- ina. Sealey var aðeins 43 ára gam- all. Hann var mjög vinsæll leik- maður og hefur samúðarskeytum rignt yfir aðstandendur hans. Sealey spilaði alls 564 leiki á 22 árum, var þrjú tímabil með Manchester United og tvö með West Ham. Ilátindur ferils hans var þegar hann spilaði óvænt fyr- ir Jim Leighton þegar Manchester United vann Crystal Palace á Wembley í úrslitaleik enska bik- arsins 1990. Sealey sigraði einnig með liðinu á móti Barcelona árinu seinna í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Ilann kom víða við á ferlinum, spilaði tvisvar með Coventry City, auk þess að spila með Orient, Blackpool, Birming- ham, Aston Villa, Plymouth, Luton og Bury, Sealey læt.u.r, eftir. -sig . eigínkonu og tvo syni. ■ Vísindalegt að valja og nota Á rannsóknarstofu Sands ímúrs fara markvíss vöruþróun og nákvæmt framleiðslueftirlit fram. Þær prófanir sem þar eru gerðar á eiginleikum múrblanda tryggia að gæði þeirra standist kröfur viðskiptavina okkar. ímúR Viðarhöfði 1,110 Reykjavík. Sími: 567 35 55 • Myndsendir: 567 35 42 • www.sandurimur.is Tæknilegar upplýsingar eru á www.sandurimur.is fástí

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.