Fréttablaðið - 23.08.2001, Page 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
23. ágúst 2001 FIMIVITUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
Átök á Vesturbakkanum:
Fjórir Palestínumenn
skotnir til bana
TILKYNNTUM SLYSUM Á SJÓ FÆKK-
AÐ FRÁ 1993
Slysum á sjó sem tilkynnt voru til Trygging-
arstofnunar fækkaði nokkuð á síðasta ára-
tug. Markmið laga um rannsókn slysa sem
sett voru í fyrra er að halda þeirri þróun
áfram. Þau eiga að efla sjálfstæðar rann-
sóknir og vinna að eflingu forvarna og ör-
yggis á íslenskum skipum.
Heimild: Siglingastofnun íslands 2001
NABLUS. VESTURBAKKANUM. AP. Að
minnsta kosti fjórir Palestínu-
menn létust eftir skotárás við her-
sveit ísraela við Vesturbakkann í
gær. Að sögn Palestínumanna
voru þrír þeirra sem létust
óbreyttir borgarar en ísraelsher
sagði hins vegar að allir þeir sem
létust hafi verið vopnaðir. Sögðu
talsmenn hersins að hópur palest-
ínskra byssumanna hefði reynt að
koma sprengju fyrir meðfram
vegi sem liggur til hverfis gyð-
inga, Shavei Shomron, skammt
frá palestínsku borginni Nablus.
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, er um þessar
mundir staddur í Jerúsalem.
Sagði hann að viðræður, sem eiga
að fara fram í Berlín, um vopna-
hlé í Mið-Austurlöndum þurfi að
vera vel undirbúnar eigi einhver
árangur að nást. Viðræðurnar
myndu fara fram á milli Shimon
Peres, utanríkisráðherra ísraels,
og Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna og lýstu þeir í gær yfir
vilja sínum til að hittast og ræða
málin. Fischer hefur á undanförn-
um tveimur dögum rætt við leið-
toga ísraela og Palestínumanna í
því skyni að koma af stað viðræð-
JOSCHKA FISCHER
Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska-
lands, ræddi við fréttamenn í gær eftir að
hafa heimsótt minnisvarða í Jerúsalem um
þá gyðinga sem létust í helförinni í síðari
heimstyrjöldinni.
um um vopnahlé. í gær hittust ut-
anríkisráðherrar Arabaríkja á
neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi
til að ræða með hvaða hætti
Arabar geti stutt Palestínumenn í
deilunum við ísraela. ■
Skandinavísk rannsókn:
Börn lengur á
brjósti gáfaðari
heilsa. Ungabörn sem eru höfð
skemur á bi’jósti en þrjá mánuði
eru líklegri til að hafa minni and-
lega hæfileika við 13 mánaða ald-
ur og lægri greindarvísitölu við 5
ára aldur. Þetta kemur fram í
rannsókn norskra og danskra vís-
indamanna sem skoðuðu 345 börn
á aldrinum 13 mánaða til 5 ára og
hversu lengi þau höfðu verið á
brjósti. Þrátt fyrir að tekinn væri
með í reikninginn aldur móður-
innar, gáfnafar hennar, menntun
eða hvort hún reykti, breytti það
engu um niðurstöðurnar, að því
er kom fram á fréttavef BBC. ■
SPRENGJULEIT
Israelska lögreglukonan Avishag Garufi at-
hugaði hvort sprengja leynist í tösku þessa
manns í ísrael í síðustu viku, en sivaxandi
ótti er við sjálfsmorðárásir Palestínumanna
þar I borg.
Leiðtogi Hamas-samtak-
anna:
Þúsundir
vilja fórna
lífinu
MADRID. SPÁNI. ap Sheikh Abdullah
Shami, pólitískur leiðtogi ís-
lömsku hryðjuverkasamtakanna
Jihad, sem þýðir Heilagt stríð,
sagði í viðtali við dagblað á Spáni
að samtökin hefðu á sínum snær-
um þúsundir sjálfboðaliða sem
væru reiðubúnir til að láta lífið í
sjálfsmorðsáras gegn ísrael.
„Við eigum engra annarra
kosta völ. Við höfum hvorki yfir
sprengjum að ráða, herbifreið-
um, né flugskeytum, né flugvél-
um, né þyrlurn," sagði hann í við-
talið við spænska dagblaðið ABC,
sem birtist í gær, þriðjudag. „Allt
sem við höfum yfir að ráða eru
létt vopn og svo sjálfsmorðin
okkar, og við höldum áfram að
beita þeim vegna þess að þau eru
eini valkosturinn sem við eigum
eftir. Þau hafa sannað sig í gegn-
um tíu ára misheppnaðar friðar-
viðræður." ■
—♦—
Samkynhneigð í Banda-
ríkjunum:
600 þúsund
í sambúð
washington.ap. Tæplega 600 þús-
und samkynhneigðir einstakling-
ar eru í sambúð í Bandaríkjun-
um. Flestir þeirra búa í Kaliforn-
íu, en þar eru 16% þeirra sem eru
í skráðri sambúð samkynhneigð-
ir. Næstflestir eru í New York,
eða um 8%, en tölurnar eru sam-
antekt frá síðasta ári. Að sögn
baráttuhópa fyrir kjörum sam-
kynhneigðra sýna þessar tölur að
viðhorf bandarísks samfélags
gangvart samkynhneigð eru
smám saman að breytast til hins
betra. ■
Fjórir nýir grunnskólar
taka til starfa í haust
Rúmlega 370 nemendur heQa nám í fjórum nýjum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Unnið er
hörðum höndum við að ljúka við skólahúsnæði áður en skólarnir taka til starfa.
skólar Fjórir nýir skólar taka til
starfa á höfuðborgarsvæðinu í
næstu viku. Rúmlega 370 nem-
endur eru samanlagt í skólunum.
Enn er talsvert verk óunnið í
byggingum skólanna en for-
svarsmenn þeirra eru bjartsýnir
á að það hafist allt saman áður
en hringt verður inn í fyrsta tím-
ann.
Fyrsta skólasetning haustsins
átti sér stað í Sajaskóla í Kópa-
vogi í fyrradag. Ástæða snemm-
búinnar skólasetningar var sú að
ákveðið var að slá saman kynn-
ingarfundi um skólann og skóla-
setningu, viku áður en skólinn
tekur til starfa og fór hvoru-
tveggja fram í Lindaskóla í
Kópavogi, vegna þess að hús-
næði Salaskóla er ekki tilbúið.
Skólastjóri Salaskóla, Haf-
steinn Karlsson, var í gær bjart-
sýnn á að það næðist að Ijúka
verkinu í tæka tíð, enda unnið
nótt við dag í byggingunni. 80
nemendur, á aldrinum sex til niu
ára, hefja nám í Salaskóla í
næstu viku. „Þetta er ekki nema
brot af þeim nemendafjölda sem
síðar verður,“ segir Hafsteinn.
15-20 starfsmenn munu vinna í
skólanum í vetur og segir Haf-
steinn að tekið verði mið að því
nýjasta í rannsóknum er kemur
að skólastarfi.
Skólastjórar skólanna fjög-
urra láta vel af undirbúningi
skólastarfsins og eru búnir að
ráða í allar kennarastöður. Að
sögn Guðlaugar Sturlaugsdóttur,
skólastjóra Ingunnarskóla, telst
það til nýjunga að kennsla hefj-
ist í skóla um leið og fyrstu íbú-
ar flytja inn í hverfi. Kennt
verður í bráðabirgðahúsnæði til
að byrja með.
Árný Inga Pálsdóttir, skóla-
stjóri Víkurskóla, segir að í vet-
ur verði kennt í 1.-8. bekk í Vík-
SKÓLASETNING I SALASKÓLA
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, segir að þar verði m.a. tekið mið af muni á kynjum í skóla-
starfinu.
urskóla sem á að vera tilbúinn að
hluta til í næstu viku þegar
kennsla hefst. Verið er að móta
stefnu skólans og segir Árný að
lögð verði mikil áhersla á sam-
starf við foreldra. Skólastjórar
Ingunnarskóla, Salaskóla og Ás-
landsskóla taka undir þetta sjón-
armið.
í þeim síðastnefnda er einnig
verið að leggja lokahönd á skóla-
bygginguna og ráðningar starfs-
manna. Að sögn Sunitu Ganghi,
framkvæmdastjóra skólans, hef-
ur verið haft samband við for-
Nýir skólar: Fjöldi nemenda Bekkir
Salaskóli í Kópav. 80 1.-4.
Áslandsskóli í Haf.. 120 1.-8.
Ingunnarskóli í Rvk. 35 1.-8.
Víkurskóli í Rvk. 142 1.-8.
eldra og þeim kynnt skipulag
skólans, sem er nokkuð öðruvísi
en tíðkast annars staðar. Hún
segist vonast til þess að það falli
vel í kramið, þegar foreldrar
hafa kynnt sér það.
sigridur@frettabladid.is
GUÐLAUG STURLAUGSDÓTTIR
„Geri ráð fyrir að fjölgi jafnt og þétt í skól-
anum í vetur."
Áburðarverksmiðjan:
Dapurleg þróun
efling Rétt rúmlega helmingur
þeirra 40 starfsmanna Áburðar-
verksmiðjunnar sem sagt hefur
verið upp störfum eru félags-
menn í Eflingu, stéttarfélagi.
Sigurður Bessason formaður fé-
lagsins segir að það sé mjög
dapurlegur hlutur þegar breyt-
ingar á rekstri verksmiðjunnar
hafi í för með sér jafn mikla
fækkun á starfsmönnum og
raun ber vitni. Hann telur æski-
legt að breytingarnar hefðu ver-
ið með þeim hætti að ekki hefði
þurft að grípa til þessara upp-
sagna.
Hann segir að margir þessara
starfsmanna séu búnir að vinna í
verksmiðjunni í marga áratugi.
Aftur á móti sé ljóst að þarna sé
verið að bregðast við aukinni
samkeppni í innfluttum áburði.
Þá sé það einnig frekar dapurt
að horfa upp á það að jafn stórt
og öflugt fyrirtæki og Áburðar-
verksmiðjan hefur verið sé hægt
og bítandi að „síga svona saman“
eins og hann orðar það.Hins veg-
ar séu allar líkur á því að starfs-
mennirnir muni geta fengið aðra
vinnu, enda næga atvinnu að
hafa á vinnumarkaðnum. ■
SIGURÐUR BESSASON FORMAÐUR
EFLINGAR
Uppsagnir valda róti á daglegum högum
þess fólks sem fyrir þeim verða.
Argentína:
Fær 1.132
milljarða lán
WASHINGTON.AP. Eftir langar samn-
ingaviðræður hefur Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn samþykkt að
veita Árgentínu auka 8 milljarða
dollara lán, til viðbótar við þá 14
milljarða dollara sem landið hafði
þegar fengið í lán vegna alvar-
legrar efnhagsstöðu sinnar. Fjár-
veitingunni fylgja fjölmörg skil-
yrði sem Bandaríkin settu svo
peningarnir ættu meiri möguleika
á að bjarga efnahaginum, sem
verið hefur í mikilli lægð undan-
farin þrjú ár. ■