Fréttablaðið - 23.08.2001, Side 14
14
F RETTABLAÐIÐ
23. ágúst 2001 FIMMTUPAGUR
Sir Geoff Hurst:
Seldi verðlauna-
peninginn
verðlaun Sir Geoff Hurst hefur
selt West Ham verðlaunapening-
inn sem hann fékk fyrir sigur með
Englandi í Heims-
meistarakeppninni
árið 1966. Sir Geoff,
sem enn er þekktur
fyrir þrennuna sem
hann skoraði í úr-
slitaleiknum, þáði
21 milljón króna
fyrir peninginn.
Verðlaunapeningurinn á að vera
einn aðalsýningargripa í nýju
safni félagsins en það keypti pen-
ingasafn Bobby Moore fyrir sköm-
mu. ■
Símadeildin:
Loks sigruðu
KR-ingar
knattspyrna KR-ingar sigruðu
Grindavík 2-0 á KR-vellinum í gær
og skoraði Einar Þór Daníelsson
bæði mörkin.
Allt annað var að sjá til KR liðs-
ins í gær en í undanförnum leikj-
um. KR-ingar komust í 1-0 á 40.
mínútu þegar Einar Þór skoraði
eftir góðan samleik við Guðmund
Benediktsson. Einar Þór bætti við
öðru marki í byrjun síðar hálfleiks.
Með sigrinum fengu KR-ingar
þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni,
en liðið er nú komið með 14 stig og
er tveimur stigum á eftir Fram og
þremur stigum á eftir Val. Ennþá
TVÖ MÖRK
Einar Þór Daníelsson skoraði baeði mörk
KR í 2-0 sigri liðsins á Grindavík.
eru fjórar umferðir eftir af Síma-
deildinni og er næsti leikur KR
gegn Val á KR-vellinum á sunnu-
daginn.
Grindavík situr enn í 6. sæti
deildarinnar með 18 stig. ■
Enska Úrvalsdeildin:
Sjálfsmark hjá Beckham
JAFNAÐI LEIKINN
Beckham jafnaði leikinn tvisvar. Fyrst fyrir Blackburn
og síðan fyrir Man. Utd.
knattspyrna Blackburn, sem
kom upp úr 1. deildinni í vor,
kom mjög á óvart í gær þeg-
ar liðið náði jafntefli gegn
ensku meisturunum í Man.
Utd. Meistararnir komust í
1-0 með marki frá Ryan
Giggs, en David Beckham
jafnaði fyrir Blackburn með
sjálfsmarki. Keith Gillespie,
kom Blackburn síðan í 2-1 á
68. mínútu, en Beckham
jafnaði fyrir United skömmu
seinna.
Fulham, sem veitti Man.
Utd. verðuga keppni í fyrsta leik
liðanna í Úrvalsdeildinni á sunnu-
daginn sigraði Sunderland 2-0 á
heimavelli. Barry Hayles kom Ful-
ham í 1-0 á 70. mínútu og Frakkinn
Louis Saha, sem skoraði tvö mörk
gegn Man. Utd., bætti öðru marki
við um 5 mínútum fyrir leikslok. ■
*
Fyrirtæki til sölu, t.d
• Mjög falleg blómabúð í Grafarvogi.
Mikil velta og góður rekstur. Ein sú
besta í borginni.
• Heildverslun með þekkta vöru. 60
MKR ársvelta og miklir vaxta
möguleikar.
• Lítið iðnfyrirtæki í plastframleiðslu.
12 MKR ársvelta sem hægt er að
þrefalda.
• Lítil krá í miðbænum. Lítil velta -
lágt verð.
• Gott veitingahús á þekktum ferða-
mannastað nálægt Reykjavík. Góð
velta allt árið.
• Rótgróin videoleiga og söluturn í
Breiðholti. 50 MKR ársvelta og
góður hagnaður. Auðveld kaup.
• Þekktur pizzastaður með mjög
mikla veltu.
• Lítið verktakafyrirtæki í föstum
verkefnum á sumrin. Mikill hagnað
ur - hagstætt verð.
• Einn af vinsælustu veitingastöðum
borgarinnar.
• Meðeigandi óskast að litlu mat
vælafyrirtæki með mikla vaxta
möguleika. Viðkomandi þarf helst
að hafa vit á markaðsmálum.
Fyrirtæki til leigu, t.d.:
• Lítil blómabúð i stóru hverfi. Leiga
eða sala.
• Vinsæll bar/skemmtistaður nálægt
Reykjavik.
Fyrirtæki óskast, t.d.:
• Lítil og stór iðnfyrirtæki.
• Vélsmiðja á Reykjavíkursvæðinu.
• Heildverslun.
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 895 8248
Stýrimaður
óskast á 140
tonna drag-
nótarbát.
Upplýsingar í síma:
892 1854 og 852 2743
VW1303
árgerð 1973 til sölu,
verð 250.000.
í mjög góðu standi.
Fornbíll, engin
bifreiðagjöld.
Góðar græjur með CD.
Uppl. í síma 6930042.
Högg-
þungur og
dularfullur
Margir telja að hnefaleikamaðurinn Sonny
Liston hafi verið á mála hjá mafíunni. Hann
fannst látinn í Las Vegas árið 1971 með heroín
sprautu og skammbyssu í fórum sínum og
uppstoppaðan höggorm sér við hlið.
hnefaleikar Einn höggþyngsti
hnefaleikamaður sögunnar var
gleymdur I mörg ár. Einkalíf hans
var þyrnum stráð og margir litu á
hann sem slæma manninn í hnefa-
leikunum, svona líkt og litið er á
Mike Tyson í dag, og vildu því lítið
með hann hafa. I fyrra var svo nafn
hans togað upp úr gröfinni með út-
gáfu nýrrar bókar Night Train: The
Sonny Liston Story eftir Nick
Tosches, sem fjallar um ævi og fer-
il gleymda mannsins - Sonny
Liston.
Með útgáfu bókarinnar vaknaði
mikill áhugi á hinu dularfulla lífi
Liston. BBC hefur gert heimildar-
mynd um hann og kvikmyndafyrir-
tæki í eigu leikarans Tom Cruise
hyggst gera mynd um gleymda
manninn og hefur verið rætt um að
William Friedkin muni leikstýra
myndinni, en hann gerði m.a. The
French Connection og The Exorcist.
Þá er ráðgert að leikarinn Ving
Rhames, ser frægastur fyrir hlut-
verk sín í Pulp Fiction og Mission
lmpossible, leiki Liston.
Charles Sonny Liston, eins og
hann hét fullu nafni, var fæddur
árið 1932. Hann ólst upp í fátækt
ásamt 24 systkinum á þeim tíma
sem kynþáttahatur grasseraði í
bandarísku þjóðfélagi og þurfti því
snemma að læra að bjarga sér sjálf-
ur. Víst er að skólaganga piltsins
hefur ekki verið löng því hann var
ólæs. Hann leiddist því inn á braut
FALLINN
Eftir töpin gegn Ali náði Liston sér aldrei
almennilega á strik og leiddist út í
drykkju, eiturlyfjaneyslu og veðmál.
glæpa og ofbeldis og þegar hann
var unglingur var hann dæmdur í
fangelsi fyrir vopnað rán. í fangels-
inu lærði hann hnefaleika og þegar
hann var látinn laus hóf hann að
stunda þá af kappi. Hann gerðist
síðan atvinnumaður árið 1953 og
klifraði hratt upp metorðastigann.
Stuttu eftir að hann hóf hnefa-
leika fékk hann viðurnefnið
„trommarinn," því hann var jafn-
vígur á báðar hendur. Hann var
frægur fyrir stungur sínar og gíf-
urlegan höggþunga sem fékk
marga andstæðinga hans til að
„DRAUGAHOGG"
Muhammed Ali sló Sonny Liston út f 1. lotu árið 1965, en margir telja að Liston hafi á
þessum tíma verið kominn á mála hjá mafíunni og látið sig falla.
skjálfa á beinunum áður en bardag-
arnir hófust.
Árið 1962 varð hann heims-
meistari þegar hann rotaði Floyd
Patterson í fyrstu lotu, en Patterson
hafði haft nokkra yfirburði í íþrótt-
inni fram að því þó hann hafi tapað
fyrir Svíanum Johansson árið 1959.
Árið 1963 mætti Liston síðan Patt-
erson aftur í hringnum og
varði titilinn á sama hátt - rot-
högg í fyrstu lotu. Þeg-
ar blaðamaður spurði
Liston hvert leyndar-
málið væri líkti hann
höggþunga sínum við
atómsprengjuna .....
þegar hún hittir spring-
ur hún.“
Yfirburðir Liston á
þessum tíma voru miklir
og töldu margir að hinn
rúmlega þrítugi hnefa-
leikakappi væri ósigr-
andi. Annað kom á dag-
inn, því Cassius Clay, bet-
ur þekktur sem Muhammed
Ali, var á þessum árum að stíga sín
fyrstu dansspor í hringnum. Árið
1964 rann stóra stundinn upp þegar
Liston tók á móti Ali. Eftir sjöundu
lotu sat Liston í horninu sínu og til-
kynnti uppgjöf vegna meiðsla í öxl
og þar með var orðrómurinn um
ósigranleika hans kveðinn niður.
Liston mætti Ali aftur ári síðar og
þá sigraði Ali með rothöggi í fyrstu
lotu. Sumir telja að um „drauga-
högg“ hafi verið að ræða, þ.e. að
Liston hafi verið kominn á mála hjá
mafíunni og tapað bardaganum
viljandi.
Eftir töpin gegn Ali
náði Liston sér aldrei al-
mennilega á strik og
leiddist hann út í drykkju,
eiturlyfjaneyslu og veðmál.
Ábyggilegt er að orðrómurinn
um hugsanleg tengsl hans við
mafíuna hafa eyðilagt mikið
fyrir þessurn frábæra hnefa-
leikamanni. Árið 1971 fannst
hann látinn í Las Vegas með
heroín sprautu og skamm-
byssu í fórum sínum og þá
fannst uppstoppaður högg-
ormur við hliðina á líkinu.
Opinber dánarorsök er of-
neysla eiturlyfja.
Liston var dáður af
mörgum, en líklega hataður af
fleirum, sérstaklega hvítum Banda-
ríkjamönnum, sem margir hverjir
litu á hann sem stóra, slæma negr-
ann. Á legstein hans er ritað:
„Charles ‘Sonny’ Liston 1932-1971.
Maður.“
trausti@frettabladid.is
: .ssspiru
Nýliðarnir styrkja hópinn:
Fjórði Frakkinn
hjá Fulham
knattspyrna Fulham, nýliðarnir í
ensku úrvalsdeildinni, halda
áfram að styrkja leikmannahóp
sinn en þeir hafa keypt franska
miðvallarleikmanninn Sylvain
Legwinski frá Bordeaux fyrir 3,3
milljónir punda. Legwinski, sem
er 27 ára gamall, stóðst læknis-
skoðun í gærmorgun og skrifaði í
kjölfarið undir fjögurra ára samn-
ing.
„Eg býð Sylvain hjartanlega
velkominn í hópinn," sagði Jean
Tigana, stjóri Fulham. „Ég hef
fulla trú á honum sem leikmanni
enda hef ég áður unnið með hon-
um hjá Monaco. Hann er mikill
styrkur fyrir leikmannahópinn og
ég hlakka til að sjá hann spila.“
Legwinski spilaði undir stjórn
Tigana þegar Monaco vann frans-
ka meistartitilinn árið 1997. Hann
hefur leikið 142 leiki í efstu deild
í heimalandi sínu og skoraði 14
mörk. Hann er þar með fjórði
franski leikmaðurinn sem gengur
til liðs við Fulham en fyrir eru
varnarmaðurinn Alain Goma,
SYLVAIN LEGWINSKI
Hann lék undir stjórn Tigana þegar
Monaco vann franska meistaratitilinn.
miðvallarleikmaðurinn Steed
Malbranque og hinn skeinuhætti
sóknarmaður Louis Saha. ■
NBA:
Ovissa með
Jordan
KÖRFUKNATTLEIKUR Óvíst er hvoit
hinn 38 ára gamli Michael Jordan
muni taka fram skóna að nýju í
haust, þar sem hann er enn að ná
sér af meiðslum sem hann varð
fyrir í júní. Jordan rifbeinsbrotn-
aði á æfingu í Chicago og var frá
æfingum í mánuð og segir Tim
Grover, einkaþjálfarinn hans, að
þar hafi hann misst úr dýrmætan
tíma af undirbúningstímabilinu.
„Ég yrði mjög hissa ef Jordan
tæki fram skóna að nýju eftir
þetta,“ sagði Grover. „Maður
getur samt aldrei afskrifað besta
og ósérhlífnasta leikmann í
heimi.“ ■