Fréttablaðið - 23.08.2001, Page 16

Fréttablaðið - 23.08.2001, Page 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 23. ágúst 2001 FIMIVITUDAGUR AOTíZrJ [tillsammans BRIDCET JONES'S DIARY kl. 10.30 ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.is BESTA PLATAN EDDA BJÖRCVINSDÓTTIR leikkona Dásamlegur diskur „Ég hef verið að hlusta á Hedwig kynningardiskinn. Ég fékk hann í hendurnar í fyrradag og hann inni- heldur fjögur dásamleg lög. Ég er voða lukkuleg með hann, og þó ég sé dálít- ið tengd honum fuilyrði ég að þetta er algjör englasöngur" ■ HÁSKÓLABÍÓ LAFÐI DÍANA Lögfræðingar hafa ráðlagt Þjóðverjunum að halda Karlí og Camillu frá sviðinu því það geti verið móðgun við bresku kon- ungsfjölskylduna. Allir leikararnir eru þó breskir þótt sungið sé á þýsku. Söngleikur um Díönu prinsessu: Móðgar konungsfjöl- skylduna sÖngleikur Hópur Þjóðverja ætl- ar að búa til söngleik um líf Díönu prinsessu. Söngleikurinn mun bera nafnið Lady Di: Diana, A Smile That Enchanted The World sem útleggst nokkurn veg- inn Lafði Díana: Díana, bros sem heillaði heiminn. Söngleikurinn fjallar um líf hennar, ævintýrið sem hið kon- unglega brúðkaup var og allt til dauða hennar. Aðstandendur sýn- ingarinnar segjast ekki ætla að fara með hana til Bretlands og þeim hefur verið ráðlagt af lög- fræðingum að halda Karli prins og ástkonu hans, Camillu Parker- Bowles, fyrir utan hana og forð- ast þannig að móðga konungsf jöl- skylduna. Hlutverkin verða öll í höndum breskra leikara og söngvara, en textinn og flest lögin verða flutt á þýsku. Með aðalhlutverkið fer hin 28 ára gamla Karen Gilling- ham, en hún æfir nú á fullu þýska framburðinn sinn. „Ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti. Þetta var erfið ákvörðun en svo ákvað ég að slá til. Ég lít svo á að ég sé að votta henni samúð mína,“ sagði Gillingham um hlutverkið. „Það verður gaman að takast á við þetta. Hún var ung stúlka sem giftist prinsi en þið þekkið jú sög- una.“ Díana og Karl giftu sig þann 29. júlí árið 1981, athöfn sem dró að sér fjöldann allan af sjón- varpsáhorfendum víðsvegar að úr heiminum, en talið er að rúm- lega milljarður manna hafi fylgst með. Brúðkaupsveislan fór fram í Buckingham höllinni. ■ Er eitthvaö að safanum? Söngkonan Courtney Love hefur veitt rithöfundi aðgang að dag- bókum Kurt Cobain . Cobain, sem er fyrrum eigin- maður hennar og gítarleikari og söngvari hljóm- sveitarinnar Nir- vana framdi sjálfs- morð árið 1994, á hátindi feril síns. Rithöfundurinn, Charles R. Cross, ætlar að nota dagbókina í heimild- arvinnu fyrir nýja bók um líf söngvarans. Bókin mun bera nafnið „Heavier Than Heaven: Lífshlaup Kurt Cobain." Dagbækurnar eru 28 talsins og skrifaði Cobain þá fyrstu þegar hann var unglingur og allt til dauðadags. Cross þessi hefur þegar lagt talsverða vinnu í rannsóknar- störf fyrir bókina sína og komst m.a. yfir fyrstu upptökuna af Cobain, þar sem hann syngur í samkvæmi með félögum sínum. „Ég trúði ekki að þetta væri segul- bandið. Þetta hefur svo sögulega merkingu og það skiptir ekki máli hvaða hljómsveit það er Bítlarnir, Rolling Stones eða Nirvana, þetta er frábært." Bókin verður gefin út þegar tíu ár verða liðinn frá útgáfu breiðskífunnar Never Mind. Islandsvinurinn Angelina Jolie er nýjasti sendiherra Sameinuðu þjóðanna. Hún tók við góðgerðis- sendiherraembætt- inu í formlegri at- höfn í Genf s.l. mánudag. Að sögn Kris Janowski, talsmanns flótta- mannahjálpar SÞ, mun Jolie koma „réttum“ skilaboð- um til unglinga. „Hún er mjög vinsæl meðal unga fólksins. Hún mun hjálpa til við að koma skilaboðunum okkar til skila,“ sagði Janowski. Jolie fer með aðalhlutverkið í myndinni Tomb Raider þar sem hún leikur grafarræningjann Löru Croft. Upp- tökur myndarinnar fóru m.a. fram á íslandi og í Kambódíu og í kjöl- farið fór hún á vegum SÞ til síðar nefnda landsins sem og Sierra Leo- ne, Fílabeinsstrandarinnar og Tansaníu. Hún er þar með komin í hóp með ekki ómerkara fólki en Muhammad Ali, Michael Douglas, Roger Moore, Geri Halliwell og Zinedine Zidane. NABBI Ég get olveg eins sleikt sláttuvélina hans Ögmundar í næsta húsi! Sýnd m/ ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 vrr 258 Sýnd m/ íslensku tali kl. 4 og 6 vrr 265 jSHREK m/íslensku tali kl. 4 ogelKI jSHREK m/ensku tali kl. 4, 6, 8 Og 101 [249! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 vit 257 JURASSIC PARK III kl. 4, 6, 8 og 10 aéoj jBRIDGET JONES DIARIES kl.8ogl0[ra jPEARL HARBOR M.8iga ÓÚTREIKNANLEC Björk Cuðmundsdóttir heillaði Frakkana upp úr skónum á tónleikunum I Crand Rex lelkhúsinu. Hún heldur líklega tónleika hér á landi I lok ársins. T ónlistarsköpun af bestu gerð Björk Guðmundsdóttir hélt fyrstu tónleikana í Vespertine tónleika- röðinni í Frakklandi og vakti að vanda mikla lukku. Le Monde fjall- aði ítarlega um tónleikana ásamt hinu virta tónlistartímariti NME. tónlist Erlendir fjölmiðlar fara fögrum orðum um Björk eftir tónleika hennar í Grand Rex leikhúsinu í Montmatre í Frakk- landi á þriðjudaginn. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í tónleika- ferðalagi hennar í tilefni af nýju breiðskífu hennar er ber nafnið Vespertine. Frakkarnir tóku henni opnum örmum og var troðið út úr dyr- um í leikhúsinu, rúmlega 2500 manns. Á vefsvæði tónlistar- tímaritsins NME er farið fögrum orðum um Björk. Þar segir m.a. að Björk sé frá íslandi, hafi fundið sína skapandi rödd í Bret- landi, sé búsett í Ameríku en njóti mestu vinsældanna í Frakklandi. Hún er sögð fara ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en hún byrjaði tónleikana á því að koma fram í svörtum sokka- buxum og í páfuglsbúningi og flutti lagið All is Full of Love. Fleiri lög af nýju plötunni fylgdu í kjölfarið en eftir hlé flutti hún eldra efni, lög á borð við Human Behaviour, Joga, Hyperballad og Venus As A Boy, klædd eldrauð- um fjaðurskrúða. Greinarhöfundur NME fer fögrum orðum um Björk og seg- ir m.a. „Þetta var tónlistarsköp- un af bestu gerð, ólíkum efnum var fléttað saman í eitt, á þann hátt sem engum öðrum dytti í hug að reyna.“ I franska dagblaðinu Le Monde eru tvær greinar tileink- aðar Björk. Þar er sagt að kvöld- ið á Grand Rex hafi verið milli frosts og funa og hún hafi hrifið áhorfendur svo með sér að þegar hún spilaði á lágu nótunum hafi ekki heyrst minnsti kliður. Hún er sögð óútreiknanleg, sé skap- andi listamaður sem er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt en fari svo víða í tónlist sinni, með því að blanda saman rokki, strengj- um, elektrónískri tónlist, djazzi og fleiru, að tónlistin verði að- gengileg fyrir alla. Með Björk spilar 60 manna sinfóníuhljóm- sveit og kór skipaður fimmtán stúlkum frá Grænlandi. Tónleikaferðalagið mun taka fjóra mánuði og mun Björk að öllum líkindum spila hér á landi ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands í lok ársins. kristjan@frettabladid.is HAGATORGI, SIMI 530 1919 Sam Neiíl WiUwm H, Macy Téa leotti Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Þar sem allir salir eru stórir Sýnd m/ ensku tali kl. 4,6, 8 og 10 Sýnd m/ íslensku tali kl. 4 og 6 CRADLE WILL ROCK BLINKANDE LYGTER kl. 5.45 og 10 j THE VIRGIN SUICIDE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.