Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 6. september 2001 FIMMTUDAGUR r KERRU L= 110 cm, B= 90 cm H= 38 cm, BG - 350 kg Kr, 38-000,- j L= 125 cm, B= 97 cm H= 41 cm, BG - 400 kg Kr. 51.200,- L= 150 cm, B= 105 cm H= 43 cm, BG - 600 kg Kr. 66.400,- l...... J Daxara 157 L= 150 cm, B= 105 cm H= 45 cm, BG - 650 kg Kr. 84.300 n. , kg 'cJ L= 160 cm, B= 120 cm H= 45 cm, BG - 650 kg Kr. 66.400,- ; L= 190 cm, B= 120 cm H= 45 cm, BG - 740 kg a.900,- L= 230 cm, B= H= 45 cm, BG• 135 cm 1000 kg Kr. 194.700,- Erdé 232 L: 230 cm - B: 135 cm H: 45 cm - BG: 740 kg Kr. 167.200,-j Allar kerrurnar eru meö sturtubúnaöi! Fjöldi aukahluta, ytirbreiöslur ofl. m EWfíó EVRÓ • SKEIFUNNI SlMI 533 1414 • www.evro.is 3 BÍLASALA AKUREYRAR HF SÍMI 461 2533 HÁSKÓLABÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 vit 256 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 vit 267 jG\TS & DOGS m/ íslensku tali jCATS & DOGS m/ ensku tali kl. 6,8 og lOlS'sSl [SHREK m/íslensku tali .. iKISS OF THE DRACON kuoira [SHREK m/ensku tali kLaioogioO BRIDCET JONES DIARIES kle^: Holl húsrád fyrir piparsveina Ný þáttaröd um piparsvein í konuleit hefur göngu sína á Skjá 1 innan skamms. Gunnar B. Guðmundsson leikstýrir þáttunum. Hann hefur verið iðinn við kolann uppá síðkastið. LEIKSTJÓRINN Cunnar B. Guðmundsson hefur verið iðinn við kolann undanfarið en hann hefur m.a. leikstýrt hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og hjá leikhópnum Sýni. FRÉTTIR AF FÓLKI Snobbkryddið Victoria Beck- ham segist víst geta sungið þó hún hafi verið grýtt á tón- leikum fyrir stut- tu. „Ég ætla mér að lifa popp- stjörnulífi og ég þarf ekki að sanna það fyrir neinum að ég geti sungið," sagði Victoria í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina GMTV. Óá- nægðir áhorfendur grýttu tómötum, eplum, lauk og öðru grænmeti upp á svið á tónleik- um hennar s.l. sunnudag. Þeir hittu söngkonuna ekki en nokkr- ir af dönsurum hennar áttu fót- um sínum fjör að launa. Oskarsverðlaunahafinn Geena Davis er nýbúin að gifta sig. Davis, sem er 44 ára, giftist Dr. Reza Jarrahy, 30 ára, í leynilegri athöfn s.l. laugar- dag á Long Is- land í New York. Hjónakornin kynntust fyrir tveimur árum í gegnum sameig- inlega vini og hafa búið í Suður-Kaliforníu síð- an þau tóku saman. „Við erum mjög hamingjusöm og við hlökk- um til að eyða lífi okkar saman,“ sögðu hjónin í sameiginlegri yf- irlýsingu. Þetta er fyrsta hjóna- band Jarrahy en það fjórða hjá leikkonunni. Söngkonan Mariah Carey er enn að jafna sig eftir taugaá- fallið sem hún fékk. Carey bað um viðtal við Bar- böru Walters, í sjónvarpsþættin- um Entertain- ment Tonight, þar sem hún gaf út yfirlýsingu þess efnis að hún þyrfti meiri tíma til að jafna sig. Æsifréttakonan Walters sagði að hún hefði verið hrædd um að við- talið myndi gera útaf við söng- konuna, sem er útkeyrð eftir að hafa leikið í tveimur bíómyndum, troðið upp á fjölda tónleika og verið að semja efni á nýja plötu. sjónvarpsþáttur „Þátturinn fjall- ar um piparsvein sem áttar sig allt í einu á því að það er orðið erfitt að fá vini sína með sér út á lífið. Þeir eiga allir konur og jafnvel börn,“ segir Gunnar B. Guðmundsson sem leikstýrir þættinum Kokkurinn og pipar- sveinninn sem hefur göngu sína á Skjá 1 á morgun, föstudag. „Piparsveinninn er orðinn ör- væntingafullur, vill ná sér í konu til framtíóar. Hann talar við sinn Óskar Finnsson [á Argentínu] sem stingur upp á að bjóða stelp- um heim til hans. Hann kennir honum að matreiða og hjálpar honum að gera kvöldin flott.“ Piparsveinninn fer út um all- an bæ og þiggur hollráð frá vin- um sínum s.s. Bubba Morthens og Helga Pé. Hann fer t.d. í hús- mæðraskólann og fær ráð um hvernig maður eigi að þrífa, lær- ir að strauja og er kennt ýmislegt sem gerir menn í húsum hæfa. „Þátturinn er bæði fyndinn og með nettri kennslu fyrir pipar- sveina," segir Gunnar og bætir við hlæjandi. „Þetta vill oft verða óþægilega nálægt manni, þ.e. ef þú ert strákur. Það er verið að benda á ýmsa hluti sem betur mega fara og hefur vakið um- hugsun hjá þeim sem hafa séð þáttinn, en þetta eru oft konur sem eru að gefa ráð. Þá fara menn að taka eftir því hvað þeir hafa gert vitlaust. Þetta virkar jafnvel sem kennsluþáttur í að verða betri sambýlingur." Þórhallur Sverrisson, betur þekktur sem Tóti, fer með aðal- hlutverkið í þáttunum en hann lék m.a. í íslenska drauminum og í knattspyrnu auglýsingum. Gunnar segir Tóta vera miklu meiri leikara en þetta fótbolta- tákn sem margir vilji meina að hann sé. „Ég sá hann titlaðann sem fót- boltaleikara sem er alveg sorg- legt. Hann talar ekkert um fót- bolta í þessum þáttum og hann er alveg frábær leikari. Hann er bara orðinn svo frægur að fólk vill flokka hann.“ Gunnar starfrækir kvik- myndafyrirtækið Þeir tveir og hefur verið önnum kafinn síð- ustu mánuði. „Við erum að leggja lokahönd á kvikmynd í fullri lengd sem heitir Konunglegt bros, hún verður frumsýnd í byrjun árs 2002. Svo fengum við vilyrði fyrir styrk frá Kvik- myndasjóði íslands fyrir Kara- mellumyndina uppá þrjár og hálfa milljón. Hún fjallar um mann sem býr til sprengjur úr karamellum. Svo hafa Þeir tveir verið að gera auglýsingar og þess háttar," segir hinn upptekni leikstjóri að lokum. kristjan@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.