Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 6. september 200) FIIVlf/iTUDAGUR SPURNINC DACSINS ' Borgarráð Reykjavíkur: Deilur risu um húsnæðis- vandann í Reykjavík sveitarstiórnarmAl Deilur risu milli borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og R-listans á fundi síðasta þriðjudag vegna ástandsins í húsnæðimálum. Gerðar voru tvær bókanir. í annarri þeirra kemur frarn að sjálfstæðismenn telja aðgerðar- leysi R-listans í skipulags- og lóðamálum undanfarin ár hafa komið í veg fyrir að eðlilegt fram- boð byðist á íbúðum. Benda þeir á að R-listinn hafi efnt til uppboðs á þeirn lóðum sem til hefðu komið og því orðið gífurleg verðspreng- ing á fasteignamarkaðinum. Af- leiðingin sé stórhækkun húsa- leigu á almennum markaði. Borgarfulltrúar R-listans sögðu sjálfstæðismenn reyna að gera Reykjavík að blórarböggli fyrir húsnæðisstefnu sem mótuð hefði verið í félagsmálaráðuneyt- inu. Bentu þeir á að ríkisstjórnin hefði lagt niður verkamannabú- staðakerfió árið 1998 og einnig kaupleiguíbúðarkerfið við sama tækifæri. Auk þess hefði hún méira en þrefaldað vexti á lánum til félagslegra leiguíbúða. Bentu þeir á að lagt hefði verið til að í stað niðurgreiddra vaxta yrðu teknir upp stofnstyrkir og hærri húsaleigubætur. Hvorugt hefði hlotið náð fyrir augum fjármála- ráðherra sem væri ástæðan fyrir því að á örskömmum tíma hafi skapast neyðarástandsins í hús- næðimálum. ■ INGUNNARSKÓLI í GRAFARHOLTI Skólastarfið fer fyrst fram í samtengdum færanlegum kennslustofum sem skólastjórinn segir mjög vistlegar og mun betur útlítandi að innan en utan. Börnin fá sínar eigin vinnustöðvar I Grafarholti í Reykjavík hefur nýr grunnskóli hafið starfsemi þar sem áhersla verður lögð á sjálfstæði nemenda og viðhafðar nokkrar nýjung- ar í skólastarfi. Er mikil aðsókn í bíó á meðan landsleikurinn við Norður-íra fer fram? Það er nú frekar tómlegt. Ég held að lands- leikurinn hafi áhrif á aðsóknina, að minns- ta kosti var fjölskylda min öli búin að plan- ta sér fyrir framan sjónvarpið klukkan sjö Kristjana Viðarsdóttir starfar í miðasölu Bíóborgarinnar við Snorrabraut. HAGSMUNAÁREKSTUR Iðnaðarráðherra, telur að afstaða Helga Hjörvar kunni að markast af stjórnarsetu hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Valgerður sendir Helga tóninn: Undrast kunnáttu- leysið virkjanir „Það er með ólíkindum að stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem fær greidd laun fyrir setu sína þar, skuli vera svo kunnáttu- laus í málefnum fyrirtækisins. Lög um Landsvirkjun eru skýr, hlut- verk fyrirtækisins afmarkað. Það er að framleiða, flytja og selja raf- orku,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðarráðherra um Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur og stjórnarmann í Landsvirkjun. Valgerður segir á heimasíðu sinni að afstaða Helga kunni að markast af því að hann situr í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur og hafi því meiri áhuga á stækk- un Norðuráls og ísal, þar sem Orkuveitan yrði meðal orkusala. Hún telur hugmyndir Helga, um að Landsvirkjun hefði átt að setja það fé sem farið hefur í undirbún- ing Noral- verkefnisins í aðra at- vinnuuppbyggingu fyrir austan, fráleitar. ■ INNLENT Skýr samdráttareinkenni eru í samfélaginu að mati Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Hann telur að Seðlabankinn eigi fremur að horfa fram á við en aft- ur á bak í mati á stöðu efnahags- mála. Davíð segir tímabært að lækka vexti, en segist verða að halda sig til hlés í umræðunni sök- um þess að Seðlabankinn heyri undir ráðuneyti hans og þannig gefa bankanum færi á að fara með vald sitt í efnahagsstjórnuninni. GRUNNSKólar Ingunnarskóli þjónar Þúsaldarhverfi og fer skólastarfið fram í færanlegum kennslustofum þar sem rúmt er um nemendurna því þeir eru einungis 32, en ætlað er að skólinn taki upp undir 450 nem- endur fullbyggður. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skóla- stjóri, segir uppbyggingu hverfis- ins hafa gengið hægar en ráð var fyrir gert. „Það gerðist nú í fyrsta sinn að nemendur urðu færri en ráð var fyrir gert,“ sagði hún og bætti við að unnið hafi verið að uppbygg- ingu skólans með nýjum hætti. „Fyrir tilstuðlan fræðslustjóra var fenginn bandarískur ráðgjafi sem byrjaði að starfa með okkur í janú- ar, en fenginn var 25 manna hópur fólks víðsvegar að úr þjóðfélaginu til að velta fyrir sér hvernig skóla væri þörf á nýrri öld,“ sagði hún. Næsta skref segir Guðlaug að teik- na skólann í samræmi við niður- stöður hópsins. Meðal nýmæla í skólastarfinu segir hún verða aukna áherslu á samvinnu, en um leið sjálfstæði og ábyrgð nemenda, sem komi fram í þemavinnu og betri nýtingu á námstíma nemenda. „Og það sem er dálítið nýtt og öðru- vísi er að krakkarnir verða með sín eigin vinnusvæði í skólanum, frá kannski 5. bekk. Frá þeim aldri yrði hvert barn með sitt skrifborð eða svæði í skólanum þar sem það vinn- ur,“ sagði Guðlaug og bætti við aö skólinn væri vitanlega umhverfis- vænn, rusl væri flokkað og í skólan- um væri boðið upp á mjólk og vatn til að draga úr umbúðanotkun. „Það er verið að gera góða hluti víða í skólakerfinu. Við ætlum að nýta okkur það og taka þá hluti sem ver- ið er að gera vel. Það er engin ástæða til að vera alltaf að finna upp hjólið," sagði hún. Guðlaug sagði að gætt yrði að því að fara ekki of skarpt af stað með breytingar og börnum sem kæmu úr öðrum skólum þar sem viðhaft væri annað vinnulag yrði hjálpað að aðlagast nýjum aðstæð- um og aðferðum. „Þetta gengur best ef börnin eru með frá upphafi og við gerum okkur grein fyrir að þetta verður erfiðast með elstu krakkana," sagði hún en tiltók jafn- framt að vinnubrögðin sem þau væru þarna að kynna hafi verið við- höfð í kennslu yngri barna um ára- bil. Rúnar Gunnarson hjá bygging- ardeild Borgarverkfræðings segist búast við að bygging skólans hefjist á næsta ári. „Núna er verið að vinna að frumskissum. Upp úr október og fram á vor verður svo vonandi haldið í fulla hönnun og verkiö væntanlega boðið út næsta vor,“ sagði hann. o!i@frettabladid.is ERLENT Maður á reiðhjóli slasaðist lítillega þegar hann lenti utan í vörubifreið á mótum Urðarbrautar og Borgarholts- brautar í gærmorgun. rjúhundruð kílóa járnbiti féll framait á bifreið og braut framrúóu hennar á Ölf- usárbrúnni um hálf tólf leytið í gærdag þegar ökumaður vöru- bifreiðar rak járnbita sem hann var að flytja í handriðið á brún- ni. Ökumaður slapp ómeiddur og sagði talsmaður lögreglunn- ar á Selfossi það hafa verið mikið lán. Umferðartöf mynd- aðist við óhappið en leysist fljótlega undir stjórn lögregl- unnar. Sáttane.fnd: Urslitastund á morgun fiskveiðistjórnun „Ég er svartsýnni nú en fyrir nokkrum dögum," sagði Árni Steinar Jóhannsson al- þingismaður og nefndarmaður í endurskoðunarnefndinni í sjávar- útvegi. Nefndin á að vera búin aó skila af sér en það hefur dregist sökum þess að ekki hefur náðst sátt meðal nefndarmanna. Næsti fun er á morgun og þeir nefndarmcnn sem rætt var við eru allir þeirrar skoðunar aö þá muni endanlega verða ljóst að nefndin kemst ekki að sameigin- legri niðurstöðu. Vonir um sættir urðu að engu í gær. s VEL Á VERÐI ísraelskur hermaður var vel á verði á með- an á skotárás stóð við palestínska byssu- menn í borginni Hebron á Vesturbakkan- um I fyrradag. Átök halda enn áfram fyrir botni Miðjarðarhafs þrátt fyrir áform um að hefja friðarviðræður á næstu dögum. Israelskar hersveitir: Skutu eldflaugum jerúsalem.ap ísraelat’ skutu í gær þónokkrum eldflaugum að tveim- ur palestínskum öryggisstöðvum skammt fyrir utan Gaza-borg. Ekki er vitað um mciðsli á fólki eða hvort byggingar hafi skemmst. ísraelsher vildi ekkert láta hafa eftir sér vegna málsins en hann hefur margoft beint eld- flaugum sínum að öryggisstöðv- unt Palestínumanna. Hafa ísrael- ar sagt að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og öryggissveit- ir hans hafi mistekist að korna í veg fyrir árásir palestínskra skæruliða á ísrael. ■ Hentu gamla maskaranum ' Kannanir sýna aö gamlir maskacar geta veriö skaðlegir augum. N°7 býöur núná maskára á tiiboði í staðinn. ,N°7 maskararnir eru algjöriega ný uppskrift. Þeir næra og endurbæta vel meö vítamíni og næringargjöfum. Náttúrulegí vax mýkir hárin. Polymer lætur hann haldast. N°7 maskararnir henta viðkvæmustu augum/linsunotendum. Hundruö einstakra smábursta í N”7 passa aö maskarinn klessist ekki en lengi vel. Waterproof er fullkomnlega vatnsheldur. Superlash/þykkir og lengir mikiö og er hann nú vinsælasti maskarinn í Englandí. N°7 ^' -Am Smáralind: Fyrsta skiltið risið veitingahúS Smáralind er óðum aö taka á síg endanlega mynd og hef- ur eitt fyrirtækjanna, sem verður með rekstur í húsnæðinu, riðið á vaðið og sett upp fyrsta skiltið á austurhlið hússins, Þetta er veit- ingahúsið Friday’s sem er hluti af bandarískri veitingahúsakeðju og er þetta í fyrsta sinn sem veit- ingastaðurinn opnar á íslandi. Friðjón Hólmbertsson, frani- kvæmdastjóri og einn eiganda veitingahússins, ségir að frarn- kvæmdir séu hálfnaðar og áætlað sé að opna staðinn 10. október næstkomandi. Fyrsti Friday’s staðurinn var opnaöur í New York árið 1965 en þeir eru nú 671 talsins víða í heim- inurn. í tilkynningu frá staðnum segir að í boði verði þægileg og óformleg stemming. ■ FRIDAY'S i SMÁRALIND í byrjun næstu viku hefst uppsetning eld- húss og innréttingar i sal. Síðasti áfanginn fyrir opnun er þjálfun starfsfólks en sam- kvæmt upplýsingum frá Friday's hefur gengið vel að manna í stöður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.