Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 6. september 2001 FIIVIIVITUDAGUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Bergþór Pálsson söngvari Hún heitír Dear Me og er eftir Peter Ustinov. Petta er sjálfsævisaga Ustinovs, bók sem léttir lund á allan hátt. Ustinov er einstakur maður, bæði fyndinn og fjölhæfur. Hörður Torfa kominn á kreik: Hausttónleikar í 25. sinn tónleikar Haustið er komið og þá er einnig komið að árlegum tón- leikum Harðar Torfa. í ár heldur Hörður tónleika sína 25. árið í röð sem hlýtur að teljast ein- stakt afrek. Hörður heldur ekki bara tónleika í Reykjavík heldur fer hann alltaf í hringferð um landið með þá. Hörður er einn af frumherj- unum af íslensku trúbadúrunum auk þess að vera sá alfyrsti sem birtist þjóðinni og ræddi af hreinskilni samkynhneigð sína. Hörður fjallar um lífið og marg- víslegar hliðar þess á tónleikum sínum. Hann lyftir þó aldrei fin- HAUSTTÓNLEIKAR Hörður Torfason hefur yljað landsmönnum með söng og leik um langt árabil og heldur nú hausttónleika sína í 25. sinn. gri til að boða eitthvað heldur spyr spurninga og lætur hlustendum sínum eftir að komast að niður- stöðu. „Þetta er byggt upp sem skemmtun og ég reyni að fá fólk til að syngja með,“ segir Hörð- ur. Hann segir að svo virðist sem sama fólkið komi ár eftir ár á tónleik- ana, til dæmis starfs- mannahópar sem gera sér glaöan dag. Tónleik- ar Harðar verða haldnir í kvöld og annað kvöld í ís- lensku Operunni ■ Söngsveitin Fílharmónía: Kirkjutónlist í öndvegi kórsöncur Æfingar eru hafnar hjá Söngsveitinni Fílharmóníu. Verk- efni vetrarins eru aðventutónleikar þar sem flutt verða kirkjuleg verk af ýmsu tagi og Messa heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn sem verður flutt í mars. Fjórir einsöngv- arar og hljómsveit taka þátt í þeim flutningi. Stjórnandi sveitarinnar er Bern- harður Wilkinson og píanóleikari Guðríður St. Sigurðardóttir. Radd- þjálfun annast Elísabet Erlingsdótt- ir. Æfingar sveitarinnar eru á mánudags- og miðvikudagskvöld- um í Melaskóla. Laus pláss eru í öll- um röddum. ■ Ballettskóli Eddu Scheving INNRÍTUN í SÍMA 553 8360 ALLIR ALDURSHÓPAR FRÁ4 ÁRA FÉLAG ÍSLENSKRA LISTDANSARA Raflína rafteiknistofa Hólmaslóð 4 S: 562 3010 S: 694 7705 FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBÉR FYRIRLESTRAR________________________ 12.00 Fyrsta rabb Rannsóknastofu í kvennafræðum á haustmisseri verður i dag í stofu 101 Lögbergi. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor flytur fyrlrlesturinn Það var einu sinni Iftil stelpa. I fyrirlestrinum verður fjallað um uppruna og sögu frægra ævintýra eins og Mjallhvitar og Þyrnirósar. Áhersla verður lögð á það hvernig prinsessunum og kvenhetjum gömlu ævintýranna er lýst og hver lýsir þeim og nokkrar prinsessur verða skoðaðar - frá Öskubusku til Juliu Roberts í Pretty Woman. 12.15 Víðskipta- og hagfræðideild býður til málstofu í hádeginu. Vil- borg Einarsdóttir, M.Sc. í við- skiptafræði heldur fyrírlestur sem nefnst Samruni skipulagsheilda. Að auka líkur á árangursríkum samruna. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 201 í Odda og eru allir velkornnir meðan húsrúm leyfir. 16.10 Dr. Philip S.M. Chin, prófessor við Tækniháskólann í Queens- land í Ástralíu og heiðurskonsúll íslands í Singapore heldur fyrir- lestur á vegum verkfræðideildar Háskóla íslands og Umhverfis- stofnunar Háskóla íslands. Fyrir- lesturinn nefnist Sustainable development green cities and green islands en í honum er fjallað um samspil orkunotkunar og umhverfis, sérstaklega innan samgöngugeirans og við byggða- skipulag og húsagerð. Fyrirlestur- inn verður i sal 101 i Lögbergi. Hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. 17.15 Dr. Hubert Seelow, prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Erlangen, flytur opinberan fyrir lestur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands í stofu 201 í Árna- . garði. Fyrirlesturinn nefnist Habent sua fata libelli. Heitir Völs- unga saga Völsunga saga? Fyrir- lesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn. RÁÐSTEFNUR__________________________ 15.00 Málþing um heimilið verður haldið Ltengslum við sýninguna Heimilið og Islandica í Laugar- dalnum. Á málþinginu verður fjallað um hvernig jafnvægi í einkalífi og vinnu hefur áhrif á lífs- ánægju fólks. Málþingið er á Grand Hótel. •KeTatnik fyrtralla Komdu að mála keramik! Byrjað að taka á móti bókunum: 1) Námskeið sem hefst 25. september. 2) Fyrir hópa sem vilja bóka „sitt kvöld“. 3) Myndmennt fyrir skapandi börn (námskeið sem sló í gegn í sumar). Öll miðvikudagskvöld er opið hús. Athugið: í fyrra voru öll kvöld bókuð fyrir hópa frá október og fram að jólum, tryggið ykkar kvöld í tíma. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48 b, sími 552 2882. Opið virka daga H00-1800 og laugardaga 1300-1700 www.keramik.is Heimilið og Islandica 2001 í Laugardalnum: Sýningarsvæði á við fimm Kringlur I LAUGARDALSHÖLL Unnur Steinsson segist vona að veðurguðirnir verði hiiðhollir sýningunni. „Annars verða gestir bara að klæða sig eftir veðri." sýnincar Stórsýningin Heimilió og Islandica hefst í dag í Laugardals- höll. Um 120 aðilar kynna vörur og þjónustu á sýningunni og kenn- ir þar ýmissa grasa. í raun er um tvær sýningar aö ræða, Heimilið verður í Laugardalshöll og Island- ica í anddyri hallarinnar og í tjal- di við hana. Sýningarnar leggja einnig undir sig Fjöiskyldu- og húsdýragarðinn og Skautahöllina. Unnur Steinsson, kynningarstjóri sýningarinnar sagði í gær undir- búninginn ganga ljómandi vel. „Við fórum í að reisa 100 fer- metra íbúð á sviðinu," sagði hún til marks um að allt væri hægt. „Allir eru tilbúnir að leggjast á eitt með að gera sýninguna sem glæstasta." Meðal annarra liða í sýning- unni eru verk eftir íslenskan verðlaunahönnuð og gott úrval af húsgögnum af öllum stærðum og gerðum. Einnig geta fjölskyldur kynnt sér ýmsa þjónustu við heimilin svo sem tómstundir, fjár- mál og tryggingar. Á Islandica verða kynntar vör- ur og þjónusta sem tengist ís- lenska hestinum. Nýr íslenskur i hnakkur fyrir fatlaða verður l kynntur og söðlasmiður verður að störfum svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt afþreying verður í boði á sýningunni. Á sérstöku tívolísvæði verður Kúlan sem er stærsta tívolítæki sem flutt hef- ur verið til landsins. Börn geta til dæmis skoðað heim Harry Potter og brugðið sér á hestbak. Þá verða sérstakar hestasýningar í Skautahöllinni á daginn þar sem fólk getur séð íslenska hestinn leika iistir sínar. í Skautahöllinni verður sýnd- ur Hestagaidur á kvöidin sem er sjálfstæð sýning þar sem frem- stu knapar og listamenn landsins bjóða upp á mikia skemmtun. í einu atriði sýningarinnar er til dæmis kveikt í gólfinu þannig að upp sprettur eldveggur sem hestar sýningarinnar ríða með- fram og i gegnum. Það er því ijóst að búast má við tilkomumik- illi sýningu í Skautahöllinni. Hestagaldur verður frumsýndur í kvöld og aðeins verða fjórar sýningar. í tengslum við sýninguna Heimilið er svo blásið til mál- þings um heimilið á Grand Hótel frá klukkan 15 til 17 í dag. Þar verður fjallað um hvernig jafn- vægi í einkalífi og vinnu hefur áhrif á lífsánægju fólks. Aðgang- ur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn. Sýningin í Laugar- dalshöll er opnuð kl. 16 í dag og er opin til kl. 22. Á morgun og á mánudag er einnig opið frá 10 til 22 en um helgina er opið frá 10 til 19. Sýningunni lýkur á mánudag. steinunn@frettabladid.is LEIKHÚS____________________________ 20.00 Leíkritið Diskópakk eftír írska leikskáldið Enda Walsh er sýnt í hinu nýja ieikhúsi Vesturport við Vesturgötu. Karl Ágúst Úlfsson þýðir verkið, leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson og leikarar eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson. TÓNLEIKAR________________________ 21.00 Árlegir hausttónleikar Harðar Torfa verða haldnir í Islensku óp- erunni í kvöld. JAZZHÁTÍP REYKJAVÍKUR 20.30 Djúpið nefnist nýr diskur með Tríói Sigurðar Flosasonar. Trióið leikur I kvöld á Kaffi Reykjavik. Auk Sigurðar sem leikur á saxó- fón er tríóið skipað þeim Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara og Lennart Ginman bassaleikara. Tónleikar fyrir þá sem hafa gam- an af melódískum jazzi. 22.00 í Tjarnarbíóið verður gitardúett þeirra Kevin Drumm og Hilmars Jenssonar. Á tónleikunum munu gítarleikararnir spinna saman. Enginn áhugamaður um fram- sækna tónlist ætti að missa af þessum tónleikum. SKEMIWtANIR_________________________ 21.00 Þykkustu jungle, drum & bass og experimental breakbeat tónarnir hljóma i kvöld á hinu mánaðar- legu BreakbeaLis kvöldi. fslenski snúðurinn DJ Shroom spilar á Breakbeatis kvöldi I fyrsta sinn ásamt Breakbeatis kjamanum; DJ Adda & DJ Eldari (Skýjum ofar) og DJ Reyni (Electronica). MYNPUST_____________________________ Hrefna Lárusdóttír sýnir nú vatnslita- myndir i Stöðlakotí, Bókhlöðustíg 6. Hrefna er Reykvíkingur en hefur verið búsett erlendis i 29 ár. Sýning hennar nefnist Heima og heiman. Sýningin er opin daglega kl. 14 til 18 og stendur til 16. september. EUkert er yfirskrift sýningar Bjarna Sig- urbjörnsson sem opnuð var um helg- ina í Hafnarborg. Sýningin stendur til 24. september og er opin alla daga nema þríðjudaga frá 11 tíl 17. Fráfomöld til nútímans Drengurinn í Mánatumi er um margt sérstæð bók. í henni er lýst lífinu í litlu þorpi í Lí- banon upp úr miðri síðustu öld. Sagan er sögð á sjálfsævisögu- formi frá sjónarhóli drengs sem elst upp á þeim tíma sem nútím- inn heldur innreið sína í þorpið hans. Útvarpið kemur, síminn og bíllinn en drengirnir þorpinu höfðu fram að því talið að lýs- ingin á því fyrirbæri væri lyga- saga. Á örfáum árum er ekkert sem fyrr í þorpinu Magdaluna eða Mánaturni þar sem ekkert hafði breyst um aldir. DRENGURINN i MÁNATURNI Höfundur Anutar Accawi Þýðandi Gyrðir Elfasson 173 blaðsfður Mál og menning 2001 Frásögnin er hæg og seiðmögn- uð og yfir henni er í raun það tímaleysi sem ríkti í þorpinu litla áður en öll tækin komu til skjalanna. Höfundurinn lýsir lífi sínu eins og pýramída þar sem mikilsverðir atburðir verða að steini í mannvirkinu og tekst einstaklega vel að skila hinni barnslegu sýn. Þýðing sögunnar er framúrskarandi. Steinunn Stefánsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.