Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ . 6. september.2001 FIMMTUDACUR ísabella Rossellini: Vinna lykill feguroar san FRANCISCO. flp. Leikkonan ísa- bella Rossellini þykir með glæsi- legri konum heims. ísabella er orðin 49 ára gömul en heldur sér eink- ar vel. Hún upp- lýsir i nýju viðtali við þýska tímarit- ið Bunte, lykilinn að leyndarmáli glæsilegs útlits. „Ég vinn svo mik- ið að ég hef ekki tíma til að verða gömul,“ sagði hún. Isabella hefur sem fyrirsæta og leik- ALLTAF f VINN- UNNI ísabella er dóttir Ingrid Bergman og Roberto Rossellini. starfað kona. ■ Jimmy Carter í Kina: Þorpslýðræðinu verði beitt víðar pekinc. ap Jimmy Carter, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, fór í sögulega heimsókn til Kína fyrir 22 árum þar sem hann undirritaði vináttusamning milli Kína og Bandaríkjanna. Nú er hann kom- inn þangað aftur, í áttunda sinn raunar, og að þessu sinni er erind- ið að hvetja kínversk stjórnvöld til þess að færa þorpslýðræðið, sem þar hefur tíðkast með góðum árangri í hátt í tvo áratugi, upp á næsta stjórnstig fyrir ofan. Kínversk stjórnvöld segja að flest öll þorp í Kína, sem alls eru nánast milljón talsins, hafi haldið að minnsta kosti þrennar beinar og leynilegar kosningar frá því á níunda áratug nýliðinnar aldar. Hinir kjörnu fulltrúar bera ábyrgð á fjármálum þorpsins og sjá um að framkvæma stefnu æðri valdastofnana. í fámennum þorpum þekkja kjósendur iðulega frambjóðend- urna, en þegar komið er að stærri bæjarfélögum með kannski tugi þúsunda íbúa þyrftu frambjóð- endur að skipa sér í pólitískar fylkingar - en þar stendur hnífur- inn í kúnni því slíkt leyfa kínversk stjórnvöld ekki. Frá því Carter tapaði kosningu til annars kjörtímabils í embætti Bandaríkjaforseta hefur hann ekki setið auðum höndum, heldur ferðast um heiminn og reynt að sá fræjum lýðræðis sem víðast. Carter hefur fylgst með kosn- ingum í þorpum í Kína og segir þær hafa gengið mjög vel í flest- um tilvikum, þótt stundum eigi gamlir flokkshundar erfitt með að sleppa hendinni af þorpsmálun- um. ■ HEIMSHORNAFLAKKARI Jimmy Carter á fundi með blaðamönnum í Peking: „Ég er ekki talsmaður ríkisstjórnar Bush," sagði hann til þess að taka af öll tvímæli. FRÉTTIR AF FÓLKI Ungir Sjálfstæðismenn sitja á fundum öll kvöld um þessar mundir en verið er að undirbúa þing Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna. Það verður haldið helg- ina 14.-16 september á Seltjarn- arnesi. Þema þjngsins í ár eru lægri skattar. Á opnunarkvöldi þingsins munu ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins sitja fyrir svör- um ungliðanna. Ráðherrarnir munu eflaust fá miklar skammir fyrir eyðslugleði en ungliðar Sjálfstæðisflokksins hafa gagn- rýnt óspart þenslu í útgjöldum ríkisins. Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, var t.d. kosinn eyðslukló ársins á Frelsisvefn- um, vef Heimdellinga, í árslok 2000. Annar ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, Geir Haarde, fjár- málaráðherra, er staddur á Ítalíu núna. Ástæðan er stofnun ítalsks íslensks verslunarráðs í Mílanó. Sérstakur viðskiptadagur íslands og Ítalíu verður haldinn á undan hinum formlega stofnfundi ráðs- ins. Að því er segir í fréttatilkynn- ingu Verslunar- ráðs íslands munu fulltrúar atvinnu- lífs og stjórnvalda í báðum löndum flytja erindi um efnahagslíf og við- skipti á milli land- anna. Daniele Molgora, aðstoðarráðherra efna- hags- og fjármála, mun fjalla um ítölsk efnahagsmál en Geir um ís- lensk efnahagsmál. 30 íslendingar úr viðskiptalífinu taka þátt í við- burðinum en alls hafa 90 manns tilkynnt þátttöku. Séra Halldór Reynisson, prest- ur í Neskirkju, mun hverfa til starfa á biskupsstofu um næstu mánaðamót. Halldór hefur verið ráðinn þar sem verkefnisstjóri í fræðslumálum auk þess sem hann á að sinna upplýsingamálum biskupsembættisins sérstaklega. Þar er bætt úr brýnni þörf og má minna á að Halldór starfaði sem forsetaritari á árum Vigdísar Finnbogadóttur og hefur þekk- ingu á sviði fjöl- miðlunar. Hann hefur að undan- förnu haldið úti pistlum um trúar- leg og andleg við- horf á strik.is. Þá er Halldór nýlega útskrifaður úr Endurmenntunarstofnun HÍ þar sem hann kynnti sér markaðs- og útflutningsfræði. Séra Örn Bárð- ur Jónssonsem gegndi preststörf- um meðan Halldór var í náms- leyfi og starfar í Nessöfnuði, tekur við störfum hans í Neskirkju. Ekki er að efa að trú- ræknum KR-ing- um í Vesturbæn- um verður eftir- sjá í Halldóri en fótboltamessur hans nutu vin- sælda í KR-bænum. Vertu með í vetur Áskriftarkort Tryggðu þér örugg sæti í allan vetur og vertu með! Kortið gildir á sjö sýningar í Borgarleikhúsinu: Fjórar sýningar á Stóra sviði og þrjár aðrar að eigin vali. Korthafar fá að auki 20% afslátt á allar sýningar Leikfélags Reykjavíkur. Nýjung: Kortagestir njóta sérkjara hjá Listasafni Reykjavíkur, Borgarbókasafni og Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Verð áskriftarkorta: Almennar sýningar 10.500 kr. Frumsýningar 18.000 kr. Afsláttarkort: Tíu miðar á 15.900 kr. Frjáls notkun, panta þarf sæti fyrirfram. Gjafakort: Gjafakort Leikfélagsins við öll tækifæri, sérstök og skemmtileg gjöf. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3 • 103 Reykjavik Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is Fjölbreytt leikhús á fjórum sviðum - undir sama þaki! • Kristnihald undir Jökli • Boðorðin 9 • Kryddlegin hjörtu • íslenski dansflokkurinn: Wunderbar & Through Nana's eyes þrjár að eigin vali: • Blíðfinnur • Fjandmaður fólksins • Beðið eftir Godot • Fyrst þarf nú að fæðast • And Björk of course ... • Með vífið í lúkunum • Öndvegiskonur • Kontrabassinn • Píkusögur • Dauðadans • Gesturinn Sýningar f áskrift: Miðasala Borgarleikhússins er opin daglega frá kl.13:00 -18:00 ogfram að sýningu sýningardaga. Símapantanir alla virka daga frá kl.10:00. DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Fyrirlestur hennar verður haldin í Lögbergi, stofu 101, kl. 12 í dag. Upplýsingar um fyrirlestra Rannsóknarstofu í kvennafræðum má sjá á slóðinni. www.hi.is/stofn/fem. Hver vill ekki lifa í ævintýri? Gott er gott og vont er vont í ævintýrum. Þess vegna eru þau sívinsæl. ÆVlNTYRl „Minni og söguþræðir ævintýra liggja til grundvallar mjög mörgu í fjöldamenningu nú- tímans, sögum og kvikmyndum," segir Dagný Kristjánsdóttir, pró- fessor við Háskóla íslands. Dag- ný ætlar að ræða um prinsessur í gömlum og nýjum ævintýrum á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum í dag. „Ég ætla að tala um Öskubusku, og fylgi henni alveg frá kínverskri öskubusku- sögu sem skráð var á sjöundu öld og fram til kvikmyndarinnar Pretty Woman.“ Dagný hefur skoðað ævintýri út frá bókmenntafræði, femín- isma og menningarfræði. Hún segir vinsældir ævintýra vera mjög skiljanlegar. „Það eru svo einfaldar og hreinar línur í ævin- týrum. Gott er gott og vont er vont og allt fer vel að lokum,“ seg- ir Dagný. „Þau höfða sterkt til okkar. Hver vill ekki lifa í ævin- týri?“ Dagný fjallar einnig um munn- lega geymd ævintýra áður en þau voru skráð niður. „Það er mjög at- hyglisvert að sjá hvað fræðimenn segja að hafi farið inn í ævintýrin og hverju hafi verið sleppt, þegar þau voru skráð. Það skiptir miklu máli að vita að ævintýri sem við lesum í dag eru ekki endilega upprunaleg og hugmyndir þeirra ekki endilega komnar frá gömlu sögumönnunum." Sumar útgáfur ævintýra ná hins vegar yfirburðastöðu og eru útgáfur Walt Disneys dæmi um það. „Margir þekkja t.d; bara hans útgáfu af Mjallhvíti. í henni er stjúpan hryllileg og tvöfölduð í þokkabót því hún er líka norn. í öðrum sögum er oft góð móður- mynd sem skapar mótvægi við vondu móðurina. Útgáfur Dis- neys á ævintýrum eru reyndar mjög umdeildar." Dagný segir fáum detta í hug að fordæma ævintýri, þótt póli- tísk rétthugsun sé oft víðs fjarri i þeim. Nútímaútgáfur ævintýra sem búið sé að dauðhreinsa geti þvert á móti verið mjög máttlaus- ar og leiðinlegar. „Femínistar hafa gagnrýnt kvenímynd ævin- týra. En margir femínistar vilja miklu frekar gömlu útgáfu ævin- týranna, með allri grimmdinni, raunsæinu og splatternum sem í þeim er heldur en seinni tíma út- gáfur þar sem móralismi hefur tekið yfirhöndina." sigridur@frettabiadid.is AP/NG HAN GUAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.