Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ SfMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á lyíSÍf-ÍS Fyrstur með fréttirnar ' A LAa tJtNGHOUT OlficelSuperstore ■ ■ Cycm. ac aöc'trt cisn Smé $33-3*44 OPH) VIRKA DAGA KL 8-18 • LAUGARDAGA KL 10-16 533-3444 Skeifunni 17, 108 Reykjavík 1 Sími 5504100 Furuvöllum 5, 600 Akureyri 1 Simi 461 5000 j Skóladagar! j Bakþankar « »»»stefAnsdóttir Uppspretta góðra bóka Bækur sem ritaðar eru af niðjum innflytjenda njóta um þessar mundir mikilla vinsælda. Þessar bækur lýsa flestar þeirri togstreitu sem felst í því að alast upp og lifa í einu landi en vera fæddur og mótað- ur af allt annarri menningu eða eiga foreldra sem koma úr allt ööru um- hverfi. Þetta er mjög forvitnileg tískusveifla í bókaheiminum. Hún er sprottin úr jarðvegi ákveðinna átaka, eins og reyndar margar góðar bækur, og gefur lesendum innsýn í veruleika hóps fólks sem er orðinn alveg gríðarlega fjölmennur um all- an heim. —•— ÞESSAR BÆKUR eru afsprengi hinna miklu þjóðflutninga um heim- inn þveran og endilangan sem ein- kennt hafa undanfarna áratugi. Segja má að meginstraumurinn hafi legið frá Asíu til Bandaríkjanna og Evrópu en þjóðflutningarnir eru þó mun víðfeðmari, t.d. bæði innan Evr- ópu og Ameríku. Ég er sannfærð um að þessar bækur eru ómetanlegt framlag til menningar þess fólks sem þær fjalla um en þær eru ekki síður merkilegar fyrir hina sem að mestu hafa alist upp við eina menn- ingu. Bækur Amy Tan hafa náð vel til lesenda og aukið áhuga þeirra, ekki bara á togstreitu kínverskrar og bandarískrar menningar í samfé- lagi kínverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, heldur einnig á kin- verskum veruleika fyrir ótrúlega iaum árum. Á dögunum kom svo út á íslensku smásagnasafn Juhma Lahiri, Túlkur tregans. Lahiri er af indversku bergi brotin og í smásög- um hennar kynnist lesandinn bæði indverskri menningu og samspili hennar við þá bandarísku. —♦— ENN SEM KOMIÐ ER eru flest- ar þessara bóka sem fjalla um fólk sem að einhverju leyti gistir tvo heima ættaðar frá Bandaríkjunum, að minnsta kosti þær sem við sjáum í íslenskum þýðingum. Þess er þó án efa ekki mjög langt að bíða að þess- ar bókmenntir spretti upp hér á landi. Mikið hlakka ég til að lesa um átök tælensks og íslensks veruleika frá sjónarhóli þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi hér á íslandi, eða pólska menningu andspænis þeirri íslensku sem til dæmis má finna í íslensku sjávarþorpi. Svona bækur eru til marks um fjölmenn- ingarlegt samfélag. ■ U LÍNU Liggur simasamband heimilisins alltaf niðri þegar þu ert á Netinu? Hjá Símanum Internet færðu hraðari nettengingu þar sem þú getur vafrað á Netinu án þess I að teppa símalínu heimilisins. I Kiktu í verslun Símans Internet í Kringlunni eða hringdu í og kynntu þér hvaða tenging hentar þér. i 51M1NN lNTtRNET

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.