Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 12
Draumurinn rætist, með lægri vöxtum. Eldaskáiinn hefur í samvinnu við SPRON opnað nýja leið ril kaupa á fataskápum, eldhús- og baðinnrétt- ingum með INVlTA-ijármögnun. Húsbyggjendur/húseigendur á Stór- Reykjavíkursvæðinu sem æda að innrétta með INVITA innréttingum frá Eldaskálanum geta nú fjármagnað kaupin á ódýrari og þægilegri hátt en tíðkast hefur. Greiðslutími er lengri og lánin bera lægri vexti en boðist hafa í greiðslusamningum. Lánin byggjast á fasteignaveði og eru til 3-20 ára, en lánstími og vaxta- stig ráðast af annarri veðsetningu og viðskiptasögu lántakenda. Góður lán- takandi með tryggt veð getur fengið allt að 100% kaupverðs fjármagnað með þessari nýju INVITA-fjármögnun, enda er þetta góð eignaaukning fast- eignarinnar. Allt að 20 ára lánstími veldur að fólk getur nú frekar leyft sér að kaupa draumainnréttinguna og þarf ekki að skera niður þægindi, glerskápa, skrauthillur innfellda lýsingu eða ann- að, miðað við fjárhagsstöðuna í dag. Með þessu móti býður Eldaskálinn INVITA innrétdngar í allt húsið, uppsett eldhús, fataskápa, baðinn- réttingu, Blomberg heimilistæki, kork á gólfið, allt í einum pakka á lægsta mögulega vetði. Þó þetta sé auglýsing, finnst okkur þetta engu að síður vera stórfrétt, bæði fyrir húsbyggjandann og ekki síður þann sem þarf að endurnýja hjá sér. Hann kemur með teikningu af íbúð- inni/húsinu til okkar, við hjálpum við skipulagningu eldhúss eða annars rýmis, gerum þrívíddar- teikningu sem sýnir á mjög raun- verulegan hátt hvernig innréttingin getur litið út heima hjá viðkom- andi, afgreiðum innréttinguna þess vegna uppsetta með tækjum og gólfefni og komum á INVITA- fjármögnuninni til langs tíma. Getur það verið auðveldara? Eins og áður sagði er þetta auglýsing frá Eldaskálanum sem býður ykkur velkomin í sýningarsalinn í Brautar- holti 3 þar sem sjá má sýnishorn nokkurra þeirra u.þ.b. 160 innrétt- inga sem í boði eru. FRÉTTABLAÐIÐ 6. september 2001 FIMIVITUPACUR Formaður skipulagsnefndar Kópavogs: Getum verið fyrirmynd Reykjavíkur skipulacsmál „Við höfum verið með varúðarnálgun varðandi skipulag á Vatnsenda. Við vorum fyrst sveitarfélaga að gera ráð fyrir seftjörnum. Reykjavíkur- borg hefur tekið þetta upp eftir okkur í hverfunum sem er verið að skipuleggja við Úlfarsfell og Korpu. Við höfum látið náttúruna njóta vafans, en það þýðir ekki að við ætlum ekki að gera neitt. Heldur það að við ætlum að fara varlega," sagði Ármann Kr. Ólafs- son formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Nokkur átök hafa verið milli ráðamanna Reykjavíkur og Kópa- vogs vegna skipulags við Vatns- enda. „Ég vil að við og Reykjavíkur- borg sameinumst um hvernig ber að vernda Elliðaárnar. Þeir verða að hugsa upp á nýtt hvernig ber að vernda árnar fyrir neðan stíflu sem nú fer í árnar og er í lögsögu Reykjavíkur. Til dæmis með því að taka yfirborðsvatn sem nú fer í árnar og setja það í seftjarnir. Við getum verið fyrirmynd þeirra í því. Það þarf að fara yfir hvað á að gera varðandi Áburðarverks- miðjuna og hvaða áhrif hún hefur, hvaða áhrif stórskipahöfnin hef- ur, hvaða áhrif smábátahöfnin hefur og sama má segja um Sem- entsverksmiðjuna og sorphaug- ana, hvaða áhrif Malbikunarstöð- in hefur með sína tvo tanka á ár- bakkanum, hvaða áhrif það hefur að hafa hesthúsahverfi á árbakk- anum og móttöku frá Sorpu og hvaða áhrif það hefur að hafa sundlaug þar. Hún hefur þegar mengað ána svo skaði hlaust af. Þá vil ég að kannað verði hvaða áhrif rafstöðin hefur. Elliðavatn er notað sem miðlunarlón og árn- ar hafa nánast verið þurrkaðar upp, en sem betur fer eru yfirvöld í Reykjavík að átta sig á hversu viðkvæmt það er fyrir hrygning- una,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Ef settar verða upp seftjarnir við Elliða- árnar fer mun minna af eiturefnum í árnar en gerist f dag. Hlupu hágrátandi í átt að skólanum Fjórir lögregluþjónar slasast í sprengingu við kaþólskan stúlknaskóla á N-írlandi. Skólabörn- in í fylgd foreldra sinna grýtt og svívirt af mót- mælendum þriðja daginn í röð. Ráðamenn úr röðum mótmælenda og kaþólskra fordæma ástandið. norður-írland Fjórir lögregluþjón- ar slösuðust þegar sprengja sprakk skammt frá kaþólskum stúlkna- skóla í norðurhluta Belfast á Norð- ur-írlandi í gærmorgun, er örygg- issveitir lögreglunnar, sem mynd- að höfðu vegatálma, reyndu þriðja morguninn í röð að vernda skóla- börn fyrir grjótkasti og svívirðing- um af hálfu mótmælenda sem búa á svæðinu. Mikil skelfing greip um sig í kjölfar sprengingarinnar og hlupu skólabörnin, um 80 talsins, í fylgd foreldra sinna í átt að skólan- um, mörg þeirra hágrátandi. Philomena Flood, sem var að fylgja dóttur sinni í skólann hafði þetta að segja um atburðinn: „Þetta var algjör ringulreið. Þegar sprengjan sprakk hlupum við bara í hringi. Það voru börn út um allt og við [foreldrarnir] reyndum grípa okkar barn og komast í skólann." „Þetta fólk [mótmælendurnir] sagði í gær [í fyrradag] að við ætt- um að skammast okkar fyrir að ganga í skólann, en hver á að skammast sín núna?,“ sagði hún í viðtali við BBC og var mikið niðri fyrir. Tveir lögregluþjónanna slösuð- ust á fótlegg eftir að hafa orðið fyr- ir sprengubroti en hinir hlutu minniháttar meiðsli. Að auki var kona flutt á sjúkrahús eftir að hafa hnigið niður. Hreyfingin „The Red Hand Defenders," serrj er hluti af skæruliðahreyfingum aðskilnaðar- sinna, UDA og LVF, hefur lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Einn maður var handtekinn í kjölfar sprengingarinnar. Mótmælendur frá Glenbryn- svæði, þar sem byggð mótmæl- enda er staðsett bakvið stúlkna- skólann í Ayrdone-hverfinu, sem annars er kaþólskt, halda því fram að árásir kaþólskra manna á heim- ili þeirra hafi færst í vöxt undan- farið og þess vegna hafi þeir ákveðið að vekja athygli á málinu. Ráðamenn úr röðum bæði mót- mælenda og kaþólskra hafa hins végar gagnrýnt ástandið við skól- ann harðlega og vilja að ró komist á hið snarasta. Jane Kennedy, varn- armálaráðherra Norður írlands, hefur lýst yfir áhyggjum sínum HLAUPIÐ f SKJÓL Kaþólsk fegðin hlaupa í skjól í átt að Holy Cross-stúlknaskólanum eftir að sprengjan sprakk ( gærmorgun. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu, en mildi þykir að ekkert barnanna, sem voru á aldrinum 4 til 11 ára, hafi slasast f sprengingunni. vegna ástandsins og ætlar að ræða við fulltrúa stjórnvalda á Glen- bryn-svæðinu í tilraun til að koma á friði. freyr@frettabladid.is DAIMS - HOLL, ANDLEG OG LÍKAMLEG ÍPRÓTT FYRIR ALLA Sociaí Foxtrot - það nýjasta Þú verður fær um aS dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 6 fíma. starfsár ó tíma námskeið Línudans Auðveldur og skemmtilegur. Bók fylgir meS lýsingu á dönsunum. ______GÖlYllu dafíSamÍr 10 tíma námskeiS og þú lærir þá alla. Freestyle - Hip Hop Erla Haraldsdóttir kennir. Salsa Dansinn sem fer sigurför um heiminn. 1 Break Ásgeir, margfaldur íslandsmeistari, og Gummi kenna. 6 tíma námskeið. Samkvæmisdansar - barnadansar Aratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna 14 vikna námskeið fyrir börn Dansleikur í lokin. Keppnisdansar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir, frábærir þjálfarar í keppnisdönsum. 14 vikna námskeið. Mæting lx, 2x eða 3x í viku. Brúóarvalsinn Kenndur í einkatíma. 6 tíma námskeið Upprifjunartímar Einn tími á sunnudögum Einn dans tekinn fyrir í hvert skipti. 10 tíma námskeið. Dans ársins Kennsla hefst 10. sept. Innritun fer fram í síma 551 3129 milli kl. 15 og 22 daglega til 9. sept. Frestur til 15. sept.: Kærur streyma til FMR BRUNABÓTAMAT Alls höfðu borÍSt 1,535 kærur til Fasteignamats rík- isins um síðastliðin mánaðamót, að sögn Hauks Ingibergssonar forstjóra. Kærur halda áfram að streyma inn, en frestur til að skila þeim rennur út þann 15. septem- ber næstkomandi. Fasteignir þeirra sem skilað hafa inn kærum halda fyrra brunabóta- mati þar til af- staða hefur verið tekin til athuga- semda. Að sögn Hauks er að svo stöddu ekki hægt að segja fyrir um hversu langan tíma taki að meðhöndla þær kærur sem ber- ast. ■ STUTT HAUKUR INGIBERCSSON forstjórí Fast- eignamats r(ks- isins Afundi miðstjórnar ASÍ í gær var samþykkt ályktun þar sem lýst var þungum áhyggjum yfir stöðunni í efnahagsmálum. Miðstjórnin áréttaði að nauðsyn- legt væri að grípa til aðgerða hið allra fyrsta og að lykilatriði í þeim aðgerðum væru vaxtalækk- anir í fáum, en stórum áföngum. Þá áréttaði miðstjórn ASÍ á fundi sínum stuðning við baráttu sjó- manna gegn félagslegum undir- boðum á vinnumarkaði. atMW/dV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.