Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 6. september 2001 FIMMTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ |' OSTANEYSLAN TVÖFALDAST FRÁ 1980 íslendingar virðast stöðugt hafa aukið við hrifningu sína á ostum á síðustu tveimur áratugum. Árið 1980 var ársneyslan á mann 40 kíló en í fyrra var hún orðin ríf- HEIMILD: HACTÖLUR LANDBÚNAÐARINS ÚRSLITA BEÐIÐ Þessi Fídjibúi var að lesa dagblað með fréttum af kosningunum, sextán mánuð- um eftir að valdaránið var framið þar. Kosningarnar á Fídjíeyjum: Tvær meg- infylkingar áþingi suva. Fipií. ap Mahendra Chaudry, fyrrverandi forseti Fídjí-eyja, og George Speight, leiðtogi upp- reisnarmannanna sem steyptu honum af stóli í maí árið 2000, voru báðir kosnir á þing í kosning- unum í síðustu viku, en fyrstu töl- ur úr þeim voru birtar í gær, mið- vikudag. Núverandi forsætisráð- herra, Laisenia Qarase, komst ein- nig á þing, en herinn setti hann í embættið eftir valdarán Speights. Speight situr reyndar í varð- haldi og bíður réttarhalda vegna landráðs, þar sem hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm. Þeir Qarase og Chaudry eru hins vegar helstu keppinautarnir um forsætisráðherrastólinn. Allt bendir til þess að tvær meginfylk- ingar berjist um völdin á þingi í fyrsta sinn. Chaudry er fulltrúi þeirra eyjarskeggja sem eru af indverskum uppruna en Qarase er innfæddur Fídjíbúi. ■ Borgarstjórn: Nýr fundartími ráðhúsið Tímamót verða í fundar- sköpum borgarstjórnar í dag, fimmtudag, þegar fundur hefst klukkan 14 í stað klukkan 17 eins og verið hefur um margra ára skeið. Tillaga um þessa breytingu var samþykkt á fundi borgar- stjórnar í sumar en mörgum hefur þótt fundartíminn hafa verið á skjön við tíðarandann í samfélag- inu. Gamli fundartíminn gerði það líkum að verkum að fundir gátu staðið langt fram á kvöld og jafn- vel framundir morgun eins og komið hefur fyrir í umæðum um fjárhagsáætlun borgarinnar og önnur stór mál. ■ Mannréttindasamtök á Austur-Tímor: Vara við einhliða stjórnarskrá sjAlfstæðishetjan Eyjarskeggjar á Austur-Tímor bera Xanana Gusmao á höndum sér, en mannréttindasamtök óttast nú að sjálfstæðishreyfing Gusmaos taki ekki tillit til smærri flokka á stjórnlagaþinginu. DILL AUSTUR-TÍMOR. AP Fretel- in, sjálfstæðisfylkingin á Austur-Tímor, virtist býsna örugg með að hljóta meiri- hluta á stjórnlagaþinginu sem kosið var til þann 30. ágúst. Þegar talið hafði ver- ið í tólf af þrettán kjördæm- um hafði Fretelin hlotið ell- efu kjördæmasæti og um helming greiddra atkvæða á landsvísu. Reiknað er með að lokaúrslitin verði til- kynnt í dag, fimmtudag. Helstu mannréttinda- samtök á eyjunni, Yayasan Hak, sögðust þó í gær hafa áhyggjur af því að ef Fretelin fengi yfirgnæf- andi meirihluta gæti það þýtt að smærri flokkar fengju ekki tæki- færi til að taka þátt í að semja stjórnarskrána, sem er meginverkefni þingsins. „Fretelin hefur þegar samið drög að stjórnarskrá. Ef þeir hljóta meirihluta á þingi þá gætu þeir sam- þykkt hana án umræðna," sagði Joaquim Fonseca, talsmaðu Yayasan Hak. „Hver sá flokkur sem hlýt- ur meirihluta verður að ráðgast við þjóðina og aðra stjórnmálahópa." Á næstu sex til átta mán- uðum verður stjórn lands- ins flutt úr höndum bráðabirgða- stjórnar Sameinuðu þjóðanna yfir til þjóðkjörinnar stjórnar. ■ ERLENT Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt 66 ára rómversk-kaþ- ólskan biskup í þriggja mánaða skilorðsbundið fangels fyrir að hafa haft vitneskju um kynferð- islega misnotkun prests á börn- um, en þagað yfir því. Rene Biss- ey, presturinn sem biskupinn hylmdi yfir með, var dæmur í 18 ára fangelsi í október síðastliðn- um fyrir kynferðislega misnotk- un á 11 börnum á árunum 1996- 98. .......- Að minnsta kosti 17 létust þeg- ar eldur kviknaði í þjóðgarði í norðausturhluta Suður Afríku. Eldurinn braust út í fyrrakvöld.. Slökkviliðsmenn börðust í gær við að ráða niðurlögum eldsins. Aukin aðsókn í hjálp- arstarf Samhjálpar Meira um yngra fólk en áður sem leitar sér hjálpar. Neyslan harðari en áður. Aðsókn aldrei meiri en í sumar. Stefnt að því að hafa kaffistofuna opna um helgar. Við reynum að gefa fólki von og hlýju með kaffinu .—. heimilislausir „Við reynum að gefa fólki von og hlýju með kaffinu," sagði Heiðar Guðnason, forstöðu- maður Samhjálpar, þegar hann var spurður um starfsemi Samhjálpar til handa þeim sem veglausir eru. Félagasamtökin hafa haldið úti kaffistofu sem opin er alla virka daga frá klukkan tíu til fimm. „Við gefum fólki kaffi og meðlæti allan daginn en klukkan fjögur reynum við að gefa fólki eitt- hvað bitastæðara.“ Heiðar sagði að unnið væri að því í samstarfi við borgaryfirvöld að hafa opið um helgar og taldi hann samkomulag þess efnis nást fljótlega. Heiðar sagði fjöldann sem sækti kaffistofuna hafa aukist. „Við erum einnig að sjá meira af yngra fólki en áður og er orðið áberandi hvað neyslan er orðin harðari en áður var það brennivín- ið sem var aðal vímugjafinn.“ Heiðar sagði aðsókn aldrei hafa verið meiri en nú í sumar. „Það er ákveðinn hópur fólks sem fer á milli húsnæða eða grena, ef svo má að orði komast. Þetta er fólk sem vegna lifnaðarhátta sinna hefur komið sér út úr því húsnæði sem því hefur verió útvegað og nú þeg- ar húsnæðismarkaðurinn er orðin þyngri er ekki í mörg hús að venda.“ Heiðar sagði hluta starfsfólks þiggja laun fyrir störf sín en mikið væri um sjálfboðavinnu. „Við rek- um meðferðarheimilið Hlaðgerð- HEIÐAR GUÐNASON í SAMHJÁLP Heiðar sagði Reykjavíkurborg hafa styrk rekstur Samhjálpar en sú aðstoð dygði ekki til. Sagði hann fyrirtæki hafa gefið matvæli og sýnt annars konar velvilja og það sem upp á vantaði kæmi frá einstaklingum og tekjur af áskrift tímarits Samhjálpar þar sem fjallað er um starfsemina. arkot en fjöldi manns sem heim- sótt hefur kaffistofuna hefur leitað sér áframhaldandi aðstoðar þar. Við erum alltaf tilbúin til að tala við fólk og rétta því hjálparhönd sem leiðir til þess að það vill snúa við blaðinu.“ Heiðar sagði að á veg- um Samhjálpar væri svokallað Marita-starfi sem miðaðist við ungt fólk. „Þetta er forvarnar- fræðsla þar sem við í samvinnu við félagsþjónustuna og lögreglu heimsækjum grunnskólana og hef- ur það gefið góða raun. Við erum með samkomur á hverju mánu- dagskvöldi klukkan átta og þangað hafa mætt um og yfir eitthundrað unglingar í viku hverri.“ Blaðamaður lýsti yfir undrun sinni á umfangi Samhjálpar og hafði orð á hversu hljóðlát starf- semi samtakanna væri. „Við höf- um kosið að fara þá leið að vera ekki mikið sýnilegir heldur vinna okkar starf hljóðlátlega með fólk- inu sem sækir til okkar. Við viljum frekar láta verkin tala heldur en að berja okkur á brjóst,“ sagði Heiðar að lokum. kolbrun@frettablaðdid.ís íbúar í nágrenni Pinatu- bo búa sig undir flód: Vatni hleypt úr gígnum BOTOLAN. FILIPPSEYJUM. AP ÞÚSUndÍr manna flúðu þorp sín undir hlíð- um eldfjallsins Pinatubo á Fil- ippseyjum í gær áður en vatni verður hleypt úr gígnum efst á fjallinu. Undanfarnar vikur hefur hópur manna unnið að því að grafa skurð í gígbarminn, með skóflur, haka og hjólbörur að vopni, til þess að hleypa úr hon- um vatninu áður en barmarnir bresta af sjálfsdáðum undan sí- vaxandi vatnsþrýstingnum og aurskriður streyma stjórnlaust niður fjallshlíðarnar. Meiningin er að nota há- þrýstisprautur til þess að rjúfa síðasta haftið, og stóð til að gera það á fimmtudagsmorgni, sem að íslenskum tima var nú í nótt. Ekki er vitað hversu miklum skaða þetta framkallaða flóð veldur, en FYRIR FLÓÐIÐ Ibúar í nágrenni fjallsins notuðu ýmis konar farartæki til þess að koma sér á öruggar slóð- ir áður en flóðinu verður hleypt niður fjallshlíðarnar. íbúarnir búa sig undir það versta og allt að 40 þúsund manns yfir- gáfu heimili sín. Þó þykir víst að tjónið yrði mun meira ef flóðið fengi að streyma stjórnlaust nið- ur fjallshlíðarnar. ■ Kalkútta: Móður Ter- esu minnst KALKÚTTA.INDLANDI.AP Hundruð manns lögðu blómsveiga við graf- hýsi Móður Teresu í Kalkútta á Indlandi í gær til að minnast þess að fjögur ár “..*-.■ voru liðin fra því hún lést. Síðan þá hafa hin alþjóðlegu kaþólsku trú- boðssamtök sem hún stofn- aði, Mission- aries of Charity, komið upp 78 nýjum miðstöðvum fyrir fátæka og sjúka út um allan heim. Tvenn ind- versk góðgerðarsamtök, sem héldu bænafund skammt frá graf- hýsi hennar, hvöttu í gær indversk stjórnvöld til þess nefna götu í Kalkútta eftir Móður Teresu. ■ MÓÐUR TERESU MINNST Nunna aðstoðar unga stúlku við að bera blómsveig að grafhýsi Móður Teresu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.