Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN NIIKIL EFTIRSPURN Ef marka má áhuga kjósenda á visi.is þarf Sturla Böðvarsson ekki að kvíða þvi að Lands- síminn hafi verið of hátt verðlagður. Ætlar þú að kaupa hlutabréf í Landssíma íslands? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Ætlar þú á Jazzhátíð í Reykjavík? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun I Breytt skipulag í Hraunbæ: Verslun í stað heilsugæslu skipulagsmál Hætt hefur verið við að reisa heilsugæslustöð á lóð milli Hraunbæjar og Bæjar- háls í Reykjavík og til stendur að þar rísi verslunarhúsnæði í stað- inn. Athugasemdafrestur við auglýstar breytingar á deiliskipulaginu rennur út 12. þessa mánaðar. „Að ósk heilsu- gæslunnar verður afmörkuð ný lóð fyrir heilsugæslu vestan Bæjarbrautar milli Bæjarháls og Hraunbæjar. Verið er að vinna deiliskipulag að því svæði,“ segir í auglýsingunni. ívar Pálsson, lögfræðingur hjá Borgarskipulagi, segist ekki vita til að neinar athugasemdir hafi verið gdrðar við fyrirhugaða breytingu. Hann segir að ekki verði reist nein „kringla“ á lóð- inni. „Þetta er alls ekki svo stórt," sagði hann og taldi nær að tala um búð, en samkvæmt nýju deiliskipulagi má húsið vera allt að 1.680 fermetrar, eða 40 prósent lóðarinnar sem er 4.200 fermetrar. ■ —♦--- Texas: KJónaður grís KLÓNUN ÞeSSÍ klónaði grís var í gær sýndur gest- um A&M há- skólans í Col- lege Station í Texas. Háskól- inn er eina stofnunin í heiminum sem klónað hefur þrjár dýrategundir. ■ STUTT Bæjaryfirvöld á Húsavík og Hvalamiðstöðin hafa átt í viðræðum við umsjónarmenn Keikós um að honum verði búin framtíðaraðstaða í nágrenni Húsavíkur. Hvalurinn verður í Klettsvík í vetur. Keikó var fluttur til íslands fyrir þremur árum, en kostnaðurinn við veru hans hér er um einn milljarður króna. RÚV greindi frá. — Kona á níræðisaldri féll við er hún steig fram af palli biðskýlis strætisvagna við Hverfisgötu í gær. Konan féll án þess að bera hendurnar fyrir sig og skall með höfuðið á neðs- tu tröppu strætisvagnsins og rann undir vagninn. Tvær sjúkrabifreiðar og tækjabíll slökkviliðsins komu á vettvang og lokaði lögregla Hverfisgöt- unni fyrir umferð meðan að- gerðir stóðu yfir, en bakka þurfti vagninum til að ná kon- unni undan honum. Konan var flutt á Landspítala Háskóla- sjúkrahús í Fossvogi, en hún reyndist beinbrotin og hafði hlotið höfuðáverka. 2 FRÉTTABLAÐIÐ Busavígsla Menntaskólans við Hamrahlíð: Fcirið mjúkum höndum um nemendur busavígsla Menntaskólinn í Hamrahlíð bauð nýja nemendur skólans velkomna í gær. Farið var í skrúðgöngu frá skólanum þar sem leiðin lá £ Öskjuhlíðina. Þar voru nemendur látnir hneigja sig fyrir framan Beneventum kletti, lúðrgsveit lék, forseti nemenda- ráðs M.H. flutti ávarp og nemend- um gefnar gjafir. Rut Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri nem- endafélags M.H. sagði busavígsl- una í fyrra hafa verið með svip- uðu sniði og hefði hún gefið góða raun. Sagði hún þetta ánægjulega tilbreytingu frá fyrri árum þegar nemendur voru útkrotaðir og þeir pyntaðir. ■ SKRÚÐGANGA NÝNEMA Nýir og eldri nemendur gengu fylktu liði I Öskjuhlíðina þar sem mikill fögnuður fór fram. Útgjöld ríkislögreglustjóra 190 milljónir umfram áætlun Umsvif ríkislögreglustjóra meira en tvöfölduðust milli 1999 og 2000. Sértekjur jukust mikið, m.a. vegna bílaleigu embættisins. ríkisfjármál Ríkislögreglustjóri eyddi í fyrra 190 milljónum króna umfram áætlun. Alþingi hafði gert ráð fyrir að útgjöld embætt- isins yrðu 624 milljónir króna en útgjöld þess urðu hins vegar 814 milljónir þegar upp var staðið. Útgjöld ríkislögreglustjóra árið 1999 voru 344 milljónir og nam hækkunin milli ára því 470 milljónum eða 137%. Ríkislögreglustjóri aflaði gríð- arlegra sértekna í fyrra. Gert var ráð fyrir því að þær tekjur myndu færa embættinu 197 milljónir en reyndin varð 286 milljónir, eða 89 milljónir umfr-am áætlun. Hefðu þessar umframtekjur ékki komið til hefði ríkislögreglustjóri farið 279 millónum króna fram úr áætl- un Alþingis. Sértekjur ríkislög- reglústjóra felast m.a. útleigu á bílum til annara lögregluembætta og í ýmsum sektargreiðslum. Hvað árið í fyrra snertir má nefna Kristnihátíð á Þingvöllum sem var stórt og kostnaðarsamt lög- gæsluverkefni sem færði emb- ættinu talsverðar sértekjur en reyndar gott betur en samsvar- andi útgjöld á móti. Helst virðist það hafa verið kostnaður vegna bílaflota ríkis- lögreglustjóra sem fór fram úr áætlun en embættið hefur yfir- tekið rekstur lögreglubíla sem eru endurleigðir lögregluembætt- unum. Annars vegar átti rekstur bílanna að kosta 100 milljónir en kostaði 162 milljónir og hins veg- ar voru keyptir bílar fyrir 123 milljónir króna en ekki 59 milljón- RlKISLÖGREGLUSTJÓRI „Búast má við gagnrýnisröddum þegar breytingar eiga sér stað hjá stofnunum eins og lögreglu, sem er í eðli sínu íhaldssöm stofnun," sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri í ársskýrslu embættisins. ir eins og Alþingi hafði heimilað. Lögreglan í Reykjavík notaði 1634 milljónir króna á árinu 2000 Embætti Útgjöid 2000 Útgjöld 1999 Fjárheimild % umfram áætiun Ríkislögreglustjóri 814 344 624 30% Lögreglustjórinn í Reykjavík 1634 1655 1578 4% Sýslumaðurinn i Hafnarfirði 327 312 347 -5,8% Sýslumaðurinn í Kópavogi 231 223 239 -3,3% en voru ætlaðar 1578 milljónir. Sýslumannsembættinn í Kópavogi og Hafnarfirði notuðu hins vegar minna fé en þeim var ætlað. I Kópavogi námu útgjöld- in 231 milljón króna en áætlunin hljóðaði upp á 239 milljónir. í Hafnarfirði nam kostnaðurinn 327 milljónum en embættinu þar höfðu verið ætlaðar 347 milljón- ir. ■ Ásakanir um stríðsglæpi í Makedóníu: Innanríkisráðherr- ann var á staðnum new york. ap Mannréttindasam- tökin Human Rights Watch sendu í gær frá sér skýrslu þar sem al- varlegar ásakanir á hendur lög- reglúnni í Makedóníu eru bornar fram. Lögreglan er sökuð um að hafa skotið til bana sex óbreytta borgara og kveikt í að minnsta kosti 22 húsum, kofum og verslun- um í þorpinu Ljuboten þann 12. ágúst síðastliðinn. Sprengjuárásir urðu þremur óbreyttum borgur- um að auki að bana og einn til við- bótar var skotinn á flótta frá þorp- inu. Tveimur dögum eftir þessa árás á þorpið neitaði Ljube Boskovski, innanríkisráðherra Makedóníu, því að óbreyttir borg- arar hefðu verið myrtir í Ljuboten en sagði fimm hryðjuverkamenn af albönskum uppruna hafa látist í bardögum. í skýrslu mannréttindasamtak- anna segir að engin merki hafi fundist um að skæruliðar hafi verið staddir í þorpinu þegar árásin var gerð. Hins vegar er því haldið fram að innanríkisráðherr- ann hafi verið á staðnum, og segir fulltrúi mannréttindasamtakanna mjög alvarlegt að hann hafi tengst svo náið einu versta atviki stríðs- átakanna. ■ HARMUR f LJUBOTEN Þessi mynd er tekin tveimur dögum eft- ir árásina. Þorpsbúi heldur um höfuð sitt eftir að hafa séð lík nágranna síns. 6. september 2001 FIMIVITUDACUR Stór samningur Flugleiða: Leiguflug frá Boston samgöngur Flugleiðir hafa gert samning við ferðaskrifstofuna GWV í Boston um leiguflug milli Boston og fjögurra áfangastaða í Karabíska hafinu tvo næstu vetur. Fjárhæð samningsins við ferða- skrifstofuna er um 1 milljarður króna. Flugleiðir nota í verkið 213 sæta Boeing 757-200 vél sem notuð hefur verið í leiguflugi, m.a. fyrir Úrval Útsýn og Samvinnuferðir Landsýn hér á landi og Air Scandic í Bretlandi. íslenskar áhafnir Flug- leiða munu annast flugið að mestu leyti. Samningurinn er í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að auka sveigjanleika í rekstrinum með leiguflugi yfir vetrarmánuðina. ■ Starfsgreinasamband Islands: Draugabanar í Stykkishólmi verkalýðsmál Halldór Björnsson formaður Starfsgreinasambands íslands segir að tilveruréttur sambandsins sé í veði ef ekki nást sættir innan þess á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis- ins. Af þeim sökum sé brýnt að þessum deilum faiú að linna og hægt verði að kveða niður þennan draug sem fylgt hefur samband- inu frá stofnun þess. Fundað verð- ur um þessi innri mál á fundi framkvæmdastjórnar sambands- ins sem haldinn verður í Stykkis- hólmi um aðra helgi. Formaðurinn segist vona að menn hafi náð þeim þroska í al- mennri skynsemi til að átta sig á því að það skiptir ekki máli hvort einstaklingur sé t.d. frá Langanesi eða Reykjavík sem fulltrúi sam- bandsins. Hann segir að þótt reynt sé að taka tillit til byggðar- sjónarmiða í starfi sambandsins megi það ekki vera alls ráðandi. Hins vegar sé hætta á því að menn geti eyðilagt þá sterku og áhrifamiklu stöðu sem sambandið hefur innan verkalýðshreyfingar- innar ef menn ná ekki sáttum. ■ varnarmálaráðherrann Biyamin Ben-Eliezer, annar frambjóðand- anna, veifar kjörseðli sínum. Pattstaða í Verkamanna- flokki Israels: Asakanir um kosningasvindl JERúsalem. ap Of mjótt varð á mun- unum í leiðtogakjöri Verkamanna- flokksins í ísrael á þriðjudag til þess að hægt væri að lýsa annan frambjóðendanna sigurvegara. Auk þess virtist í uppsiglingu mikið þrætumál vegna gagn- kvæmra ásakana frambjóðend- anna um kosningasvindl, og þótti ekki ólíklegt að þau mál enduðu hjádómstólum. í kjöri voru þeir Avraham Burg, sem er forseti þingsins og stuðningsmaður friðarumleitana, og Binyamin Ben-Eliezer, hinn herskái dómsmálaráðheri'a í stjórn Sharons. Efna þurfti til leiðtogakjörs í Verkamanna- flokknum eftir að Ehud Barak sagði af sér formannsembættinu í kjölfar kosningaósigursins í júní. Ben-Eliezer fór fram á endur- talningu atkvæða eftir að fyrstu tölur bentu til þess að Burg myndi sigra með rúmlega þúsund at- kvæða mun. Rúmlega sjötíu þús- und af alls 117 þúsund félögum í flokknum greiddu atkvæði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.