Fréttablaðið - 14.09.2001, Qupperneq 8
1
i Seðlabankar víða um
1 heim:
Heita fjár-
hagsaðstoð
árás Á AMERÍKU Seðlabankar víða
um heim, meðal annars í Japan og
Sviss, hafa boðið fram fjárhagsað-
stoð við Bandaríkin til að koma í
veg fyrir efnahagslegan óstöðug-
leika í kjölfar hryðjuverka á þess-
um stærsta markaði heims.
Bandaríski Seðlabankinn var
fyrstur til að lýsa því yfir að reynt
yrði með öllum ráðum að koma í
veg fyrir bankakreppu í landinu.
Seðlabankastjórar vilja koma í
veg fyrir að viðskiptabankar haldi
að sér höndum í lánamálum í kjöl-
far hryðjuverkanna. ■
Reiðir Bandaríkjamenn:
Flykkjast í
herinn
árás Á ameríku Fjöldinn allur af
reiðum Bandaríkjamönnum hefur
haft samband við skrifstofur sem
skrá fólk í herinn. Sumir láta
nægja að hringja og spyrja hvern-
ig þeir geti orðið að liði, en aðrir
mæta á staðinn og vilja ólmir og
uppvægir fara að berja á hryðju-
verkamönnum.
Herforingi í Flórída talaði um
að „bylgja föðurlandsástar" hafi
riðið yfir landið og sagði fyrstu
viðbrögð margra við hryllingnum
í New Yorlc og Washington hafi
verið að skrá sig í herinn til þess
að verja landið sitt. ■
—«—
Framkvæmdastjórí Sólstöðu:
Skattsvikin
kosta 22,2
milljónir
dómsmál Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins Sólstöðu, sem úrskurðað
var gjaldþrota 18. maí 1999, var á
miðvikudag í héraðsdómi Reykja-
nes dæmd til greiðslu 22,2 milljóna
króna sektar og í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að
hafa ekki staðið skil á virðisauka-
skatti og opinberum gjöldum sem
hún hélt eftir af launum starfs-
manna. Samtals var um að ræða
ríflega 11 milljón króna skattsvik á
árunum 1997,1998 og 1999.
Framkvæmdastjórinn, sem er
41 árs gömul kona, játaði brot sín.
Hún fór fram á vægustu refsingu
og benti m.a. á að hún væri eigna-
laus og að meðeigandi hennar og
félagi í stjórn Sólstöðu væri ekki
ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa
átt jafna þátttöku í ákvörðunum
um fjármálastjórn félagsins. Dóm-
ari tók ekki undir þetta en sagði að
líta bæri til þess að konan hefði ját-
að brot sitt hreinskilnislega og að
hún hafi ekki áður sætt refsingu.
Framkvæmdastjórinn fyrrver-
andi hefur fengið fjögurra vikna
frest til að greiða umrædda 22,2
milljóna króna sekt eða verða gert
að sæta fangelsi í tíu mánuði. ■
|stutt[
Fulltrúaráðsfundur lífeyris-
þega í Starfsmannafélagi
Reykjavíkur varar við því að líf-
eyrissjóðum landsmanna verði
i stefnt í tvísýnu í þágu stóriðjuá-
i forma á Austurlandi. Fundurinn
l skorar á stjórnir lífeyrissjóða í
landinu að láta ekki beita sig
i þrýstingi til að gefa skuldbind-
i ingar um fjármögnun þessara
stóriðju sem sé bæði umdeild og
hvílir auk þess á mjög ótraustum
fjárhagslegum grunni.
—♦—
Félag íslenskra flugumferðar-
stjóra hefur kært til lögreglu-
stjórans í Reykjavík meint brot á
lögum um leynd og vernd fjar-
skipta og brot á lögum um per-
sónuvernd. Kært er vegna þess
„þegar birt var í fjölmiðlum ítar-
legt afrit fjarskipta i tengslum
við flugslys í Skerjafirði 7. ágúst
2000“.
FRÉTTABLAÐIÐ
14. september 2001 FÖSTUDAGUR
Lögreglumaður í Reykjavík:
Fékk greiddar
skaðabætur
dómsmÁl Lögreglumanni í Reykja-
vík voru dæmdar skaðabætur frá
ríkissjóði vegna áverka sem hann
hlaut við skyldustörf sín. Voru rök
ríkissjóðs þau að ekki ætti að
greiða manninum bætur þar sem
ekki lægi fyrir að áverkar lög-
reglumannsins hafi verið til þess
fallnir að gera hann óvinnufæran.
Maðurinn hafði verið sleginn í
andlitið með þeim afleiðingum að
hann varð allur blár og bólginn og
segir í niðurstöðum dómsins að
hann hafi þótt óvinnufær því ekki
sé við hæfi að lögreglumaður sé
að störfum með slíka áverka.
Maðurinn hafði farið fram á tæp-
ar 112.000 kr. ásamt dráttarvöxt-
um en samkvæmt dómsúrskurði
þóttu hæfilegar þjáningarbætur
60.000 kr. ■
Reykur frá Tvíburaturnum:
Veldur lungnasjúkdómum
árás Á amerÍku Reykur, sandur og
agnir sem bárust um Manhattan-
eyju eftir að ráðist var á World Tra-
de Center geta valdið astma-köst-
um, lungnaþembu og öðrum
lungnasjúkdómum, á næstu dög-
um.
Jafnvel fólk sem ekki var í
grennd við byggingarnar gæti
fengið slæm köst, ef það er haldið
sjúkdómum nú þegar.
Agnir í loftinu geta líka skaðað
þá sem eru með hjartasjúkdóma.
Þeir sem voru á slysstað gætu
einnig fengið einkenni lungnabólgu
eða astma á næsta sólarhring. Þau
geta verið lífshættuleg eða valdið
fólki varanlegum óþægindum.
E.Neil Schachter, læknir á
sjúkrahúsi í New York sagði að
jafnvel hlífðarbúningar dygðu ekki
í öllum tilfellum. Hann sagði að
þegar væri búið að leggja fólk inn
af völdum reykeitrunar og skemm-
da á lungum. Fólkið þjáðist af and-
nauð, hósta og brjóstverkjum. ■
Á SLYSSTAÐ
Slökkviliðsmenn og aðrir sem eru á slys-
stað eiga á hættu að fá einkenni astma á
næsta sólarhring.
Margir húseigendur uggandi:
EFTIR OSKUSTORA/IINN
„Allt umhverfið þarna niður frá er hulið í fínu ryki, rétt eins og einhver hefði stráð úr hveitipoka," segir Hrafn Óli Sigurðsson. Við honum blasti eyðilegging árásarinnar.
Það var ekkert að segja
Hrafn Óli Sigurðsson fékk vegna starfs síns að fara inn á lokaða svæðið á Manhattan. Aska, ryk
og eyðilegging blasti hvarvetna við. „Við gengum heim í þögn, það var ekkert að segja.“
árás Á ameríku „Það var gífurlega
óhugnanlegt að standa nú í raun-
veruleikanum og horfa augliti til
auglitis á eitthvað sem maður gat
áður bara ímyndað sér að væri at-
riði úr kvikmynd," segir Hrafn Óli
Sigurðsson, hjúkrunarfræðingur í
New York. Hann býr við 15. stræti á
Manhattan, en svæðinu frá 14.
stræti hefur verið lokað. „Við vor-
um beðnir að fara að Pace Uni-
versity sem er í 900 metra fjarlægð
frá World Trade Center. Við fengum
aðeins að fara í gegn þar sem við
vorum hjúkrunarkennarar í háskól-
anum, en bara þrír kennarar búa á
Manhattan. Við gegnum
Þegar við komum nær
hversu yfirgnæfandi
eyðileggingin er: allt
umhverfið þarna niður
frá er hulið í fínu ryki,
rétt eins og einhver
hefði stráð úr hveiti-
poka. Fyrir framan há-
skólann er um það bil 3
sentimetra þykkt lag af
ryki og inn um alla
byggingu er ryk.“
Hrafn Óli segir að
nemendur hafi verið
fluttir burt, en þeir ver-
niður eftir.
sáum við
HRAFN ÓLl SIGURÐSSON
Hann starfar sem hjúkrunar-
fræðingur í New York
ið á staðnum þegar árásin var gerð.
„Sem betur fer voru nemendurnir
allir heilir á húfi en þau
höfðu náttúrlega orðið
vitni að þessu öllu og
öskustorminum sem
myndaðist þegar trun-
arnir hrundu.“
Hann segir að flutn-
ingar nemenda burt af
svæðinu hafi gengið vel
og skipulega. Raf-
magnslaust sé á svæð-
inu og skólinn verði
ekki opnaður fyrr en í
fyrsta lagi á miðviku-
dag.
„Bráðamóttaka hafði verið sett
upp á fyrstu hæð skólans í gær og
búið var að rýma kjallarann til að
búa til pláss fyrir bráðabirgðalík-
hús. Bílar sem voru brunnir og
þaktir í ösku höfðu verið fluttir í
hliðargötur við skólann til að rýma
fyrir þungavinnuvélum og flutn-
ingabílum sem voru byrjaðir að fly-
tja rústirnar burt. Reykur lá stund-
um yfir en brunalyktin var allsstað-
ar. Þegar nemendurnir voru farnir
gengum við heim í þögn, það var
ekkert að segja."
haflidi@frettabladid.is
Allslaus ef
húsið brennur
brunabótamat „Þetta er dauðdóm-
ur fyrir mig,“ segir Anna Þórey
Sigurðardóttir. „Brunabótamatið
lækkar um tólf milljónir." Sam-
kvæmt brunabótamati rýrnar
eignin um 42 prósent. Matið var
rúmlega 27 milljónir, en eftir
breytingarnar verður það fimmt-
án milljónir. Heimili Önnu er
tvær hæðir og ris í húsi í gömlu
húsi við Tryggvagötu. Miklar
endurbætur hafa verið gerðar á
húsinu, bæði að innan og utan.
„Lánin sem hvíla á eigninni eru
um tólf milljónir," segir Anna.
„Brenni húsið stend ég uppi
nær allslaus.“ Anna segir að það
sé ekki eingöngu sú staðreynd að
hún hafi ekki fjármagn til að
endurbyggja heimilið ef það
brenni, sem valdi henni áhyggj-
um. Veðhlutfall eignarinnar er, í
einni svipan, orðið áttatíupró-
sent af brunabótamatinu. í stað
44 prósent áður. „Fjárhagsáætl- leika á að taka lífeyrissjóðslán,“
anir mínar hafa hrunið," segir segir Anna. „Það hef ég ekki
hún. „Ég vissi að ég hefði mögu- lengur.“ ■
VIRÐl HÚSSINS AÐEINS HLUTI AF ÞVÍ SEM VAR
Margar húseigendur munu ekki geta endurbyggt heimili sín ef þau brenna.