Fréttablaðið - 14.09.2001, Page 22
HRAÐSOÐiÐ
, ,*mm» »»»-»■
• ?* FKÉT^A*Bt7*Щ * ' ’ i* r * * .w/!fW<*f*i,Wí,{ViWpwt,» **<*<* i*t * íVíWM^ 4
BALDUR ÞÓRHALLSSON
Stjórnmálafræðingur
Island hefur
neitunarvald
HVAÐ þýðir að NATO bregðist við á
grundvelli 5. greinar sáttmálans?
Það þýðir að NATO-ríkin líta ekki á
þessa hryðjuverkaárás eingöngu sem
árás á Bandaríkin heldur á þau öll,
þar á meðal ísland.
SKIPTIR máli að ekkert ríki stendur
á bak við árásirnar svo vitað sé?
Hingað til hafa menn túlkað 5. grein-
ina þannig, að ef ríki eða ríkjabanda-
lög ráðast á eitt aðildarríki NATO, þá
sé það árás á þau öll. Undir þessum
breyttu kringumstæðum þá er það
túlkað í víðara skilningi. Það þýðir að
ef stórfelld hryðjuverkaárás yrði
gerð á ísland myndi NATO líklega
bregðast við á svipaðan hátt. Það
væri árás á NATO-ríkin í heild sinni
frekar en ísland eingöngu.
tK þessi endurskilgreining afleiðing
breyttrar heimsmyndar?
Já, þetta er eðlilegt vegna breyttrar
heimsmyndar, að NATO túlki þetta
svona. Áherslan á síðustu 10 árum
hefur verið að berjast gegn því að
svona atburðir gætu átt sér stað. Það
hefur verið minna í forgrunni að
NATO óttist árás eins ríkis eða ríkja-
bandalags.
ÆTTI
þetta ekki frekar vera á höndum
lögreglu?
Sú spuming hlýtur að vakna hvað
Sameinuðu þjóðirnar geti gert. í dag
eru Sameinuðu þjóðirnar það veik-
burða að þær geta ekki tekið á svona
málum. Það hefur komið upp sú
krafa áður að hafa alheimslögreglu á
vegum SÞ. Það er mjög eðlilegt að
velta þeirri spurningu upp, en um
leið og það myndi gerast væru
Bandaríkjamenn að vissu leyti að
gefa öðrum ríkjum betra tækifæri til
að stjórna þeirra málum. Bandaríkin
hafa mestu hernaðarlegu getu til að
bregðast við svona árásum.
ER hægt að bregðast við ef eitthvert riki
NATO í fastaráðí þess neitar?
Formlega séð hefur hvert og eitt að-
ildarríki neitunarvald, þar á meðal
ísland. Öll ríkin hafa því verið sam-
mála um að túlka þessa árás á
Bandaríkin sem árás á öll ríki NATO.
ERU árásirnar afleiðing utanríkisstefnu
Bandaríkjanna?
Bandaríkjamönnum hefur mistekist
að miðla málum í Miðausturlöndum.
Það er samt ekki hægt að segja, að
stefnubreyting Bush í utanríkismál-
um hafi verið kveikjan að þessum
árásum. Hins vegar hljóta Bandarík-
in að þurfa að endurmeta samskipti
sín við arabaþjóðirnar og tryggja
tengslanet inn í öll ríkin. Þannig geta
þau að minnsta kosti aflað sér upp-
lýsinga ef eitthvað svona er í bígerð.
Margir arabar líta á ísrael og
Bandaríkin sem eitt. Því sjá þeir það
þannig að Vesturlöndin, sér í lagi
Bandaríkin, styðji í rauninni aftökur
ísraelsmana á Palestínumönnum.
Þetta er vandinn sem Vesturlönd og
Bandaríkjamenn standa frammi fyr-
ir í dag. ■
100. tölublað Fréttablaðsins:
Blaðið áhugavert
°g
fréttablaðið „Mér hefur fundist
blaðið vera mjög áhugavert og fjöl-
breytt," segir Lúðvík Geirsson,
framkvæmdastjóri Blaðamannafé-
lags íslands, en Fréttáblaðið fagn-
aði í gær útgáfu á 100. tölublaðinu.
Lúðvík segir þáð hafa tekið hann
tíma að læra að lesa blaðið, en sagði
þrátt fyrir það vel hafa tekist til.
„Það er gott yfirlit og yfirgrip inn-
lendra og erlendra frétta í blaðinu
og hefur það náð að marka sig með
því að taka á málum sem kannski er
ekki verið að fjalla um annars stað-
ar.“
Lúðvik fagnar allri grósku og
fjölgun fjölmiðla á íslandi og segist
hafa heyrt það á viðbrögðum ann-
arra að menn kynnu að meta þessa
víðbót í íslenskri útgáfu. „Það hefur
verið útþensla í ljósvakamiðlunum
en menn hafa saknað þess að hafa
ekki þá fjölbreytni í blaðautgáfu
sem var hér í gamla daga. Þrátt fyr-
ir að sú fjölbreytni hafi einkennst
af flokksblaðaútgáfu var hún samt
sem áður ákveðið krydd í tilver-
unni,“ segir Lúðvík sem finnst
Fréttablaðið hafa verið viðbót sem
þörf var í blaðaútgáfu á íslandi. ■
LÚÐVÍK GEIRSSON
Lúðvík telur gott yfirlit og yfirgríp innlenda
og erlendra frétta I Fréttablaðinu og segir
það hafa náð að marka sig með því að
taka á málum sem ekki sé verið að fjalla
um á öðrum vettvangi.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Von er á fyrstu skáldsögu Þor-
valds Þorsteinssonar í haust.
Það er að segja fyrstu skáldsögu
fyrir fullorðna, en bækur Þor-
valds um Blfðfinn
hafa slegið í gegn
á íslandi.
Skáldsagan fjallar
um tvöfalt líf
Haraldar Har-
aldsson kennara
og glímu hans við
þá flóku tilveru
sem tvöfalt líferni skapar. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu útgef-
anda mun skáldsagan eflaust
hreppa titilinn „djarfasta skáld-
saga vertíðarinnar." Bókin mun
einnig vera „fyndin, óvænt,
skemmtileg og frumleg.“ Spenn-
andi verður að sjá hvað^r þarna
á ferð. Þorvaldur gefur einnig út
hreinræktaða
barnabók, bók
ætlaða ungum les-
endum, sem heitir
Vettlingarnarnir
hans afa. Það mun
vera hugljúf jóla-
saga - falleg og
notaleg. Það mun
vera fyrsta bókin í nýjum barna-
bókaflokki Bjarts sem kallast
Litlir bókaormar. Þorvaldur verð-
ur áberandi í vetur því auk
bókanna tveggja verða frumsýnd
tvö leikverk í Borgarleikhúsinu á
þessu leikári. Leikgerð eftir Blíð-
finnssögu og leikritið And of
course Björk sem sýnt verður
eftir áramót.
Hinn umdeildi fyrrverandi að-
alstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands, Rico Saccani, átti
samkvæmt auglýstri vetrardags-
skrá að stýra hljómsveitinni á
tónleikum 5. októ-
ber. Nú berast
þær fregnir að
Saccani hafi for-
fallast og muni
ekki koma til
landsins. Sam-
kvæmt upplýsing-
um Sinfóníunnar
fylgdu engar skýringar forföllun-
um. Saccani yfirgaf stjórnunar-
stól hljómsveitarinnar með mikl-
um látum í vor og spurningin er
hvor að hann hafi ekki getaðy
hugsað sér að snúa aftur til ís-
lands þegar allt kom til alls.
Stjórnendur Sinfóníunnar leita nú
að stjórnanda til að fylla skarð
Saccanis á tónleikunum en fiðlu-
konsert og sinfónía eftir Tsja-
jkovskíj eru á efnisskránni um-
rætt kvöld.
Magnús Scheving og fleiri
starfsmenn Latabæjar voru
staddir í Washington í viðskipta-
erindum þegar
árásin á Pentagon
og World Trade
Center átti sér
stað. „Fundinum
sem við áttum að
vera á, á þriðju-
dag, var frestað,“
sagði Ágúst Ingv-
arsson samstarfsmaður Magnús-
Velt vöngum yfír
samábyrgð fólks
Málþing um þróunarsamvinnu og mannréttindi í Ráðhúsinu á morg-
un. Islenskt dagsverk 2001 fyrirhugað í október. Peningunum varið í
að styrkja ungmenni til iðnnáms á Indlandi.
FRAIMKVÆMDASTJÓRI (SLENSKS DAGSVERKS
„Fólk sem bundið er á klafa brauðstritsins veit allt of lítið um réttindi sín," segir Anna
tára Steindal. Hún segir að með íslensku dagsverki sé ætlunin að vekja fólk til umhugs-
unar um þessi mál en ágóðanum af söfnuninni verður varið í að kosta fólk í skóla.
ÞRÓUNARAÐSTOÐ Á morgun verður
haldið málþing um þróunarsam-
vinnu og mannréttindi í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Að umræðunum
koma forsvarsmenn allra helstu
hjálparsamtaka á íslandi og er
forseti íslands, hr. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, sérstakur gestur
þingsins auk þess sem hann flyt-
ur ávarp við upphaf þess. Flutt
verða níu erindi þar sem meðal
annars verður velt vöngum yfir
samábyrgð einstaklinga, ríkis-
valds og fjölmiðla gagnvart ríkj-
um og þjóðfélagshópum sem
eiga um sárt að binda.
Anna Lára Steindal, al-
þjóðasiðfræðingur og fram-
kvæmdastjóri fslensks dags-
verks, mun flytja erindi á ráð-
stefnunni en til stendur að hley-
pa íslensku dagsverki af stokk-
unum 24. október n.k. þar sem
framhaldsskólanemendur um
land allt yfirgefa skólastofurnar
og vinna eða taka þátt í öðrum
fjáröflunarverkefnum. Upphæð-
in verður notuð til að byggja upp
iðnnám í tveimur héruðum á Ind-
landi.
íslenskt dagsverk var síðast
árið 1997 og söfnuðust þá um 5
milljónir sem voru notaðar til
uppbyggingar á Indlandi. Anna
Lára segir framhaldsskólanema
hafa tekið að sér öll möguleg og
ómöguleg störf í þeirri söfnun og
á von á svipað verði uppi á ten-
ingnum í ár.
„Krakkarnir hafa verið mjög
dugleg að búa sér til verkefni. Til
að mynda í Menntaskólanum og
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri þar sem nemendur settu upp
bílaþvottastöð þar sem bæjarbú-
ar gátu fengið bílaþvott. Þá settu
nemendur í Hússtjórnarskólan-
um á Hallormsstað upp ind-
verskt veitingahús,“ segir Anna
Lára.
Að hennar sögn er íslenskt
dagsverk gott dæmi um starf
sem skilar árangri. Peningunum
sé vel varið og þeir nýttir í hag-
nýta menntun fyrir einstaklinga
á aldrinum 15 - 20 ára, sem hafa
stundað lítið eða ekkert bóknám.
„Þannig að í stað þess að
krakkarnir séu að setjast aftur á
skólabekk með grunnskólanem-
um læra þau einhverja iðn.
Stúlkurnar læra til að mynda
mikið að sauma og þegar þær út-
skrifast eru þeim gefnar saum-
vélar. Þar með hafa þær öðlast
forsendu til að sjá fyrir sér sjálf-
ar.“
kristjangeir@frettabladid.is
ar í samtali við Fréttablaðið.
Hann sagði fólk vera í losti í Was-
hington. Á þriðjudag hefði enginn
sést á ferli en daginn eftir hefðu
hjólin aðeins verið farin að snú-
ast aftur. Latabæjarhópurinn
flaug frá New York til Was-
hington seinni partinn á mánudag
og prísaði sig sælan að hafa ekki
átt bókað flug á þriðjudag.
Hótelið sem þau dveljast á er í
sjónlínu við Pentagon.
„Skömmu eftir árásina á Penta-
gon horfðum við á flugvél sem
stefndi beint á Pentagon og þá
var eins og orustuflugvélar
kæmu og bægðu henni frá,“ sagði
Ágúst. Hann sagði þó að or-
ustuflugvélar hefðu verið þarna á
sveimi og verið gæti að hin vélin
hefði verið að koma inn til lend-
ingar en engu að síður hefði þetta
verið óhugnanleg sjón.