Fréttablaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
18. september 2001 ÞRIDJUPACUR
JAFNTEFLI
Kjósendur á visi.is
skiptast f tvo jafna
hópa f afstöðunni til
þess hvort árásin á
Ameríku hafi verið árás
á ísland.
Ertu sammála því að líta
á árásina á Ameríku sem
árás á ísland?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Já
Nei
Spurning dagsins í dag:
Á að ógilda ákvarðanir um breytingu á
fasteignamati og brunabótamati?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þfna skoðun I
____________ djjTC*
STYKKISHÓLMUR
Um mánaðamótin verður aðsetur Rann-
sóknarnefndar sjóslysa flutt frá Reykjavik til
Stykkishólms. Nefndin heyrir undir Sam-
gönguráðuneytið.
Rannsóknarnefnd sjó-
slysa flutt út á land
í flugstöð í
heimabæ
ráðherra
BYCCÐASTEFNA Fyrsta næsta mán-
aðar flytur Rannsóknarnefnd sjó-
slysa úr Hafnarhúsinu við
TVyggvagötu í Reykjavík í Flug-
stöðina á Stykkishólmi. Ragnhild-
ur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í
samgönguráðuneytinu, segir
flutninginn vera lið í flutningi
stofnana út á land í samræmi við
byggðastefnu ríkisstjórnarinnar.
„Starfsvettvangur nefndarinnar
er vitanlega landið allt, ekki bara
Reykjavíkurhöfn. Af þeim sökum
þótti hún kjörin stofnun til flutn-
ings,“ sagði hún.
Ragnhildur segir að undirbún-
ingur flutningsins hafi staðið um
skeið því flutningurinn hafi verið
ákveðinn með nokkrum fyrirvara
og bendir í því sambandi á reglu-
gerð um rannsókn sjóslysa frá því
í janúar á þessu ári. í fjórðu grein
reglugerðarinnar segir: „Nefndin
hefur aðsetur í Stykkishólmi." At-
hygli vekur að Stykkishólmur er
heimabær Sturlu Böðvarssonar,
samgönguráðherra. ■
Hlutabréfamarkaðir:
Hækkun hjá
framleiðend-
um hergagna
markaðir Dow Jones lækkaði í við-
skiptum gærdagsins á Wall Street
um 7,1% og Nasdaq um 6,8% þrátt
fyrir vaxtalækkun Bandaríska
Seðlabankans. Á meðan gengi
hlutabréfa í flestum geirum fór nið-
ur á við var mikill uppgangur í
hernaðargeiranum og hækkuðu
hlutabréf í fyrirtækjunum Nort-
hrop Grumman, Raytheon og Lock-
heed Martin sem öll framleiða her-
flugvélar að meðaltali um 20%.
Gengi flugfélaga og fyrirtækja
sem framleiða farþegaflugvélar
féll hinsvegar gríðarlega og átti
það stærstan þátt í að draga niður
helstu vísitölur. Móðurfélag United
Airlines, sem átti tvær af þeim
flugvélum sem notaðar voru í
hryðjuverkaárásinni 'sl. þriðjudag,
féll t.a.m. um rúm 40%. ■
•Nýjar reglur um fasteignamat:
Fasteignamat lóðar
hefur fjórfaldast
FASTEICNAMAT „Fasteignamat lóð-
arinnar hefur hækkað um 253
prósent eftir að breytingar á
fasteigna- og brunabótamati tóku
gildi,“ segir Reynir Gunnarsson
húseigandi við Álfaskeið. Hann
segir að sér hafi að vonum brugð-
ið þegar að hann sá hækkunina
og kannað hvort að aðrir húseig-
endur í nágrenninu hefðu sömu
sögu að segja. Komið hefði á dag-
inn að fasteignamat lóðar hefði
hækkað hjá fleirum en honum og
væri hækkunin á bilinu 200 til
250 prósent. „Fyrir breytingar
var lóðin metin á um 1,2 milljón-
ir, en eftir hækkunina er hún
metin á um 4,2 milljónir. Það eru
engar forsendur fyrir því að
verðmæti lóðarinnar hafi aukist
svona mikið á einni nóttu,“ segir
Reynir. Hann segir að fasteigna-
mat húseignarinnar hafi hækkað
mun minna. Hann geti ekki betur
séð en að verið sé að nota fast-
eignamat lóða til að setja viðbót-
arálögur á fólk og auka þannig
tekjur sveitarfélagsins. „Þetta er
hrein eignaupptaka hjá fólki,“
segir Reynir. ■
LÓÐARMATIÐ HEFUR FJÓRFALDAST
„Engar forsendur eru fyrif þessari miklu
hækkun. Þetta er hrein eignaupptaka,"
segir Reynir Gunnarsson, íbúi við
Álfaskeið.
Tilræðismenn vildu
beita flugvélum 1993
Gömul hugmynd hryðjuverkamanns að ræna flugvélum skoðuð á ný í
rannsókn árásarinnar á Ameríku. A.m.k. eitt nafn á listanum yfir hina
19 grunuðu er falsað. Maðurinn er sprelllifandi og var aldrei um borð.
VfSBENDINCA LEITAÐ
Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur unnið að rannsókn hryðjuverkanna. Þarna sjást lög-
reglumenn grandskoða svæðið þar sem ein flugvélanna fjögurra hrapaði f Pennsylvaníu.
árás Á amerIku Ramzi Ahmed
Yusef er maðurinn sem skipu-
lagði sprengjuárásina á World
Trade Center í New York árið
1993. Upphaflega hugmyndin
hans var hins vegar að ræna far-
þegaflugvélum og fljúga þeim á
tvíburaturnana.
Yusef er rúmlega fertugur
Pakistani sem setið hefur í fang-
elsi í Bandaríkjunum frá því
1998, og er hann að afplána alls
240 ára fangelsisdóm. Þegar hann
var handtekinn fundust í fórum
hans áætlanir um sjálfs-
morðsárásir nauðalíkar þeim sem
framkvæmdar voru í Bandaríkj-
unum í síðustu viku.
Sú áætlun var aldrei fram-
kvæmd vegna þess að hryðju-
verkahópur hans réði ekki yfir
því sem til þurfti. Rannsókn
bandarískra lögreglumanna bein-
ist nú m.a. að því hvort hugmynd-
ir Yusefs hafi verið notaðar í
hryðjuverkaárásunum núna.
Bandaríska alríkislögreglan
FBI hefur handtekið 49 manns í
tengslum við rannsóknina á
hryðjuverkunum í Bandaríkjun-
um í síðustu viku. Henni hafa
borist símleiðis meira en 7.700
ábendingar, sem gætu komið að
gagni við rannsóknina, og um
47.000 ábendingar á Internetinu.
Hins vegar er nú komið í ljós
að einn þeirra 19 manna, sem
grunaðir eru um að hafa rænt
flugvélunum fjórum, er bráðlif-
andi og var aldrei um borð í nein-
ni þessara véla. Þetta kom fram í
breska blaðinu Independent í gær.
Maðurinn gaf sig fram við
bandaríska sendiráðið í Beirút og
krafðist þess að nafn hans verði
hreinsað af öllum grun. Árið 1995
hafði hann tilkynnt lögregluyfir-
völdum í Bandaríkjunum að vega-
bréfi sínu hafi verið stolið.
Sú staðreynd, að einn flugræn-
ingjanna hefur augljóslega villt á
sér heimildir, leiðir óhjákvæmi-
lega til þeirrar ályktunar að það
geti átt við um fleiri. Ekki Iiggur
Ijóst fyrir, hvernig FBI fór að því
að þrengja hringinn niður í þessi
19 nöfn, né heldur hvaða rök lágu
þar að baki. Það eina sem gefið
hefur verið upp, er að nöfnin hafi
verið á farþegalistum vélanna, og
séu af arabískum toga. Ekkert
hefur verið gefið upp um það,
hvað það er sem tengir þessi nöfn
við hryðjuverkasamtök að öðru
leyti.
gudsteinn@frettabladid.is
Staða Hafnarfjarðarbæjar vegna hækkunar fasteigna- og lóðamats:
Lóðatekjur bæjarins tvö-
íaldast verði álagning óbreytt
fasteignamat í Hafnarfjarðarbæ
hækkar fasteignamat lóða að
meðaltali um 91 prósent, þótt
dæmi séu um fjórföldun eins og í
fréttinni efst á síðunni. Fast-
eignamat lóða er einn af tekju-
stofnum sveitarfélagsins. Miðað
sömu álagsprósentu og í fyrra
munu því tekjur Hafnarfjarð-
arbæjar af lóðagjöldum, tvöfald-
ast á næsta ári. „Ef fasteignamat
lóða hefur hækkað um 91 pró-
sent, þá hlýtur það að segja sig
sjálft að tekjur sveitarfélagsins
hljóta að aukast sem því nemur,“
segir Magnús Gunnarsson, bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar. Að sögn
Magnúsar er það sveitarfélag-
anna að ræða það, hvort þau telji
sig þurfa á þessum tekjustofni að
halda eða hvort að honum verði
breytt í ljósi þessara staðreynda.
Ekki hefur verið tekin afstaða til
þessa máls, hjá Ilafnarfjarðar-
bæ, þar sem að umræður um
HAFNARFJORÐUR
Tvöföldun á fasteignamati lóða mun hækka tekjur bæjarins
af lóðagjöldum.
MAGNÚS
GUNNARSSON
Sveitarfélaganna að
ræða það hvort þau
þurfi á tekjustofninum
að halda.
fjárhagsáætlanir næsta árs eru
ekki hafnar. Magnús segir að
skoða þurfi nauðsyn þess að
tekjustofnarnir standi undir
þeim gjöldum sem sveitarfélagið
þurfi að bera kostnað af, út frá
tekjustofnum sveitarfélagsins og
þeirri þróun sem þar hefur orðið.
Magnús sagðist, á þessu stigi
málsins, ekki tilbúinn til taka af-
stöðu til þess hvort álag vegna
lóðargjalda verði lækkað. Málið
verði skoðað áður en að ákvörðun
verði tekin. ■
INNLENT
Heildarskuldir Norðurljósa
hf. nema um 9 milljörðum
króna samkvæmt árshlutareikn-
ingi fyrir fyrstu 4 mánuði árs-
ins. Hagnaður samstæðunnar
allt síðasta ár var ríflega
700.000 krónur. RÚV greindi
frá.
Lögreglan á Blönduósi gerði í
gærkvöldi leit á heimili í
bænum vegna rannsóknar á
fíkniefnamáli. Húsleitin var í
gangi þegar blaðið fór í prentun
um kl. 22 í gærkvöldi. Fyrir
þann tíma fengust ekki upplýs-
ingar um umfang málsins;
hverjir tengdust því og hvort
lagt hefði verið hald á efni við
leitina.
Rask á flugi Flugleiða
vegna árása á Ameríku:
Tapið um 100
milljónir
flucmál Flugleiðir áætla að tap
vegna röskunar á flugi eftir at-
burðina í Bandaríkjunum nemi
um 100 milljónum króna. Alls
þurfti félagið að aflýsa 26 flug-
um dagana 11. til 14. september
og til viðbótar varð röskun á 7
ferðum. Um 4.000 farþegar áttu
bókuð sæti í þessum ferðum.
Auk þess fellur á Flugleiðir ýmis
kostnaður, svo sem vegna hót-
elgistingar og langferðabifreiða
fyrir farþega sem urðu fyrir
löngum töfum vegna atburð-
anna.
Laugardag, sunnudag og
mánudag, eftir að flug hófst
samkvæmt áætlun á ný, hefur
sætanýting verið góð hjá Flug-
leiðum, ekki minni en meðaltöl-
ur fyrir september. Það er þó
ekki marktækt því að hluta er
um að ræða fai’þega sem áttu
bókað far á þeim tíma sem lokað
var. Ljóst er að margir farþegar
hafa breytt og munu breyta
ferðaáætlunum sínum en bókan-
ir hjá Flugleiðum hafa haldist
lítið breyttar á næstu vikum. ■
—
Samkeppnisráð ávítar
Kringluna:
Jarlinn var
beittur órétti
úrskurðarmál Samkeppnisráð
segir Þyrpingu hf. hafa brotið
gegn góðum viðskiptaháttum
með því að svíkja veitingastað-
inn Jarlinn um húsnæði undir
hamborgarasölu í Kringlunni.
Samkeppnisi’áð telur ljóst að
Þyrping hafi á árinu 1997 gefið
Jarlinum vilyrði fyrir tilteknu
rými við hið nýja Stjörnutorg
skyndibitastaða sem sett var á
fót við stækkun Kringlunnar.
Jarlinn, sem hafði verið með
skyndibitasölu á svokölluðu
Kvikk-torgi í eldri hluta Kringl-
unnar, hafi undirbúið sig undir
flutning á nýja staðinn en verið
tilkynnt haustið 1998 að viðkom-
andi aðstöðu, svokölluðu ham-
borgaplássi, hefði verið ráðstaf-
að til McDonalds. Jai’linn þáði
annað rými en var bannað að
selja þar hamborgara sent þó
hafði verið meginstoðin í rekstr-
inum.
„Er það mat samkeppnisráðs
að sú hegðun Þyrpingar að
banna síðan Jarlinum að selja
hamborgai’a og ganga til samn-
inga við annan veitingastað um
það rými sem Jarlinum var á
sínum tíma lofað hafi falið í sér
óréttmæta viðskiptahætti," seg-
ir Samkeppnisráð og bætir við
því við að Þyrpingu hafi mátt
vera ljóst að um umtalsvei’ða
viðskiptahagsmuni Jarlsins
væri ræða, „og að góðir við-
skiptahættir hlytu að felast í því
að aðvai’a fyrirtæki sem allt frá
árinu 1987 hefur selt hamborg-
ara í Kringlunni að til stæði að
banna því að selja þá vöru.“ ■